Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 31 UMRÆÐAN „VEGASAMGÖNGUR á Vest- fjörðum uppfylla ekki þær lágmarks- grunnþarfir sem samfélög krefjast í dag.“ Þetta er niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar frá í vor. Í að- draganda sveitarstjórnarkosninga ritaði ég grein um forgangsmál í samgöngum á Vestfjörðum og gagn- rýndi frammistöðu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans í þeim málum, en einkum þjónk- un forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins hér í Ísafjarðarbæ, sem lofa og prísa allar framkvæmdir í samgöngu- málum, stórar og smáar, einsog þær séu alveg sérstakur greiði samgöngu- ráðherra við okkur Vestfirðinga. Þeir sem benda á þá staðreynd að framkvæmdir í sam- göngumálum eru eðli- leg uppbygging á innra kerfi samfélagsins, líka hér á Vestfjörðum, eru ekki bara sagðir van- þakklátir, heldur líka illa innrætt niðurrifs- öfl. Það mátti lesa í skrifum opinberra og óopinberra aðstoð- armanna samgönguráðherrans fyrir síðustu kosningar. Framkvæmdir ráðherrans Í grein minni benti ég á nokkrar staðreyndir um samgöngumál á Vestfjörðum og rifjaði upp fögur lof- orð síðustu tveggja eða þriggja al- þingiskosninga í þeim málum. Auð- vitað er alltaf vont að láta minna sig á loforð sem ekki hafa verið uppfyllt, sérstaklega kosningaloforð. En eftir þau stóryrði sem ráðherra og aðstoðarmenn hans létu falla fyrir kosningar, hafði ég augun virkilega vel opin nú þegar ég átti leið um Djúpið og aftur þegar ég fór yfir að Hrafnseyri um síðustu helgi. Og viti menn! Það hafði ekkert breyst, frá því í fyrra. Kleifin, eða Eyrarfjall, milli Mjóafjarðar og Ísafjarðar var enn á sínum stað. Vegurinn var bara helmingi verri en í fyrrasumar. Hvar var brúin yfir Mjóafjörð og nýi veg- urinn sem þeir lofuðu fyrir tíu árum? Ég sá hvergi að framkvæmdir í Mjóafirði væru komnar af stað. Eru það huldu- menn sem þar vinna verkin? Hrafnseyrar- heiðin er líka enn á sín- um stað og hvergi sést í jarðgöng. Ekki einu sinni vinnuflokk að gera tilraunaborun. Allar staðreyndir úr grein minni frá því fyrir kosn- ingar standa því óhagg- aðar: 1. Það er enn ekki komið slitlag á veginn um Ísafjarðardjúp. 2. Það er enn ekki byrjað á því að þvera Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi. 3. Það eru ekki enn byrjaðar fram- kvæmdir við jarðgöng milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar. Alveg sama hvað samgöngu- ráðherra belgir sig, aðstoðarmenn hans gjamma eða hjálparhellur hans hér heima rífa sig. Þetta eru blákald- ar staðreyndir. Svo allrar sanngirni sé gætt, þá hafa auðvitað verið framkvæmdir á vegum og flugvöllum á Vestfjörðum síðustu árin. Það hafa líka verið fram- kvæmdir á vegum og flugvöllum allt í kringum landið. Það er til dæmis búið að endurnýja allar helstu leiðir um, að og frá Snæfellsnesi. Loforð ráðherrans Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, ritaði grein sem birtist þrem dögum fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar á vefsíðu bb.is og sama dag í blaðinu Bæjarins besta. Þar rakti hann helstu afrek sín sem ráðherra samgöngumála, einkum sem snúa að Vestfirðingum. Þar tilkynnti hann í valdi síns embættis, að í sumar verði gerðar rannsóknarboranir vegna tveggja jarðganga á Vestfjörðum. (Samgönguráðherra lofaði reyndar rannsóknum til undirbúnings jarð- gangaframkvæmda fyrir síðustu al- þingiskosningar. Það má sjá á heima- síðu hans 1. maí 2003. Eru þær fyrst að fara í gang núna, þrem árum síð- ar?) Og