Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hafsteinn Sig-urðsson sjómað- ur fæddist á Siglu- firði 25. mars 1939. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 15. júní sl. Foreldrar hanns voru þau Sigurður Jóhannesson bif- reiðarstjóri, fæddur 8. apríl 1905, dáinn 18. september 1972, og Sigríður Anna Þórðardóttir frá Siglunesi, fædd 5. október 1913, dáin 3. ágúst 1992. Bræður Hafsteins eru Þórður, fæddur 16. október 1936, Jónas Þráinn, fæddur 20. águst 1943, og Valgeir Tómas, fæddur 3. október 1947. Eiginkona Hafsteins er Marlis Sólveig Hinriksdóttir, fædd 7. október 1942 í Ham- borg í Þýskalandi. Foreldrar hennar voru Else og Hel- muth Marock. Börn þeirra eru: 1) Brynja Ingunn, fædd 1966, gift Karli Guðmunds- syni, börn þeirra eru Marlís Jóna Þór- unn og Hafsteinn Úlfar. Börn Karls eru Guðmundur Halldór og Anna Kristín. 2) Haf- steinn, fæddur 1968. 3) Signý, fædd 1968, maki Garðar Garðars- son, börn þeirra eru Sunna og Ið- unn. Dóttir Garðars er Erlends- ína. Útförin verður gerð frá Siglu- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Tengdafaðir minn, Hafsteinn Sigurðsson sjómaður, hefur lokið sinni síðustu vakt og við tekur frí- vaktin eilífa. Eins og alltaf skilar Hafsteinn vaktinni án þess að skilja eftir sig ókláruðu verki, það var ekki hans stíll að ganga frá hálf- kláruðu verki. Orrustan við sjúkdóminn hefur staðið í rúm þrjú ár og hefur það verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim mikla baráttuanda sem Haf- steinn hefur sýnt og æðruleysið verið með ólíkindum. Aldrei kvart- aði hann þótt hver orrustan af ann- arri tapaðist, alltaf var haldið áfram. Nú síðustu mánuðina þegar ljóst var að lokastundin færðist nær kom ekkert annað til greina en að safna kröftum til að komast norður á Sigló og gekk það eftir. Þar voru hans rætur og þar voru Halli Árna og aðrir góðir vinir og skyldmenni og honum leið hvergi betur en á Sigló eða á Siglunesi. Hafsteinn var ákaflega ljúfur maður í samskiptum, orðfár en hreinskiptinn, snyrtimenni svo eftir var tekið. Orð voru ekki svo nauð- synleg þegar maður var nálægt honum heldur skynjaði maður hlýju og vináttu án margra orða. Haf- steinn var mikill fjölskyldumaður og lagði mikla rækt við börnin sín og barnabörn. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að þakka Hafsteini, tengdaföður mínum, vináttu hans og umhyggju fyrir mér og mínum. Ég kveð Hafstein með kveðjunni sem við notum á vaktaskiptum á sjónum og segi: „Hafsteinn, góða vakt. Karl Guðmundsson. Hann Hafsteinn frændi er allur eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Hann varð líka að láta undan, eins og reyndar við öll að lokum. Þegar við bræðurnir komum til Reykjavíkur í eitt af okkar fyrstu skiptum, 12–13 ára gamlir, bauðst þú okkur í mat hjá ykkur Marlis. Þá voruð þið nýflutt í Hraunbæinn með Brynju litlu. Þar sýndir þú eins og alltaf þá einstöku umhyggju sem þú barst alltaf fyrir okkur bræðrum. Það voru líka stoltir litlir drengir sem sáu Hafstein frænda stjórna stóru jarðýtunni, við snjómokstur á Siglufirði í gamladaga, og fengum við stundum að setjast upp í. Ánægjan var líka mikil að eiga frænda sem sigldi á fraktskipum til útlanda og gat sagt okkur sögur það- an. Okkur fannst eiginlega aldrei komið sumar á Siglufirði fyrr en þú varst kominn á Siglunesið. Það hafa verið einstök forréttindi að eiga slík- an frænda. Þín verður sárt saknað á nesinu, en eftir eigum við allar góðu stundirnar með þér þar. Elsku frændi, nú ert þú farinn frá okkur en eftir standa minningar um einstakan góðan dreng. Elsku Marlis, Brynja, Hafsteinn, Signý, makar og afabörn, megi allar góðir vættir styrkja ykkur í sorg- inni. Árni og Þórður. Fallin er vinur og einn af okkar traustu félögum í