Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Krist-jánsdóttir fædd- ist í Langholtsparti í Hraungerðishreppi í Árnessýslu, 17. sept- ember 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. júní síðastliðinn, 84 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Ragn- heiður Þorkelsdótt- ir, húsfreyja frá Smjördölum, f. 5.6. 1893, d. 2.3. 1991 og Kristján Ólafsson, trésmiður og bóndi frá Dísastöðum, f. 29.5. 1878, d. 3.6. 1956. Fyrri kona Kristjáns, Kristjana Jóakims- dóttir, lést úr spænsku veikinni 1918. Börn þeirra og hálfsystkini Sigríðar voru: Jóhanna Guðrún, f. 15.2. 1905, d. 6.6. 1991, Ólafur, f. 2.6. 1906, d. 22.4. 1978, Katrín, f. 4.8. 1908, d. 10.9. 1996. Alsystur Sigríðar: Kristjana, f. 10.9. 1920, d. 17.8. 1996, Ragna Þorgerður, f. 5.4. 1923, Sigrún Þuríður, f. 11.4. 1928, d. 18.9. 2002. Ragnheiður og Krist- ján fluttu að Bár í Hraungerðis- hreppi 1922 og þar var æskuheimili Sigríðar. Þegar Ragnheiður flutti til Selfoss 1956, tók við búi í Bár Tryggvi Bjarnason, sem þar hafði alist upp með móður sinni, Stefaníu Jónsdóttur vinnukonu. Fyrri maður Sigríðar var Krist- ján Finnbogason, húsasmiður og verkstjóri frá Hítardal, f. 8.4. 1918, d. 17.7. 1974. Foreldrar hans voru Sigríður Teitsdóttir, f. 11.6. 1884, d. henni að vinna að smíðum með föð- ur sínum og bjó hún alla tíð að þeirri verkmenningu sem hún naut í verkunum með honum. Þegar Sigríður hafði aldur til sótti hún vinnu utan heimilis, t.d. í eldhúsi Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, í Tryggva- skála á Selfossi, einnig var hún í vistum í Reykjavík, en oftast vann hún heima í Bár á sumrin. Árið 1941 kynntist hún mannsefninu, Kristjáni Finnbogasyni, en hann kom þá kaupamaður í Bár. Þau voru saman í vegavinnu nokkur sumur, mest á Mýrum og í Borg- arfirði. 1945 giftust þau, settust að á Selfossi og reistu sér myndarlegt hús að Reynivöllum 6, þar sem þau bjuggu bæði til æviloka, þótt sam- vistir þeirra yrðu ekki eins langar og vonir stóðu til, því Kristján lést um aldur fram 56 ára. Sigríður var að mestu heimavinnandi meðan börnin voru ung, en gerði ýmislegt til að drýgja tekjur heimilisins. M.a. yfirdekkti hún um árabil hnappa og belti sem þá var í tísku, hún sá um máltíðir fyrir Rótaryklúbbinn á Selfossi, hún vann oftast úti á sumr- in, m.a. í þvottahúsi kaupfélagsins, eldhúsi sjúkrahússins og Mjólk- urbúi Flóamanna. Eftir lát Krist- jáns vann hún í Trésmiðju kaup- félagsins. 1976 hófu Sigríður og Bóas Em- ilsson sambúð á heimili hennar á Selfossi og flutti hann harðfisk- verkun sína frá Eskifirði á Selfoss. Þar störfuðu þau hlið við hlið til 1993, er harðfiskverkunin var seld. Sigríður átti við vanheilsu að stríða síðustu sex mánuði ævi sinn- ar. Útför Sigríðar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. 15.7. 1951, og Finnbogi Helgason, f. 24.12. 1878, d. 4.9. 1951. Börn Sigríðar og Kristjáns eru: 1) Pétur, vélfræð- ingur, f. 3.8. 1945, kvæntur Guðrúnu V. Árnadóttur, aðalbók- ara, f. 4.11. 1946. Börn þeirra eru: Kristján, kvæntur Hildi Lilju Jónsdóttur, eiga þau 3 börn; Sigríður, sam- býlismaður hennar er Torfi Pálsson. 2) Ragn- heiður, grafískur hönnuður, f. 25.9. 1946, gift Páli Ims- land, jarðfræðingi, f. 1.8. 1943. Dæt- ur þeirra eru: Birna, gift Sveinbirni Péturssyni; og Freyja, unnusti henn- ar er Atli Arnarson. Síðari maður Sigríðar var Bóas Emilsson, harðfiskframleiðandi frá Stuðlum í Reyðarfirði, f. 17.6. 1920, d. 28.5. 1997. Foreldrar hans voru Hildur Þuríður Bóasdóttir, f. 24.8. 