Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Byrjendaheppni og að vera fyrstur í mark eru einkennandi fyrir þig. Þú ættir að nýta þér tækifærið því allt nýtt sem þú gerir veitir þér meiri orku og gerir þig meðvitaðri. Naut (20. apríl - 20. maí)  Of fá verðlaun í lífi þínu hafa leitt til þunglyndis. Það virðist því vera sem það geri þér gott að dekra aðeins við þig. Þú ættir að skrifa lista og byrja að njóta alls sem lífið býður upp á hvort sem það er stórt eða smátt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Óþolinmæði skilar sér í höfnun á „núinu“ sem er einmitt eini tíminn sem þú raunverulega lifir í. Þú ert því á ákveðinn hátt að hafna lífinu. Þú ættir að temja þér meiri þolinmæði og vera meðvitaðri. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú lendir í einhverju sem virðist með ólíkindum en það leiðir þér fyrir sjónir að þú ert á réttri leið, á leið að ein- hverju sem er stærra en þú getur út- skýrt eða skilið . Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Stjörnurnar sýna þér nokkuð sem er ekki beint nýtt, frekar eitthvað sem þú sérð á nýjan hátt og er gagnlegt fyrir þig. Þú gætir til dæmis komist að öllu því sem af þér er vænst og það mun veita þér mikið öryggi í persónulegum samböndum að hafa þessa vitneskju. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert örlát/ur að eðlisfari. Í dag gef- ur þú og gefur og þú hefur ekkert fyr- ir því. Þetta er stórmerkilegt og þú veist ekki einu sinni hvernig þú ferð að þessu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Táknin segja að þú munir leyfa öðrum að njóta visku þinnar og hver veit hvað það getur borið mikinn ávöxt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt eiga í hrókasamræðum, með- al annars við fólk sem þú þekkir ekki neitt. Þú beislar þinn persónulega styrk með því að hugsa fram á við og gera þér í hugarlund hvað það er sem þú vilt fá út úr þessum samtölum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert það sem þú vilt. Í dag er þemað að breyta þér og endurskapa þig. Þú hefur það á valdi þínu en þarft ekki endilega að gera það einn. Sporðdreki gæti reynst mjög hjálpsamur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þau góðverk eru ekki til sem ekki bæta heiminn að einhverju leyti. Þú sérð kannski ekki árangur af þínum gjörðum en þú mátt trúa að þær hafa góð og mikil áhrif. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þitt vinalega eðli mun koma að góðum notum í dag. Bara það að hitta eina manneskju mun opna þér hundrað tækifæri sem munu stefna þér á eitt- hvað spennandi, glæsilegt og ófyr- irséð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú mátt vera viss um að allir hafa sín- ar efasemdir, líka þeir sem virðast mjög sjálfsöruggir. Ef þú vinnur í þín- um efasemdum munu þær að lokum hverfa. Stjörnuspá Holiday Mathis Venus og Neptúnus raða sér upp og leiða í ljós allt það jákvæða sem prýðir þá sem þú elskar og ert elskaður af. Þessir virtu og nánu einstaklingar þurfa ekki endilega að tengjast vinnu þinni en þú sækir allan þinn styrk til þeirra. Sjáðu bara hvernig þú fyllist af sjálfstrausti þeg- ar þessir vinir þínir hvetja þig til dáða. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 stilltur, 8 náms- greinin, 9 féllu, 10 kyrra, 11 braka, 13 bunu- stokkur, 15 fljótt, 18 frýsa, 21 vond, 22 sárið, 23 óbeit, 24 ræpu. Lóðrétt | 2 bleytukrap, 3 skjóða, 4 bál, 5 kvendýr- ið, 6 iðkum, 7 hníf, 12 bók, 14 hress, 15 höfuð, 16 mannsnafn, 17 steins, 18 fáni, 19 báran, 20 snjó- lausa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlýra, 4 fætur, 7 raust, 8 eyðum, 9 ark, 11 traf, 13 emja, 14 angur, 15 þjór, 17 roks, 20 hræ, 22 rómur, 23 tómum, 24 afræð, 25 rimma. Lóðrétt: 1 horft, 2 ýsuna, 3 akta, 4 frek, 5 tíðum, 6 rymja, 10 rígur, 12 far, 13 err, 15 þerra, 16 ólmur, 18 ormur, 19 semja, 20 hríð, 21 ætur.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Akureyrarkirkja | Sumartónleikar kl. 17. Ey- þór Ingi Jónsson, orgel. Fríkirkjan í Reykjavík | Ragnheiður Grön- dal leikur íslensk þjóðlög og annað efni í Frí- kirkjunni sunnud. 9. júlí kl. 21.30. Ragnheið- ur Gröndal söngur og píanó, Haukur Gröndal klarínett, bassett horn og Hugi Guðmundsson elektróník. Miðaverð er 1.000 kr. Hallgrímskirkja | Guðný Einarsdóttir, nýút- skrifuð frá Konunglega konservatoríinu í Kaupmannahöfn, leikur á kvöldtónleikum á vegum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgríms- kirkju kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, J. Alain, C.M. Widor og Mus- sorgskí. Norræna húsið | Hinn ungi og efnilegi norski píanóleikari, Joachim Kjelsaas Kwetzinsky, heldur tónleika í Norræna hús- inu á morgun, mánudaginn 10. júlí, kl. 20. Verk eftir Bartok, Stravinskí, Sjostakóvitsj, Thoresen, Sæverud og tvö eftir Gunnar A. Kristinsson, annað er glænýtt, hitt er frum- flutningur á Íslandi. Skútustaðakirkja | Kl. 21. Herdís Anna Jónsdóttir, víóla, Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó og orgel, Steef van Oosterhout, ma- rimba og steinaspil, flytja íslenska og rúss- neska tónlist í bland við barokktónlist. Að- gangur ókeypis. Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir til 22. júlí. Opið fimmtudaga, föstudaga, laugardaga frá 14–17. Anima gallerí | Sumarsýning: Opið fim., föst. og laug. kl. 12–17. Til 15. júlí. Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur Hlynur“ (portrett af Hlyni Hallssyni mynd- listarmanni) er þriðja sýningin í röðinni af stjörnumerkjaportrettum unnin sem inn- setning í rými. Sýningin stendur til 4. ágúst. Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey- nomatic-myndir, nærmyndir af náttúrunni, einstakar ljósmyndir unnar á striga. Skart- gripir fjallkonunnar sem vakið hafa mikla at- hygli. Opið frá kl. 9–23.30 alla daga út júl- ímánuð. DaLí gallerí | Sigurður Árni Sigurðsson, myndlistarmaður, sýnir í nýju galleríi á Ak- ureyri, DaLí galleríi, Brekkugötu 9, Ak- ureyri. Sýningin stendur yfir til 9. júlí. Gallerí BOX | Þórarinn Blöndal, Finnur Arn- ar og Jón Garðar með sýninguna „Far- angur“. Á sýningunni getur að líta hugleið- ingar um drauma, galdra, harðviðargólf, eldhúsgólf og ástarævintýri. Til 27. júlí. Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga. Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og með henni beinir Hafnarborg sjónum að hrauninu í Hafnarfirði. Listamennirnir tólf sem að sýningunni koma hafa allir sýnt víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins und- anfarin ár. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og hafa verk hennar ætíð haft sterka skír- skotun til landsins og til náttúrunnar. Sýn- ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Ís- lands. Til 26. ágúst. Hallgrímskirkja | Sýning á íkonum frá Balk- anskaga er í Hallgrímskirkju á vegum Mót- ettukórs Hallgrímskirkju. Verkin eru gerð á síðustu 7 árum og sýna þróun í gerð íkona innan Austurkirkjunnar. Sýningin, sem er sölusýning, er opin kl. 9–20 alla daga. Til 9. júlí. Handverk og hönnun | Á sumarsýningu er til sýnis bæði hefðbundinn íslenskur listiðn- aður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hrá- efni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Sýn- ingin stendur til 27. ágúst. Aðgangur er ókeypis. Hrafnista, Hafnarfirði | Ósk Guðmunds- dóttir sýnir handverk og málun í Menning- arsal til 15. ágúst. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning- unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal listamanna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dag- verðará, Stórval og Kötu saumakonu. Til 31. júlí. Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berjalandi, Kjós, með málverkasýningu. Opið í sumar, alla daga kl. 12–20. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Kirkjuhvoll, Akranesi | Listsýning á verk- um eftir 12 nýútskrifaða nema frá Listahá- skóla Íslands. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Til 13. ágúst. Kling og Bang gallerí | Hinn heimsþekkti myndlistarhópur Gelitin frá Austurríki sýnir í Kling & Bang gallerí, en hópurinn hefur m.a. tekið þátt í Feneyjatvíæringnum og Gjörningatvíæringnum í New York. Sjá:http://this.is/klingogbang.Opið fim.– sun. kl. 14–18. Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafsteinn Austmann og Kristín Þor- kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einnig eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst. Íslenski safnadagurinn 2006 í Listasafni ASÍ. Listamannaspjall kl. 15. Vatnslitamál- ararnir Eiríkur Smith, Daði Guðbjörnsson og Kristín Þorkelsdóttir fjalla um verk sín á sýningunni Akvarell ASÍ Reykjavík. Léttar veitingar í boði safnsins. Aðgangur ókeypis. Sýningin er opin frá kl. 13–17. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf op- inn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo- uisu Matthíasdóttur. Umfangsmesta sýning sem haldin hefur verið á verkum Louisu og rekur allan hennar listamannsferil í sex ára- tugi. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri lands- lagslist frá upphafi 20. aldar og túlkun þjóð- sagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Leiðsögn á ensku þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 í júlí. Kaffitár í kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Opið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga. Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri lands- lagslist frá upphafi 20. aldar og túlkun þjóð- sagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Leiðsögn á ensku þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 í júlí. Kaffitár í kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Opið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga. Listasafn Íslands | Leiðsögn á íslenska safnadaginn 9. júlí um sumarsýninguna Landslagið og þjóðsagan kl. 14 í fylgd Rakel- ar Pétursdóttur safnafræðings. Kaffitár á kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Í samvinnu við Náttúru- fræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safnbúð og kaffistofa Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í eigu Landsbanka Íslands. Í tilefni af 100 ára af- mæli bankans. Til 30. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinn- aður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir verk sem spannar sviðið frá tvívíðum hlut- um í skúlptúra og innsetningar. Í hópnum eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann Chuc- hvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker og Tsehai Johnson. Til 31. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvern- ig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.