Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þegar tjaldið fellur áÓlympíuleikvang-inum í Berlín í
kvöld – eftir að nýir heims-
meistarar í knattspyrnu
hafa verið krýndir, lýkur
mestu og vinsælustu sýn-
ingu heims, sem hefur
staðið yfir í mánuð með
öllu tilheyrandi – mikilli
spennu, glæsilegum tilþrif-
um, skemmtilegum augna-
blikum og mörkum af öll-
um gerðum og í öllum
regnbogans litum, sorg og
gleði. Fólk um allan heim
bíður nú spennt eftir loka-
þættinum af 64, sem boðið hefur
verið upp á í Þýskalandi með
glæsibrag.
Knattspyrnan er vinsælasta
íþróttagrein heima, sem nær að
sameina fólk á öllum aldri – pípu-
lagningameistara í Kópavogi,
munka á Spáni, fanga í Suður-Afr-
íku, bakara á Ítalíu, strætisvagna-
bílstjóra í Suður-Kóreu, presta á
Fílabeinsströndinni og leigubíl-
stjóra á Indlandi, svo einhverjir
séu nefndir. Menn um allan heim
eiga til dæmis uppáhaldslið á Eng-
landi, uppáhaldslandslið og leik-
menn, sem taka þátt í HM.
Knattspyrnuleikur er eins og líf-
ið sjálft. Það skiptast á skin og
skúrir – menn fagna og menn
verða fyrir vonbrigðum, hlæa og
gráta. Eins og í lífinu sækja menn
og verjast. Knattspyrnuleikurinn
vill oft þróast eins og lífið sjálft –
mikið miðjuþóf. Ef eitthvað fer úr-
skeiðis koma dómarar til sögunn-
ar, til að kveða upp sinn dóm.
Sýningin mikla í Þýskalandi er
sú best skipulagða frá því að HM-
sýningarnar hófust í Úrúgvæ 1930.
Þá tóku aðeins fjórar Evrópuþjóð-
ir þátt í sýningunni þar sem það
tók hálfan mánuð að fara sjóleiðina
frá Evrópu til Úrúgvæ. Farþega-
flug þekktist ekki í þá daga.
HM-sýningar fóru þó ekki að
vekja heimsathygli fyrr en á Eng-
landi 1966. Þá var í fyrsta skipti
sjónvarpað beint frá leikjum HM
um heim allan. Fólk fékk þá að sjá
stjörnur eins og Eusebio frá
Portúgal skjótast fram í sviðsljósið
og leikmennina ungu Martin Pet-
ers, Englandi, og Franz Becken-
bauer, Vestur-Þýskalandi. Pele
var í aðalhlutverkinu 1970 í
Mexíkó, Gerd Müller og Johann
Cruyff í Þýskalandi 1974, Mario
Kempes 1978 í Argentínu og Paolo
Rossi á Spáni 1982. Maradona tók
til sinna ráða, með hönd Guðs, 1986
í Mexíkó og síðan hafa margar
stórstjörnur látið að sér kveða á
fjögurra ára fresti.
Metaðsókn á leiki var sett á HM
í Bandaríkjunum 1994. Met sem
seint verður slegið. Ástæðan fyrir
því er að leikið var á stórum ruðn-
ingsvöllum í Bandaríkjunum – sem
taka miklu fleiri áhorfendur en
knattspyrnuvellir á öðrum stöðum
í heiminum.
Stemningin hefur þó aldrei verið
eins mikil á HM og í Þýskalandi nú
síðustu vikur. Það var uppselt á
alla leiki. Fyrir utan það fylgjast
hundruð þúsunda áhorfenda með
leikjunum á stórum sjónvarps-
skjám á torgum í öllum borgum
Þýskalands og einnig í hinum
ýmsu bæjum vítt og breitt um
landið. Stemningin hefur verið
geysileg og allt hefur farið vel
fram.
