Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 25 Græni hund- urinn Puppy hefur hvorki augu né eyru en það gefur honum þann hæfileika að geta alveg eins verið hestur eða jafnvel kýr. Ítalska framleiðslufyrirtækiðMagis kynnti nýja ævintýra-lega barnalínu á síðasta ári.Magis er þekkt fyrir fram-sækna hönnun og framleiðslu- tækni og litríkar vörur úr polypla- stefnum. Fólk tengir börn og hönnun ekki endilega saman í fyrstu og við höldum jafnvel að börn geri ekki kröf- ur og geti leikið sér með hvað sem er. Þegar um vörur sem ætlaðar eru börnum er að ræða virðist markhóp- urinn oft frekar vera þeir fullorðnu því það eru jú þeir sem borga. Til dæmis þegar á að kaupa barnamat smakka foreldrarnir yfirleitt líka matinn og eru líklegri til að kaupa það sem þeim finnst gott burtséð frá því hvað hentar barninu best. Eins er þegar kemur að leikföngum. Hillurnar í dótabúðunum svigna undan dóti sem virðist eingöngu hafa verið framleitt í sem sterkustum lit- um til að vera nógu áberandi í hill- unni. Gæðin sitja á hakanum og barnaherbergin fyllast af lélegu dóti sem endist ekki út fyrsta aldursárið. Me too-barnalínan frá Magis Með Me too-barnalínunni frá Mag- is kveður við nýjan tón og eru hlut- irnir hannaðir sérstaklega fyrir börn með þarfir þeirra að leiðarljósi og gæðin í fyrirrúmi. Átta hönnuðir unnu vörur fyrir línuna og hafa þeir allir komið við sögu áður hjá Magis en þeir eru Eero Aanio, Björn Da- hlström, El Ultimo Grito hönnunar- stúdíó, Martí Guixé, Enzo Mari, Jav- ier Mariscal, Satyendra Pakhalé og Marcel Wanders. Til Me too teljast leikföng og húsgögn og einnig fatn- aður fyrir börn og er hugmyndin að þessari línu runnin undan rifjum eig- anda Magis, Eugenio Perazza. Hann var að leita að góðu vinnuborði handa tveggja ára barnabarni sínu og við leitina fór hann í gegnum fjöldann all- an af misgóðum og misfallegum hús- gögnum og ákvað að framleiða sjálfur barnalínu. Um það bil 20 vörur – leik- föng, húsgögn og fatnaður – hafa þeg- ar litið dagsins ljós og er áætlað að fylgja þeim eftir með fleiri vörum. Hönnuðirnir unnu náið með Edw- ard Melhuish, prófessor við Birk- beck-háskóla í London, sem er sér- fræðingur í þroskaferli barna. Melhuish tók þátt í hönnunarvinn- unni frá byrjun, fór yfir allar tillögur og samþykkti aðeins þær hugmyndir sem hefðu uppbyggileg áhrif á þroska og jákvæð áhrif á hegðun barna. Gengið var út frá því að börn hefðu sérstakar þarfir aðrar en fullorðna fólkið og að þau hefðu sinn tilverurétt í samfélagi við hina fullorðnu en væru ekki bara viðhengi. Me too eða Ég líka, segir okkur beinlínis: Ég er hér líka og ég á skilið mitt pláss. Hönn- uðirnir reyndu að hafa í huga að börn eru endalaust að uppgötva og eru fróðleiksfús en horfa um leið gagn- rýnum augum á það sem þau sjá og ekki þýðir að bjóða þeim hvað sem er. Skapandi hugsun Hönnuðirnir gengu út frá því að hægt yrði að nota hlutina á fleiri en einn veg og ýta undir skapandi hugs- un hjá börnunum með því að bjóða upp á möguleika. Trioli-stóllinn eftir Eero Aarnio er einfaldur og skemmtilegur og hægt að nota á nokkra vegu. Lagið á honum er hálfur sívalningur með setu sem er staðsett fyrir ofan miðju og þannig nást tvær sethæðir eftir því hvernig stólnum er snúið. Hærra sætið hentar til að sitja við borð og sjá vítt yfir meðan í lægri setunni nær stólbakið yfir höfuð og er þannig hægt að fela sig inni í sívalningnum. Svo