Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 78

Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 78
78 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Merkilegt hvað þessir tón-leikar sem maður fer ágeta verið mismunandi. Fór á Sisters of Mercy um daginn, alveg ömurlegt. Stuttu áður hafði ég séð Calexico. Algjör snilld – nánast fullkomnun. Svo á mið- vikudaginn síðasta fór ég að sjá stórsveitina Tool. Þeir tónleikar voru einhvers staðar þarna á milli. Að vísu aðeins nær Calexico en Sisters en ekki svo. Þetta var kalt og ópersónulegt kvöld, líkt og tónlist og ímynd sveitarinnar er. Þetta átti líklega að vera svona og maður sá á áhorfend- unum að þeir voru meira eins og á trúarsamkomu en villtum rokk- tónleikum. Þeir snertu mig því ekki en ég varð heldur ekki fyrir sárum vonbrigðum. Mér var eig- inlega bara alveg sama – og því í fullkomnum takti við bæði hljóm- sveitina og andrúmsloftið í saln- um.    Allir þessir tónleikar sem hérhafa verið nefndir fóru fram í Berlín, borginni sem ég bý í um þessar mundir. Auðvitað er það kostur að vera upp fyrir haus í tónleikum, fjöldi sveita sem renn- ur hér í gegn í hverri viku skiptir hundruðum og eru þær bæði „stórar“ og „litlar“. Maður þarf að beita sig valhörku og hér hafa farið fram tónleikar sem ég hefði trauðla sleppt, hefði ég verið á Skerinu. Talandi um gamla Ísa- fold, þá voru það orð í tíma töluð hjá félaga mínum, Höskuldi, hér um daginn. Hér er ég að vísa í Af listum, grein hans „Hnigið til jafnvægis“ (birt 7. júní sl.), þar sem hann veltir upp mikilvægum og raunsæjum punktum hvað tón- leikahald á Íslandi varðar. Tónleikarnir sem hér eru til umræðu þróuðust reyndar öfugt við það sem hefur verið að gerast að undanförnu heima, en flytja þurfti tónleikana í stærra hús þar sem að það seldist upp á mettíma er þeir voru fyrst auglýstir fyrir um þremur mánuðum. Ég fór á límingunum þegar ég sá það, því að ég er forfallinn aðdáandi Tool, staðreynd sem ég á stundum erf- itt með að átta mig á sjálfur. Tool eru geðveikt band – en líka pínu glataðir (eins og Bo á að hafa sagt við Friðrik Karlsson: „Mikið ertu nú góður gítarleikari – en samt eitthvað svo glataður“). Það hangir sterk „Dungeons & Dra- gons“-ára yfir bandinu, öll þessi dulúð og torræðni er hálf spaugi- leg – en er samt það sem ég fíla mest við bandið! Aðdáun er ekki einfalt fyrirbæri, svo mikið er víst. Tónninn fyrir kvöldið var sleg- inn strax í lestinni sem tók mig á tónleikastaðinn. Tveir nördar sátu við hliðina á mér, með gler- augu, sítt hár í tagli og í þunga- rokksbolum. Ég taldi heillavæn- legast að elta þessa menn, til að finna tónleikastaðinn og það stóð heima. Þeir voru að fara á Tool. Áhorfendastóðið var reyndar ekki alveg svona svakalegt, en þó var viss ró og hálfgerður heilagleiki yfir fólki. Það var eins og það væri aðallega komið til að votta guðum virðingu sína í mikilli auð- mýkt og ég fann líka snemma að það var ákveðin gjá á milli safn- aðarins og átrúnaðargoðanna.    Tónleikarnir voru stuttir, umeinn tími og tuttugu mínútur, allt spilað nánast í einum rykk og lítið talað á milli laga. Lögin voru ekki nema ellefu, um fimm stykki af nýju plötunni, 10.000 days, og svo „slagarar“ eins og „Stinkfist“ og „Schism“. Furðufuglinn James Maynard Keenan var ber að ofan, með kúrekahatt á höfði og í galla- buxum og kúrekastígvélum. Stóð bakatil, við hliðina á trommusett- inu og söng þar. Það er eitthvað sem pirrar mig við þennan mann en heillar mig um leið. Keenan var einkar fjarlægur og yfirlæt- isfullur, sagði í blábyrjun stutt og hvasst: „Halló Þjóðverjar“ og í endann sagði hann eitthvað á þessa leið. „Vonandi sjáum við ykkur aftur áður en árið er liðið. Persónulega get ég varla beðið,“ og kaldhæðnin var yfirþyrmandi. Reyndar var þetta hressandi til- breyting frá hinu vanabundna „það er frábært að vera hérna, eru ekki allir í stuði“. Það rann síðan ekki blóðið í gít- arhetjunni Adam Jones, hann stóð eins og lífvana dúkka á sviðinu og ótrúlegt að heyra þessi flóknu og kröftugu riff koma þó úr gít- arnum hans. Eins og áður segir reyndist mér erfitt að hrífast með, kannski þarf ég að fara að vinna í þessum mót- sagnakenndu tilfinningum sem ég hef í garð sveitarinnar til að geta notið hennar að fullu (á tónleikum a.m.k.). Í þessu tilfelli, og þetta hefur sannarlega gerst áður, þá má segja að eftirvæntingin hafi keyrt fram úr sjálfum viðburð- inum. Ég er ekki að grínast, ég var búinn að bíða mjög spenntur eftir þessum tónleikum í um tvo mánuði og svo þegar á hólminn er komið verður spennufall. Það væri kannski sniðugt að spara sér aðgangseyri í framtíðinni á þenn- an hátt, njóta bara tilhlökkunar- innar í nokkrar vikur og sleppa svo sjálfum tónleikunum. Sem í sumum tilfellum geta bara ekki staðið undir væntingum. Tool á tónleikum ’Tónleikarnir sem héreru til umræðu þróuðust reyndar öfugt við það sem hefur verið að gerast að undanförnu heima, en flytja þurfti tónleikana í stærra hús þar sem að það seldist upp á mettíma er þeir voru fyrst aug- lýstir fyrir um þremur mánuðum.‘ Tool í stuði. Athugið að andinn í þessari mynd er fullkomlega á skjön við tónlist hljómsveitarinnar. arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Yfir 51.000 gestir! SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga eeeeVJV - TOPP5.is LEITIÐ SANNLEIKANS - HVER eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. HEIMSFRUMSÝNING Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! YFIR 40.000 eee B.J. BLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó? The Omen kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára X-Men 3 kl. 1, 3.20, 5.40, 6, 8, 8.30, 10.20 og 10.50 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 2, 5, 8, og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 2, 5, 8, og 11 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 1 og 4 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 2 The Omen kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára 16 Blocks kl 6 og 10 B.i. 14 ára X-MEN 3 kl. 8 B.i. 12 ára The DaVinci Code kl. 5 B.i. 14 ára Rauðhetta kl. 3.30 (400 kr.) Saltkráka kl. 4 (400 kr.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.