Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 73
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára. Rjúpnaskyttur hjálpuðu Bryndísi Snæ- björnsdóttur og Mark Wilson að skapa lista- verk sem eru til sýnis á Veggnum. Líka var unnið með nemendum Austurbæjarskóla og má sjá afraksturinn á Torginu. Til 11. júní. Tónlist Hafnarborg | Ljóðatónleikar kl. 18. Margrét Árnadóttir, sópran, og Iwona Ösp Jagla, pí- anóleikari, flytja lög og ljóðaflokka eftir Clöru Schumann, Richard Strauss, Hugo Wolf, William Walton og Ívar Helgason. Íþróttahúsið í Reykjahlíð | Kórastefna við Mývatn kl. 15. W.A. Mozart; Requiem, og finnsk og íslensk kórtónlist. Flytjendur: 250 þátttakendur kórastefnu, Margrét Bóas- dóttir, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir, alt, Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Ágúst Ólafs- son, bassi, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Salurinn, Kópavogi | Söngtónleikar þriðju- daginn 13. júní kl. 20. Þorsteinn Árbjörns- son og Janette A. Zilioli flytja tónlist til- einkaða ástinni. Miðaverð: 2.000/1.600. Uppl. í síma 570 0 400. www.salurinn.is Seltjarnarneskirkja | The Elizabethan Madrigal Singers, ungmennakór úr listahá- skóla í Wales, heldur tónleika í Seltjarnar- neskirkju þriðjudaginn 13. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru madrígalar, þjóðlög, negrasálmar og léttmúsík, auk kórperla frá Íslandi. Aðgangur er ókeypis. Bækur Listasafn ASÍ | ASÍ – Fraktal – Grill Huginn Þór Arason og Unnar Örn J. Auðarson unnu sýninguna í sameiningu með safnið í huga. Listamennirnir reyna að fletta ofan af illsýnilegum, óskráðum en kannski aug- ljósum hliðum þess samfélags/umhverfis sem þeir starfa innan. Opið 13–17. Aðgang- ur ókeypis. Til 26. júní. Útivist og íþróttir Sögufélag Kjalarnesþings | Vorferð Sögu- félags Kjalarnesþings verður í dag. Lagt verður af stað frá Hlégarði kl. 10 og ekið í Seljadal. Þaðan verður gengið yfir í Helga- dal, en rúta sækir göngufólkið þangað. Gönguferðin tekur um tvær klukkustundir, fararstjóri verður Bjarki Bjarnason. Fyrirlestrar og fundir Alanó-húsið | 12 spora-fundir kl. 11–12, fyrir skuldara, þar sem deilt er reynslu, styrk og vonum og DA kynna þér lausnir. Héðinshús- inu, Seljavegi 2, herbergi 3. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Borgarskjalasafns í anddyri Laugardals- laugar um Laugarnesskóla í 70 ár. Sögu- legur fróðleikur, ljósmyndir og skjöl. Opin á opnunartíma laugarinnar. Allir velkomnir. Til 30. júní. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Listasafn Árnesinga | Tvær sýningar í safninu. Sýningin HÉR er verðlaunasýning Hrafnhildar Sigurðardóttur, en hún tók við norrænu textíllistaverðlaununum í Svíþjóð 2005. Sýningin FORMLEIKUR – GEO- METRIA er sýning Sonju Hakansson, en hún var tilbúin með þessa einkasýningu sama ár og hún lést, árið 2003. Til 18. júní. Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaups- siði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Perlan | Sögusafnið í Perlunni er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja sög- una frá landnámi til 1550. ww.sagamu- seum.is Þjóðmenningarhúsið | Handritin – Saga handrita og hlutverk um aldir. Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir. Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–2006. Síðustu forvöð að sjá sýninguna um Snorra, henni lýkur 17. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Nú stendur yfir sýning á níu fornleifarannsóknum Kristnihátíðarsjóðs í Rannsóknarýminu á 2. hæð. Hér gefst tækifæri til að skoða úrval gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu ár- um en mikil gróska hefur verið í fornleifa- rannsóknum. Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga kl. 10–17. Uppákomur Listasafn ASÍ | ASÍ – Fraktal – Grill – Sunnudaginn 11. júní milli kl. 15–17 taka lista- mennirnir Huginn Þór Arason og Unnar Örn J. Auðarson á móti gestum og ræða um verk sín. Aðgangur að Listasafni ASÍ er ókeypis. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 73 DAGBÓK Pottþétt frí með Starcraft Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Umboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 Starcraft RT. Smellpassar aftan í jeppann þinn. Þú ferð lengra með upphækkað Starcraft RT á off-road grind Centennial og Starcraft series. Hreinn og klár lúxus Starcraft pallhús. Svítan á pallbílnum þínum. Fyrir allar gerðir pallbíla. Alþjóðleg ráðstefna um trúleysi verðurhaldin í Reykjavík dagana 24. og 25.júní. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Já-kvæðar raddir trúleysis“ en að henni standa SAMT – samfélag trúlausra, Skeptíkus – félag trúleysingja við Háskóla Íslands, Vantrú og Siðmennt. „Ráðstefnan er haldin undir merkjum Atheist Alliance International sem eru alþjóðleg samtök trúleysingjafélaga. Samtökin halda reglulega ráð- stefnu og sóttumst við eftir að halda ráðstefnuna hér á landi í ár,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Þetta er tækifæri fyrir trúleysingja og áhuga- menn um trúmál að hlusta á áhugaverða fyr- irlestra. Samkoma af þessu tagi og stærðargráðu hefur mér vitandi aldrei fyrr verið haldin á Íslandi og mikill fengur fyrir trúleysingja á Íslandi,“ seg- ir Óli Gneisti. „Við höfum fengið einstaklega góð viðbrögð frá þeim fyrirlesurum sem við leituðum til og koma margir þeirra til ráðstefnunnar fyrir brot af því fé sem þeir fá venjulega fyrir að taka þátt í ráð- stefnum af þessum toga.“ Ráðstefnuna heimsækir einvalalið fræðimanna og rithöfunda: „Fyrstan má nefna breska þróun- arlíffræðinginn Richard Dawkins. Hann er ein- hver þekktasti núlifandi vísindamaður heims og líklega þekktasti trúleysinginn líka. Dawkins hef- ur fjallað ítarlega um trúarhugmyndir í rann- sóknum sínum og skrifum og er m.a. höfundur bókarinnar „The Blind Watchmaker“ sem oft er kölluð skyldulesning um sköpunarkenninguna. Hann vakti síðast athygli fyrir sjónvarpsþátt í tveimur hlutum, „The Root of All Evil?“ þar sem hann færði fyrir því rök að heiminum væri betur borgið án trúarbragða,“ segir Óli Gneisti. „Þá fáum við til okkar Dan Barker, fyrrum bók- stafstrúarpredikara í Bandaríkjunum og núver- andi trúleysingja. Hann skrifaði skemmtilega bók um reynslu sína, og mun segja fundargestum frá hvað gerðist þegar hann tók að lesa Biblíuna með gagnrýnu hugarfari.“ Brannon Braga sækir einnig ráðstefnuna: „Hann framleiddi, skrifaði og lék jafnvel í Star Trek þáttunum. Auk þess að vera fengur fyrir aðdáendur þáttanna mun hann segja frá við- horfum sínum og Gene Roddenberry, skapara Star Trek, til trúleysis,“ segir Óli Gneisti. „Síðast en ekki síst má nefna Juliu Sweeney. Hún kemur hingað með leikþáttinn „Letting go of God“ sem hefur gengið á Broadway fyrir fullu húsi. Hún hefur skrifað fyrir og leikið í þáttunum Saturday Night Life og stendur einnig á bak við Að- þrengdar eiginkonur.