Það er mikil upplifun fyrir leik-
menn að fá tækifæri til að taka þátt
í HM og vera í sviðsljósinu fyrir
framan milljarða manna um allan
heim.
„Evrópuboltinn“ hefur ráðið
ferðinni á HM í síðustu keppnum,
eða allt frá 1990 á Ítalíu. Brasilíu-
menn hafa ekki leikið „sambak-
nattspyrnu“ eins og þeir voru
frægir fyrir á árum áður – síðast á
HM á Spáni 1982. Ástæðan fyrir
því er að flestir bestu leikmenn
Brasilíu leika í Evrópu og tilheyrir
„sambaknattspyrnan“ fortíðinni.
Það er þó enn gerðar miklar kröfur
til Brasilíumanna – að verða
heimsmeistarar. Þeir náðu ekki að
verja heimsmeistaratitil sinn í
Þýskalandi og er ástæðan sú að lið
þeirra er orðið „of gamalt“.
Pressan er alltaf mikil á Eng-
lendingum og hafa þeir oftast ekki
þolað hana þegar mest hefur á
reynt, eins og á síðustu fjórum
HM. Það er svo annað mál sem
Englendingar verða að horfast í
augu við – það er að þeir hafa ekki
átt nema tvo leikmenn í heims-
gæðaflokki frá því í HM 1990. Það
eru Paul Gascoigne, sem var besti
ungi leikmaðurinn á Ítalíu 1990, og
Wayne Rooney. Leikmenn eins og
Steven Gerrard og Frank Lamp-
ard eru fyrst og fremst félagsleik-
menn – baráttumenn, sem njóta
þess að leika með leiknum erlend-
um leikmönnum í liðum sínum á
Englandi. Meira að segja David
Beckham er ekki í hæsta gæða-
flokki. Hann hefur ekki hæfileika
til að stjórna leik – er þekktastur
fyrir aukaspyrnur og hornspyrn-
ur.
Það voru mikil vonbrigði fyrir
Þjóðverja að hið unga lið Jürgens
Klinsmanns landsliðsþjálfara náði
ekki að komast í úrslitaleikinn –
munaði þó ekki miklu.
Þjóðverjar urðu síðast heims-
meistarar á Ítalíu 1990 – á Ólymp-
íuleikvanginum í Róm. Þá urðu
Ítalir að sætta sig við þriðja sætið.
Þetta getur snúist við í kvöld – að
Ítalir fagni heimsmeistaratitlinum
í Þýskalandi; á Ólympíuleikvang-
inum í Berlín!
Fréttaskýring | Sýningin mikla í Þýskalandi
er sú best skipulagða frá upphafi
Lokaþáttur
HM í Berlín
Milljónir manna fylgjast með á stórum
skjám á torgum í borgum Þýskalands
Lífið hefur verið fótbolti að undanförnu.
Boðið verður upp á mikla
stöðubaráttu í Berlín
Ljóst er að mikil taugaspenna
verður á Ólympíuleikvanginum í
Berlín er Ítalía og Frakkland
mætast þar í úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar í knatt-
spyrnu í kvöld kl. 18 – í opinni
dagskrá sjónvarpsstöðva um all-
an heim. Báðar fylkingarnar eru
afar vel mannaðar og verður tek-
ist á í orrustunni um miðjuna.
Úrslit komast til að ráðast á –
hvaða fylkingin nær þar yf-
irhöndinni í mikilli stöðubaráttu.
Eftir Sigmund Ó. Steinarsson
sos@mbl.is
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
VONIR standa til þess að hægt
verði að auglýsa nýja stöðu lektors í
barna- og unglingageðlækningum
við læknadeild Háskóla Íslands frá
og með næstu áramótum. Forseti
deildarinnar segir hæfan einstak-
ling geta unnið sig fremur hratt upp
í stöðu prófessors í greininni á
rúmu ári.