að Djúpvegi verði lokið árið 2008. „Guð láti gott á vita,“ sagði gamla fólkið og við tökum undir það, Vestfirðingar. Það eru líka að koma kosningar aftur eftir eitt ár, og þá er gott að rifja upp gömul loforð og end- urnýja þau. Hótanir ráðherrans Sturla Böðvarsson er nefnilega ekki bara samgönguráðherra, æðsti yfirmaður samgöngumála allra landsmanna, hann er líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi. Og hann virðist ekki skilja þarna á milli. Í grein hans, sem er undirrituð: „Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra“, stendur þetta: „Það er von mín að samgönguráðuneytið geti áfram átt gott samstarf við þá öflugu sveit sem leitt hefur bæjar- málin á Ísafirði undir styrkri stjórn sjálfstæðismanna … Það er því mik- ilvægt að tryggja áfram sterka stöðu sjálfstæðismanna við stjórn bæjar- mála á Ísafirði … Miklum árangri síðustu ára yrði fórnað með því að koma til valda ósamstæðum hópi þriggja flokka. Sá hópur á sér ekkert annað sameiginlegt en að komast til valda. Þessa uppskrift er búið að prófa með R-listanum í höfuðborg- inni. Það ætti að vera nægjanlegt víti til að varast.“ Þetta eru kaldar kveðj- ur frá handhafa framkvæmdavalds- ins og til allra þeirra 1003 kjósenda sem studdu Í-listann í Ísafjarðarbæ. Sturla Böðvarsson fellur þarna í forarvilpu valdhroka og hótana sem ekki á heima í lýðræðissamfélagi. Þess konar vinnubrögð eru því miður farin að sjást æ oftar hér hjá okkur. Sturla Böðvarsson sagði kjósendum í Ísafjarðarbæ, að ef þeir ekki kysu hans flokk, þá myndi hann refsa þeim sem samgönguráðherra! Forarvilpurnar á Þorskafjarðar- heiði og Kleifinni í Ísafjaðardjúpi eru nógu slæmar, fyrir okkur Vestfirð- inga, þó að samgönguráðherra leiði ekki íbúa fjórðungsins inn í forar- vilpu stjórnmála þar sem hótunum og undirmálum er beitt til að halda völd- um. Sigurður Pétursson fjallar um samgöngumál ’Forarvilpurnar áÞorskafjarðarheiði og Kleifinni í Ísafjaðardjúpi eru nógu slæmar, fyrir okkur Vestfirðinga, þó að samgönguráðherra leiði ekki íbúa fjórðungsins inn í forarvilpu stjórn- mála þar sem hótunum og undirmálum er beitt til að halda völdum.‘ Sigurður Pétursson Höfundur er sagnfræðingur. Forarvilpur sam- gönguráðherra ÞVÍ MIÐUR er byrjað að drepa lax í Elliðaánum. Veiðar hófust með hefðbundnum hætti, smálax dreginn á maðk úr Fossinum með- an fjölmiðlar biðu eftirvæntingarfullir. Ótrúlega erfiðlega gengur að koma því á framfæri að laxa- stofninn í Elliðaánum er í sögulegu lág- marki og alls ekki ætti að drepa lax úr ánum svo neinu nemi. Undanfarin tvö ár hefur samráðshópur um Elliðaárnar sem starfar á vegum borg- arinnar og samstarfs- aðilja lagt til að lax- inum í ánum sé hlíft og veiðimenn sleppi sem mest af veiddum fiski lifandi á ný. Þetta er ekki gert að ástæðulausu. Laxa- stofninn í ánum hefur verið í sögulegu lág- marki mörg undan- farin ár, göngur verið rúmlega 1.000 laxar á ári, nema í fyrra þeg- ar þær fóru í fyrsta skipti í mörg ár yfir 2.000 laxa. Sem betur fer var síðasta sumar mun betra en mörg fyrri, en eigi að síður undir meðaltali síð- ustu 25 ára, og eng- inn veit hvernig göngur verða í ár. Því ættu menn að umgangast þennan stofn af mikilli varúð. Rökin með því að veiða og sleppa laxi í Elliðaánum Stofninn í Elliða- ánum er nú mun fá- liðari en vitað er til að hafi verið áður. Hann hefur sveiflast lengra niður á við en í ám í grenndinni, Leirvogsá, Korpu og Laxá í Kjós. Þá hafa veiðimenn drepið hlutfallslega mikið úr hverri göngu undanfarin