Morgunblaðið - 24.06.2006, Side 52
52 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 2 - 4 - 6 - 8
CARS M/ENSKU TALI kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
SLITHER kl. 10 B.I. 16.ÁRA.
CARS M/ENSKU TALI kl. 3:30 - 6 - 8:30 - 11
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 3:30 - 4:45 - 6 - 7:15 - 8:30
KEEPING MUM kl. 3:30 - 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 4 - 6:10 - 8:20 - 10:30 B.I. 14.ÁRA.
MI : 3 kl. 9:30 - 11 B.I. 14.ÁRA.
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 1 - 3:15 - 5:30 - 8
SHE'S THE MAN kl. 1 - 3:15 - 5:30
KEEPING MUM kl. 8 - 10:10 B.I. 12 ÁRA
16 BLOCKS kl. 10:15 B.I. 14 ÁRA
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU
OKKUR ENDURGERÐINA AF
„DAWN OF THE DEAD“
eee
VJV, Topp5.is
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
eee
V.J.V.Topp5.is
FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“
NÝJASTA MEISTARAVERKIÐ FRÁ PIXAR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM.
VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
eee
S.V. MBL.
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
Kvikmyndir.is
S.U.S. XFM
eeee
VJV, Topp5.is
H
ljómsveitin Ham er ein
helsta hljómsveit ís-
lenskrar rokksögu –
hljómsveit sem naut
mikillar virðingar en
takmarkaðra vinsælda, í það minnsta
á helsta starfstíma hennar í lok átt-
unda áratugar og byrjun níunda ára-
tugar síðustu aldar, en vinsældir
sveitarinnar hafa reyndar aukist
talsvert síðan.
Ham var fræg fyrir gríðarlega
þunga rokktónlist með dimmradda
hádramatískum söng og einstaklega
fyndnum textum, þó fæstir hafi
reyndar getað greint orða skil. Sam-
herjar í framlínu sveitarinnar voru
þeir Sigurjón Kjartansson, gítarleik-
ari og söngvari, og Óttarr Proppé
söngvari, sem báðir hafa verið áber-
andi í íslensku menningar- og listalífi
síðan Ham lagði upp laupana, hvor á
sinn hátt. Þótt hljómsveitin hafi hætt
var það allt í mesta bróðerni og því
kom ekki á óvart þegar Ham kom
saman aftur til að hita upp á miklum
tónleikum Rammstein fyrir nokkrum
árum og svo aftur þegar Ham var ein
af hljómsveitunum sem spiluðu á
Náttúrutónleikunum svonefndu í
Laugardalshöllinni í byrjun ársins.
Þreyttir á öllu nema
hver öðrum
Á Náttúrutónleikunum átti eflaust
margur von á að þetta væri í síðasta
sinn sem Ham myndi birtast á sviði, í
það minnsta leið mér þannig sem
áhorfanda. Því kom það talsvert á
óvart að nýtt lag fékk að hljóma –
vísbending um að eitthvað væri í
vændum. Það sannast svo í vikunni,
því Ham heldur tónleika í Nasa á
fimmtudagskvöld og ætlar þá meðal
annars að leika nýtt efni.
Þegar Ham hætti á sínum tíma
voru menn orðnir langþreyttir á
bransanum, langþreyttir á harki og
veseni í kringum útgáfu og tilheyr-
andi, eiginlega þreyttir á öllu nema
hver öðrum, því þótt hljómsveitin
Ham hafi hætt að starfa spiluðu þeir
saman í ýmsum hljómsveitum í nokk-
urn tíma á eftir og hafa reyndar
haldið því áfram alla tíð síðan.
Ham lognaðist útaf 1993 og hélt
kveðjutónleika á Tunglinu 4. júní
1994 sem hljóðritaðir voru og gefnir
út. Eftir það heyrðist ekki meira af
sveitinni fyrr en þeir Ham-félagar
voru beðnir að koma saman að hita
upp fyrir þýsku rokksveitina Ramm-
stein í Laugardalshöll.
Ýmislegt ófrágengið
Þegar æfingar hófust fyrir það
verkefni kom í ljós að það var ým-
islegt ófrágengið í fórum hljómsveit-
arinnar, ekki ný lög, en ýmsir af-
gangar þegar þeir litu yfir farinn veg
til að velta fyrir sér hvað þeir höfðu
gert rangt og hvað rétt. „Við sett-
Fundnir
snillingar
Hljómsveitin Ham snýr aftur til starfa í vikunni,
tekur þá upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir
meira en áratug og flytur þá meðal annars ný lög.
Árni Matthíasson tók þá Óttar Proppé og Sigur-
jón Kjartansson tali.
Morgunblaðið/ÞÖK
„Það er aðallega þetta suð í eyrunum sem við erum að sækjast eftir, suðið eftir hverja tónleika sem endist yfirleitt
í viku.“ Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé.