Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 29 kosti 279 tegundir plantna og dýra eru farnar að bregðast við hækkun hitastigs á jörðinni með því að fikra sig í átt að pólunum. Því er einnig haldið fram að ef gróðurhúsaáhrif- in haldi áfram að aukast muni það hafa afar alvar- legar afleiðingar; dauðsföll af þeirra völdum muni tvöfaldast á aldarfjórðungi, hæð sjávar muni fara stigvaxandi er jöklar hverfa á Grænlandi og Suð- urskautinu og stór landsvæði muni fara undir sjó, hitabylgjur verði fleiri og verri, þurrkar og skóg- areldar sömuleiðis, auk þess sem ýmsar dýra- og jurtategundir muni þurrkast út. Augljóslega eru ekki allir sammála Al Gore um þessa hrikalegu framtíðarsýn enda hefur myndin hlotið sinn skerf af gagnrýni. Einna helst beinist gagnrýnin að því að flest þau atriði er Gore vísar til á tölfræðilegan hátt séu einungis til marks um eðlilegar sveiflur í sögu jarðarinnar – sveiflur sem hafi ávallt verið til staðar ef litið er til nógu langs tíma. Gagnrýnendur myndarinnar halda því m.ö.o. fram að boðskapur Gore sé hræðsluáróður. Einn þeirra er Richard S. Lindzen, sem er pró- fessor á sviði lofthjúpsrannsókna við hinn virta há- skóla MIT í Bandaríkjunum. Hann telur myndina gera tilraun til að sýna fram á að Bill Clinton og Al Gore hafi „haft rétt fyrir sér um gróðurhúsaáhrif- in, og að við þurfum öll að þola afleiðingar þess hvernig Bush forseti daufheyrist við málefninu“. Þetta kemur fram í grein sem hann nefnir „Earth in the Balance; Don’t Believe the Hype“ eða „Óvissan um jörðina; ekki trúa ýkjunum“ [Op- inionJournal.com]. Málflutningur hans byggir m.a. á fyrrnefndum viðmiðum, að ekki séu til nægilegar upplýsingar til að færa sönnur á það sem fyrirlestur Gore byggir á og að vísindamenn séu ekki jafnsammála um hættuna af gróðurhúsa- áhrifum og Gore heldur fram. Í lok greinarinnar kemur þó fram sú pólitíska skoðun Lindzen, er óneitanlega dregur úr vægi málflutnings hans, að tilraunir Gore til að afhjúpa sannleikann séu engu betri en tilraunir Marxista í sömu veru. Hann líkir fyrirlestrinum m.ö.o. við áróðurstækni kommún- ista, sem „lokið hafi með harmleik“, og afhjúpar sig þar með sem pólitískan andstæðing Gore frek- ar en umhverfispólitískan andstæðing hans. Samanburður við áróður tóbaksfram- leiðenda En það er ekki eins og hinn margreyndi stjórnmálamaður Al Gore hafi ekki séð við slíkri gagnrýni. Þvert á móti tekur hann hana sérstaklega fyrir í myndinni og hrekur með mjög sannfærandi hætti. Gore heldur því fram að stjórn George Bush hafi lagt töluvert á sig til að draga úr alvarleika niðurstaðna vísindasamfélagsins um gróðurhúsa- áhrifin og nauðsyn þess að bregðast við þeim hið fyrsta. Hann dregur fram í dagsljósið ónotalegar hliðstæður í aðferðafræði Bush-stjórnarinnar við að vernda þá sem eiga hagsmuna að gæta við að rýra trúverðugleika umhverfissjónarmiða, og að- ferðafræði sem beitt var á árum áður til að draga úr sannleiksgildi rannsókna á afleiðingum tóbaks- reykinga. Hliðstæðurnar eru sláandi og byggja á óyggjandi staðreyndum um innbyrðis hagsmuna- tengsl manna er draga mjög harkalega úr trúverð- ugleika stjórnar Bush. Ekki dregur úr áhrifamætti þessara hliðstæðna er sú staðreynd kemur í ljós að Al Gore er fæddur inn í fjölskyldu sem byggði afkomu sína á fram- leiðslu tóbaks. Hann segir föður sinn ekki hafa komið auga á „óþægilegan sannleikann“ hvað óhollustu reykinga snerti fyrr en það var um sein- an, er dóttir hans – og eldri systir Al Gore – lést úr lungnakrabbameini. Fráfall hennar markaði svo mikil straumhvörf í viðhorfum fjölskyldunnar til tóbaksframleiðslu sinnar og þeirra vafasömu sið- ferðisgilda sem í henni fólust gagnvart umhverf- inu að framleiðslunni var umsvifalaust hætt. Eins og Gore bendir á dregur enginn óhollustu reykinga lengur í efa. Það virðist nánast óhjá- kvæmilegt að framtíðin muni líta þá, er telja jörð- inni enga ógn stafa af mengun, sömu augum og samtímafólk lítur áróðursmenn tóbaksfyrirtækj- anna – augum undrunar og hneykslunar. Stað- reyndin er nefnilega sú, eins og Al Gore bendir á í mynd sinni með tilvitnun í einn frægasta blaða- mann og rithöfund Bandaríkjanna, Upton Sincla- ir, sem skrifaði fyrir 100 árum að: „Það er erfitt að koma manni í skilning um eitthvað þegar launa- tekjur hans byggjast á því að hann skilji það ekki.