1886, d. 11.12. 1933 og Emil Tóm- asson, f. 8.8. 1881. Fyrri kona Bóasar var Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir frá Eskifirði, f. 2.10. 1922. Börn hans eru: Hildur, f. 4.12. 1941, d. 20.3. 1987, Ingi, f. 12.5. 1946, Emil, f. 18.1. 1955, Guðrún Valgerður, f. 3.3. 1957, Einar Bergmundur, f. 24.7. 1960 og Guðlaug, f. 16.10. 1967, en hún ólst upp hjá Sigríði og Bóasi frá 9 ára aldri. Dóttir Guðlaugar og Guð- mundar Róbertssonar er Bóel, f. 7. 12. 1989. Sigríður og systkini hennar unnu að búinu í Bár, en best hugnaðist Elsku hjartans Sigga mín! Ekki datt mér í hug að þú myndir kveðja svona fljótt, en úr því sem komið var, var það kannski það besta. Ég sit hérna heima og hugsa til baka og minningarnar hellast yfir mig, allar þessar góðu minningar: Þegar þú komst fyrst inn í líf mitt á Eskifirði með dúkkuna í rauða prjónakjólnum sem þú prjónaðir á hana. Þegar ég flutti til þín á Selfoss með pabba. Fyrsta skóladaginn á Selfossi, þegar þú fórst með mér og þú varst búin að sauma falleg föt á mig. Þegar ég bakaði mínar fyrstu jólakökur og við fórum til Kela gamla fyrir utan Á til að gefa hon- um eina. Ferðalögin á sumrin, þegar við sungum saman öll þrjú í bílnum, því það var alltaf passað upp á að söng- bækurnar væru til taks. Rósirnar í gróðurhúsinu og fal- lega garðinn sem þú lagðir svo mikla alúð við. Sáðir fyrir öllum sumarblómunum: stjúpur, morgun- frúr, skjaldfléttur, kóngaljós, ekki má gleyma burknunum, vatnsber- unum, postulínsblómunum. Þegar þú hættir að reykja fyrir ferminguna mína og lést okkur pabba ekki vita. Allar veislurnar á Reynivöllum 6 þar sem allt var „heimaskotið“, lambalæri á þinn máta, rifsberja- hlaup, grillveislur 17. júní, ekta fló- að súkkulaði, ömmu kindakæfa. Þolinmæði við handavinnu- kennslu. Allt lék í höndunum á þér, vefnaður, prjónaskapur, sauma- skapur og síðustu árin var það út- skurður. Allt sem þú kenndir mér varðandi mat og matreiðslu, til dæmis að brúna kartöflur eins og Kata syst- ir … Það yrði nú of langt mál að telja upp allt sem þú kenndir mér, en ég mun búa að því um ókomna tíð. Eins og þið Bárarsystur sögðuð gjarnan í gamni: „Þetta er nú bölv- uð ómynd hjá mér“, sem það var náttúrlega ekki, síður en svo. Þegar Bóel fæddist (litla sílið) þá sast þú við hlið mér og því gleymi ég aldrei. Og þau voru ófá skiptin sem þú sagðir okkur mæðgum frá þeirri stund er litla sílið leit ömmu sína í fyrsta skipti. Nýtniskólinn sem litla sílið gekk í og lærði svo margt nytsamlegt. Óendanleg ást og hlýja í garð okkar Bóelar. Eins og þú sérð, mín elskulega stjúpmóðir, þá er margs að minnast. Ekki hefði ég getað fengið betri fyr- irmynd en þig og ég var nú aldeilis heppin að þið pabbi fellduð hugi saman og að við skyldum flytja til þín. Það hefur sjálfsagt verið erfitt fyrir þig að fá 8 ára stelpuskott, sem var nýbúin að missa mömmu sína, inn í þitt líf. En allt blessaðist þetta hjá okkur og rúmlega það í þessi 30 ár sem við fengum saman. Vegna þín er svo ótrúlega margt sem ég kann og svo ótrúlega margt sem ég veit. Það verður skrýtið að hafa þig ekki lengur hjá okkur en ég veit að þú verður alltaf í hug mínum og hjarta um ókomna tíð. Ég vona bara að þú hafir það sem best á nýjum stað, elsku Sigga mín, og ég bið að heilsa öllum sem ég þekki. Bless og góða nótt. Þín, Guðlaug. Tengdamóðir mín, Sigríður Krist- jánsdóttir, Sigga, lést þann 15. júní sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Ég á henni mikið að þakka, allt frá því