Gagnrýnisraddir hafa heyrst
reglulega undanfarin ár vegna þess
að engin prófessorsstaða í greininni
hefur verið við læknadeildina, en
slíka stöðu er að finna í háskólum í
nágrannalöndunum. Stefán B. Sig-
urðsson, deildarforseti læknadeildar
HÍ, segir að unnið hafi verið að því
að tryggja fjármagn til þessarar
stöðu undanfarin ár, og nú standi
vonir til þess að hún verði á fjár-
hagsáætlun næsta árs.
„Það sem við erum að reyna að fá
í gegn er að setja upp lektorsstöðu í
barna- og unglingageðlækningum,
og erum að fá það í gegn. Svo getur
viðkomandi unnið sig upp í prófess-
orsstöðu eins og kerfið er í háskól-
anum, ef hann er hæfur til þess,
upp í dósent og svo prófessor,“ seg-
ir Stefán.
Hann segir læknadeild í talsverð-
um stöðuvanda vegna fjárskorts,
stöðum hafi fækkað undanfarin ár
vegna þessa. Þó hafi mikið verið
rætt að finna leiðir til að koma á
nýrri stöðu í þessari sérgrein. Nú
hafi fengist styrkur til að standa
straum af kostnaði við að fá fyr-
irlesara í greininni, en ljóst sé að
slíkt sé bara til bráðabirgða.
Spurður hvenær megi eiga von á
því að lektorsstaðan verði til segir
Stefán: „Ég er að vona að við fáum
þetta í gegn á fjárhagsáætlun fyrir
næsta ár. Ef það fæst í gegn getum
við auglýst stöðuna um næstu ára-
mót. Þetta gengur hægt, og kerfið
er þungt í vöfum, af því við erum
ríkisháskóli.“
Stefán segir mikilvægt fyrir
deildina að hafa kennarastöður í
sem flestum fræðigreinum til að fá
að efla greinina og auka áhuga
nemenda á að sérhæfa sig í þeim
greinum, ljóst sé að ekki veiti af að
auka fjölda sérfræðinga í barna- og
unglingageðlækningum. „Það er
enginn vafi að innan deildarinnar er
mikill áhugi á því að fá þetta í
gegn.“
Ný staða prófessors í barna- og unglingageðlækningum
Hugsanlega auglýst
eftir lektor um áramót
FJÖLMARGIR leggja leið sína á
Esjuna, sumir vikulega og aðrir
jafnvel nokkrum sinnum í viku.
Flestir láta sér samt duga að
ganga þessa fögru og skemmtilegu
leið annað slagið þegar vel viðrar.
Mörg þúsund manns ganga á
hverju sumri upp Esjuna. Í lok
ágúst í fyrrasumar höfðu 7.000
manns ritað nafn sitt í gestabók-
ina, sem er á toppi fjallsins, á
nokkrum vikum. Eitt helsta að-
dráttarafl fjallsins er óneitanlega
hið magnaða útsýni yfir allt höf-
uðborgarsvæðið og víðar, sé
skyggni gott.
Ganga á Esjuna hentar flestum.
Nauðsynlegur búnaður er einfald-
lega gönguskór, bakpoki, hlífð-
arföt og nesti. Að ógleymdu góða
skapinu.
Morgunblaðið/Eggert
Viðrar vel til Esjugöngu
BRÚIN yfir Jöklu, sem er í stæði
Hálslóns, verður fjarlægð í sept-
ember nk. um það leyti sem byrjað
verður að fylla lónið. Landsvirkjun
sendi nýverið nokkrum fólksflutn-
inga- og ferðaþjónustufyrirtækjum
erindi og vakti athygli þessu.
Loka varð brúnni um hríð síðast-
liðið sumar og einnig sumarið þar
áður, vegna vatnavaxta. Til slíks
gæti komið líka í ár, síðari hluta júlí
og fram í ágúst.
Morgunblaðið/Sverrir
Brúin yfir Jöklu fjarlægð í haust