Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 184. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Aldrei of mikið af Johnny Cash Árni Matthíasson skrifar um plötuútgáfuna að Cash látnum | 53 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Meðhöndlun málleysingjans  Hið íslenska Magasin du Nord  Framandi og fjölbreytilegt Atvinna | Jákvæðir starfsmenn blómstra í starfi  Veikindadögum fækkað  Hvernig á að skrifa ferilsskrá? 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 SÍÐASTI leikur heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu fer fram í kvöld þegar Frakkar og Ítal- ir mætast á ólympíuleikvanginum í Berlín og leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Hér hafa indverskir sandlistamenn gert skúlptúr sem sýnir mennina sem augu heims- byggðarinnar munu hvíla á, Frakkann Zined- ine Zidane og Ítalann Fabio Cannavaro, með heimsmeistarastyttuna á milli sín. Áætlað er að yfir milljarður manna muni fylgjast með leiknum í 207 löndum. Leikurinn hefst klukk- an 18. Reuters Allur heimurinn mun fylgjast með í kvöld PÓLVERJAR mynda stærsta hóp innflytjenda hér á landi, en þrátt fyrir að menntunarstig þeirra sé almennt hátt heyrir til undantekninga að þeir fari úr frumframleiðslu í störf sem krefjast meiri menntunar, jafnvel þótt þeir hafi búið á Íslandi í fleiri ár. Þetta kemur fram í grein Kára Gylfasonar sagnfræðinema í Morgun- blaðinu í dag. Kári rannsakaði hagi pólskra innflytjenda hér á landi, sem voru fáir fyrir 1980, en fjölgaði veru- lega á níunda áratugnum. Árið 1991 bjuggu hér um 500 pólskir ríkisborg- arar. Í fyrra bjuggu hér 3.629 ein- staklingar sem flutt höfðu frá Pól- landi og eru þeir langstærsti inn- flytjendahópurinn. Fjöldi þeirra var þá tæplega 14.000 eða 4,6% af íbúum landsins. Hlutfallið hefur vaxið hratt, var 1,8% 1995 og 1,4% 1980. Rannsókn Kára sýndi að fjórðung- ur pólskra innflytjenda sem komu hingað fyrir 1995 býr enn á Íslandi. Menntun nýtist ekki á vinnu- markaði Pólskir innflytjendur  Hagir pólskra … | 10 BANDARÍKJAMENN og Japanar ítrekuðu þá afstöðu sína í gær að þeir myndu þrýsta á um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum vegna eldflaugatilrauna þeirra í síðustu viku. Þá þrýsti fulltrúi Bandaríkja- stjórnar á Kínverja um að styðja refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, en stjórnvöld í Moskvu og Peking hafa hingað til lýst sig andsnúin til- lögu að ályktun í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna sem fæli í sér heim- ild til slíkra aðgerða. Taro Aso, utanríkisráðherra Jap- ans, gekk lengra í gær og sagðist ekki mundu gefa eftir í málinu vegna afstöðu Rússa og Kín- verja, sem hafa neitunarvald í ráðinu. „Það má vera að við gerum breytingar á drögunum en við erum staðráðnir í að hverfa ekki frá áformum okkar um bindandi ályktun sem fæli í sér refsiaðgerðir,“ sagði Aso í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði þannig í gær um tillögu Jap- ana að harðri ályktun gegn N-Kóreu, sem fulltrúi stjórnarinnar í Pyon- gyang sagði á föstudag að myndi jafngilda stríðsyfirlýsingu. Banda- ríkjastjórn hefur hins vegar lýst sig fylgjandi slíkri ályktun, en óvíst var hvort ráðið myndi efna til atkvæða- greiðslu um hana í gær þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Tilbúin til viðræðna Á sama tíma tilkynnti Bandaríkja- stjórn að hún væri tilbúin til við- ræðna við stjórnvöld í Norður-Kóreu gegn því að þau samþykktu þá til- lögu Kínverja að hefja á ný viðræður um kjarnorkuáætlun landsins. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gaza. AP, AFP. | Ismail Haniya, for- sætisráðherra Palestínu og leiðtogi Hamas-stjórnarinnar, kallaði í gær eftir vopnahléi við Ísraelsmenn eftir mannskæð átök á Gaza-svæðinu á undanförnum dögum. Yfirlýsingin kom í kjölfar aðgerða Ísraelshers á Gaza-svæðinu í gær þegar a.m.k. fjórir Palestínu- menn létu lífið í átökum á milli hersins og palest- ínskra víga- manna. Á sama tíma tilkynntu stjórn- völd í Ísrael að ísraelskar hersveitir hefðu verið dregnar til baka frá norðurhluta Gaza-svæðisins, þar sem á fjórða tug manna hefur fallið síðustu daga. Aðgerðum Ísraelshers er nú beint að suður- og austurhluta Gaza, en þær hafa það að markmiði að þrýsta á lausn ísraelska hermannsins Gilad Shalit sem var rænt fyrir skömmu. Mikil spenna hefur verið á Gaza á síðustu dögum, en átökin hafa kostað að minnsta kosti 36 Palestínumenn og einn ísraelskan hermann lífið. Liðsmenn Hamas voru fljótir að lýsa yfir sigri eftir að sveitir Ísr- aelshers voru kallaðar til baka frá norðurhluta Gaza. Skömmu síðar komu hins vegar tilmæli frá Haniya um vopnahlé á svæðinu. Ákall um vopnahlé frá Hamas Ismail Haniya HIN 62 ára gamla Patricia Rashbrook, sem starfar sem barnasálfræðingur í suðurhluta London, var í kastljósi breskra fjölmiðla í gær þegar hún eign- aðist dreng sem var tekinn með keisaraskurði. Rashbrook átti fyrir þrjú börn frá fyrra hjónabandi en ákvað að fara í frjósemisaðgerð eftir að hún giftist í annað sinn. Hún er elsta breska konan til að eignast barn en á samt fjögur ár í Adriana Iliescu, sem varð í jan- úar 2005 elsta móðir sögunnar á 66. aldursári. Fyrir helgi átti sér stað önnur einstæð fæðing en undir allt öðrum kringumstæðum, þegar að níu ára gömul stúlka búsett á vesturhluta Amazon-svæðisins eignaðist barn sem var einnig tekið með keisaraskurði. Þótt algengt sé að stúlkur sem tilheyri indíánum á svæð- inu eignist börn frá 11 ára aldri telja yfirvöld að fæðingin sé for- dæmislaus, en þau óttast jafn- framt að um nauðgun hafi verið að ræða. 9 ára og 62 ára gamlar mæður ♦♦♦ Bagdad. AFP. | Nokkrir háttsettir bandarískir hermenn sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Írak gætu átt yfir höfði sér kærur vegna van- rækslu í rannsókn á meintum morð- um Bandaríkjahers á 24 óbreyttum borgurum í íraska bænum Haditha í nóvember í fyrra. Bandaríska dag- blaðið New York Times fjallaði um málið í gær, en þar kemur fram að herforinginn Peter Chiarelli hafi í at- hugun sinni á rannsókninni gagn- rýnt nokkra hermenn fyrir „van- rækslu í starfi“. Segir þar að Chiarelli komist að þeirri niðurstöðu að eftir atburðina í Haditha hafi „háttsettum hermönn- um láðst að fylgja eftir ónákvæmni og ósamkvæmni í upphaflegri skýrslu um atvikið sem hafi átt að vekja spurningar“. Vanræksla í kjölfar Haditha Taro Aso Japanar hvika ekki frá refsiaðgerðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.