Morgunblaðið - 24.06.2006, Side 8
8 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það væri æðislegt ef þú gætir, við erum svo vön að fara öll í bað með hundinum.
Barna- og unglinga-geðdeild Landspít-ala – háskóla-
sjúkrahúss (BUGL) og
Miðstöð heilsuverndar
barna (MHB) hafa gert
samstarfssamning vegna
þjónustu við börn með erf-
iðleika á geð- og hegðunar-
sviði. Með samningnum
verður þjónusta aukin
vegna barna með vanda-
mál svo sem ofvirkni, at-
hyglisbrest og aðrar hegð-
unar- eða lyndistruflanir,
sérstaklega hvað varðar
ráðgjöf og eftirfylgd auk
greiningar.
Mikil umfjöllun hefur verið und-
anfarin ár um stöðu geðheilbrigð-
ismála barna og unglinga hér á
landi. Biðlistar lengjast sífellt eftir
þjónustu hjá BUGL en starfsfólk
deildarinnar hefur bent á að að-
staðan sé alls ekki nægilega góð
og til þess að bregðast við eftir-
spurn séu stöðugt fleiri sjúklingar
lagðir inn á deildina en rými sé
fyrir.
Markmið að beina megi
tilvísunum annað
Biðtíminn eftir þjónustu hjá
BUGL er nú um 12 mánuðir og er
hann farinn að lengjast. Í samtali
við Morgunblaðið sögðu þau Guð-
rún Bryndís Guðmundsdóttir,
barna- og unglingageðlæknir, og
Páll Magnússon sálfræðingur, hjá
BUGL, að til þess að létta álagið á
deildinni sé mikilvægt að efla
þjónustu á öðrum stigum heil-
brigðisþjónustunnar.
Heilbrigðisþjónusta sé skipu-
lögð í þremur stigum þar sem 1.
stigið sé almenna heilsugæslan.
Síðan sé 2. stig sem er sérhæfðara
og sérstök greiningar- og með-
ferðarteymi tilheyri sem geti tekið
á vandasamari viðfangsefnum.
Loks tilheyri sjúkrahúsdeildir
eins og BUGL 3. stiginu. Páll
bendir á að í rauninni ætti ekki að
vísa til BUGL nema erfiðustu til-
fellunum og þeim sem önnur úr-
ræði dygðu ekki fyrir. Nauðsyn-
legt sé að byggja upp þekkingu
hjá öðrum stofnunum og það eigi
að vera eitt af hlutverkum BUGL
að miðla slíkri þekkingu. Í þessum
samstarfssamningi felist að
BUGL aðstoði Miðstöð heilsu-
verndar barna við að koma sér upp
getu til að greina og veita meðferð
við ofvirkni og hegðunarerfiðleik-
um hjá börnum og vonandi muni
það minnka álagið hjá deildinni
þegar fram í sæki. Barna- og ung-
lingageðdeildin geti þá frekar ein-
beitt sér að alvarlegum tilfellum
eins og börnum og unglingum með
margþætt eða samsett vandamál.
Páll bætir við að þetta sé ekki
fyrsti samningurinn af þessu tagi
sem gerður hafi verið. BUGL hafi
gert svipaðan samning við skóla-
skrifstofuna og heilsugæsluna á
Akranesi og hjálpað til við að
koma upp greiningarteymi þar. Sá
samningur hafi gefið góða raun og
tilvísunum frá Akranesi hafi fækk-
að.
Mun bæði sjá um
greiningu og meðferð
Miðstöð heilsuverndar barna
(MHB) hefur til þessa annast
frumgreiningu þegar grunur hef-
ur vaknað um þroskafrávik. Oft
hefur tilfellum síðan verið vísað
þaðan til BUGL eða annarra
stofnana þar sem biðlistinn hefur
verið langur. Gyða Haraldsdóttir,
sviðsstjóri þroska- og hegðunar-
sviðs hjá MHB, segir að þetta hafi
verið óheppilegt. „Við erum að
vonast eftir því að hægt verði að
stytta biðtímann niður í örfáa
mánuði og þá sé verið að grípa fyrr
inn í vandamál og kannski koma í
veg fyrir að þetta verði vandamál
sem vindi upp á sig.“
Gyða tekur fram að MHB muni
einnig veita meðferðarúrræði. Áð-
ur hafi miðstöðin skilað sínum nið-
urstöðum út í kerfið aftur en nú
verði börnunum fylgt meira eftir.
Boðið verði upp á ráðgjöf fyrir for-
eldra svo að þeir sem sjái um upp-
eldi barnsins hafi getu til að fást
við þarfir þess. Hjá miðstöðinni sé
þverfaglegur hópur sérfræðinga
sem veitt geti ýmis meðferðarúr-
ræði, t.d. lyfjameðferð ef þörf er á.
Skjólstæðingar BUGL og MHB
eru þó á ólíkum aldri. Barna- og
unglingageðdeildin hefur fyrst og
fremst séð um börn á grunnskóla-
aldri en Miðstöð heilsuverndar
barna hefur aðallega starfað með
börnum á leikskólastiginu. Nokk-
ur skörun hefur samt orðið í 1.
bekk grunnskólans. Gyða vonast
til að einmitt þar geti árangur mið-
stöðvarinnar orðið mestur og að
MHB muni leggja áherslu á að
taka þau börn í greiningu og eft-
irfylgd sem grunnskólarnir sendi
áfram eftir skimanir í upphafi
skólaársins. Ef hægt sé að stytta
biðtíma þessara barna sé hægt að
koma í veg fyrir að jafn mörg mál
verði alvarleg.
Gyða viðurkennir að miðstöðin
þyrfti að fá meiri fjárveitingu til að
anna þessum störfum þótt stofn-
unin hefði fengið aukið fjármagn
vegna þessara verkefna. Fljótlegt
sé að vinna að greiningu en hætt
sé við því að skortur verði á með-
ferð og eftirfylgni. „Við ákváðum
að byrja á þessu og svo verður
maður að vona að það mæti skiln-
ingi í ráðuneytinu ef álagið og eft-
irspurnin verður það mikil að við
náum ekki að veita þá þjónustu
sem við viljum,“ segir Gyða.
Fréttaskýring | Samstarf um úrræði
Reyna að
stytta biðlista
Samningur við Miðstöð heilsuverndar
barna um að létta álaginu af BUGL
Aðsetur Miðstöðvar heilsuverndar barna.
Verkaskipting í geðheil-
brigðismálum barna
Barna- og unglingageðdeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss
hefur gert samstarfssamning við
Miðstöð heilsuverndar barna um
að aðstoða miðstöðina við að
koma upp greiningar- og með-
ferðarúrræðum. Með þessu
standa vonir til að hægt verði að
létta að einhverju leyti álagið á
BUGL og deildin geti einbeitt sér
að alvarlegri tilfellum. Áhrifin
munu þó að líkindum vera til
lengri tíma og enn er þörf á
meira fjármagni.
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
SIGLINGAR franskra sjómanna á
Íslandsmið forðum verða ofarlega í
huga manna í hafnarbænum Paim-
pol á Bretaníuskaga í dag, en þá
hefst þar siglingakeppni sem skír-
skotar til fiskveiða á frönskum
gólettum við Ísland á 18., 19. og
framan af 20. öld. Nítján skútur
leggja þá upp í keppnina Skippers
d’Islande. Tómas Ingi Olrich sendi-
herra í París ræsir skúturnar af
stað. Tvær aldnar gólettur, sömu
gerðar og skútur sem sigldu til Ís-
landsveiða frá Paimpol, verða í
höfninni við upphaf keppninnar, en
þær notar franski flotinn sem
skólaskip.
Í fyrstu lotu verður siglt frá
Paimpol til Reykjavíkur og er skút-
unum ætlað að vera komnar þang-
að 4. júlí. Frá Reykjavík verður
siglt til Grundarfjarðar 8. og 9. júlí
en þar voru miðstöðvar útgerð-
armanna frá Paimpol á Íslandi. Ís-
lenskar skútur taka þátt í þeirri
siglingu og verður sérstök keppni
milli þeirra og frönsku skútanna á
þeirri leið.
Frá Grundarfirði verða skút-
urnar ræstar af stað 12. júlí og sigla
þær í einum áfanga til Paimpol í
Frakklandi eða um 1.300 sjómílna
vegalengd. Eiga þær að vera komn-
ar á leiðarenda 21. júlí. Heild-
arvegalengd sem lögð verður að
baki í keppninni er um 2.600 sjómíl-
ur eða rúmlega 4.800 km.