Sjómannafélagi Reykjavíkur til áratuga. Siglfirðing- urinn Hafsteinn Ingi Sigurðsson, dagmaður í vél hjá h/f Eimskipa- félagi Íslands. Okkar kynni hófust hinn 29. ágúst 1977 er ég kom af m/s Dettifossi, þegar ég skráðist sem há- seti á mótorskipið m/s Mánafoss, þar vorum við saman skipsfélagar til 10. júní 1980. Þessi tími var ógleyman- legur. Hafsteinn var algjört snyrtimenni og skipulagður, enda báru verk hans þess merki. Í vélinni var allt á sínum stað, og ekki vantaði dugnaðinn við að koma þessum hlutum í lag, enda voru yfirvélstjórar yfir sig hrifnir af verkum hans hvað sem hann tók sér fyrir hendur, hvort það var að þrífa eða mála vélarúmið eða laga það sem þurfti. Allt lék þetta í höndunum á honum enda einstaklega laghentur maður. Á þessum árum sátum við oft saman í herbergi hans eða mínu, þar var mikið rætt um Siglufjörð og mál- efni Sjómannafélags Reykjavíkur, sem var stolt hans. Hann passaði vel uppá samningana, að þeir væru í lagi og hvað væri til bóta. Ennfremur að fara út í Siglunes á ættarsetur fjöl- skyldunnar, sem ég kallaði óðalsset- ur, enda voru fríin skipulögð og til- hlökkunin mikil að komast út í Siglunes á hverju ári og þegar gafst tími til á sínum slöngubát. Hafsteinn var góður og traustur félagi og barn- góður enda tók hann börnin sín með til útlanda, til að sýna þeim og kynna þeim heiminn. Leiðir okkar lágu saman aftur og aftur, sem skipsfélagar á skipum Eimskipafélagsins, svo sem á m/s Eyrarfossi, enska m/s Laxfossi, og m/s Bakkafossi. Hans síðasta skip var m/s Selfoss er hann varð að fara í land vegna veikinda sem átti ekki að vera lengi, en það varð lengra en hann ætlaði. Hafsteinn Sigurðsson var sæmdur æðstu orðu sjómanna- dagsins árið 2003. Tíminn er svo fljótur að líða, síðan við hittumst síðast. Þá varstu kom- inn á líknardeildina í Kópavogi og var sonur þinn Hafsteinn hjá þér. Það var í síðasta skipti sem við hitt- umst. Þegar ég kom til þín varst þú óvenju hress og að búa þig til að fara heim. Elskulega konan þín, Marlis, ætlaði að sjá um þig heima, enda var tilhlökkunin mikil. Þín síðustu orð við mig þegar við ræddum um mynd- irnar á veggnum frá Siglufirði voru: „Jói, mikið væri gaman að komast norður áður en ég fer.“ Þar var ætt- armót fyrirhugað og gleðin skein úr augunum þínum. Það voru dapurleg tíðindi þegar hringt var í mig af þín- um tengdasyni, Karli, sem tilkynnti mér að þetta væri búið og þér hefði tekist að komast, eins og þú vildir sjálfur, heim á Siglufjörð. Eftir situr minning um góðan dreng sem seint gleymist. En hugurinn verður alltaf með þér og til Sigluness, þegar ég horfi út fjörðinn og hugsa til baka. Nú ertu kominn á Siglufjörð, sem þú þráðir. Elsku Marlis og fjölskylda. Megi guð umvefja ykkur kærleika og hlýju, og vera með ykkur í sorg- inni. Guð blessi ykkur. Jóhann Páll Símonarson. HAFSTEINN SIGURÐSSON Ég skrifa þessar lín- ur í tilefni þess að í dag eru liðin 75 ár frá fæð- ingu Helga bróður míns, en hann lést á heimili sínu í Garðabæ 3. janúar sl. eftir langa bar- áttu þar sem dauðinn hafði á end- anum betur. En það mun hafa verið haustið 1979 að hann veiktist þegar aðalslagæðin frá hjartanu gaf sig. Þá voru læknavísindin hér á landi ekki komin á það stig sem nú er, svo að hann var sendur til Bandaríkjanna vorið 1980 í stóra aðgerð sem heppn- aðist betur en margir þorðu að vona, en veikindin voru ekki búin fyrir því. HELGI INGVAR VALDIMARSSON ✝ Helgi IngvarValdimarsson fæddist á Neðri- Torfustöðum í Mið- firði 24. júní 1931. Hann lést á heimili sínu 3. janúar síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 10. janúar. Alltaf af og til var hann á sjúkrahúsum eftir þetta með alls konar sjúkdóma, en alltaf stóð hann upp aftur og í einni sjúkra- húslegunni þegar ég fór suður að heim- sækja hann þá sagði hann: „Ætli þeir vilji mig nokkuð þarna hin- um megin?