Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 39 MINNINGAR Okkar ástkæri EINAR SÆMUNDSSON fyrrverandi formaður KR, Jökulgrunni 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 13.00. Auður Einarsdóttir, Ásbjörn Einarsson, Jóna Guðbrandsdóttir, Sigrún Elísabet Einarsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Helga Einarsdóttir, Ólafur Davíðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar og mágur, HEIÐAR ÞÓRARINN JÓHANNSSON, Lundargötu 10, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 14.00. Jón Dan Jóhannsson, Ruth Hansen, Rúnar Jóhannsson, Jónheiður Kristjánsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Eva Ingólfsdóttir og fjölskyldur. Bróðir minn, KRISTINN ÞORVARÐUR KLEMENZSON frá Dýrastöðum, andaðist sunnudaginn 25. júní á Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Klemenzdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi, áður til heimilis í Yztu-Görðum, Kolbeinsstaðahreppi, verður jarðsungin frá Kolbeinsstaðakirkju mánu- daginn 10. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi. Markús Benjamínsson, Ölver Benjamínsson, Ragnhildur Andrésdóttir, Rut Benjamínsdóttir, Þorsteinn Benjamínsson, Rebekka Benjamínsdóttir, Þorgeir Guðmundsson, Guðmundur Benjamínsson, Ingibjörg Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNLEIFUR JÓNSSON klæðskeri, Kirkjuvegi 11, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju- daginn 4. júlí, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju miðvikudaginn 12. júlí kl. 14.00. Hjördís Brynleifsdóttir, Einar Jóhannsson, Jón Magnús Brynleifsson, Hanna Fjóla Eriksdóttir, Guðmundur Stefán Brynleifsson, Guðlaug Brynleifsdóttir, Marteinn Magnússon, Brynja Brynleifsdóttir, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir og barnabörn. ✝ Halldór ValgeirJóhannsson fæddist á Skjald- fönn í Nauteyrar- hreppi í Norður- Ísafjarðarsýslu 3. apríl 1921. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Jens Matthías Ásgeirs- son Skjalddal, bóndi á Skjaldfönn, f. 22.1. 1885, d. 9.2. 1956, og Jóna Sigríður Jónsdótt- ir, húsfreyja og ljósmóðir í Naut- eyrarhreppi, f. 2.8. 1882, d. 9.8. 1963. Systkini Halldórs eru: Að- alsteinn, bóndi á Skjaldfönn, f. 1909, d. 1993; Guðjón Gunnar, húsasmiður, f. 1910, d. 2002, Magnús, rafeindavirki og fyrrv. starfsmaður Alþingis, f. 1912, d.1997; Ásgerður Rósa, húsfreyja í Ármúla í Nauteyrarhreppi, f. 1915, d. 1990; Karen Ólafía, fyrrv. starfsmaður Búnaðar- banka Íslands, f. 1918, d. 2003; Kristján, verkamaður og fyrrv. Ingi. Dóttir Jóns og Kristínar Önnu Alfreðsdóttur er Diljá Mar- ín. 4) Magnea, f. 7.10. 1967, sam- býlismaður Stefán Ari Stefáns- son. Sonur þeirra er Stefán Magni. Halldór ólst upp á Skjaldfönn í Skjaldfannardal við Ísafjarðar- djúp, næstyngstur systkinanna. Hann hélt ungur til Ísafjarðar til vinnu bæði til sjós og lands. Á stríðsárunum fór hann til Reykjavíkur og vann m.a. í Bretavinnu við uppbyggingu flugvallarins í Vatnsmýrinni. Ár- ið 1946 stundaði hann bygginga- vinnu á Reykjalundi og undir handleiðslu Hjartar bygginga- meistara lærði hann trésmíði og lauk sveinsprófi 1949. Húsa- smiðameistari varð hann árið 1952 og starfaði við þá iðn alla tíð, bæði við smíðar og eftirlit. Hann var sjálfstætt starfandi húsasmiðameistari þar til hann hóf störf verkstjóra hjá Bygg- ingafélaginu Breiðholti hf. sem byggði fjölbýlishús í Bakka-, Fella- og Seljahverfi. Hann réðst síðar til Framkvæmdadeildar innkaupastofnunar ríkisins sem eftirlitsmaður og starfaði þar allt þar til að hann hætti störfum sjö- tugur að aldri. Útför Halldórs var gerð frá Kópavogskirkju 28. júní, í kyrr- þey að hans ósk. starfsmaður Dags- brúnar, f. 1919, og; Ásthildur Sigurrós, húsfreyja í Heimabæ í Arnardal, f. 1923, d. 1998. Hálfsystir Halldórs samfeðra var Guðrún, f. 1914, d. 1987, lengst af búsett á Kirkjubóli í Nauteyrarhreppi. Halldór kvæntist 7. apríl 1951 Vil- borgu Benedikts- dóttur röntgen- tækni, f. 12.3. 1931. Hún er dóttir Benedikts Bene- diktssonar leigubifreiðarstjóra, f. 1907, d. 1987, og Önnu Jónsdótt- ur húsfreyju, f. 1907, d. 2002. Börn Halldórs og Vilborgar eru: 1) Anna Jóna, f. 25.7. 1951, gift Daníel Daníelssyni. Börn þeirra eru Anna Dana, Vilborg og Daníel. Þau eiga sjö barna- börn. 2) Guðlaug, f. 24.12. 1960, gift Ingimari Ólafssyni. Börn þeirra eru Margrét Ýr og Hall- dór Ingi. 3) Jón Sigurður, f. 16.8. 1963, kvæntur Gunnhildi Mekk- inósson. Sonur þeirra er Mekkinó Ein síðasta minningin er hugljúf þegar við sátum hjá þér, afi, og spiluðum rakka, spilið sem þú kenndir okkur. Gæddum okkur á ís og þú bentir á flugvél sem fór fram hjá glugganum þínum. Sólin kitlaði vanga okkar og þú lékst á als oddi enda vannst þú okkur eins þín var von og vísa. Minningarnar með þér eru margar og þær lækna sársauk- ann sem ríkir í hjörtum okkar. Það yljar manni um hjartarætur að líta til baka yfir farinn veg og hugsa til allra yndislegu stundanna sem við áttum með þér. Við munum aldrei gleyma ferð- unum okkar saman, þegar við fór- um þrjú að gefa hröfnunum kjöt- afganga sem amma gaf okkur. Við munum heldur aldrei gleyma hvernig þú stappaðir matinn fyrir okkur og spilaðir við okkur eins lengi og okkur langaði til. Við munum aldrei gleyma hvað þú varst snyrtilega til fara og hvað þú kunnir að pakka vel ofan í töskur. Við munum aldrei gleyma þegar þú smyglaðir fiskibollum til Flór- ída eða þegar þú keyptir litlu áfengisflöskurnar þó þú drykkir ekki sjálfur því þér fannst gaman að gefa þær. Við munum aldrei gleyma stafnum þínum, brúnu bux- unum þínum eða grænu augunum þínum. Við munum heldur aldrei gleyma öllum jólastundunum sem við áttum saman og hvernig þú reyndir að fela ánægju þína þegar þú opnaðir pakkana. Við munum aldrei gleyma tímunum sem við vörðum saman í bílskúrnum né þegar þú t.d. smíðaðir kassabíl handa okkur. Við munum heldur aldrei gleyma öllum þeim skiptum sem þú komst og sóttir okkur upp í skóla og keyptir handa okkur súkkulaðisnúða á heimleiðinni. Við munum aldrei gleyma hversu hraustur og sterkur þú varst. Við munum aldrei gleyma öllum ferða- lögunum með þér og stundunum við Kuldaklett. Við munum aldrei gleyma hversu yndislegt það var að búa í sama húsi og þú og amma og geta komið til ykkar á hverjum degi. Við munum aldrei gleyma þér. Þú gafst okkur margt gott í veganesti og fyrir það erum við þér ævinlega þakklát. Mundu, elsku afi, að í hvert skipti sem við gerum þá hluti sem við gerðum gjarnan með þér munum við hugsa til þín, hvort heldur það verður að taka upp spilastokk, stappa mat- inn, keyra að Kuldakletti, pakka í ferðatöskurnar eða eitthvað annað. Það er erfitt að horfa á eftir þér en við vitum bæði að þú ert kom- inn á góðan stað. Megi englarnir umvefja þig örmum sínum og gæta þín. Takk fyrir allt elsku afi. Þinn nafni Halldór Ingi og Margrét Ýr. Á lífsleið okkar kynnumst við ógrynnum af fólki og marka sumir djúp spor í hjörtu okkar, spor sem aldrei gleymast. Tengdafaðir minn, hann Halldór er án efa einn af þeim sem hafa skilið spor eftir í hjarta mínu. Honum kynntist ég fyrir um 28 árum þegar ég kynnt- ist Gullunni minni. Hann virkaði á mig sem hógvær maður og til að byrja með sagði hann ekki margt. Þegar ég komst inn fyrir skelina kynntist ég Halldóri vel og hafa samskipti okkar öll þessi ár verið með besta móti; jafnvel mætti jafn- vel líkja þeim við lygnan sjó. Hann gekk í hlutina eins og