Nokkrir skútustjóranna nota
keppnina til að öðlast þátttökurétt í
mikilli siglingakeppni frá St. Malo
til Karíbahafsins í október, eftir
Rommleiðinni svonefndu. Meðal
keppenda í Skippers d’Island eru
nokkrar skútur sem þegar hafa
uppfyllt kröfur til þátttöku þar.
Konur við stjórn
á tveimur af skútunum
Tvær skútanna verða undir
stjórn kvenna, þar á meðal skútan
Vedettes de Brehat. Henni stjórnar
24 ára frönsk kona að nafni Serv-
ane Escoffier frá Saint-Malo. Hún
er orðin þekkt meðal kappsiglinga-
manna sakir þess að hún varð sl.
vetur í þriðja sæti í Transat-
keppninni frá Le Havre í Frakk-
landi til Salvador de Brehat, hinnar
fornu höfuðborgar Brasilíu. Stysta
leið þar á milli er 4.340 sjómílur og
lagði hún leiðina að baki við annan
mann á röskum 20 sólarhringum.
Hún sigldi skútu sem vann þá
keppni 2003 og siglinguna eftir
Rommleiðinni 2002. Sömu skútu,
Vedettes de Brehat, stýrir hún í
keppninni milli Frakklands og Ís-
lands í ár og þar ætlar hún að upp-
fylla skilyrði til þátttöku í keppn-
inni eftir Rommleiðinni í haust.
Þá vann Servane Escoffier ekki
minna afrek er hún stýrði skútu
sinni til sigurs í flokki 40 feta ein-
bytna í hinni sögufrægu Fastnet-
siglingakeppni við Bretlandseyjar í
fyrrasumar. Meðal annarra kepp-
enda er faðir Servane, Bob, sem er
reyndur siglingamaður. Meðal þátt-
takenda nú eru og skútustjórar og
áhafnir sem áður hafa tekið þátt í
Skippers d’Islande og einnig vænt-
anlegir keppendur Frakka á ólymp-
íuleikjunum í Peking 2008.
Að þessu sinni fer keppni Skip-
pers d’Islande fram þriðja sinni.
Um er að ræða einhverja nyrstu út-
hafskeppni á skútum sem haldin er
í heiminum. Fyrst var efnt til kapp-
siglingarinnar árið 2000 og þótti
hún takast vonum framar. Í henni
tóku aðeins þátt skútur sem siglt er
af áhugamönnum en ekki atvinnu-
mönnum. Keppt var að nýju 2003
og þótti hún takast jafnvel enn bet-
ur. Kappsiglingin er á góðri leið
með að skapa sér fastan sess.
Á að efla vináttuböndin
Markmið aðstandenda í Paimpol
með keppninni er að efla frekar
vináttubönd við Ísland og minnast
Íslandssjómannanna frönsku. Í ára-
tugi sigldu skútur upp að Íslands-
ströndum frá Paimpol. Úthald skút-
anna var venjulega hálft ár.
Margar þeirra sneru aldrei aftur og
þúsundir franskra sjómanna hlutu
vota gröf á Íslandsmiðum. Um
helmingur þeirra, eða um 2.000 sjó-
menn, voru frá Paimpol og blóð-
taka bæjarins því mikil.
Sögu þessara veiða hefur Elín
Pálmadóttir blaðamaður gert ræki-
leg skil í bók sinni Fransí Biskví, en
sú bók var gefin út endurbætt í
franskri þýðingu sl. vetur. Þá er
sögu veiðanna einnig haldið vel til
haga í Paimpol. Þar bera götur,
kapellur og önnur kennileiti nöfn
sem minna á Íslandsveiðarnar. Þá
voru sjómennirnir frönsku manna á
meðal í heimalandi sínu kallaðir
„Íslendingarnir frá Paimpol“.
Þess má geta að Icelandair er
meðal helstu styrktaraðila sigl-
ingakeppninnar.
19 skútur í kappsiglingu
til Íslands frá Paimpol
Skútan Khayyam er fegursta keppnisskútan en hún er smíðuð árið 1939.
Núverandi eigendur keyptu hana árið 1991 og björguðu frá eyðileggingu.
Eftir Ágúst Ásgeirsson