“ „Gróðurhúsa- áhrifin eru staðreynd“ Þótt Al Gore uppskeri hlátur fyrir þau upp- hafsorð sín í myndinni er vísað var til hér að ofan og tilvitnunina í Sinclair er engum hlát- ur í hug að myndinni lokinni. Með sínum einlæga og jafnframt einfalda boðskap virðist sem Gore hafi tekist að ná eyrum almennings. Jafnvel mestu efasemdamenn hljóta að hrærast til umhugsunar um alvarleika þess vanda sem virðist bíða mann- kynsins handan við hornið verði ekkert er að gert. Viðbrögðin við myndinni staðfesta það. Þekktur kvikmyndagagnrýnandi, Roger Ebert, skrifaði til að mynda í gagnrýni sinni er birtist í Chicago Sun- Times að markmið hans væri að skrifa dóminn þannig að „hver einasti lesandi myndi byrja á hon- um og ljúka lestrinum. Ég er frjálslyndur, en ætla mér ekki að endurspegla nein pólitísk viðhorf með þessari gagnrýni. Hún endurspeglar sannleikann eins og ég skil hann, en um hann er að mínu mati samstaða meðal sérfræðinga heimsins. Gróður- húsaáhrifin eru staðreynd.“ Með þann „óþægilega sannleika“ ganga áhorf- endur myndarinnar út er henni lýkur. Og það er þeirra – ekki síst ef þeir búa í Bandaríkjunum – að sjá til þess að horfst sé í augu við þennan sann- leika og brugðist við honum með raunhæfum hætti. Eins og myndin er sett fram af hálfu Al Gore er ljóst að hann telur það best gert með því að ein- staklingarnir beini atkvæðum sínum þannig að einungis þeir er láta sig umhverfisvandann varða komist til valda, og í öðru lagi með því að þessir sömu einstaklingar – allir sem einn – „rækti garð- inn sinn“ að þessu leyti svo vísað sé í Birting Vol- taires. Auðvitað er það hárrétt hjá Al Gore að sann- leikurinn er óþægilegastur fyrir þá sem eru í leið- togahlutverki og eiga velgengni sína eða jafnvel fjármögnun frama síns undir öðrum, þ.e.a.s. þeim er græða á kostnað umhverfisins. Hvort áform hans með myndinni eru þau að nýta sér þennan góða málstað til þess að komast sjálfur í leiðtoga- hlutverk í næstu forsetakosningum í Bandaríkj- unum liggur ekki fyrir að svo komnu máli. Ljóst má þó vera að myndin hefur skapað Al Gore þá ímynd trausts og alþýðlegrar útgeislunar er hann þótti skorta í baráttunni um embættið gegn keppi- nauti sínum George Bush á sínum tíma. Myndin er óneitanlega gott upplegg í hvað það sem Gore dettur í hug að taka sér fyrir hendur – þótt það verði ekki annað en að halda áfram að ferðast með þennan fyrirlestur sem nú hefur verið gerður ógleymanlegur á hvíta tjaldinu að banda- rískum hætti. Eitt af því sem Roger Ebert lýsir yfir í dómi sínum um „Óþægilega sannleikann“ lýsir án efa vel því sem flestir áhorfendur myndarinnar hugsa er henni lýkur. Yfirlýsing hans er það hástemmd að hann fann sig knúinn til að taka það fram að slíkt hefði hann aldrei fyrr „sagt í kvikmynda- dómi, en hérna kemur það: Þú verður að sjá þessa mynd. Ef þú sérð ekki myndina og eignast ein- hvern tíma barnabörn þá muntu þurfa að útskýra fyrir þeim hvers vegna þú misstir af henni.“ Ebert hittir naglann á höfuðið – það mun engan langa til að útskýra það fyrir barnabörnunum sínum í framtíðinni að jörðin sé vart byggileg lengur vegna þess að sú kynslóð sem nú stýrir heiminum hafi stungið höfðinu í sandinn og ekki hlustað á varnaðarorð færustu sérfræðinga heims. Reuters Staðreyndin er nefnilega sú, eins og Al Gore bendir á í mynd sinni með til- vitnun í einn fræg- asta blaðamann og rithöfund Banda- ríkjanna, Upton Sinclair, sem skrif- aði fyrir 100 árum að: „Það er erfitt að koma manni í skiln- ing um eitthvað þeg- ar launatekjur hans byggjast á því að hann skilji það ekki.“ Laugardagur 8. júlí Gervihnattarmynd af hvirfilbylnum Alberto sem tekin var 13. júní síðastliðinn. Auga bylsins er þarna mjög nálægt Valdosta í Georgíufylki í Bandaríkjunum en vindurinn þar í kring náði allt að 40 mílna hraða á klukkustund. Hvirfilbylir, sem sífellt verða fleiri og fleiri, eru nú álitnir ein afleiðing gróðurhúsaáhrifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.