Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
V
erðlaunin eru
allra þeirra sem
komið hafa að eða
tengst hafa starfi
skólans frá stofn-
un hans árið 1987
og þau eru að
sjálfsögðu mikil
viðurkenning,“ segir Ellert Borgar
og brosir. „Í Ártúnsskóla eru 180
nemendur frá 1. bekk og upp í 7.
bekk. Við höfum ávallt haft það að
leiðarljósi að öllum líði hér vel, jafnt
nemendum sem starfsfólki, enda er
það forsenda árangursríks starfs.
Starfshætti sína byggir skólinn á ein-
kunnarorðunum samvinna, traust og
vinátta. Við leggjum sérstaka áherslu
á jákvæðan og góðan starfsanda, sér-
stöðu skólans og að hann sé fyrir alla
nemendur. Með markvissri kennslu í
lífsleikni leggjum við áherslu á að efla
samskiptafærni nemenda allt frá
upphafi skólagöngu auk þess sem við
leitum fjölbreyttra leiða til þess að
tryggja öflugt samstarf heimila og
skóla. Það síðastnefnda hefur ávallt
verið með eindæmum gott, við finn-
um fyrir mikilli vinsemd og ég hef oft
sagt, bæði í gamni og alvöru, að skól-
inn sé í einstaklega foreldravænu um-
hverfi.“
Ellert Borgar vill nú ekki gera
mikið úr sínu ágæti sem skólastjóra
en ummæli nokkurra fyrrverandi
nemenda sem blaðamaður hefur hler-
að og eru nú orðnir fullorðnir einstak-
lingar eru mjög hlýleg.
Þau ummæli gefa heldur ekki til-
efni til þess að ætla að þú sért neinn
ógnarstjórnandi?
„Nei, ég er það nú ekki,“ segir Ell-
ert og hlær. „Ég legg mikið upp úr já-
kvæðum samskiptum, skilningi og
velvilja. Það er eitt að ætla að stjórna
sem stjórnandi og annað að stjórna
sem leiðtogi. Sá sem ætlar að reyna
að vinna sér sess leiðtogans verður að
taka þátt og vera með. Hjá mér hefur
skólinn haft forgang. Ég hef varið
miklum tíma með nemendum mínum.
Það er mér mjög mikils virði og til
mikillar ánægju. Það er vissulega
hægt að stjórna úr skrifstofum og
segja öðrum að gera hitt og þetta en
til þess að fá fólk til þess raunveru-
lega að fylgja sér verður maður sjálf-
ur að vera þátttakandi. Hér í Ártúns-
skóla hefur ríkt það viðhorf að
skólastarfið sé samstarfsverkefni.“
Prestur eða kennari
Varstu alltaf ákveðinn í að leggja
fyrir þig kennslu?
„Það kom tvennt til greina, að
verða prestur eða kennari,“ segir
hann og hlær innilega. „Ég hef verið
frekar félagslega sinnaður og haft
gaman af mannlegum samskiptum.
Nei, í alvöru talað þá var það eins og
hver önnur tilviljun en þó blunduðu
þessar tvær starfsgreinar sterkast í
mér eftir landspróf og kennarastarfið
varð ofan á. Ég lauk kennaraprófi frá
Kennaraskólanum árið 1967 og fór þá
austur á land og kenndi fyrsta árið
eftir það við grunnskólann á Eskifirði
og tók síðan við stjórn skólans. Þar
var ég til vorsins 1972 þegar við hjón-
in ákváðum að flytjast til Hafnar-
fjarðar og um haustið hóf ég störf við
Öldutúnsskóla þar sem ég kenndi til
ársins 1978. Sama ár varð ég vara-
bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
tók jafnframt við starfi skólafulltrúa
sem þá reyndar hét fræðslustjóri
Hafnarfjarðar.“
Þá hefurðu væntanlega komið
meira að mótun skólastarfsins og
framtíðarsýn?
„Það var hluti af starfinu en allt
skólahald í Hafnarfirði heyrði þá að
verulegu eða öllu leyti undir Skóla-
skrifstofuna. Þetta var erilsamt starf.
Síðan komu fræðsluskrifstofurnar til
sögunnar og þá fór hinn faglegi þátt-
ur og kennararáðningar undir
Fræðsluskrifstofu Reykjaness. Ég
starfaði á Skólaskrifstofunni til ársins
1987, varð þá skrifstofustjóri á
Fræðsluskrifstofu Reykjaness í
nokkra mánuði enda gafst mér kostur
á að taka við Ártúnsskóla sem þá var
bara á teikniborðinu. Ég stökk á það
og sé ekkert eftir því.“
Hvað heillaði þig við að taka að þér
stjórn grunnskóla?
„Að komast út á akurinn,“ segir
Ellert Borgar einlægur. „Starfið sem
skólafulltrúi eða skrifstofustjóri gaf
mér ekki nóg og mér fannst ég þurfa
að vera meira úti á akrinum. Á þeim
árum var ég reyndar líka í pólitíkinni
en engu að síður langaði mig að vinna
með börnum og þeim sem standa að
eða vinna í skólanum, kennurum,
öðru starfsfólki, foreldrum og fleir-
um. Ég vildi vera í þeirri hringiðu.“
Lífið er pólitík
Er eitthvað líkt með starfi stjórn-
málamannsins og skólastjórans?
„Báðir verða auðvitað að tileinka
sér færni í mannlegum samskiptum
og bæði störfin gefa manni innsýn í líf
fólks og veita oft tækifæri til beinnar
og óbeinnar þátttöku. Stjórnunin
sjálf er þó að vissu leyti gjörólík.“
Það var nú oft hasar þegar þú varst
í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði.
