Morgunblaðið - 24.06.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 19
ERLENT
Ævintýraferðir á ári Hundsins
til Kína með
KÍNAKLÚBBI UNNAR
Haustferð: 7. - 28. september
Farið verður til TÍBET (Lhasa, Gyantse, Shigatse), BEIJING,
XIAN, CHENGDU, GUILIN, og á KÍNAMÚRINN
Heildarverð á mann kr. 350 þús. Allt innifalið:
Þ.e. skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum (einb. + 60 þ.), fullt
fæði, skattar/gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjóns-
dóttur, sem er sérfræðingur í skipulagningu ferða til Kína, en þangað fór
hún með fyrsta hópinn 1992.
Jóla- og nýársferð: 21. desember - 2. janúar
Farið verður til BEIJING, XIAN, SHANGHAI, SUZHOU og á
KÍNAMÚRINN.
Heildarverð á mann kr. 250 þús. Allt innifalið:
þ.e. skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum (einb. + 40 þ.), fullt
fæði, skattar/gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar. Þetta
verður 24. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína.
Kínakvöld: Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínakvöld“, á
Njálsgötunni eða úti í bæ, með myndasýningu og
mat, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum.
Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 R
símar: 551 2596 og 868 2726
Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur
Netfang: kinaklubbur@simnet.is
Geymið auglýsinguna
Kynntu þér stóru, sterku og fallegu tjaldvagnana frá Camp-let, uppáhalds
ferðafélaga Íslendinga um áratuga skeið!
... og fríið verður frábært
með Camp-let
Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.isUmboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2
Savanne er nýr og spennandi
kostur frá Camp-let
Áfast fortjald
Gott rými
Pottþéttur tjalddúkur
Áföst eldhúseiningLéttur en nýðsterkur
Hár tjaldvagn
á 13" dekkjum
HÁTT heimsmarkaðsverð á olíu
hefur stóraukið tekjur rússneska
þjóðarbúsins og gert því kleift að
greiða niður erlendar skuldir mun
hraðar en sérfræðingar gerðu ráð
fyrir. Þannig munu Rússar endan-
lega gera upp um 1.600 milljarða
króna skuld sína við Parísarklúbb-
inn svokallaða, hóp lánveitenda frá
19 af ríkustu þjóðum heims, fyrir 21.
ágúst nk., eða langt á undan áætlun.
„Skuldin verður endurgreidd fyr-
ir ágúst,“ sagði Alexei Kúdrín, fjár-
málaráðherra Rússlands, í rúss-
neska þinginu á miðvikudag þegar
skýrt var greiðslunni. „Fyrir sum-
arlok verður Rússland ekki lengur
viðskiptavinur Parísarklúbbsins.
Níutíu og fimm prósent skulda Sov-
étríkjanna munu heyra sögunni til.“
Ráðherrann bætti því svo við að
til að bæta lánveitendum upp hversu
snemma greiðslan bærist myndu
Rússar greiða um 77 milljarða
króna þóknun til klúbbsins. Renna
um 52,5 milljarðar af þessari upp-
hæð til Þjóðverja, en afgangurinn til
Breta, Frakka og Hollendinga.
Að sögn Kúdríns mun greiðslan
engu að síður spara Rússum um 578
milljarða króna í vaxtagreiðslur, nú
þegar smjör drýpur af hverju strái í
rússneska þjóðarbúskapnum vegna
hás heimsmarkaðsverðs á olíu.
Þjóðverjar voru því upphaflega
andvígir að lán Rússa yrði greitt
niður svo fljótt, en þeir höfðu reikn-
að með vaxtatekjum af sínum hluta
lánsins fram til fjárlagaársins 2015.
Segir greiðsluna mikilvæga
Mikið hefur verið fjallað um
skuldalok Rússa við Parísarklúbb-
inn í fjölmiðlum en segja má að
greiðslan hreinsi upp skuldahala
Sovétríkjanna sálugu. Það er m.a. af
þessum sökum sem að greiðslan er
almennt álitin mikilvægt pólitískt og
efnahagslegt skref fyrir Rússa.
Dagblaðið Financial Times er
meðal þeirra miðla sem eru á þess-
ari skoðun en þar segir að sam-
komulagið um greiðsluna „sé mik-
ilvægt pólitískt skref fyrir Rússa í
aðdraganda fundar átta helstu iðn-
ríkja heims (G8) í næsta mánuði,
sem undirstriki hvernig hátt orku-
verð hafi umbreytt fjárhag landsins
á síðustu árum“. Þá hefur blaðið það
eftir sérfræðingum að niðurgreiðsl-
an kunni að leiða til þess að láns-
hæfiseinkun rússneska þjóðarbúsins
verði endurskoðuð til hækkunar.
Fréttavefur breska ríkisútvarps-
ins, BBC, fjallaði einnig um greiðslu
Rússa í vikunni en þar sagði að þeir
hefðu lagt til hliðar um 5.400 millj-
arða króna af tekjum sínum af olíu-
sölu til stuðnings ríkissjóði. Þar seg-
ir einnig að greiðslan muni lækka
uppsafnaðar skuldir Rússa frá Sov-
étríkjunum um yfir 90 prósent niður
í um 225 milljarða króna, sem þeir
skuldi ríkjum sem ekki eiga aðild að
Parísarklúbbnum. Fyrir vikið segir
BBC að allar erlendar skuldir
Rússa muni lækka í um 3.756 millj-
arða króna, sem sé um fimm pró-
sent af vergri þjóðarframleiðslu.
