Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég hef svo gaman að því aðfá þá hingað. Þeim finnstkjötið svo gott, þessvegna koma þeir viðhérna hjá mér. Ég er ekki í kórnum en mér finnst of- boðslega gaman að hlusta á þá þeg- ar þeir syngja í hlöðunni hjá mér,“ segir Guðmundur Davíðsson, bóndi í Miðdal í Kjós, sem tekur á móti félögum úr Karlakór Kjalnesinga þar sem þeir fara ríðandi um sveit- ina í árlegri hestaferð sinni kring- um Esjuna. Guðmundur sker væn- ar flísar í gestina af fallegu kjötlæri sem hann heldur á. Það er heimareykt og hrátt og bráðnar í munni með íslensku brennivíni. Söngurinn hljómar og mönnum hleypur kapp í kinn og þeir taka til við að glíma á hlaðinu hjá Guð- mundi og sá sem sigrar fær hund- inn Úlf að launum. Súpa undir berum himni Það eru kátir karlar sem ríða um Kjósina, enda stutt síðan þeir komu úr ferðalagi til Parísar þar sem þeir sungu fyrir Fransmenn í til- efni af fimmtán ára afmæli kórsins. Næst liggur leiðin að bænum Flekkudal, þar sem ábúandinn Guðný Ívarsdóttir tekur rausn- arlega á móti þeim með rjúkandi kjötsúpu sem borðuð er undir ber- um himni. Maturinn er meðal ann- ars þakklætisvottur Guðnýjar til kórfélaganna sem sungu yfir manni hennar Kristjáni Mikkaelssyni á síðasta ári, en hann var meðlimur í kórnum áður fyrr. Síðasti áfangastaður á þessum öðrum degi í fjögurra daga reiðtúr þeirra félaga, er á Hjalla og þar hvíldu hestarnir sig yfir nóttina. Daginn eftir komu kapparnir aftur saman en þá höfðu konur þeirra og börn bæst í hópinn og var riðið nið- ur með Laxárbökkum. Öll hers- ingin átti heimboð á Reynivöllum hjá séra Gunnari Kristjánssyni og Önnu Höskuldsdóttur og að sjálf- sögðu tóku kórmenn lagið í kirkj- unni. Þar átti hópurinn góða sam- verustund og Gunnar fræddi gesti sína um Kjósina og bauð að því loknu í kaffi utandyra. Aftur var riðið heim að Hjalla og blásið til grillveislu um kvöldið. Á fjórða degi var hringnum lokað þegar menn riðu til síns heima og fóru ýmist Kjósarskarð eða Svínaskarð. Hljómurinn var góður í hlöðunni í Miðdal og mikið sungið. F.v.: Hinrik Gylfason, Kristinn Sveinsson, Jón Halldórsson, Sig- urður Kristjánsson, Jón M. Jónsson, Örn Harðarson og Björn Jónsson. Í upphafi dags var staldrað við hjá Arnarhamri þar sem áður var keppnissvæði Hestamannafélagsins Harðar. Leiðin að Miðdal var fjölbreytt og skemmtileg og meðal annars var riðið yfir Kiðafellsá. Syngjandi sælir og Hófaskellir og söngur óm- uðu á björtu sumarkvöldi þar sem Kristín Heiða Kristinsdóttir og Ragnar Axelsson fylgdu félögum úr Karlakór Kjalnesinga á öðrum degi í árlegri reið þeirra kringum Esjuna. khk@mbl.is, rax@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.