að ég kom inn á heimili hennar og Kristjáns Finnbogasonar tengda- föður míns, árið 1968, með dóttur mína Árnýju, sem þau tóku einstak- lega vel og gengu í ömmu og afa stað strax, og alltaf síðan. Enda hef- ur hún alltaf kallað þau ömmu og afa. Við Pétur, sonur Siggu og Krist- jáns, vorum á heimili þeirra á annað ár eftir að Pétur lauk námi, var sá tími ákaflega lærdómsríkur fyrir mig. Hún kenndi mér svo margt, t.d. saumaskap, matargerð og fleira enda ekki vanþörf á, en henni hefur örugglega orðið það fljótlega ljóst, og hún ákveðið að gera það sem hún gæti til að tilvonandi tengdadóttir yrði nú sæmileg húsmóðir. Hvernig til tókst verða svo aðrir að dæma, en ég verð henni alltaf þakklát fyrir. Sigga var mikil húsmóðir og lék allt í höndunum á henni. Gestagang- ur var oft mikill hjá þeim hjónum á Reynivöllum 6. Alltaf fannst mér að hver og einn gestkomandi fengi sína veislu úr eldhúsi Siggu, og uppbúið rúm líka ef þess þurfti. Við Pétur fluttum að Búrfells- virkjun 1969 og bjuggum þar í tíu ár, allan þann tíma voru Reynivellir 6 opnir fyrir okkur, hvort sem við þurftum að stoppa lengur eða skem- ur, það hélst svo allt til Sigga þurfti að fara á sjúkrahús fyrir nokkrum mánuðum. Sigga var einstök kona, og sjálf- stæð alla tíð, en jafnframt heil og sönn. Þeir sem þekktu hana vissu hvar þeir höfðu hana, og gátu treyst henni. Það var mikið áfall fyrir hana og fjölskylduna, þegar Kristján maður hennar féll frá árið 1974 á besta aldri, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þá kom vel í ljós hversu sterk og dugleg hún var. Fljótlega fór hún að leita sér að vinnu eftir fráfall Kristjáns, og fyrir valinu varð starf við smíðar á Tré- smíðaverkstæði KÁ á Selfossi. Það var nú ekki hefðbundið starf fyrir konu á þeim árum, en á því hafði hún áhuga og naut þess vel. Börn okkar Péturs, Kristján og Sigríður, nutu elsku og umhyggju Siggu ömmu sinnar alla tíð, hún bar hag þeirra fyrir brjósti og fylgdist vel með þeim, líka langömmubörn- um sínum. Hún vildi nú samt helst að þau kölluðu hana bara ömmu, en ekki langömmu, mér finnst það sýna hvað hún var ung í anda, lang- ömmubörnin fóru eftir þessum ósk- um, enda bara gott að eiga þrjár ömmur, og allir voru ánægðir. Það var erfitt að horfa upp á þessa stoltu og duglegu konu fá Alz- heimerssjúkdóminn, jafn hræðileg- ur og hann er í öllu sínu veldi. Oft fylltist ég vanmegna reiði þegar ég sá hvað þessi sjúkdómur fór illa með hana bæði líkamlega og and- lega. Eina huggunin fannst mér að ég hafði heyrt að sá sjúki væri ekki meðvitaður um eigið ástand. Vegna fjarveru Péturs á sjó kom umönnun Siggu síðustu mánuði að miklu leyti í hlut Ragnheiðar systur hans. Sú umönnun var vel unnin og óeigingjörn af hennar hendi. Kærar þakkir fyrir það, frá okkur Pétri og fjölskyldu okkar, Ragnheiður mín. Við Pétur viljum þakka starfs- fólki Sjúkrahúss Selfoss, Ljósheima á Selfossi og síðast en ekki síst deild 3A á Hrafnistu í Reykjavík góða og kærleiksríka umönnun Siggu okkar, síðustu mánuði hennar hér á jörð- inni. Guð geymi minningu tengdamóð- ur minnar með þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína, allan þann tíma sem við áttum samleið. Guðrún V. Árnadóttir. Látin er föðuramma mín, Sigríð- ur Kristjánsdóttir. Amma bjó nær öll sín búskaparár í húsi þeirra ömmu og afa að Reynivöllum 6 á Selfossi, sem þau reistu sjálf. Hafa kunnáttumenn í byggingafræðum sagt mér að þetta hús sé einstak- lega vel byggt og trúi ég því vel enda hefur ekki verið þörf á