Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 43 MINNINGAR Jeep Cherokee Sport 2,5 Árgerð '96, ekinn 106 þús. km, 4 cl, sparneytinn, toppeintak. Ný- skoðaður. Ásett verð 490 þús. Upplýsingar í símum 662 8453 og 587 3438. Smáauglýsingar 5691100 Porsche 911 Carrera 3.0 200 hestöfl. Ekinn aðeins 60 þús. km. Litur: Brons. Ljós leðurinn- rétting. Glæsilegur klassískur sportbíll. Verð 2.490 þús. Uppl. í síma 863 8333 og www.porsche.is/notadir. Subaru árg. '04 ek. 36 þús. km Til sölu Forester XT turbo (177 hö). Leður, lúga, cruise o.fl. Alltaf þjónustaður! Skemmtilegasti smájeppinn í sínum flokki. Upp- lýsingar í síma 862 8892. Subaru Legacy '98 ekinn 101 þús. km. Ný tímareim, þjónustu- bók, sumar- og vetrardekk á felg- um. Áhvílandi ca 500 þús., grb. á mán. 18 þús. Verð 680 þús. Uppl. í síma 661 7193. ✝ Þórunn ÓlafíaSigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1923. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jóns- son, f. 5. apríl 1894, d. 29. janúar 1947, og Sólveig Róshild- ur Ólafsdóttir, f. 13. júlí 1900, d. 26. mars 1984. Systkini Þór- unnar eru Vilhelmína, f. 1920, Ólafur Jón, f. 1921, d. 2006, Sig- urður, f. 1924, d. 1936, Soffía, f. 1925, Hörður, f. 1927, Gunnsteinn f. 1931, d. 2001, Kristinn, f. 1932, d. 2005, Sigurður Sævar f. 1936, Þóranna Erla, f. 1940 og Vilhjálm- ur, f. 1918, d. 2004. Þórunn giftist 12. október 1942 Jóhanni Garðari Björnssyni, f. 7. febrúar 1917, d. 17. febrúar 1977 og áttu þau saman 10 börn, þau eru: 1) Erna Stefanía, f. 1942, maki Magnús Elíasson, 2) Jóhann, f. 1944, maki Sig- ríður Sveinsdóttir, 3) Sigurrós, f. 1947, 4) Birna, f. 1949, maki Magnús Gísla- son, 5) Svala, f. 1951, maki Frank Georg Curtis, 6) Örn, f. 1951, maki Kristjana Rós Þor- björnsdóttir, 7) Hanna, f. 1954, maki Sigfús Birg- ir Haraldsson, 8) Már, f. 1958, 9) Ómar, f. 1960, maki Sigríður Her- mannsdóttir, og 10) Garðar, f. 1962. Barnabörnin eru 31 og barna- barnabörnin 21. Þórunn átti heimili í Skipa- sundi 14 til æviloka. Útför Þórunnar var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mamma er dáin. Farin frá stóru Skipóhjörðinni sinni, sem staldrar nú við sorgmædd og ráðvillt. Alltaf var hægt að skreppa inn í Skipó, hvenær sem var, mamma var alltaf heima. Það var svo stór partur af rútínu dagsins hjá mér að skjót- ast til hennar, aðeins að sjá hvernig hún hefði það. Tilfinningin um að ég eigi enn eftir að skjótast til hennar í lok dags á eftir að vara lengi, ég finn það. Jú, ég get sem betur fer enn skroppið inn í Skipó, en mamma er ekki þar lengur. Hún var auðvitað orðin þreytt, og ég hlýt að gleðjast hennar vegna enda var hún löngu búin að skila sínu og miklu meira en það. Hluti af henni dó fyrir ellefu ár- um þegar blóðtappi tók af henni málið og upp úr því fór þróttur hennar að dvína. Annar tappi fyrir þremur vikum lamaði hægri hand- legg og þar með gat hún ekki tjáð sig lengur. Hún hafði verið svo dug- leg að skrifa það sem henni lá á hjarta. Viku síðar kom annar tappi og þá varð hún alveg rúmföst. Hún tók samt nokkrar syrpur fram úr rúminu og ætlaði sér heim. Því mið- ur tókst okkur ekki að fá hana heim áður en hún dó, við vorum að und- irbúa það. Sængina og koddann sinn var hún þó komin með og varð hún rólegri eftir það. Mamma talaði oft um það hve lán- söm hún væri að eiga öll þessi