Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á mánu-daginn lést 41 og 39 slösuðust þegar neðan-jarðar-lest fór út af sporinu í borginni Valencia á Spáni. Talið er að lestin hafi verið á nær tvö-földum leyfilegum hámarks-hraða þegar hjól gaf sig undir fremsta lestar-vagninum. Lestar-stjórinn reyndist vera á meðal látinna og er nú verið að greina þær upplýsingar sem svarti kassi lestarinnar geymir. Meðal annars er reynt að staðfesta að lestin hafi ekið of hratt en stéttar-félag járn-brautanna telur ólíklegt að svo hafi verið. 41 fórst í lestarslysi í Valencia Seðla-banki Íslands hækkaði á fimmtu-daginn stýri-vexti um 0,75% til að draga úr þenslu í efnahags-lífinu og spáir nú 11% verð-bólgu á síðasta fjórðungi þessa árs og fram á mitt ár 2007. Viðbrögð við vaxta-ákvörðun Seðla-bankans hafa verið misjöfn en forsvars-menn Samtaka atvinnu-lífsins (SA) og Alþýðu-sambands Íslands (ASÍ) hafa fordæmt vaxta-hækkunina og segja hana munu framkalla harða lendingu í hag-kerfinu. Í gagnrýninni kemur fram að óraunsætt sé hjá Seðla-banka að spá aukningu í íbúða-framkvæmdum á milli ára og að svona mikil hækkun sé óþörf og muni gera lang-tíma kjara-samninga erfiðari í framtíðinni. Davíð Oddson, formaður banka-stjórnar Seðla-bankans, útilokaði ekki frekari vaxta-hækkanir en næsta ákvörðun verður tekin í ágúst í stað september. Forsvarsmenn SA og ASÍ spá harðri lendinguAð minnsta kosti 22 Palestínu-menn og einn ísraelskur hermaður féllu í átökum á Gaza svæðinu og Vesturbakkanum á fimmtu-daginn. Fleiri tugir eru slasaðir og er óttast að enn fleiri hafi fallið en Ísraelar réðust inn á svæðið fyrir skömmu til að hefna fyrir rán palenstínskra vígamanna á ísraelskum hermanni í síðustu viku. Hafa árásirnar verið fordæmdar en Ismail Haniya, forsætis-ráðherra Palestínu, sagði þær glæp gegn mann-kyninu og óskaði eftir aðstoð erlendra ríkja svo þrýsta mætti á Ísraels-menn um að draga herlið sitt tilbaka. Ísraels-menn segjast hinsvegar munu draga herlið sitt tilbaka þegar hermanninum verður skilað og eldflauga-árásum á Ísrael hætt. Mannfall eykst á Gaza George Bush, fyrrverandi forseti Banda-ríkjanna, hitti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á blaðamanna-fundi á þriðju-daginn en hingað kom hann til að fara í laxveiði í boði Orra Vigfússonar, formanns Verndar-sjóðs villtra laxa-stofna (NASF). Ólafur Ragnar sagði íslensku þjóðina kunna vel að meta vináttu Bush sem kysi að dvelja hér á Íslandi á þjóðhátíðar-degi Banda-ríkjanna sem haldinn var hátíðlegur 4. júlí í 230. sinn síðast-liðinn þriðju-dag. Bush sagðist ekki vilja tjá sig um viðkvæm mál af tillitssemi við son sinn, George W. Bush sem er núverandi Bandaríkja-forseti en sagðist þó hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í Mið-Austur-löndum og alvarlegum átökum Palestínu-manna og Ísraela. „Ekkert jafnast á við að landa 10-15 punda laxi,“ sagði Bush og ljóstraði upp því leyndar-máli að hann yrði við veiðar í Selá. Ólafur Ragnar tók fram að uppljóstrun þessi væri ekki boð til fjölmiðla um að fylgjast með Bush að veiðum enda yrði öryggisgæsla mikil í kringum forsetann fyrrverandi. George Bush í laxveiði á Íslandi George Bush við veiðar. Ljósmynd/Bjarki Björgólfsson Orri Vigfússon, George Bush og Vigfús Orrason leiðsögumað- ur forsetans við Selá. Bush reyndist fengsæll veiðimaður. Frakkar og Ítalir munu í dag leika til úrslita um heims-meistara-titilinn í knatt-spyrnu í Berlín í Þýskalandi. Zinedine Zidane mun leika síðustu leiki ferils síns á heims-meistaramótinu en það var einmitt hann sem tryggði Frökkum sigur gegn Portúgölum þegar hann skoraði eina mark leiksins úr víta-spyrnu og kom liði sínu þar með í úrslit. Frakkar urðu heims-meistarar síðast árið 1998 eftir sigur á heimavelli en Ítalir hafa ekki orðið heims-meistarar síðan 1982. Frakkar og Ítalir leika um HM-gullið Reuters Fyrir fjórum árum varð Brasilía heimsmeistari. Á föstu-daginn hafði Jón Eggert Guðmundsson gengið meira en 1.417 km leið eftir strand-lengju landsins en Jón hóf göngu sína kringum landið í fyrra og hyggst ljúka henni í ágúst. Með göngu sinni í sumar mun hann slá met Reynis Péturs Ingvarssonar en hann gekk hring-veginn eftir þjóðvegi 1 sumarið 1985. „Þetta er söfnunarganga fyrir Krabba-meinsfélag Íslands,“ segir Jón þegar hann er spurður um tilgang ferðarinnar. Jón, sem ætlar að ljúka göngunni á menningar-nótt, talaði við Reyni Pétur áður en hann lagði af stað í gönguna. „Hann sagði að hann myndi lifa sig svo mikið inn í augna-blikið að hann myndi ekki geta hamið sig,“ sagði Jón þegar hann var spurður hvort Reynir Pétur myndi ekki taka á móti honum þegar hann lyki göngunni. Þeir sem vilja heita á Jón Eggert og styðja Krabbameins-félagið geta hringt í síma 907 5050. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jón Eggert Guðmundsson á göngu sinni. Göngumet Reynis Péturs frá 1985 slegið Hinn nýskipaði forseti spænska knatt-spyrnu-liðsins Real Madrid og nýr þjálfari liðsins, Fabio Capello, vilja gera nýjan þriggja ára samning við David Beckham en samningurinn myndi tryggja honum 3,5 milljarða króna í laun á ári. Beckham sem er 31 árs gamall og ekki á flæðiskeri staddur á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Real Madrid en ástæða þessara mjög svo háu launa er sú að Beckham fær prósentur af sölu alls varnings sem tengist nafni hans ofan á grunn-launin. Vilja halda í Beckham FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Nýjar og glæsilegar 2ja herb. íbúðir í nýju og vönduðu lyftuhúsi í miðborginni. Um er að ræða tvær íbúðir: 2ja herb. 70 fm íbúð á 3. hæð, verð 26,9 millj., og 2ja herb. 78 fm útsýnisíbúð á tveimur hæðum, 4. og 5. hæð, verð 29,9 millj. Íbúðirnar eru inn- réttaðar á afar vandaðan og smekklegan hátt með sérsmíðuðum innréttingum og vönduðum tækjum. Parket á gólfum, nema baðherbergi er flísalagt í gólf og mósaíklagt í veggi að hluta. Íbúðunum fylgir sérgeymsla/þvottaherb. í kj. Sérþak- garður með hvorri íbúð fyrir sig til suðurs og með heitum potti. Einnig svalir út af hvorri íbúð sem snúa út að Laugavegi. Glæsilegar íbúðir í hjarta miðborgarinnar. Laugavegur Glæsilegar 2ja herb. íbúðir í nýju húsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.