Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýkomið í sölu sérlega fallegt, vel um- gengið 195,5 fm einbýli auk 38,1 fm bíl- skúrs. Stofa, borðstofa, 4 svefnherbergi ofl. Í kjallara (sérinngangur) er mögu- leiki á stúdíóíbúð/séraðstöðu o.fl. Góð staðsetning. Laust fljótlega. Verð 29,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hrauntún 4 F A S T E I G N A S A L A Um er að ræða mjög vel stað- setta og mikið endurnýjaða 4ra herbergja sérhæð ásamt 34 fm sérstæðum bílskúr í þriggja íbúða húsi við Borgar- holtsbraut 72. Stuttur afhend- ingartími. Verð 25,9 m. SILVA OG GUNNAR TAKA Á MÓTI ÁHUGASÖMUM MILLI KL. 15 OG 17. Opið hús í dag sunnudag Borgarholtsbraut 72 í vesturbæ Kópavogs Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is Opið hús Hraunbæ 102-D Falleg og hlýleg 85,7 fm, 3ja herbergja íbúð á 4. og efstu hæð í góðu fjölbýli. Þvottahús er innan íbúðar. Stutt í skóla og alla þjónustu. Íbúðin afhendist 1. ágúst 2006. Verð 17,2 millj. Þórey Arna og Valgeir taka á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. Klapparstígur - hús og byggingarlóð Vorum að fá í sölu um 260 hús í miðbænum. Húsið er aðalhæð, rishæð og kjallari. Húsinu fylgir 322 fm byggingarlóð. Fasteignin bíður upp á ýmsa möguleika m.a fyrir veitingarekstur og liggur fyrir útlitshönnun að nýbyggingu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Geir Sigurðsson. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HVERAGERÐI - SÆLUREITUR Vorum að fá í sölu einstaklega fallegt um 100 fm einbýlishús á einni hæð við Dynskóga í Hveragerði. Auk þess fylgir 29 fm geymsluskúr. Um er að ræða timburhús sem stendur í jaðri Hveragerðis. Mjög rólegt umhverfi. Glæsilegt útsýni yfir Hamarinn og gróðursvæði. Fallegar gönguleiðir. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu og tvö rúmgóð herbergi (fjögur skv. teikningu). Stór timburverönd í garði og heitur pottur. Húsið stendur á 1.120 fm fallega ræktaðri lóð. Verð 25,0 millj. 5828 Nánari upplýsingar veitir Magnea fasteignasali í síma 861 8511. Íbúðir GUÐNI Elísson, dósent við hug- vísindadeild Háskóla Íslands, vakti máls á verulegum vanda Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns og Háskólans varðandi ritakaup í ágætri grein í Lesbók Morgunblaðsins 1. júlí sl. Kann ég honum bestu þakkir fyrir. Í nýlegri rann- sókn sem ég gerði sem hluta af meist- araprófi í bókasafns- og upplýsingafræði (Tvíhöfða risi. Sam- eining Lands- bókasafns Íslands og Háskólabókasafns í eitt safn. Óbirt loka- verkefni við fé- lagsvísindadeild vor 2006) var m.a. afstaða kennara við Háskóla Íslands til ritakaupa safnsins skoðuð. Átta kennarar af tíu voru sammála því að ritakostur safnsins væri allt of rýr og að það væri sá hluti þjónustunnar sem helst þyrfti að bæta. Sex kennarar notuðu rafræn gögn auk papp- írsgagna og voru hrifnir af því átaki sem hefur verið gert í að opna aðgang að gagnasöfnum og tímaritum, bæði í landsaðgangi og á háskólasvæðinu. Skoðanir voru skiptar og á meðan einn kennari notaði orð eins og „broslegt“ og „átakanlegt“ þegar hann talaði um ritakost í sínu fagi nefndi annar að honum fyndist safnið býsna gott og að það væri ósanngjarnt að bera það saman við erlend söfn. Þriðji kennarinn sagði: „Við eigum ekki að kaupa inn fyrir einhverjar 30, 40, 50 milljónir á ári. Við eig- um að kaupa fyrir 500 milljónir.“ Eins og frægt er orðið setti rektor Háskóla Íslands Kristín Ingólfs- dóttir skólanum það markmið að verða kominn í röð hundrað bestu háskóla í heimi innan 10–12 ára. Það hefur í för með sér að bóka- safn Háskólans þarf að verða miklu, miklu betra og helst að verða eitt af bestu bókasöfnum í heimi líka. Þegar ÁTVR var valin ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004 var þessi góði árangur kynntur sem afleiðing þess að stofnunin hefði lagt áherslu á þrennt: betra aðgengi, betri ráð- gjöf til viðskiptavina og meira vöruúrval. Stofnunin stefndi mark- visst að því að bæta þessi atriði og það skilaði sér í aukinni sölu og ánægðari viðskiptavinum. Það mætti yfirfæra þessi atriði á bóka- safnið. Betra aðgengi fælist í lengri afgreiðslutíma, fleiri útibú- um og fleiri lessætum, betri ráð- gjöf fengist með fleiri starfs- mönnum í notendafræðslu og upplýsingaþjónustu og meira vöru- úrval sæist í fleiri bókum, tímarit- um og auknum rafrænum aðgangi. Síðasta atriðið er mikilvægast. Án stöðugrar endurnýjunar gagna, hvort sem um er að ræða papp- írsgögn eða rafræn, lognast bóka- söfn út af. Aðgengi að úreltum gögnum verður smám saman óþarft og þjónusta sömuleiðis. Fjármögnun ritakaupa Lands- bókasafns hefur tekið nokkrum breytingum frá 1995. Á fyrstu starfsárum safnsins var framlag vegna ritakaupa sérstaklega eyrnamerkt á fjárlögum, nam 43 millj. kr. og var ætlað til allra rita- kaupa safnsins. Árið 1997 áttu sér stað viðræður milli Háskólans og bókasafnsins um að stofnaður yrði sérstakur Ritakaupasjóður sem skyldi kosta öll rit sem keypt væru vegna óska Háskólans. Greiðslurnar kæmu til safnsins frá Háskólanum sem sértekjur. Hugsunin að baki þessu var sú að Háskólinn aflaði sjálfur fjár til kaupa á ritum í eigin þágu og sæi um skiptingu þess milli deilda, en bókasafnið annaðist innkaupin og alla meðferð ritanna. Fyrsta fram- lag til Ritakaupasjóðs 1997 nam 31,5 millj. kr. sem komu til safns- ins gegnum fjárlög Háskólans. Þar með voru 2⁄3 hlutar af ritakaupafé safnsins færðir frá safninu til HÍ. Safnið fékk aftur á móti 23,5 millj. vegna þjóðbókasafnshlutverksins. Háskólinn tók síðan ákvörðun um Ritakaup í Landsbókasafni Áslaug Agnarsdóttir fjallar um ritakaup Landsbókasafns Ís- lands – Háskólabókasafns ’Ef Háskóli Íslands á aðkomast í hóp 100 bestu háskóla í heimi eins og stefnt er að þarf að lyfta grettistaki og auka rita- kaup safnsins verulega. ‘ Áslaug Agnarsdóttir Norræn hönnunun • www.bergis.is COPENHAGEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.