Nú hlær Ellert Borgar eins og sá
sem öllu er vanur og svarar eins og
stjórnmálamaður sem engu hefur
gleymt en virðist sannarlega búinn að
leggja vopnin til hliðar.
„Ég var og er í Sjálfstæðisflokkn-
um og var varabæjarfulltrúi kjör-
tímabilið 1978–1982 og síðan bæjar-
fulltrúi 1982–1986. Ég var hins vegar
ekki sáttur við ýmislegt sem tengdist
flokknum og flokksstarfi svo ég bauð
mig ekki fram kjörtímabilið þar á eft-
ir en gegndi þó ýmsum stjórnar- og
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í bæn-
um. Ég kom síðan aftur inn í pólitík-
ina árið 1990 og var þá kosinn í bæj-
arstjórn. Kjörtímabilið 1994–1998 var
hins vegar svolítið róstusamt. Við Jó-
hann G. Bergþórsson, tveir af fjórum
bæjarfulltrúum D-listans, vorum
ekki alveg sáttir við framkvæmd
flokksstarfsins og töldum hana að
mörgu leyti á skjön við gefin loforð og
stefnu. Við ákváðum því eftir að hafa,
að okkur fannst, reynt að fá flokks-
forystuna til að skilja okkar sjónar-
mið að stíga til hliðar og mynda nýjan
meirihluta með fimm bæjarfulltrúum
Alþýðuflokks og störfuðum með þeim
til loka kjörtímabilsins. Við sögðum
okkur hins vegar aldrei úr Sjálfstæð-
isflokknum. Í bæjarstjórnarkosning-
unum 1998 blésum við með góðu fólki
til sérframboðs og til þess að gera
langa sögu stutta var maður einfald-
lega blásinn út af hinu pólitíska skák-
borði,“ segir hann og hlær við. „Við
fengum þó yfir 600 atkvæði en það
var ekki nóg til þess að ná manni inn.
Þá ákvað ég, jafnvel þótt ég sé nú
fæddur í nautsmerkinu og geti verið
ákaflega þrjóskur, að mínum opin-
beru pólitísku afskiptum væri lokið
og ég hef staðið við það. Eftir á að
hyggja var það líka viss pólitísk gæfa
að lenda ekki einn og stakur í bæj-
arstjórn. Því þótt það virðist duga
sumum vel þá sýna dæmin að oftar en
ekki hafa slíkir einstaklingar ákaf-
lega lítið vægi.“
En lífið er auðvitað pólitík?
„Já, mikil lifandi ósköp og ég fylg-
ist mjög vel með pólitík og þekki all-
vel til hennar. Í stjórnmálunum finnst
mér ég oft greina þræði sem verið er
að toga í bak við tjöldin en fólk al-
mennt gerir sér ekki grein fyrir.“
Börn meira ein
Ellert Borgar segir að sér finnist
ánægjulegt hversu grunnskólar
landsins standi fyrir margbreytileg-
um gildum og að með tilfærslu þeirra
til sveitarfélaganna hafi hver og einn
þeirra orðið sjálfstæðari. „Skólarnir
hafa færst nær því að vera eiginlegar
þjónustustofnanir en áður. Skólinn
var í bakgrunni alls mannlífs en nú er
hann í forgrunni, ef hægt er að taka
svo til orða. Margt hefur verið til bóta
í þeim breytingum sem orðið hafa á
skólastarfi en það eru ekki aðeins
skólanir heldur þjóðfélagsgerðin sem
hefur verið að taka breytingum. Þjóð-
félagið hefur verið á alveg ofboðslegri
ferð og skólarnir eru í linnulítilli að-
lögun að þessum öru breytingum
þjóðlífsins. Það er hins vegar mín
skoðun að skólar megi og eigi að vera
visst íhaldssamir í jákvæðustu merk-
ingu þess orðs, því íhald er ekki það
sama og afturhald. Íhald er í þessari
merkingu kjölfesta skólans sem hann
grundvallar starf sitt á. Það á ekki að
kasta því fyrir róða sem vel gefst. Þó
að allt sé breytingum undirorpið á
ekki að breyta aðeins breytinganna
Samvinna, traust og
vinátta eru leiðarljósin
Skrifstofa skólastjórans í
Ártúnsskóla er ekki tákn
um ægivald heldur söng,
gleði og samræður. Þar ræð-
ur ríkjum Ellert Borgar Þor-
valdsson sem trúir á virka
þátttöku allra sem að skól-
anum koma og lýðræði en
Ártúnsskóli hlaut íslensku
menntaverðlaunin í ár sem
veitt eru skólum sem sinnt
hafa nýsköpun vel eða far-
sælu samhengi í fræðslu-
starfi. Unnur H. Jóhanns-
dóttir ræddi við skóla-
stjórann hógværa um
skólastarfið, menntun í
nútímaþjóðfélagi, pólitíkina
og poppið.
Morgunblaðið/Eggert
Ellert Borgar Þorvaldsson skólastjóri Ártúnsskóla segir mikilvægt að mennta fólk sem hafi sterka sjálfsmynd, jarðfestu og sjálfsöryggi í ögrandi þjóðfélagi.
’Það kom tvennt til greina, aðverða prestur eða kennari‘
’ Það er miklu auðveldara fyrir börn að læraljóð sem eiga sér lög og því kenni ég ljóð á
þann hátt auk þess sem það er svo miklu
skemmtilegra. ‘