er hægt að leggja stólinn niður og sitja hann eins og hest. Eins er með litla græna hundinn Puppy en hann má alveg eins nota sem hest því einfalt formið býður upp á möguleika á að hann sé hvaða kynjaskepna sem er. Puppy hefur verið svo vinsæll að hann er eini hlut- urinn í línunni sem er líka framleidd- ur í fullorðins stærð. Stóllinn Julian eftir Javier Mariscal er lítill stóll sem hægt er að sitja í ann- aðhvort fram eins og í venjulegum stól við borð eða aftur og þá er hann orðinn hestur eða hundur eða einhver ævintýraskepna. Þessa hluti má alla nota utandyra líka þar sem þeir eru úr plasti sem eykur við notagildi þeirra. Fleiri hlutir í línunni voru ætlaðir til að virkja krakkana í leik eins og til dæmis fótboltalímband og stórt gólf- púsluspil. Fótboltalímbandið eftir Martí Gu- ixé er límband með svörtum og hvít- um sexhyrningum eins og munstrið á venjulegum fótbolta þannig að þegar það er vafið saman í kúlu er hægt að búa til sinn eigin fótbolta í þeirri stærð sem hentar hverju sinni. Puzzle Carpet eftir Satyendra Pakhalé er púsluspil úr einingum sem falla sam- an á nokkra mismunandi vegu og á að nota það á gólfinu. Hægt er að raða þeim saman í heilt teppi eða gera langan orm sem hlykkjast um allt hús eða í allskonar önnur form og koma einingarnar með vatnsmunstri, græn- ar eins og gras eða gular eins og eyði- merkursandur allt eftir því hvaða stemningu á að skapa hverju sinni. Friðhelgi einkalífsins Barnaherbergið er heimavöllur barnsins og þar eyðir það miklum tíma og ætti það að vera metnaður foreldra að innrétta þau með hlutum sem eru sérstaklega hannaðir fyrir börnin hvort sem það eru húsgögnin eða leikföng. Ladrillos er heitið á hillukerfi í herbergið eftir Javier Mariscal en það sett saman úr átta mismunandi hilluberum í ýmsum formum og litum og svo hillum sem smellt er á. Það er hægt að raða hill- unum saman á mismunandi vegu og líka leika sér með hilluberana staka því þeir eru í skemmtilegum fígúra- tívum formum og litum. Barnið getur tekið þátt í að skipuleggja herbergið og hvernig gengið er frá dótinu með því að setja hillusamstæðuna saman eins og það vill. Marcel Wanders hannaði vinnu- borð með holum gegnsæjum borðfót- um þar sem má stinga teikningum og öðru dóti. Þannig er hægt að setja nýjan og nýjan svip á vinnuplássið í herberginu hvort sem hugsunin er að skreyta borðið beinlínis eða bara að nota geymsluplássið fyrir dót. Á borð- plötuna eru hönnuð mismunandi munstur eða teikningar sem hægt er að nota í allskonar spilum og þá jafn- vel búa til spil og leiki í kringum munstrið. Annað sem skipti hönnuðina miklu máli var að bera virðingu fyrir einka- lífi barna og gera ráð fyrir að þau þyrftu sinn frið og sitt pláss og hefðu möguleika á að búa sér til þetta pláss. Nido er einskonar hellir eða hreið- ur til að skríða inn í og fela sig eða til að fá næði. Innan í loftinu má sjá munstur og botninn er upphleyptur eins og gras. Hönnuðurinn Javier Mariscal vill gera ráð fyrir að krakkar eigi einkalíf og hafi sinn leynistað til að vera í friði. Það sama er upp á teningnum hjá Björn Da- hlström sem hannaði skilvegg eða tjald sem hann kallar My space eða mitt pláss. Börnin geta þá afmarkað ákveðið pláss fyrir sig með þessari girðingu því stundum getur verið gott að skipta upp leiksvæðinu eða herberginu sínu. Skilvegg- urinn er framleiddur með mis- munandi munstri á og það má líka leika sér