heil- brigðu börn, barnabörn og barna- barnabörn. Það væri svo sannarlega ekki sjálfgefið. Ég vissi að hún bað ætíð fyrr okkur öllum áður en hún lagðist til svefns og hefur það örugglega verið okkur mikil bless- un. Hún vakir eflaust áfram yfir okkur ef hún á þess kost. Alltaf bak- aði mamma sínar góðu pönnukökur á sunnudögum, þó vissi hún aldrei fyrirfram hvort einhver kæmi. Auð- vitað kom alltaf einhver og oft var fullt hús af fólki, þá kláruðust pönnsurnar líka fljótt. Það voru oft erfiðir tímar hjá mömmu með öll þessi börn og mann sem þótti sopinn góður. En hún var kletturinn okkar og reyndi að leyna okkur því hvað henni leið oft illa. Skemmtilegu minningar mínar úr æsku voru þegar rafmagnið sló út. Það gerðist oft rétt fyrir jól eða í vondu veðri. Þá greip eitthvert systkinanna gítarinn og við rauluð- um helst tregablandin róleg lög, sem voru svo skemmtileg að radda. Þar sem húsverkin voru erfið í framkvæmd í myrkrinu, settist mamma þá niður hjá okkur um stund og naut þess að raula með. Hún hafði ágæta söngrödd og spil- aði sjálf á gítarinn á árum áður. Ég man að mér fannst að rafmagnsleys- ið mætti alveg vara lengur og oftar. Margar minningar koma upp í hugann en ég geymi þær fyrir mig. Þú gafst mér akurinn þinn, þér gef ég aftur minn. Ást þína á ég ríka, eigðu mitt hjartað líka. Eg gef og allan þér, æ meðan tóri eg hér, ávöxtinn iðju minnar í akri kristninnar þinnar. Eins bið ég, aumur þræll, að unnir þú, Jesú sæll, liðnum líkama mínum legstað í akri þínum. Hveitikorn þekktu þitt, þá upp rís holdið mitt. Í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. Mamma mín, ég er viss um að nú getur þú aftur sungið og raulað eins og áður og ég veit líka að þér líður vel núna. Kannski þú og Óli bróðir þinn takið dúett saman núna, þar sem hann fylgdi þér eftir yfir landa- mærin daginn fyrir jarðarförina þína. Guð varðveiti þig, mamma mín og Óla frænda, hittumst síðar. Þín Svala. Með þessum fáu orðum langar mig að minnast elsku ömmu minnar. Nú þegar amma er fallin frá lætur maður hugann reika og rifjar upp allt sem tengist henni, þá eru minn- ingarnar skýrastar um jólaboðin, sólríka sumardaga eða bara venju- lega sunnudaga þar sem frábært var að koma til ömmu í Skipó þar sem alltaf var heitt á könnunni, og hitta alla ættingjana samankomna í þessu stóra húsi sem við svo ótrú- lega mörg úr fjölskyldunni höfum búið í, í lengri eða skemmri tíma. Ég naut þeirra forréttinda að fá að búa í risíbúðinni í 3 ár, þar fengum við að mála hurðirnar bláar og stigagang- inn bleikan og við spiluðum tónlist hátt og ömmu fannst það í góðu lagi. Fyrir 11 árum fékk amma heila- blóðfall og eftir það hafði hún ekki fullan líkamlegan styrk og varð mál- laus, hún tjáði sig aðeins með handahreyfingum og skrifaði orð sín á blað. Nánast allan þennan tíma var hún heima og hugsaði um sig sjálf að mestu leyti, þó með góðri hjálp frá ættingjum sínum og sér- staklega síðustu misseri. Í þessum veikindum reyndi mikið á hana og sýndi hún þá vel hversu þolinmóð og skapgóð hún var. Í mínum augum var amma falleg, alltaf fín, glaðlynd, þægileg í um- gengni og afskaplega þrjósk og ég er stolt af því að bera nafnið hennar. Blessuð sé minning ömmu í Skipó. Þórunn Magnúsdóttir. Elsku amma. Mikið eigum við eft- ir að sakna þín. Vonandi líður þér vel núna og hittir alla