Gengust við skuldunum 1993
Rússneskir fjölmiðlar fjalla eins
og gefur að skilja mikið um greiðsl-
una til klúbbsins sem þeir telja
flestir táknrænt skref og tímanna
tákn.
Þannig segir Itar-Tass-fréttastof-
an að Kúdrín hafi ákveðið að halda
eftir 225 milljarða skuld Rússa við
einstök ríki sem ekki séu aðilar að
Parísarklúbbnum, á borð við Kúveit,
í því skyni að styðja við rússneskan
útflutningsiðnað. Þá segir einnig á
vef Itar-Tass að Rússar muni á
næstunni greiða niður skuldaafgang
Sovétríkjanna og að stofnaður verði
fjárfestingarsjóður fyrir hluta þess
fjár sem sparast í vaxtagreiðslur af
láni Parísarklúbbsins.
Rússneska fréttastofan RIA No-
vosti gerir málinu einnig góð skil en
á vefsíðu hennar segir að Rússar
hafi gengist við erlendum skuldum
Sovétríkjanna árið 1993, fjórum ár-
um áður en þeir gengu í Parísar-
klúbbinn. Kemur þar einnig fram að
árið 2005 hafi Rússar greitt til baka
1.127 milljarða króna af láni sínu til
klúbbsins, sem hafi þá verið stærsta
einstaka endurgreiðslan í sögu hans.
Dagblaðið Moscow Times gengur
á vefsíðu sinni einna lengst fjölmiðla
í umsögn sinni um greiðsluna og
segir hana „lykilsigur sem undir-
striki að Rússland sé að verða efna-
hagsstórveldi í aðdraganda fundar
G8-ríkjanna í St. Pétursborg“.
Rússar hreinsa
upp skuldahala
Sovétríkjanna
AP
Verkamaður stekkur niður af gasleiðslu í eigu orkurisans Gazprom við
framkvæmdir nærri bænum Boksitogorsk, um 300 km austur af St. Péturs-
borg, á fimmtudag. Gasleiðslan mun liggja í gegnum Eystrasaltslöndin og
tengja þýska neytendur við gasframleiðslu Rússa. Framkvæmdir hófust í
desember sl. og er áætlað að þeim muni ljúka árið 2010.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Greiða niður lánið
hjá Parísarklúbbnum
Miami. AP, AFP. | Sjö menn
eru nú í haldi bandarísku al-
ríkislögreglunnar, FBI, á
Miami, en þeir eru grunaðir
um að hafa ætlað að
sprengja upp Sears-turninn í
Chicago og aðalstöðvar FBI
á Miami.
Fimm mannanna, sem
voru handteknir á fimmtu-
dag, eru bandarískir borgar-
ar, en hinir tveir með erlent
ríkisfang, þar af annar frá
Haítí. Eru þeir allir sagðir
róttækir múslímar, sem
hlynntir séu al-Qaeda-
hryðjuverkasamtökunum án
þess þó að hafa nein tengsl
við þau.
Sagt er, að mennirnir hafi
verið handteknir eftir að
FBI-maður, sem þóttist vera
útsendari al-Qaeda, setti sig
í samband við þá, en ekki
hefur fundist í fórum þeirra
neinn búnaður til hermdar-
verka, hvorki sprengiefni né
annað. Þeir eru þó sagðir
hafa skoðað og tekið myndir
af hugsanlegum skotmörk-
um, til dæmis Sears-turnin-
um, þriðja hæsta mannvirki í
heimi.
Mennirnir bjuggu í Li-
berty City, fátæktarhverfi
norður af Miami, og stund-
uðu ásamt nokkrum öðrum eins kon-
ar heræfingar í vöruhúsi, sem þeir
höfðu til umráða. Héldu þeir þar til
og oft klæddir herbúningi. Haft er
eftir manni í þessum hópi, sem ekki
er meðal þeirra handteknu, að í
vöruhúsinu hafi þeir iðkað trú sína,
beðið til Allah, en ekki lagt á ráðin
um hryðjuverk. Sagði hann, að þeir
ættu sína „hermenn“ í Chicago, en
tók fram, að þeir notuðu bara það
orð um félagana.
Haft er eftir nágrönnum mann-
anna, að þeir hafi verið mjög fálátir,
aðeins kinkað kolli væru þeir ávarp-
aðir, og allir með túrban á höfði
þannig að ekki sást í annað en augun.
Hefðu þeir hagað sér eins og her-
menn og alltaf eins og á verði, einn
hér og annar þar.
Yfirvöld leggja áherslu á, að engin
yfirvofandi hætta hafi stafað af
mönnunum, en verið sé að kanna þau
gögn, sem komu í leitirnar.
Suður-Flórída hefur áður komið
við sögu í hryðjuverkamálum, en
nokkrir þeirra, sem tóku þátt í
hryðjuverkaárásunum 11. septem-
ber 2001, bjuggu þar og stunduðu
flugnám.
Sagðir hafa ætlað
að sprengja
Sears-turninn
AP
Sears-turninn í Chicago, þriðja
hæsta bygging í heimi. Sagt er, að
mennirnir, sem voru handteknir á
Miami, hafi haft áhuga á að
sprengja hann upp.