með hann utan- dyra þar sem efnið er vatns- helt. Dahlström hannaði einnig My house eða húsið mitt, sem byggist á sömu hugmynd, þ.e. að búa sér til helli eða hús til að leika sér inni í. Útkoman er einföld, borð- dúkur með kastalamunstri sem fellur yfir borðið alveg niður í gólf og myndar hús. Svo skríður maður bara inn í og er orðinn konungur í sínum eigin kastala. Leikföngin eru endingargóð en allir hlutirnir eiga það sameiginlegt að vera að einhverjum hluta eða al- veg unnir úr polyethelin og polypropilyn sem Magis hefur sérhæft sig í að vinna með. Formin eru mjúk og vinaleg og einföld og sama má segja um litina sem eru oftar en ekki frumlitirnir, einfaldir og bjartir. Magis ábyrgist gæðin og ættu leikföngin að geta erfst niður systk- inaröðina sem er eftirsóknarvert í dag þegar ending hluta er orðinn svo lítil og mikið magn leikfanga fer um hendurnar á krökkunum og staldrar stutt við. Með Me too-lín- unni læra krakkarnir því að bera virðingu fyrir dótinu sínu því það endist og fylgir þeim gegnum árin. Nýr tónn í hönnun fyrir börn Í hlutarins eðli | Það vekur athygli þegar frægir hönnuðir og fyrirtæki beina sjónum sínum að börnum. Ragnheiður Tryggvadóttir fjallar um nýja og forvitnilega barnalínu. Trioli stóllinn eftir Eero Aarnio er sérlega skemmtilegur því að honum má snúa á ýmsa vegu og gefa honum nýtt hlutverk. Morgunblaðið/Eyþór Fötin í Me too línunni ýta líka undir skapandi leik og hugsun en á þeim eru eins og lítil hólf og vasar til að lauma í leyndarmálum eða geyma smáhluti. Á stuttermabolunum er til dæmis leikur með tölur, sem eru á hvolfi þannig að þær snúi rétt þegar sá, sem klæðist flíkinni lítur niður. Höfundur er vöruhönnuður. Úrval af eignum hjá borginni Burgas við Svartahafið Nálægt Sunny Beach sem er stærsti sólarbær við Svartahafið. Mikil sala og miklar hækkanir framundan. Búlgaría er á leið í ESB í janúar 2007 og er spáð mikilli verðhækkun á eignum. Samkvæmt spám er talið að Búlgaría verðið árið 2015 orðinn mest sótti ferðamannastaður Evrópu. Verðlag í Búlgaríu er ótrúlega lágt en gæðin samt frábær í mat og þjónustu. Tvær ferðskrifstofur eru með beint flug í sumar til Búlgaríu: www.terranova.is og www.apollo.is 5 daga skoðunarferð verður farin í lok júlí og takmarkast við 20 manns. Þeir sem kaupa eignir af Proxima fá ferðina og hótelið endurgreitt. Proxima finance ltd. er rekið af traustum íslenskum aðilum sem starfrækja skrifstofu í Burgas og hafa mikla þekkingu á búlgörskum fasteignamarkaði. Þetta er frábært tækifæri til að kaupa eignir á réttum tíma þar sem stór fjárfestingarfélög frá t.d. Spáni, Bretlandi og öðrum Evrópulöndum eru að undirbúa fjárfestingar í Búlgaríu. Aðstoðum fjárfesta við að finna réttu tækifærin! Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson, sölufulltrúi Akkurat ehf., í símum 595-5000 og 822-7300. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 S: 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali SARAKIS - 2 ÍBÚÐIR TIL SÖLU 158 FM HVOR ÍBÚÐ, 1. HÆÐ Á HVORUM ENDA MIKIÐ ÚRVAL EIGNA FRÁ 900 – 1200 EVRUR Á FM. BÚLGARÍA – FJÁRFESTINGARTÆKIFÆRI – Skoðunarferð – SOZOPOL BUDJAKA SAROFO IN SA RA KE 8 ÍB ÚÐ IR TI L SÖ LU BUDJAKA - 10 RAÐHÚS SE LT ! SE LT ! SE LT ! SE LT ! SE LT ! TI L SÖ LU TI L SÖ LU TI L SÖ LU TI L SÖ LU TI L SÖ LU SE LT ! 11 ÍBÚ ÐIR SE LT ! 13 ÍBÚ ÐIR SE LT ! 8 Í BÚ ÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.