“ Svo að alltaf var stutt í húm- orinn. Þar sem við vorum bara hálfbræður og hann 19 árum eldri þá hafði hann mjög mótandi áhrif á mig, að sumu leyti meiri en foreldrar mínir. Ég mun aldrei gleyma því þegar við vor- um saman í fjárhúsunum á kvöldin að gefa fénu, ég rétt byrjaður að labba um og reyna að gera gagn. Það voru eftirminnilegar stundir þegar hann með sinni prúðmennsku og hógværð en um leið léttleika kenndi mér margt. Það lýsir honum líka vel að sjaldan sást hann skipta skapi, þó að hann hefði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Alltaf fyrirgaf hann smá hrekki og prakkaraskap. Eitt sinn eftir að Land-Roverinn kom að Kollafossi en Ferguson-traktorinn var ekki kominn, þá var Helgi að slóðadraga með bílnum og ég með ca 5 ára, þá þóttist hann vera þreyttur og lagðist fram á stýrið og ég átti að segja honum hvernig átti að beygja. Og ég í prakkaraskap sagði honum að beygja í aðra áttina en þar var fyrir hár skurðruðningur svo að bíll- inn var fastur og slóðinn var þannig að það var ekki hægt að bakka með hann. Þannig að það var dálítið mál að losa bílinn en allt var fyrirgefið. Já, margs er að minnast frá liðn- um árum og ég verð að viðurkenna að það hefur stundum farið um mig einhver tómleikatilfinning í vetur, Helgi bróðir horfinn af sjónarsviðinu og við fjölskyldan getum ekki spjall- að og leitað ráða hjá honum lengur. En af því að ég veit að honum líður vel núna og við eigum eftir að hittast aftur seinna þá sætti ég mig við þetta. Elsku Dísa mín og krakkarnir, ég þakka öll gömlu árin, þá ekki síst áratuga félagsbúskap og samvinnu í Vesturárdalnum. Gunnlaugur P. Valdimarsson og fjölskylda, frá Kollafossi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar hjartkæra PÁLS JÓNSSONAR, Hóli, Hvítársíðu. Guð blessi ykkur öll. Edda Magnúsdóttir, Jón Magnús Pálsson, Hrafnhildur Hróarsdóttir, Finnbogi Pálsson, Hrönn Vigfúsdóttir, Páll Bjarki Pálsson, Eyrún Anna Sigurðardóttir, Erlendur Pálsson, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Þorbjörg Pálsdóttir, Ragnar Páll Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kæra föður, tengdaföður og afa, PÉTURS ÞORBJÖRNSSONAR skipstjóra, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks á deild 11 E Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka alúð og umhyggju. Ágústa Pétursdóttir, Sigurður Helgason, Eyjólfur Pétursson, Ingveldur Gísladóttir, Líney Björg Pétursdóttir, Kristinn Sigmarsson, Pétur Örn Pétursson, Ólöf K. Guðbjartsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför EINARS NIKULÁSSONAR forstjóra, Breiðagerði 25, Reykjavík. Kristín Þórarinsdóttir frá Stóra Hrauni, Rósa Einarsdóttir, Guðmundur Ingimundarson, Ragnar Már Einarsson, Arngunnur Atladóttir, Þórhildur Einarsdóttir, Halldór Kristófersson, Nikulás Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur og móðursystur, ÁSRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Einarsstöðum. Sérstakar þakkir til Valgerðar Valgarðsdóttur djákna og sr. Örnólfs Ólafssonar fyrir einstaka alúð og hjálpsemi. Sigríður Jónsdóttir, Sólveig Rósa Jónsdóttir, Bragi Árnason, Aðalsteinn Jónsson, Lilja Kr. Bragadóttir, Valdemar Gísli Valdemarsson, Anna Þóra Bragadóttir, Haraldur Kr. Ólason, Guðrún Jóna Bragadóttir, Jóhanna Bragadóttir, Sigurjón Hendriksson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR NARFA JAKOBSSONAR, Reykjadal 2, Mosfellsbæ. Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Birgir Sigurðsson, Ágústa Þóra Kristjánsdóttir, Baldur Sigurðsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Bára Sigurðardóttir, Jón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.