Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 37 MINNINGAR Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar! Þannig mætti Kristur þeim, er til hans leituðu með bæn um líkn. Hann bað fyrir þeim, er krossfestu hann: Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra. Vér eigum að vera fús að fyrirgefa. Jesús kenndi oss að biðja þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Fyrirgefning felur í sér nýsköpun og gefur oss færi á að byrja á ný. Öll þörfnumst vér fyrirgefningar Guðs, einnig við – ég og þú. Fyrirgefning skapar ný tækifæri í mannlegu samfélagi. Vér réttum hvert öðru opna hönd og sameinumst um að viðhalda lífi hver annars. Vér gleymum því, sem mistókst, og byrjum á ný. Vér tökum þátt í daglegri sköpun Guðs. Sköpun er ekki aðeins bundin upphafi tilverunnar. Sköpun Guðs er sístæð, hann skapar á hverjum degi, því sköpun er ferli, er varir allt lífið. Vér eigum að rétta hvert öðru fyrirgefandi hönd í smáu sem stóru. Það gjörist ekki sjálfkrafa, heldur aðeins fyrir Anda Guðs. Kristur frelsar frá synd og dauða, frá fordæmingu vor sjálfra og annarra. Hann fyrirgefur og frelsar frá sjálfselsku og eigingirni. Fyrirgefning hans gjörir oss frjáls til þjónustu við Guð og náungann. Þú sem ert frjáls. Heftir þú frelsi annarra? Þú sem ert hamingjusamur. Bakar þú öðrum óhamingju? Þú sem nýtur trausts. Vantreystir þú öðrum? Þú sem lífið leikur við. Níðist þú á þeim, er orðið hafa undir í lífsbaráttunni? Þér hefur verið fyrirgefið. Hefnir þú þín á öðrum? Hefnigirni og fordæming heyra myrkrinu til, en fyrirgefning á rætur í ríki Guðs. Gleymum aldrei þeim, sem eru einmana. Mætum samferðafólkinu með fyrirgefningu í dag. Vér erum samverkamenn Guðs. Hönd Guðs sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fyrirgefningin er eitt af grundvallarhugtökum kristninnar, og er í órofa sambandi við náunga- kærleikann. Sigurður Ægisson birtir á þessum góða júlídegi prósaljóð Jónasar Gíslasonar, fyrrum vígslubiskups í Skálholti, um það efni, frá 1994. HUGVEKJA ✝ Hrefna Þórðar-dóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1913. Hún lést á Dvalarheimilinu Seljahlíð 16. júní sl. Eiginmaður Hrefnu var Magnús Jónsson framkvæmdastjóri, f. í Fljótsdal í Fljóts- hlíð 15.9. 1911, d. í Reykjavík 24.5. 1960. Foreldrar Hrefnu voru Þórður Árnason, f. 8.7. 1875, d. 13.8. 1945, og Karólína Ágústa Gottskálks- dóttir, f. 24.8. 1882, d. 13.3. 1932. Hrefna átti eina alsystur, Valfríði Ágústu, og tvö hálfsystkin, Sesse- líu Ingibjörgu og Jón. Börn Hrefnu og Magnúsar eru 1) Karl Lúðvík, f. 25.9. 1932, d. 16.1. 1935, 2) Margrét Sveinbjörg, f. 27.11. 1933, maki 1 Haukur Hafsteinn Guðnason, maki 2 Ágúst Haralds- son. Börn hennar og Hauks eru a) Þór Hafsteinn Hauksson, maki Sigrún Alfreðsdóttir, börn þeirra eru Haukur Hafsteinn, Hafþór Ægir og Karólína Ósk. b) Magnús Hauksson, maki El- ín N. Arnardóttir, börn þeirra eru Margrét Þórunn, Elísabet Arna, Örn Nordal og Rakel Ósk. Sonur Magnús- ar er Ragnar Ingi, dóttir Ragnars er Alexandra Angela. 3) Karl Lúðvík, f. 7.6. 1938, d. 12.5. 2000, maki Kolbrún Thorlacíus, dætur þeirra a) Hrefna Margrét Karls- dóttir, maki Einar Hreinsson, sonur þeirra er Sölvi Karl, b) Selma Karlsdóttir, maki Pétur Bjarnason, dóttir þeirra Eva Lóa og dóttir Selmu er Birta. 3) Magn- ús Hrafn, f. 28.7. 1946, maki Sig- ríður Ólöf Sveinsdóttir. Sonur Magnúsar er Guðmundur, maki Rannveig Halldórsdóttir og börn þeirra eru Ágúst Örn og Krist- veig Fanney. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fallega rósin okkar hefur lagt saman blöðin sín, en opnar aftur krónu sína á móti eilífu ljósinu á æðra tilverustigi þar sem áður gengnir ástvinir og ættingjar bjóða hana velkomna. Þannig vil ég minnast tengdamóð- ur minnar Hrefnu Þórðardóttur. Fyrstu kynni mín af Hrefnu voru þegar Kalli bauð mér heim til móður sinnar á heimili fjölskyldunnar. Þar tók hún á móti mér brosmild og hress enda minnist ég hennar sem afskaplega félagslyndrar og skemmtilegrar konu. Hún var þá nýlega orðin ekkja og því miður kynntist ég aldrei Magnúsi tengda- föður mínum. Hún var yndisleg amma barnanna minna og engin jól voru haldin án þess að hún mætti á staðinn hlaðin gjöfum. Ég var svo lánsöm að hún bjó á heimili okkar í eitt ár og styrkti það enn frekar vin- áttuböndin á milli okkar. Hún var stoð og stytta í gegnum marga erf- iðleika, ekki síst vegna lífsgleði sinn- ar og bjartsýni sem einkenndu hana ætíð. Hún var mikill fagurkeri og lista- kona og minningin um hana lifir í gegnum allan þann fjölda málverka og útsaumsmynda sem hún gerði um ævina og prýða heimili fjölskyld- unnar. Þau minna á lífsglaða og glæsilega konu sem við eigum eftir að sakna. Ég þakka þér fyrir að hafa verið vinkona mín. Þín tengdadóttir, Kolbrún. Þegar við minnumst ömmu Hrefnu kemur einna fyrst upp í hug- ann hversu ung hún var í anda og fordómalaus. Hún var félagsvera og elskaði að vera innan um fólk. Hún hafði gaman af því að ferðast og okkur er það sérstaklega minnis- stætt þegar hún sýndi okkur systr- unum gamla mynd af sér sitjandi á úlfalda. Hún fór reglulega til Banda- ríkjanna til vinkonu sinnar sem þar bjó og kom með ýmsar gersemar heim í farteskinu. Það rifjast upp svo mörg minn- ingabrot þegar hugsað er til baka. Ófáar stundirmar sem maður fékk að sitja í miðasölunni í Laugarásbíói og borða gult popp en þar vann amma í mörg ár. Veturinn sem við fórum saman á myndlistarnám- skeið, unglingurinn og amman. Amma naut þess að vera innan um ungt fólk og hún var opin fyrir menningu þess. Ein jólin þegar önn- ur okkar spurði hana hvað hún vildi í jólagjöf stóð ekki á svarinu, plötuna „Konu“ með Bubba Morthens. Amma var glæsileg kona, alltaf vel tilhöfð og það var næsta gefið að vildi maður gleðja hana áttu fallegar flíkur og skartgripir upp á pallborð- ið. Enda hafði hún næmt auga fyrir fallegum hlutum, sem sést einna best á þeim aragrúa listaverka sem hún málaði og saumaði út gegnum árin. Þegar við vorum litlar var regla á heimilinu að amma kæmi í mat einu sinni í viku. Þá var til mikils að vinna að láta hana segja okkur sögur af pabba þegar hann var lítill og þau fjölskyldan bjuggu í Aðalstræti 16. Stóð þá ekki á lýsingum af ýmsum prakkarastrikum hans og félaganna í Grjótaþorpinu, enda átti pabbi ekki langt að sækja grallaraskapinn þar sem amma var annars vegar. Þegar amma treysti sér ekki leng- ur til að mála eða sauma út fann hún sér nýtt efni til að láta sköpunargáf- una njóta sín. Á Seljahlíð þar sem hún dvaldist síðasta áratuginn varð leirinn fyrir valinu og á Seljahlíð tók hún þátt í félagsstarfinu af krafti meðan heilsa entist. Við kveðjum ömmu Hrefnu með söknuði en eftir lifir minningin um yndislega ömmu og merkilega konu. Hrefna og Selma. Elsku amma. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem koma upp þegar maður fer að hugsa um þig. Það er svo æðislegt að minnast þess þegar þú fluttir með okkur út í Hveragerði, það var svo notalegt að hafa þig þar, alltaf hægt að banka á hurðina þína og athuga hvort þú ættir ekki eitthvert nammi handa okkur. Þú gafst þér líka alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með okkur, eins og að byggja spila- hús. Við minnumst þess líka þegar þú sagðir okkur frá gönguferð sem þú fórst í með Orra, í miðbæ Reykja- víkur og hann bauð þér sæti á tröpp- urnar fyrir utan pósthúsið þegar hann hélt að þú værir orðin þreytt. Það var líka æðislegt að koma í heimsókn í höllina hennar ömmu (bláu blokkina) þar sem maður fékk alltaf grjónagraut. Svo fengum við liti og litabækur og það var aldrei eins gaman að lita og í höllinni henn- ar ömmu Hrefnu. Þú varst alltaf tilbúin til að hjálpa okkur ef það var eitthvað sem þú gast gert og við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Við minnumst alls þess góða sem þú gerðir fyrir okkur og kenndir okkur. Þín barnabarnabörn, Margrét, Elísabet, Orri, Rakel og Ragnar. HREFNA ÞÓRÐARDÓTTIR Í örfáum orðum vil ég minnast frænda míns og vinar, Þráins Arinbjarnarsonar, sem nú hefur eftir erfið veikindi í all- nokkurn tíma kvatt þennan heim og öðlast þráða hvíld. Ég minnist frænda míns fyrst þegar hann kom og heimsótti föður minn meðan hann lá banaleguna, en ekki minnist ég annars frá þeirra spjalli en að þá væri töluð kjarnyrt íslenska og sagðar gamansögur frá þeirra æsku- slóðum úr Rauðasandshreppi, enda var Þráinn, líkt og Arinbjörn faðir hans, ekki vanur að skafa utan af hlutunum í sínu spjalli og frásögn- um. Ég og frændur mínir að vestan drukkum í okkur orðfæri slíkra manna og lærðum, en tæpast held ÞRÁINN ARINBJARNARSON ✝ Þráinn Arin-bjarnarson fæddist í Neðri Rauðsdal á Barða- stönd 24. desember 1924. Hann lést þriðjudaginn 27. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 6. júlí. ég það sé haft fyrir nútímabörnum á dag- skólum. Þráinn ólst upp við erfið kjör og vinnu- hörku frá barnsaldri, ásamt þeirri reynslu að missa móður sína ungur og einnig syst- ur sínar rétt komnar af unglingsaldri. Aldr- ei held ég að mótlæti þetta hafi bugað Þrá- in, en skrápur yfir- borðsins harðnaði eðlilega og mótaði persónulegar og pólitískar skoðanir fram í andlátið. Allir þeir sem Þráin þekktu vissu að undir skrápnum var allt annar maður sem bar allt til síð- ustu stundar fyrir brjósti kjör þeirra sem minna máttu sín hvort sem börn eða eldri voru. Það sem var áberandi í fari frænda var skopskyn og hag- mælska í ríkum mæli, enda kunni hann ókjör af gömlum sem nýjum vísum og gamansögum. Þráinn var kunnur vinnuþjarkur og vandvirkur svo sumum þótti nóg um, hygg ég að þar hafi erfið kjör í uppvexti haft mikil áhrif enda venj- an á þeim tímum fyrir vestan að vanda það sem gert var og lengi átti að endast, enda var frænda tíðrætt um þá sóun verðmæta sem nútíma- kynslóðir ástunda. Frændi minn Þráinn kvartaði lítt í eigin veikind- um þrátt fyrir að flestir hefðu lík- lega brotnað andlega eða líkamlega við allt það sem yfir dundi, ég minn- ist þess að Þráinn svaraði eitt sinn þegar ég spurði um heilsuna, „ég hjari þetta á andskotans þrjósk- unni“. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og alls Ásakotsfólksins vil ég þakka Þráni fyrir kynni liðinna ára og votta samúð hans nánustu fjölskyldu. Magnús Halldórsson. Jæja, elsku afi, nú er komið að lokakveðjunni, þeirri sem markar óumflýjanlega endalok þessarar jarðvistar. Dauðanum varst þú ekki ókunnugur enda ungur að árum þegar þú misstir systur þínar og móður. Þessir atburðir eru þeirrar tegundar að þeir marka menn fyrir lífstíð. Dugnaður og eljusemi voru þínar ær og kýr en samviskusamari einstakling er erfitt að finna. Víst er að þú varst góð fyrirmynd í mörgu og margar góðar stundir að minnast, enda þú einstaklega fær að kveða og af stökum þeim sem þú ortir höfðu margir ómælt gaman. Síðustu ár ævi þinnar voru þér erfið og vona ég að þú sért hvíldinni feginn. Takk fyrir allt saman. Kveðja Jóhann Björn Elíasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.