“ Þá eru aðeins nefndir nokkrir af þeim fjöl- mörgu erlendu og innlendu fyrirlesurum sem taka þátt í dagskrá ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar um dagskrána og þáttöku- gjöld má finna á www.samt.is/conference. Þátt- taka er öllum heimil á meðan enn eru laus pláss. Trúmál | Fjöldi virtra fyrirlesara á ráðstefnunni „Jákvæðar raddir trúleysis“ 24. og 25. júní Vegleg ráðstefna um trúleysi  Óli Gneisti Sól- eyjarson fæddist á Ak- ureyri 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá Verk- menntaskólanum á Ak- ureyri 2002 og er að hefja nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Óli Gneisti starfaði sem bókavörður á Lands- bókasafninu 2004– 2006 en starfar nú sem filmusafnsvörður hjá 365 ljósvakamiðl- um. Sambýliskona Óla Gneista er Eygló Traustadóttir bókasafns- og upplýsingafræð- ingur hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hagnýt sjónarmið. Norður ♠32 ♥KD7 S/AV ♦Á109 ♣ÁD764 Suður ♠ÁD65 ♥ÁG84 ♦KG32 ♣K Zia Mahmood fengi seint verðaun fyrir tæknilegar sagnir, enda alinn upp við rúbertuborðið þar sem hagnýt sjónarmið ráða ferðinni. Við slíkt til- efni var hann í suður og vakti á einu grandi, en tilgangurinn var auðvitað sá að tryggja sér sagnhafasætið, hver sem lokasögnin yrði: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 4 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspilið var lauftía. Hvernig myndi lesandinn spila í sporum Zia? Tólf slagir eru öruggir með því að finna tíguldrottninguna, en annars verður að svína í spaða. Slíkt gefur góðar vinningslíkur, en Zia vildi gera betur. Ef laufið er 4–3 (62%) má fría þar slag og kannski neyða vörnina til að hreyfa spaða eða tígul. Norður ♠32 ♥KD7 ♦Á109 ♣ÁD764 Vestur Austur ♠KG94 ♠1087 ♥32 ♥10965 ♦D54 ♦876 ♣10985 ♣G32 Suður ♠ÁD65 ♥ÁG84 ♦KG32 ♣K Zia tók þrisvar hjarta, spilaði ÁD í laufi og enn laufi. Vestur lenti inni á laufníu og varð að gefa tólfta slaginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjórn@mbl.is JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér kiljuút- gáfu af metsölubókinni Við enda hringsins eftir Tom Egeland sem kom út á síðasta ári og varð ein af met- sölubókum ársins. Söguþráður bókarinnar er á þessa leið: „Við fornleifauppgröft í miðalda- klaustri í Noregi kemur hópur al- þjóðlegra vísindamanna niður á lítið skrín úr skíragulli. Tvö þúsund ára gamalt. Skrínið er harðlæst en forn- leifafræðingarnir vita að það geymir dýrmæta en ógnvekjandi leynd- ardóma. Leyndardóma sem breyta munu gangi sögunnar og skilningi manna á kristinni trú og vestrænni menningu verði þeim ljóstrað upp. Voldug öfl svífast einskis til að varð- veita þá leyndardóma sem skrínið geymir og varla er það komið upp á yf- irborð jarðar þegar því er stolið. En Björn Beltö, ungur fornleifafræðingur sem starfar við uppgröftinn, kemur hin- um ósýnilegu andstæðingum í opna skjöldu og við tekur æsispennandi elt- ingarleikur sem berst víða um lönd.“ Tom Egeland hefur skrifað nokkrar spennusögur og er jafnframt þróun- arstjóri hjá TV 2 í Noregi. Bókin fór beint í fyrsta sæti metsölulista Ey- mundsson yfir innbundnar skáldsögur við útkomu hér á Íslandi. Kristín R. Thorlacius og Áslaug Th. Rögnvalds- dóttir þýddu. Nýjar bækur Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.