Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 49
MENNING
Koi fiskadagar
í Dýralífi laugardaginn 24. júní
Rene Kruter sérfræðingur í Koi fiskum
og tjarnagerð verður á staðnum og
veitir faglega ráðgjöf
Af því tilefni er 25% afsláttur til 30. júní
af Koi fiskum og öllu til tjarnagerðar.
Dýralíf.is,
Stórhöfða 15,
110 Reykjavík
S. 567 7477
Sögusvið Footloose er lítillbær úti á landi þar semdans hefur verið bannaðurmeð lögum um árabil. Það
hristir því ærlega upp í bæjarlífinu
þegar ungur maður að nafni Aron
flyst þangað frá stórborginni þar
sem dansinn dunar án afláts. Aron
sýnir þvermóðsku bæjarbúa lítinn
skilning og ákveður að taka málin í
sínar hendur og sannfæra bæjar-
stjórnina um að aflétta banninu.
Hann mætir hins vegar mikilli mót-
stöðu frá andlegum yfirvöldum. Áð-
ur en sagan er öll eru þó allir í bæn-
um farnir að dansa, þar með talinn
presturinn.
„Sumum finnst þetta svolítið hall-
ærisleg hugmynd,“ viðurkennir Að-
albjörg Árnadóttir um söguþráðinn
en Aðalbjörg fer með eitt af stærri
hlutverkum sýningarinnar. „En mér
finnst þetta persónulega alveg há-
dramatískt. Það er fullt af stöðum í
heiminum í dag þar sem hreinlega
ekkert má gera. Mér verður alltaf
hugsað til staða eins og Teheran þar
sem það er virkilega bannað að
hlusta á kassettur enn þann dag í
dag.“ Þorvaldur Davíð Kristjánsson,
sem leikur sjálfan danshaukinn Ar-
on, tekur í sama streng. „Þetta er
rammpólitískt efni að því leyti að
hér er fjallað um baráttu fólks, sem
haldið er í andlegri gíslingu, fyrir
frelsi.“
Byggt á sönnum atburðum
Þó ótrúlegt megi virðast á sagan í
Footloose sér raunverulega fyr-
irmynd. „Myndin, og þar með söng-
leikurinn, er lauslega byggð á at-
burðum sem áttu sér stað í litlum
sveitabæ í Oklahóma í Bandaríkj-
unum. Þar var dans bannaður í ein
90 ár en að lokum gerðu krakkarnir
á svæðinu uppreisn. Ef ég man rétt
er ekki lengra síðan en 1978,“ út-
skýrir Aðalbjörg. Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson, sem fer með tónlistar-
stjórn í sýningunni, bendir á að Ís-
lendingar þurfi ekki að leita út fyrir
eigin sögu eftir dæmum. „Íslend-
ingar tóku upp á því margt fyrir
löngu að banna söng og dans þar
sem það þótti ekki guði þóknanlegt
að skemmta sér með þeim hætti. Ég
veit reyndar ekki til þess að það hafi
verið gerð nein sérstök uppreisn
gegn banninu hérlendis. En söng-
leikurinn fjallar sem sagt um tján-
ingarfrelsi og reyndar líka hið
margfræga kynslóðabil.“
Stútfull sýning af stuði
Þremenningarnir vilja þó ekki
gera of mikið úr einhverri dýpri
merkingu sýningarinnar enda segja
þeir að hún einkennist fyrst og
fremst af frábærum lögum og
mögnuðum dansatriðum. „Það verð-
ur nóg af stemmningu og stuði eins
og gengur og gerist með söngleiki,“
segir Þorvaldur Davíð. „Aðalsmerki
sýningarinnar er svo að sjálfsögðu
að hún er stútfull af afburða lögum
frá 9. áratugnum sem fólk ætti svo
sannarlega að geta dillað bossanum
við. Svo vorum við svo heppin að fá
einn fremsta danshöfund Svía til að
vinna með okkur. Hann heitir Roine
Söderlundh og er margverðlaun-
aður í Svíþjóð, hefur fengið þarlend-
ar Grímur nokkrum sinnum. Dans-
arnir eru mjög flottir enda erum við
með toppdansara úr ýmsum áttum í
öllum stöðum.“
Aðspurð segja Aðalbjörg og Þor-
valdur Davíð að þeim gangi vel að
takast á við dansinn. „Þetta er mikil
ögrun en ótrúlega skemmtilegt,“
segir Þorvaldur. „Það er engu að
síður tvöfaldur snúningur án und-
irbúnings niður í splittstökk sem ég
hef átt í smá vandræðum með, en ég
held að ég sé engu að síður að ná
honum,“ bætir Aðalbjörg sposk við.
Þorvaldur Bjarni segir að listræn-
ir stjórnendur sýningarinnar nýti
sér klárlega stemmninguna sem
Ást og uppreisn í Borgarleikhúsinu
Hafi einhver á lífsleið-
inni sett upp grifflur og
bleikar legghlífar með
hrottalega sítt að aftan
er öruggt að sá hinn
sami kannast við dans-
myndina Footloose frá
árinu 1984. Á fimmtu-
daginn verður sam-
nefndur söngleikur
frumsýndur í Borg-
arleikhúsinu og er
verkið undirlagt af vin-
sælum lögum frá 9.
