Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þegar tjaldið fellur áÓlympíuleikvang-inum í Berlín í kvöld – eftir að nýir heims- meistarar í knattspyrnu hafa verið krýndir, lýkur mestu og vinsælustu sýn- ingu heims, sem hefur staðið yfir í mánuð með öllu tilheyrandi – mikilli spennu, glæsilegum tilþrif- um, skemmtilegum augna- blikum og mörkum af öll- um gerðum og í öllum regnbogans litum, sorg og gleði. Fólk um allan heim bíður nú spennt eftir loka- þættinum af 64, sem boðið hefur verið upp á í Þýskalandi með glæsibrag. Knattspyrnan er vinsælasta íþróttagrein heima, sem nær að sameina fólk á öllum aldri – pípu- lagningameistara í Kópavogi, munka á Spáni, fanga í Suður-Afr- íku, bakara á Ítalíu, strætisvagna- bílstjóra í Suður-Kóreu, presta á Fílabeinsströndinni og leigubíl- stjóra á Indlandi, svo einhverjir séu nefndir. Menn um allan heim eiga til dæmis uppáhaldslið á Eng- landi, uppáhaldslandslið og leik- menn, sem taka þátt í HM. Knattspyrnuleikur er eins og líf- ið sjálft. Það skiptast á skin og skúrir – menn fagna og menn verða fyrir vonbrigðum, hlæa og gráta. Eins og í lífinu sækja menn og verjast. Knattspyrnuleikurinn vill oft þróast eins og lífið sjálft – mikið miðjuþóf. Ef eitthvað fer úr- skeiðis koma dómarar til sögunn- ar, til að kveða upp sinn dóm. Sýningin mikla í Þýskalandi er sú best skipulagða frá því að HM- sýningarnar hófust í Úrúgvæ 1930. Þá tóku aðeins fjórar Evrópuþjóð- ir þátt í sýningunni þar sem það tók hálfan mánuð að fara sjóleiðina frá Evrópu til Úrúgvæ. Farþega- flug þekktist ekki í þá daga. HM-sýningar fóru þó ekki að vekja heimsathygli fyrr en á Eng- landi 1966. Þá var í fyrsta skipti sjónvarpað beint frá leikjum HM um heim allan. Fólk fékk þá að sjá stjörnur eins og Eusebio frá Portúgal skjótast fram í sviðsljósið og leikmennina ungu Martin Pet- ers, Englandi, og Franz Becken- bauer, Vestur-Þýskalandi. Pele var í aðalhlutverkinu 1970 í Mexíkó, Gerd Müller og Johann Cruyff í Þýskalandi 1974, Mario Kempes 1978 í Argentínu og Paolo Rossi á Spáni 1982. Maradona tók til sinna ráða, með hönd Guðs, 1986 í Mexíkó og síðan hafa margar stórstjörnur látið að sér kveða á fjögurra ára fresti. Metaðsókn á leiki var sett á HM í Bandaríkjunum 1994. Met sem seint verður slegið. Ástæðan fyrir því er að leikið var á stórum ruðn- ingsvöllum í Bandaríkjunum – sem taka miklu fleiri áhorfendur en knattspyrnuvellir á öðrum stöðum í heiminum. Stemningin hefur þó aldrei verið eins mikil á HM og í Þýskalandi nú síðustu vikur. Það var uppselt á alla leiki. Fyrir utan það fylgjast hundruð þúsunda áhorfenda með leikjunum á stórum sjónvarps- skjám á torgum í öllum borgum Þýskalands og einnig í hinum ýmsu bæjum vítt og breitt um landið. Stemningin hefur verið geysileg og allt hefur farið vel fram. Það er mikil upplifun fyrir leik- menn að fá tækifæri til að taka þátt í HM og vera í sviðsljósinu fyrir framan milljarða manna um allan heim. „Evrópuboltinn“ hefur ráðið ferðinni á HM í síðustu keppnum, eða allt frá 1990 á Ítalíu. Brasilíu- menn hafa ekki leikið „sambak- nattspyrnu“ eins og þeir voru frægir fyrir á árum áður – síðast á HM á Spáni 1982. Ástæðan fyrir því er að flestir bestu leikmenn Brasilíu leika í Evrópu og tilheyrir „sambaknattspyrnan“ fortíðinni. Það er þó enn gerðar miklar kröfur til Brasilíumanna – að verða heimsmeistarar. Þeir náðu ekki að verja heimsmeistaratitil sinn í Þýskalandi og er ástæðan sú að lið þeirra er orðið „of gamalt“. Pressan er alltaf mikil á Eng- lendingum og hafa þeir oftast ekki þolað hana þegar mest hefur á reynt, eins og á síðustu fjórum HM. Það er svo annað mál sem Englendingar verða að horfast í augu við – það er að þeir hafa ekki átt nema tvo leikmenn í heims- gæðaflokki frá því í HM 1990. Það eru Paul Gascoigne, sem var besti ungi leikmaðurinn á Ítalíu 1990, og Wayne Rooney. Leikmenn eins og Steven Gerrard og Frank Lamp- ard eru fyrst og fremst félagsleik- menn – baráttumenn, sem njóta þess að leika með leiknum erlend- um leikmönnum í liðum sínum á Englandi. Meira að segja David Beckham er ekki í hæsta gæða- flokki. Hann hefur ekki hæfileika til að stjórna leik – er þekktastur fyrir aukaspyrnur og hornspyrn- ur. Það voru mikil vonbrigði fyrir Þjóðverja að hið unga lið Jürgens Klinsmanns landsliðsþjálfara náði ekki að komast