ár, stundum hefur hátt upp undir annar hver lax sem gekk í árnar lent í plastpoka í staðinn fyrir að hrygna og auka kyn sitt. Árnar bera stærri hrygningarstofn. Fiskifræðingar hafa staðfest að búsvæði árinnar eru vannýtt til hrygningar. Þá hafa fiskifræð- ingar Veiðimálastofnunar staðfest að ,,veitt og sleppt“ sé árang- ursrík aðferð til að styrkja veika stofna. Það gerði til dæmis Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun í viðtali við RÚV morguninn sem fyrsti laxinn var tekinn, en stofn- unin hefur einmitt hvatt veiði- menn um allt land til að sleppa stórlöxum sem eiga það sammerkt með Elliðaárlaxinum að vera í hættu. Allt eru þetta rök fyrir því að umgangast stofninn af stakri varúð. Einn fisk á mann? Þess ber að geta sem vel er gert: Veiðidögum hefur verið fækkað, reglur um fluguveiðar á ákveðnum svæðum þrengja að, settur hefur verið kvóti á hverja stöng, fjórir laxar á vakt. Þetta er klárlega ekki nóg. Reynslan sýnir að hægt með góðu móti er hægt að hirða um 400–600 laxa á ári úr ánum, miðað við veiðireynslu og göngur. Þetta þýðir að drepin eru 30–40 prósent úr hrygningarstofn- inum árlega, jafnvel meira. Fjög- urra laxa kvóti er alltof rúmur við núverandi aðstæður. Stefna ætti að því að ekki verði teknir meira en 100 laxar á ári úr ánum, eða innan við 10% af þeim lágmarksgöng- um sem hafa verið. Þetta aflamark fer nokkuð nálægt regl- unni sem ég tel að eigi að gilda í ánum: ,,Einn fiskur í pottinn á mann á sumri.“ Þar með myndi hrygning- arpörum hugsanlega fjölga árlega um að lágmarki 150 eða svo, allt háð þeirri miklu óvissu sem gildir um göngur. Sleppa bara seiðum? Stefna ber að því að hinn náttúrlegi lax í ánum sé sjálfbær. Það þýðir að veiðimenn taka ekki meira af fiski en nægir til að halda uppi eðlilegri hrygningu. Það þýðir líka að ekki þurfi að ,,styrkja stofninn“ með seiðasleppingum, en nú telja fiskifræð- ingar að hlutfall sleppiseiða í stofn- inum sé í efri mörk- um. Æskilegast væri að hætta því með öllu. Ég tel að stefna þurfi að því að göngur verði að meðtalali a.m.k. 3.000–4.000 laxar á ári samfellt í fimm ár til þess að líta megi svo á að hættuástandi sé af- lýst, þangað til eigi að gilda mjög strangar reglur um dráp laxa í ánum. Þessu marki verði náð án aukinna seiða- sleppinga. Hvað höfðingjarnir hafast að Því miður hafa fyrirmenni borg- arinnar ekki sýnt gott fordæmi á liðnum árum. Það hefur ekkert upp á sig að nefna nöfn í því sam- bandi, þverpólitísk samstaða er meðal borgarfulltrúa og embættis- manna sem fá boðsmiða í árnar að hafa að engu tilmæli um að sleppa fiski frekar en drepa. Ég er hræddur um að væru 1.200 and- fuglar í borgarlandinu og fyrir- menni úr stjórnmála- og embætt- ismannastétt færu árlega á anda- skyttirí til að fækka þeim gegn ráðleggingum náttúrufræðinga þætti það allsvakalegt. En allir vilja borða þennan fágæta fisk, laxinn úr Elliðaánum. Og fjöl- miðlar fagna! Því vil ég beina þeim tilmælum til allra almennra veiðimanna að þeir taki ekki meira en einn lax hver í sumar. Vonandi verða göngur áfram í samræmi við uppsveiflu síðasta árs og við get- um öll glaðst yfir því að fleiri lax- ar hrygni í haust en undanfarin ár. Það ríkir ekki matarskortur á Íslandi og engin ástæða til að ganga svo hart að dýrastofni í hættu sem raun ber vitni. Hlífum laxinum í Elliðaánum Stefán Jón Hafstein fjallar um laxagengd í Elliðaánum Stefán Jón Hafstein ’Ég er hræddurum að væru 1.200 endur í borgarlandinu og fyrirmenni úr stjórnmála- og embættis- mannastétt færu árlega á anda- skyttirí til að fækka fuglunum gegn ráðlegg- ingum náttúru- fræðinga þætti það allsvakalegt. En allir vilja borða þennan fá- gæta fisk, laxinn úr Elliðaánum.