honum var einum lagið og afgreiddi þá óað- finnanlega. Hann var handlaginn og það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af nákvæmni og alúð. Það skipti ekki máli hvort um var að ræða smíðaverk eða að skera súkkulaði niður fyrir konuna sína, allt gerði hann af heilum hug og með það að leiðarljósi að gera það sem allra best. Á langri starfsævi kemur fólk víða við og sem húsasmíðameistari voru mörg húsin og byggingarnar sem hann kom að og má þar nefna blokkina í Eskihlíð 6, sem hann átti þátt í að byggja, en einmitt þar eignuðust tengdaforeldrar mínir sína fyrstu íbúð og bjuggu þar í ein 20 ár. Síðar byggði hann hús fyrir fjölskylduna í Akraselinu, þar sem hún bjó síðan alla tíð. Halldór var góður fagmaður og margar eru minningarnar af hon- um með hamarinn á lofti. Hann var á heimavelli þegar lykt af nýsögu- ðum við þyrlaðist um í loftinu eða þegar málbandið var í notkun. Hann var millimetramaður, þ.e. hver millimetri skipti máli! Hann átti það til að fussa og sveia ef hlutirnir voru ekki rétt gerðir. All- ir hans hlutir voru í röð og reglu og áttu sinn stað. Það var aðdáun- arvert hvernig hann gat fundið hlutum stað og á þann hátt að svo lítið færi fyrir þeim að ekki væri pláss fyrir loft. Staðfastari og heiðarlegri mann held ég að ekki hafi verið hægt að finna. Hann sat aldrei auðum höndum og dreif hlutina áfram. Eftir að hann sett- ist í helgan stein dvaldi hann oft tímunum saman í skúrnum, þar sem hann naut þess að dunda sér við hvað það sem til féll. Halldór var bóngóður og ávallt reiðubúinn til að aðstoða hvern þann sem ósk- aði liðsinnis. Hann var góður spilamaður og oftar en ekki tókum við spil. Hann kenndi afabörnunum sínum, þeim Margréti og Halldóri, að spila og oft var kátt þegar rakkinn var spilaður. Hann kunni ógrynni af vísum og versum sem hann fór stundum með börnunum til mik- illar ánægju. Það var gaman að spjalla við hann um lífið og til- veruna. Hann var fróður um landið og örnefnin í heimahögunum og margar voru ferðirnar í Skjald- fannardalinn þar sem hann var fæddur og uppalinn. Þar undi hann sér vel og ósjaldan sönglaði hann og lundin léttist þegar stytt- ist heim í dalinn. Sumarbústaðurinn Kuldaklettur fyrir vestan er því samofinn minn- ingum um góðar stundir sem við áttum saman; við lækinn, að smíða og gera við, spila í sólinni, fara í sundferðir, skoða fuglana, tína ber eða leggja net og vita hvort eitt- hvað veiddist í soðið. Hann var fróður um fugla og jurtir, var nátt- úrbarn í eðli sínu og miðlaði til okkar af fróðleik sínum. Sterkur maður, einstakt snyrti- menni og ljúfur karakter hefur kvatt. Elsku tengdapabbi, takk fyrir að skilja eftir spor í hjarta mínu. Megi Guð vera með þér. Þinn tengdasonur Ingimar Ólafsson. HALLDÓR V. JÓHANNSSON Hún Guðríður var einstök. Við bræðurnir nutum oft gestrisni hennar og umhyggju þegar við gistum í Eikarlundinum, enda vorum við báðir tíðir gestir þar, bæði á páskum og á sumrin. Það var GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR ✝ Guðríður Eiríks-dóttir fæddist á Kristnesi í Eyjafirði 30. ágúst 1943. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri að kvöldi 19. júní síðastliðins og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 30. júní. aldrei neitt mál hjá Guðríði. Hlýja hennar gaf til kynna að við gætum leikið okkur með strákunum alveg eins og við værum heima hjá okkur. Þeg- ar kom að matartím- um var ávallt slegið upp veislu eins og Guðríði var einni lagið og ekki skipti máli hvort um var að ræða morgunmat eða kvöld- mat. Alltaf voru kræs- ingar á borðum. Kær- ar þakkir fyrir allar samveru- stundirnar. Arnar og Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.