miklu viðhaldi hússins þau 56 ár sem amma bjó í húsinu. Amma hafði mikinn áhuga á að vinna í garðinum við hús sitt og var garðurinn venjulega vel hirtur og mjög fallegur. Afi gaf ömmu forláta gróðurhús í tilefni brúðkaupsafmæl- is þeirra og hafði amma unun af því að rækta þar blóm og plöntur. Ég man eftir því frá því þegar ég var yngri að amma setti niður tré á miðjan grasbalann í garðinum. Fannst mér þetta tré aldrei passa í garðinn, taldi það ekki auka fegurð garðsins. En í dag, þegar ég lít yfir garðinn hennar ömmu, sé ég að þetta tré er orðið myndarlegt mjög og garðinum mikil prýði. Amma var mjög skemmtileg, ákveðin og sjálfstæð kona sem hafði sterkar skoðanir á hlutunum. Oftar en ekki vildi hún hafa hlutina nokk- uð eftir sínu höfði og var þá kostur annarra oft vænstur að gera hlutina að hennar hætti. Mér er það til dæmis minnisstætt þegar ég málaði hús hennar að utan sumarið 2003, en þar þurfti ég að nota stóran stiga til að ná upp í þak- kantinn, enda húsið tvílyft. Amma taldi að þarna gæti skapast mikil hætta ef ég væri einn í stiganum og enginn væri til að halda við stigann til að koma í veg fyrir að hann færi á flakk og ég dytti úr stiganum. Eft- ir nokkrar rökræður sá ég kost minn vænstan, ætlaði ég einhvern tímann að ná að klára málun þak- kantsins, að þiggja hjálp 82 ára gamallar ömmu minnar, íklædda kjól með svuntu, við að halda við stigann allt þar til ég kláraði að mála þakkantinn. Eflaust hafði hún líka rétt fyrir sér – ég datt a.m.k. ekki úr stiganum hvort sem það var henni að þakka eða ekki. Mér er það líka minnisstætt að þegar ég kom í heimsókn til „ömmu á Selfossi“ eins og hún var oftast kölluð, bauð hún oft upp á heitt súkkulaði. Hér var um einstaklega gott heitt súkkulaði að ræða þar sem súkkulaðiplötur voru bræddar í pott og hitaðar ásamt ögn af mjólk. Heita súkkulaðið var auðvitað miklu betra en „venjulegt kakó“ og leið- rétti amma það iðulega ef maður nefndi heita súkkulaðið sem venju- legt kakó. Eitt er það sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa til ömmu á Sel- fossi og það er hve gott var að koma þangað í heimsókn. Húsið sjálft var mjög kyrrlátt þannig að manni fannst notalegt að koma þangað auk þess sem alltaf var sérstaklega vel tekið á móti manni. Þá veit ég að börnunum mínum þótti líka gaman að koma í heimsókn til ömmu en hún átti það til að gefa börnum svo kölluð Kinder egg, sem henni þótti einkar hagkvæm gjöf til barna þar sem sjálft eggið var úr súkkulaði og svo var lítið leikfang inni í egginu. Amma hafði gaman af því að syngja og söng oft heima við. Nokkrum sinnum reyndi hún að fá mig til liðs við sig í söngmennskunni en lítið gekk. Ég man þó eftir því að þær nöfnurnar Sigríður systir mín áttu það til að syngja saman, sér- staklega þegar systir mín var yngri, en Sigga systir ku hafa fallegri söngrödd en undirritaður. Þá veit ég að amma var vön að syngja lög upp úr skátasöngbók einni á kvöldin og hélt áheyrand- anum föstum undir hendinni, en það var kötturinn hennar, hún Mýsla, sem ömmu þótti sérlega vænt um. Þegar ég var yngri man ég eftir því að amma hafði áhyggjur af því hve grannur ég væri. Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur af því en hún gaf sig ekki. Í hvert sinn sem ég kom í heimsókn til hennar á Selfoss vildi hún að ég drykki glas af, ekki mjólk, heldur rjóma. Mér fannst það harla lítið spennandi enda aldrei verið mikill „rjóma- maður“. En nú þegar ég rifja þetta upp geri ég mér líka grein fyrir því að amma hefur ekki boðið mér rjóma- glas svo árum skipti enda hefur hún eflaust ekki séð ástæðu til. Mig langar í lokin að birta ljóð úr ljóðabókinni Illgresi, eftir Örn Arn- arson, sem amma gaf mér fyrir nokkrum árum síðan. Þessa sömu bók hafði faðir minn gefið ömmu í jólagjöf árið 1965. Ljóðið birtist í bókinni undir kaflanum „Amma kvað“: Ekki gráta, unginn minn, amma kveður við drenginn sinn. Gullinhærðan glókoll þinn geymdu í faðmi mínum, elsku litli ljúfurinn, líkur afa sínum. (Örn Arnarson.) Með þessum orðum kveð ég þig í bili, amma mín. Kristján Pétursson. Það er satt að segja ótrúlegt til þess að hugsa að amma Sigga á Sel- fossi skuli vera dáin. Í mínum huga var amma Sigga sannkallaður kven- skörungur sem ég hef alltaf litið mikið upp til. Hún var sjálfstæð og lá svo sannarlega ekki á skoðunum sínum. Seinasta árið eða svo var erfitt fyrir ömmu og okkur aðstandendur þar sem hún barðist við hinn erfiða og ólæknandi sjúkdóm Alzheimer. Minningarnar sem ég á um ömmu eru æði margar og ekki get ég greint frá nema brotabroti hér í þessari grein. Ég get þó ekki minnst hennar án þess að nefna, að þegar ég var yngri þá sungum við amma oft saman lagið ,,Hvert ör- stutt spor“. Þetta lag á því sér- stakan stað í hjarta mínu. Amma var dugleg að hafa ofan af fyrir manni þegar komið var á Selfoss. Oftar en einu sinni brá amma á það ráð að leyfa mér og Freyju frænku að liggja upp í rúmi og fara í „ljós“. Einhvers staðar höfðum við haft pata af því að ef maður lægi undir ljósalampa þá yrði maður brúnn. Amma var því ekki lengi að kippa því í liðinn og bauð okkur í „ljós“ í rúminu með borðlampann yfir okk- ur. Svona lágum við og urðum mjög brúnar og fínar í minningunni. Bóas heitinn, sambýlismaður ömmu á að sjálfsögðu sinn hlut í endurminningunum. Hann og amma höfðu það fyrir sið að fara með mig og Freyju frænku í búðir fyrir jólin og leyfa okkur að velja sjálfar jóla- kjóla. Seinna sagði mamma mér að ég hefði alltaf valið þá alveg sjálf. Þau voru því ekkert að grípa inn í valið gömlu hjónin og ég var alsæl öll jól í nýjum kjól. Hjá ömmu og Bóasi var til lítið ævintýraskot sem var lítil geymsla sem geymdi öll hugsanleg verðmæti í huga lítillar stelpu. Má þar nefna Leo, karamellur og appelsín. Þessi geymsla var ótrúlega skemmtileg eins og gefur að skilja. Seinna sagði Guðlaug dóttir Bóasar mér að þau amma og Bóas hefðu íhugað að hætta að gefa mér nammi þegar ég var farin að kalla þau ,,súkkulaki“ eða súkkulaði. Í seinni tíð var ömmu tíðrætt um þegar ég var lítil stelpa og hljóp á móti þeim þegar þau komu í heim- sókn í Brekkuselið. Þá hljóp ég svo skarpt að hún þurfti að beygja sig í hnjánum og færa sig aftur til að detta ekki þegar ég kastaði mér í fangið á henni. Seinustu árin hefur ferðum aust- ur fyrir fjall fjölgað til muna, því sambýlismaður minn er ættaður frá Hjálmsstöðum í Laugardal og fór- um við því oft í heimsókn til ömmu á Selfossi á leiðinni á Hjálmsstaði. Það eru mér ómetanlegar heim- sóknir, og er ég þakklát fyrir að Torfi og Fanney Sif, dóttir hans, skuli hafi fengið að kynnast ömmu vel. Í þessum heimsóknum var mik- ið skrafað og þrátt fyrir að sjúk- dómur hennar hafi verið farin að láta á sér kræla þá mundi hún alltaf eftir litla bumbubúanum okkar og spurði mig hvenær ég ætti nú aftur að eiga barnið. Amma var með húmorinn í lagi og gat ég oft hlegið mig máttlausa þegar við töluðum saman, hvort sem var í síma eða þegar ég var í SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.