þá sem farnir eru. Við kveðjum þig með miklum söknuði enda erfitt að geta ekki komið við hjá þér í Skipó þar sem þú sast í stólnum þínum inni í stofu með prjónana og hlustaðir á útvarpið og alltaf var heitt á könnunni, tala nú ekki um nýbakaðar kleinur og pönnsur. Ekki var maður búinn að staldra lengi við þegar einhver ann- ar var kominn. Margs er að minnast frá því við vorum í pössun sem börn og heimt- uðum að fá að gista í Skipó þar sem ýmislegt mátti sem ekki mátti heima, t.d. lærðum við flest að drekka kaffi þar sem sykurmolun- um var dýft ofan í og sogið með at- höfn, vinsælt var einnig að dýfa kringlum í kaffið, appelsínur troðn- ar með sykurmolum og ekki má gleyma einum þekktasta rétti í Skipó, þ.e.a.s. þegar rúgbrauði og franskbrauði var skellt saman með smjöri á milli. Eins og sést hér að ofan þá var ýmislegt brallað í Skipó. Hvar verð- ur nú miðinn settur, sem við gátum gengið að vísum á ískápnum hjá þér, með öllum skilaboðunum þegar ákveða átti útilegu, saumaklúbb, af- mæli eða önnur mannamót. Aldrei munum við gleyma jólaboðunum þar sem þú varst búin að búa til heitt súkkulaði eða þegar þú og afi gáfuð okkur barnabörnunum páska- egg eða öllu heldur súkkulaðihænur sem þið voruð búin að raða upp á ar- ininn. Takk fyrir alla þessar ynd- islegu stundir sem þú gafst okkur. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Þín barnabörn Nína, Sigrún, Ásmundur og Sif. ÞÓRUNN ÓLAFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ RagnhildurGuðmunda Bót- ólfsdóttir fæddist í Keldudal í Dýrafirði 21. nóvember 1917. Hún lést á Hrafnistu í Laugarási 19. júní síðastliðinn. For- eldrar Ragnhildar voru Kristín Mar- grét Þorsteinsdótt- ir, f. 12.6. 1886, og Bótólfur Sveinsson, f. 17.6. 1900. Systk- ini Ragnhildar sam- feðra eru: Fjóla Ingibjörg, Sólveig Sveina, Erla Auðlín og Erlingur. Ragnhildur fluttist til Reykja- víkur árið 1937 og vann við ýmis framreiðslustörf. Hún vann um tíma á matsölustaðnum Central sem var við Hlemm, þar kynntist hún barnsföður sínum, Crystal Green, f. 20.3. 1920, sem starfaði á mannsson, f. 6.9. 1930 (þau slitu samvistir). Fyrir átti Kristín son- inn 1) Ragnar Leó, f. 1.8. 1961, maki Alma S. Guðmundsdóttir, f. 18.5. 1957, dóttir þeirra Ragnhild- ur Eva, f. 20.11. 1988. 2) Þórhildur S. Þorgrímsdóttir, f. 12.5. 1964 , börn hennar og Kristbjörns Jóns- sonar, f. 27.10. 1961, eru Guð- mundur Birkir, f. 7.3. 1985, Björg- vin Bjarki, f. 18.2. 1987, Þorgrímur Gísli, f. 18.7. 1989, og Anna Rún, f. 3.6. 1991. 3) Þorbjörg K. Þorgrímsdóttir, f. 9.7. 1968. Börn hennar og Heimis Hilmars- sonar, f. 17.7. 1966 (slitu samvist- ir), eru Helena Rós, f. 12.11. 1993, Emelía, f. 13.1. 1997, og Benjamín, f. 21.9. 2001. Sambýlismaður Þor- bjargar er Ragnar Axel Gunnars- son, f. 20.11. 1973. Ragnhildur og Björgvin byrj- uðu búskap í Kringlumýrinni þar sem verslunarmiðstöðin Kringlan stendur nú, en festu síðar kaup á landspildu í Selásnum, þar sem Árbæjarsundlaug stendur í dag. Þar stunduðu þau blandaðan bú- skap allt þar til Ragnhildur brá búi 1977. Hún bjó þó áfram þar, allt til ársins 1987 er Reykjavík- urborg keypti landið. Ragnhildur var jarðsungin frá Fossvogskapellu 27. júní. sviði heilsugæslu innan Bandaríkja- hers. Þau voru trú- lofuð um tveggja ára skeið, 1942– 1944, og hinn 22. apríl 1943 fæddist þeim dóttirin