‘ Höfundur er formaður samráðshóps um Elliðaárnar og borgarfulltrúi. Sagt var: Verð beggja þotanna var hagstætt. RÉTT VÆRI: Verð beggja þotnanna … (Ath.: Þota beygist eins og gata eða púta: Gatnamót, pútnahús, þotna verð.) Hér færi vel: Verðið á báðum þotunum var hagstætt. Gætum tungunnar MIKIÐ var rætt um það fyrir kosningar þegar Kópavogsbær keypti hesthús Gusts á 3.508 millj- ónir. Meirihluti sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna rökstuddi kaupin með því að verðmæti landsins undir hest- húsunum væri mun meira. Því til staðfest- ingar höfðu nokkrir fasteignasalar metið landið á milli 5.000 og 8.000 milljónir. Þannig virtist að Kópavogs- bær hafi hagnast milli 1.500 og 4.500 milljónir á kaupunum, og selj- endurnir tapað sömu fjárhæð. Það er því fróðlegt að skoða samning sem var í gildi milli Kópa- vogsbæjar og Gusts fyrir kaupin, en þar stendur að „hve- nær sem bæjarstjórn telur þörf á að taka landið í sínar hendur … er leigutaka skylt að láta leigurétt sinn af hendi“. Einnig stendur þar að „fyrir byggingar og önnur mann- virki á landinu skal bæjarsjóður þá greiða leigutaka eftir mati“ og „fyrir leiguréttinn greiðist ekkert“. Kópa- vogsbær átti sem sagt landið undir Gusti og þurfti ekkert að greiða neitt fyrir það. Aðeins þurfti að greiða fyrir byggingarnar. Ekkert mat fór fram á verði bygginganna og er því eina matið á þeim fyrirliggjandi fast- eignamat sem er uppá 483 milljónir. Kaup sjálfstæðis- og framsókn- armanna voru þó ekki eini kostn- aðurinn sem bærinn varð fyrir vegna kaupanna. Útvega þurfti hestamönnum nýtt land á vatnsvernd- arsvæði Garðbæinga. Því var samið við Garðbæinga um að nið- urgreiða vatn til þeirra. Þannig greiðir Garða- bær 654 milljónum minna fyrir vatn frá Kópavogsbæ á næstu árum en Kópavogur greiðir fyrir sama magn vatns frá Reykjavík. Þannig er kostnaður Kópavogs vegna hest- húsakaupanna 4.162 milljónir meðan eina matið á verðmæti þeirra er 483 milljónir. Þannig lítur út fyrir að Kópavogur hafi tapað mismuninum, eða 3.679 milljónum sem gerir rúma hálfa milljón á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Kópavoginum. Ástæðan fyrir þessum samningi er því óskiljanleg. Kannski er skýr- ingarinnar að leita í þeirri staðreynd að báðir oddvitar Sjálfstæðis- og framsóknarflokksins komu ekki neitt að málinu þar sem fjölskyldur þeirra sátu hinum megin borðsins. Þannig var málið sett í hendur fólks sem að jafnaði er ekki í forsvari fyrir flokkana. Má þá ætla að reynsluleysi þess fólks hafi orðið til þess að slík mistök voru gerð? Annars kristallast í málinu mun- urinn á jafnaðarmönnum og sjálf- stæðis- og framsóknarmönnum. Við vitum að land Kópavogs er ein dýr- mætasta eign þess, á sama hátt og fiskimiðin eru ein dýrmætasta eign þjóðarinnar. Við viljum að arðurinn af slíkum eignum renni til almenn- ings í formi betri þjónustu, en ekki til lítils hóps einstaklinga sem stjórnmálamenn velja úr. Gustur: Tapaði Kópavogur rúmlega 3.500 milljónum? Guðmundur Örn Jónsson fjallar um Gustsmálið í Kópavogi ’Við viljum að arðurinnaf slíkum eignum renni til almennings í formi betri þjónustu, en ekki til lítils hóps einstaklinga sem stjórnmálamenn velja úr.‘ Guðmundur Örn Jónsson Höfundur er fulltrúi Samfylking- arinnar í skipulagsnefnd Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.