áratugnum. Flóki Guð-
mundsson tók tali þrjá
af þeim listamönnum
sem hlut eiga að máli
og var lofað fram-
úrskarandi stuði.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Ásta Bærings Bjarnadóttir, Selma Björnsdóttir, Aðalbjörg Árnadóttir, Halla Vilhjálmsdóttir og Lovísa Ósk Gunn-
arsdóttir í hlutverkum sínum. Fjöldi leikara, dansara, söngvara og hljóðfæraleikara kemur að sýningunni.
Halla Vilhjálmsdóttir leikur Evu sem Aron fellur fyrir.
Þorvaldarnir tveir, Þorvaldur Davíð og Þorvaldur Bjarni, með Aðalbjörgu
á milli sín. Þorvaldur Davíð leikur Aron sem er lítt gefinn fyrir dansbönn.
Stemmning níunda áratugarins svífur yfir vötnum í Footloose.
floki@mbl.is
eftir Dean Pitchford og Walter
Bobby í þýðingu Gísla Rúnars
Jónssonar.
Leikendur: Aðalbjörg Árna-
dóttir, Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir, Halla Vilhjálmsdóttir,
Jóhann Sigurðsson, Jörundur
Ragnarsson og Þorvaldur Dav-
íð Kristjánsson, auk fjölda ann-
arra leikara, dansara og söngv-
ara.
Tónlistarstjórn: Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson.
Danshöfundur: Roine Söderl-
undh.
Útlitshönnun: Egill Ingibergs-
son og Móeiður Helgadóttir.
Búningahönnun: Hildur Haf-
stein.
Hljóð: Gunnar Árnason.
Hár: Magni Þorsteinsson.
Leikstjórn: Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir.
Footloose
fylgir tónlist frá 9. áratugnum. „Það
er liðinn hæfilega langur tími til að
við getum skoðað þetta tímabil án
þess að fá hrollinn niður hrygginn.
Nú horfa menn frekar til þessa tíma
með vægri nostalgíu. Í dag eru tón-
listarmenn til dæmis að leika sér
mikið með aðferðir sem þróuðust á
9. áratugnum og sækja óspart í
hljóðgervla og gítareffekta frá tíma-
bilinu.
Við gerum 9. áratugnum góð skil í
lykillögum sýningarinnar. Síðan er-
um við auðvitað að segja ákveðna
sögu og mörg minni lög eru samin
sérstaklega til að keyra hana áfram.
Í þeim lögum leyfum við okkur að
losa okkur aðeins undan 80’s fíl-
ingnum.“ Og Aðalbjörg umorðar:
„Þar er búið að skafa mesta 80’s
pastelið af og rokka lögin aðeins
upp.“
Auk laganna sem gerðu allt vit-
laust í kjölfar myndarinnar hefur
nokkrum lögum frá sama tímabili
verið bætt inn í sýninguna. „Við höf-
um fengið leyfi til að bæta nokkrum
þekktum lögum inn sem okkur
þóttu við hæfi,“ segir tónlistarstjór-
inn og nafni hans bætir við að vegna
þessa megi margir áhorfenda búast
við að fá nettan nostalgíuskjálfta.
„Það er svo gaman hvað tónlistin
höfðar til breiðs hóps. Margir eiga
góðar minningar tengdar einmitt
þessum lögum en eins höfða þau til
ungs fólks í dag. Það er í rauninni
margt sammerkt með 9. áratugnum
og þeim tímum sem við lifum á
núna. Tískan er til dæmis mjög lík,
fullt af skærum litum og auka-
hlutum.“
Ástarsaga
Ástin kemur líka mikið við sögu í
Footloose. Uppreisnarseggurinn
Aron verður ástfanginn af Evu, sem
leikin er af Höllu Vilhjálmsdóttur,
en Eva er dóttir eins helsta tals-
manns dansbannsins. Meðan Aron
og Eva eru aðalparið eru svo Sara
og Mikki „bestu vinir aðal“ að sögn
Aðalbjargar. „Við Jörundur [Ragn-
arsson] leikum krakka sem eru allt-
af að klúðra tækifærinu á að enda
saman. Þau eru svo góðar og ein-
lægar sálir að fyrir vikið verða til-
svör þeirra svolítið fyndin. Húm-
orinn er sem sagt ekki langt undan.“
Feta í fótspor stórstjarna
Í mynd Deans Pitchford fór Ke-
vin Bacon með hlutverk Arons og
Sara var leikin af Söruh Jessicu
Parker. Þorvaldur Davíð og Aðal-
björg segjast óhrædd við sam-
anburðinn. „Ég hef reynt að horfa
sem minnst á myndina og takast á
við hlutverkið á eigin forsendum,“
segir Þorvaldur Davíð hvergi bang-
inn. „Það er samt aldrei að vita
nema maður fái að láni einhverja
flotta takta frá Kevin.“