Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 70
Risaeðlugrín SVONA BYFLUGA, SESTU HÉR Á TRJÁBOLINN © DARGAUD NEI! EKKI Á ANDLITIÐ Á MÉR. ÉG SAGÐI Á TRJÁBOLINN!! Í HVAÐA LEIK ER HANN? HANN ER AÐ REYNA AÐ ÞJÁLFA BÝFLUGU TIL AÐ SETJAST Á TRJÁBOL EN ÉG HELD AÐ ... FLUGAN SÉ AÐ KENNA HONUM AÐ SLÁ SJÁLFAN SIG ÞEGAR HÚN VILL Kalvin & Hobbes SAMKVÆMT ÞESSARI GREIN ÞÁ HAFA SEX ÁRA BÖRN HORFT Á AÐ MEÐALTALI 5000 KLUKKUSTUNDIR AF SJÓNVARPI. ÞRJÁ FJÓRÐU AF LÍFI SÍNU ÉG ER EKKI BÚINN AÐ HORFA Á NÆRRI ÞVÍ SVONA MIKIÐ! AÐ ÉG SKULI HAFA VERIÐ SVIPTUR RÉTTI MÍNUM TIL ÞESS AÐ FYLLA MIG NAUÐSYNLEGRI VITNESKJU . ALLAR ÞÆR VÖRUR SEM HAFA VERIÐ AUGLÝSTAR OG ÉG VEIT EKKI AÐ ERU TIL! FLÝTTU ÞÉR!! EF VIÐ NÁUM AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ FRAM AÐ HÁTTATÍMA ÞÁ GET ÉG BÆTT UPP FYRIR GLATAÐAR KLUKKUSTUNDIR HANN BÆTIR SÉR UPP SLJÓVGUNINA ÞÚ VERÐUR AÐ HJÁLPA MÉR AÐ LÆRA ÞESSA AUGLÝSINGU Kalvin & Hobbes DAGBLAÐIÐ ER AÐ LEITA AÐ EINHVERJUM TIL ÞESS AÐ SKRIFA HEILRÆÐADÁLK ÞANNIG AÐ ÉG SÓTTI UM STARFIÐ HÉRNA ERU NOKKUR FYRIRFRAM SVÖR SEM ÉG ER BÚINN AÐ SKRIFA FYRIR DÁLKINN HÆTTU ÞESSU VÆLI AUMINGI HÆTTU AÐ LÁTA EINS OG ÞÚ SÉRT SÁ EINI SEM Á VIÐ VANDAMÁL AÐ STRÍÐA FARDU TIL MÖMMU, SMÁBARN VILTU RÁÐ? DETTU NIÐUR DAUÐUR MÉR SÝNIST ÞÚ VERA MEÐ ALLT Á HREINU OG ÉG SEM ER AÐ FARA AÐ GERA ÞETTA FYRIR PENING. ALGJÖR SNILLD! Kalvin & Hobbes HVER ERRR DESSI KELVIN? Dagbók Í dag er sunnudagur 11. júní, 162. dagur ársins 2006 Víkverji veitti því at-hygli á föstudags- kvöldið að Ríkissjón- varpinu þótti fréttnæmt að tvær konur hefðu kært stöðuveitingar í Há- skóla Íslands eftir að Kristín Ingólfsdóttir varð þar rektor. Vík- verji veltir fyrir sér hvort fréttinni hefði verið stillt upp með sama hætti ef karl- maður væri rektor skólans. Auðvitað skiptir það engu máli hvors kyns rektorinn er; Háskóla Íslands ber að halda jafnréttislög og sína eigin jafnrétt- isáætlun í heiðri. x x x Víkverja þótti Kristín Ingólfsdóttirhins vegar svara vel fyrir sig. Hún sagði í fréttum Sjónvarpsins að ráðningar hefðu ekkert með kyn- ferði rektors að gera, heldur hæfi- leika og hæfni umsækjenda, m.a. menntun, reynslu af rannsóknum og kennslu, færni í mannlegum sam- skiptum o.s.frv. Þegar allir þessir þættir hefðu verið vegnir og metnir, væri tekin ákvörðun: „Við munum í hvert sinn, samt sem áður, verða að meta heildarhæfi einstaklinga. Við getum ekki ráðið ein- göngu eftir kynferði.“ x x x Þetta finnst Vík-verja vera hin rétta afstaða. Það má ekki slá af akadem- ískum kröfum Háskól- ans í þágu jafnrétt- issjónarmiða. Kynferði má aldrei verða til þess að sá hæfasti sé ekki ráðinn til starfans. Víkverji vonar að Háskóli Ís- lands lendi ekki í sömu ógöngum og t.d. sumir bandarískir háskólar, sem hafa bein- línis slegið af kröfum til að jafna kynjahlutföll og auka hlut minni- hlutahópa. Þar er byrjað á röngum enda. x x x Vinsælt happdrætti auglýsir í út-varpinu að Víkverji og aðrir landsmenn eigi að keypa sér miða í von um vinning. A.m.k. segir í út- varpsauglýsingu „keyptu þér miða“. Víkverji neitar að keypa neitt. Hann vill kaupa það og finnst að happ- drættið eigi að leiðrétta auglýs- inguna sína og segja „kauptu þér miða“. Víkverji situr fast við sinn keip í þessu efni. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Tónlist | Alla sunnudaga kl. 16 í sumar munu tónlistarmenn koma fram á stofutónleikum í Gljúfrasteini, heimili Halldórs Laxness í Mosfellsdal. Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagurkeri á því sviði, og mun Bach hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá skáldinu. Tónlistarflutningur og tónleikahald er afar mikilvægur þáttur í þeirri upp- byggingu sem Gljúfrasteinn stefnir að. Mun fjölbreyttur hópur tónlistar- manna á öllum aldri koma fram á tónleikum sumarsins. Í dag munu nemendur úr Tónlistarskóla Mosfellsbæjar leika fyrir gesti. Morgunblaðið/Kristinn Tónlist í Gljúfrasteini MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jóh. 15, 13.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.