Krist- ín J. Helena Green. Crystal var síðar sendur til Norm- andí árið 1944 og þaðan austur til Kóreu þar sem Bandaríkjamenn háðu Kóreustríðið. Á síldarárunum vann Ragnhild- ur á Siglufirði og þar kynntist hún lífsförunaut sínum, Björgvini Leó Gunnarssyni, f. 8. sept. 1913, d. 4. júlí 1964, og gengu þau í hjóna- band árið 1948. Dóttir Ragnhildar, Kristín J. Helena Green, á þrjú börn. Henn- ar maður Þorgrímur A. Guð- Nú er hún amma mín og jafn- framt fósturmóðir, Ragnhildur G. Bótólfsdóttir, horfin á braut. Það skarð er svo stórt að ég á enn erfitt með að gera mér grein fyrir því á þessari stundu, þegar svo skammt er liðið frá missi mínum. Og þótt ég hafi um tíma vitað hvert stefndi er allt annað að upplifa það. En eitt veit ég, ég ætla að minnast hennar eins og hún var meðan hugur henn- ar var skýr. Hennar síðustu orð við mig voru: „Er þér kalt Leó minn,“ þegar ég klappaði henni á handlegginn og kyssti hana á ennið. Þarna lá hún, 89 ára gömul, með nánast engar eigur í kringum sig, búin að missa annan fótinn og alein í ópersónu- legu sjúkraherbergi. Og það eina sem hún hugsaði um var hvernig mér liði, og var það ekki einmitt svona sem hún var. Alltaf að hugsa um og hjálpa öðrum, hvort heldur það voru menn eða málleysingjar. Hennar líf snerist um að annast um aðra, hvort heldur það voru við börnin eða kindurnar hennar, hund- arnir, kettirnir, fuglarnir eða fisk- arnir. Ekki það að hún tæki dýrin fram yfir okkur börnin. Hún var mér ímynd góðmennsku. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem lagði eins mikið á sig fyrir aðra og hún amma mín. Aldrei tamdi hún sér neina ósiði, hún hvorki reykti né drakk nokkurn tíma á lífsleiðinni. Stundum sagði hún: „Ef ég fæ nú vinning á happdrættismið- ann skal ég gefa þér eitthvað fal- legt,“ eins og þess hefði þurft. Reyndar gaf hún alla peninga sem hún eignaðist frá sér til okkar ætt- ingjanna. Hún hafði óskaplega gaman af því að horfa á sjónvarpið og fara í bíó með dóttur sinni. Eins þótti henni gaman að hlusta á lög í útvarpinu og tók þá gjarnan upp á spólur lög sem hún var hrifin af. Þótt hún væri ekki rík af fé gat hún alltaf gert sér að góðu það sem hún hafði. Ragnhildur giftist einu sinni og var gift í 19 ár þar til maður hennar lést. Hann hét Björgvin Leó Gunn- arsson og var sjómaður á farskip- um. Saman voru þau með búskap, kindur, hesta, hænsni, að ógleymd- um hundunum og köttunum. Þau voru svo heppin að hafa sameig- inleg áhugamál í hjónabandi sínu, hún hélt svo áfram búskapnum í Selásnum þegar maður hennar lést, í hann fór tími hennar og uppeldið á okkur krökkunum. Ég hef verið spurður að því hvernig það sé að alast upp föðurlaus og móðurlaus og ég svara því að það skipti ekki máli, því hún amma mín var á við tvo. Eini missir minn er hún. Guð almáttugur varðveiti hana og launi allt það góða sem hún gerði á lífsleiðinni. Amma mín eignaðist eina dóttur, Kristínu J. Helenu Green, sem eignaðist Þórhildi S. Þorgrímsdóttur og Þorbjörgu K. Þorgrímsdóttur og mig. Hjá ömmu minni var gott að vera og alltaf átti hún huggunarorð og lausn á hverjum vanda. Hún var ekki rík af fé, en því meir af mann- gæsku. Hvíldu í friði elsku amma mín og megi Guð varðveita þig um alla eilífð. Ragnar Leó K. Jusic. RAGNHILDUR GUÐMUNDA BÓTÓLFSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.