í úrslitaleikinn – munaði þó ekki miklu. Þjóðverjar urðu síðast heims- meistarar á Ítalíu 1990 – á Ólymp- íuleikvanginum í Róm. Þá urðu Ítalir að sætta sig við þriðja sætið. Þetta getur snúist við í kvöld – að Ítalir fagni heimsmeistaratitlinum í Þýskalandi; á Ólympíuleikvang- inum í Berlín! Fréttaskýring | Sýningin mikla í Þýskalandi er sú best skipulagða frá upphafi Lokaþáttur HM í Berlín Milljónir manna fylgjast með á stórum skjám á torgum í borgum Þýskalands Lífið hefur verið fótbolti að undanförnu. Boðið verður upp á mikla stöðubaráttu í Berlín  Ljóst er að mikil taugaspenna verður á Ólympíuleikvanginum í Berlín er Ítalía og Frakkland mætast þar í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu í kvöld kl. 18 – í opinni dagskrá sjónvarpsstöðva um all- an heim. Báðar fylkingarnar eru afar vel mannaðar og verður tek- ist á í orrustunni um miðjuna. Úrslit komast til að ráðast á – hvaða fylkingin nær þar yf- irhöndinni í mikilli stöðubaráttu. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is VONIR standa til þess að hægt verði að auglýsa nýja stöðu lektors í barna- og unglingageðlækningum við læknadeild Háskóla Íslands frá og með næstu áramótum. Forseti deildarinnar segir hæfan einstak- ling geta unnið sig fremur hratt upp í stöðu prófessors í greininni á rúmu ári. Gagnrýnisraddir hafa heyrst reglulega undanfarin ár vegna þess að engin prófessorsstaða í greininni hefur verið við læknadeildina, en slíka stöðu er að finna í háskólum í nágrannalöndunum. Stefán B. Sig- urðsson, deildarforseti læknadeildar HÍ, segir að unnið hafi verið að því að tryggja fjármagn til þessarar stöðu undanfarin ár, og nú standi vonir til þess að hún verði á fjár- hagsáætlun næsta árs. „Það sem við erum að reyna að fá í gegn er að setja upp lektorsstöðu í barna- og unglingageðlækningum, og erum að fá það í gegn. Svo getur viðkomandi unnið sig upp í prófess- orsstöðu eins og kerfið er í háskól- anum, ef hann er hæfur til þess, upp í dósent og svo prófessor,“ seg- ir Stefán. Hann segir læknadeild í talsverð- um stöðuvanda vegna fjárskorts, stöðum hafi fækkað undanfarin ár vegna þessa. Þó hafi mikið verið rætt að finna leiðir til að koma á nýrri stöðu í þessari sérgrein. Nú hafi fengist styrkur til að standa straum af kostnaði við að fá fyr- irlesara í greininni, en ljóst sé að slíkt sé bara til bráðabirgða. Spurður hvenær megi eiga von á því að lektorsstaðan verði til segir Stefán: „Ég er að vona að við fáum þetta í gegn á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Ef það fæst í gegn getum við auglýst stöðuna um næstu ára- mót. Þetta gengur hægt, og kerfið er þungt í vöfum, af því við erum ríkisháskóli.“ Stefán segir mikilvægt fyrir deildina að hafa kennarastöður í sem flestum fræðigreinum til að fá að efla greinina og auka áhuga nemenda á að sérhæfa sig í þeim greinum, ljóst sé að ekki veiti af að auka fjölda sérfræðinga í barna- og unglingageðlækningum. „Það er enginn vafi að innan deildarinnar er mikill áhugi á því að fá þetta í gegn.“ Ný staða prófessors í barna- og unglingageðlækningum Hugsanlega auglýst eftir lektor um áramót FJÖLMARGIR leggja leið sína á Esjuna, sumir vikulega og aðrir jafnvel nokkrum sinnum í viku. Flestir láta sér samt duga að ganga þessa fögru og skemmtilegu leið annað slagið þegar vel viðrar. Mörg þúsund manns ganga á hverju sumri upp Esjuna. Í lok ágúst í fyrrasumar höfðu 7.000 manns ritað nafn sitt í gestabók- ina, sem er á toppi fjallsins, á nokkrum vikum. Eitt helsta að- dráttarafl fjallsins er óneitanlega hið magnaða útsýni yfir allt höf- uðborgarsvæðið og víðar, sé skyggni gott. Ganga á Esjuna hentar flestum. Nauðsynlegur búnaður er einfald- lega gönguskór, bakpoki, hlífð- arföt og nesti. Að ógleymdu góða skapinu. Morgunblaðið/Eggert Viðrar vel til Esjugöngu BRÚIN yfir Jöklu, sem er í stæði Hálslóns, verður fjarlægð í sept- ember nk. um það leyti sem byrjað verður að fylla lónið. Landsvirkjun sendi nýverið nokkrum fólksflutn- inga- og ferðaþjónustufyrirtækjum erindi og vakti athygli þessu. Loka varð brúnni um hríð síðast- liðið sumar og einnig sumarið þar áður, vegna vatnavaxta. Til slíks gæti komið líka í ár, síðari hluta júlí og fram í ágúst. Morgunblaðið/Sverrir Brúin yfir Jöklu fjarlægð í haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.