Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is Sérð þú tækifæri á vexti? Tækifæri leynast allsta›ar! "fiegar flú hefur komi› auga á atvinnu- tækifæri sem hentar flínum flörfum, getum vi› a›sto›a›me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja." Sveinn fiórarinsson Rá›gjafi, fyrirtækjasvi› HÆTTAN á að einstaklingur fremji sjálfsvíg er mest fyrstu tvær vikurn- ar í gæsluvarðhaldi, eða einangrun. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Tímamóta, sem er fréttarit fanga á Litla-Hrauni. Í samtali við Tímamót segir Þór- arinn Viðar Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, að fyrstu tvær vikurnar í gæsluvarð- haldi geti verið erfiðar, t.d. vegna sviptingar frelsis, fráhvarfsein- kenna, vímuefnaþarfar, lögregluyfir- heyrslna, dóma og vægðarlausrar fjölmiðlaumfjöllunar. Þá segir Þór- arinn að fangaverðir geti gert ým- islegt til að draga úr sjálfsvígshættu fanga. Fimm fangar hafa svipt sig lífi síð- astliðin 30 ár. Þar af urðu þrjú sjálfs- víg á mjög skömmum tíma árið 1998. Í kjölfarið var nefnd sett á laggirnar sem fór ítarlega í saumana á þessum málum og hafa verið gefnar út reglur sem fangaverðir eiga að starfa eftir til að meta hvort fangar séu í sjálfs- vígshættu. „Almennt hefur komið í ljós að sjálfsvígshætta eykst með aldri og að aðeins meiri líkur eru á að karl- menn svipti sig lífi en konur. Mestar líkur eru þó á því ef einstaklingur hefur áður reynt að svipta sig lífi eða er með geðklofa, þunglyndi eða mis- notar vímuefni,“ segir Þórarinn í samtali við Tímamót. Sjálfsvígsáhætta mest fyrstu tvær vikurnar í fangelsi SPRENGT verður í gjánni sem Suðurlandsvegur liggur um í Árbæ í sumar og standa þær fram- kvæmdir í tengslum við byggingu mislægra gatnamóta á mótum Suð- urlandsvegar og Vesturlandsvegar. Gera má ráð fyrir minniháttar töf- um á umferð meðan á þessum framkvæmdum stendur, auk þess sem íbúar og fyrirtæki í nágrenn- inu hafa verið látin vita af því hvernig að framkvæmdum verður staðið. Jarðvélar ehf. sjá um fram- kvæmdir fyrir hönd Vegagerð- arinnar. Heimilt er að sprengja á morgnana milli klukkan 10 og 11 og á kvöldin milli 22 og 23, þó ekki um helgar. Veginum verður lokað fyrir umferð á meðan og varað við sprengingunum með slitróttu hljóð- merki áður en sprengt er. Atli Bragason, verkefnisstjóri hjá Jarðvélum, sagði að búið væri að sprengja nokkrum sinnum og það hefði gengið mjög vel. Umferð- artafir hefðu verið litlar, enda tíma- setningar sprenginganna miðaðar við þann tíma sem umferð væri minnst. Vegurinn hefði verið lok- aður í um fimm mínútur í senn meðan sprengt væri og þeir sem ekki gætu beðið á meðan gætu til dæmis farið um Árbæinn. Framkvæmdirnar tengjast bygg- ingu mislægra gatnamóta Suður- lands- og Vesturlandsvegar og verður klettaveggurinn að vest- anverðu færður til vesturs og lækk- aður talsvert mikið, en hann hefur verið mjög laus í sér og stundum hrunið úr honum eftir að sprengt var þar vegna lagningar Suður- landsvegar á sínum tíma. Jarðvélar hafa þrjá mánuði til framkvæmdanna, en Atli sagði að þeir vonuðust til að þurfa ekki að nýta allan þann tíma og að truflanir vegna framkvæmdanna yrðu sem minnstar. Morgunblaðið/Eyþór Sprengt í ÁrbæjargjánniFJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐhyggst ekki draga úr skattlagningu á eldsneyti samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Félag íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB) sendi erindi þess efnis til ráðuneytisins á vormánuð- um. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að erindinu hafi ekki verið svarað formlega en þó hafi ekki komið fram jákvæð viðbrögð. Aðspurður hvort gripið verði til einhverra aðgerða af hálfu félagsins segir Runólfur það óráðið. Runólfur bendir á að í fyrra hafi menn spáð því að hækkun heims- markaðsverðs á eldsneyti væri tíma- bundin. „Það eru hins vegar engar blikur á lofti nú um að heimsmarkaðsverð muni lækka. Það er fremur útlit fyrir hækkun.“ Draga ekki úr skatt- lagningu eldsneytis                                  ! "    #$% &# ' ( "  )*& )*  *)) *$) $$*& && $& $  *$# $$         #   +,   Fjármálaráðuneytið um bensínverðið NÓTASKIPIÐ Sigurður VE er bú- ið að fá tæp 8.000 tonn af síld frá því úthaldið byrjaði um 20. maí. Undanfarið hefur síldin veiðst djúpt norðaustur af Kolbeinsey. „Það hefur gengið ágætlega hjá okkur,“ sagði Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er mjög stór og falleg síld. Hún verður ekki stærri held ég.“ Kristbjörn taldi engan vafa leika á að síldin væri úr norsk-íslenska stofninum og sagði að hún hefði öll veiðst í íslensku lögsögunni. „Þetta byrjaði Íslandsmegin við miðlínuna milli færeysku smugunnar og Jan Mayen-línunnar. Svo barst þetta vestar og þar hvarf hún skyndilega og fannst svo hér upp við landið.“ Búið er að leita mjög stóru svæði fyrir norðan land en ekkert hefur fundist þar af síld. Kristbjörn sagði að dýpra væri kaldari sjór. Síldin virðist því hafa haldið sig á ákveðnu belti. „Ég held að hún sé á svipuðum slóðum og hún gekk á á árum áð- ur. Kannski heldur lengra frá landi. Við vorum síðast 40–50 míl- ur norðaustur úr Kolbeinseynni. Þar var svolítið af síld, en svo hvarf hún þegar gerði norðanátt- ina.“ Kristbjörn minntist þess að fyrir nokkrum árum hefðu Fær- eyingar verið að veiða síld djúpt út af Norðausturlandinu. Þá hefði hann verið á loðnuveiðum og vitað af Færeyingunum ekki langt frá að veiða síld. Sigurður VE hefur landað nær allri síldinni í sumar í Krossanesi við Eyjafjörð. Farið var með einn farm til Vestmannaeyja fyrir sjó- mannadag og landað í heimahöfn. En á að halda áfram? „Við ætlum að skoða þetta núna þegar norðanáttin gengur niður. Þá er meiningin að fara út og vita hvort við finnum eitthvað. Það er óvíst að það verði neitt. Síldin fór oft í leiðindaástand þegar hún var orðin svona feit.“ Sigurður VE kominn með tæp 8.000 tonn af síld Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Sigurður VE hefur fengið norsk-íslenska síld norðan við Kolbeinsey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.