Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 53
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Lið-a-mót
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Þótt tæp þrjú ár séu liðin síðanJohnny Cash féll frá erhann enn í sviðsljósinu,sumpart vegna kvikmynd-
arinnar I Walk the Line og einnig
vegna þess að enn eru að koma út
plötur með honum, svo margar
reyndar að algengt er að menn
spyrji hvort verið sé að ganga of lagt
í að mjólka minninguna, hvort ekki
sé nóg komið.
Þannig kom mikill safnkassi,
Unearthed, út fyrir jólin 2003, en í
honum var meðal annars sálmaplat-
an magnaða My Mother’s Hymn
Book sem gefin var út sér 2004. Á
síðasta ári kom út á annan tug af
safnplötum sem flestar spönnuðu
þann tíma sem sagt er frá í I Walk
the Line og snemma á þessu ári kom
út tvöföld plata, Personal File, sem á
voru 49 áður óútgefin lög sem Cash
tók að mestu upp í júlí 1973. Hinn 4.
júlí síðastliðinn kom svo út platan A
Hundred Highways sem hefur að
geyma nokkrar síðustu upptökur
Cash, þar á meðal síðasta lagið sem
hann samdi.
Rubin og Cash
Síðustu tólf æviárin var Cash
samningsbundinn Rick Rubin og
American-útgáfu hans, en Rubin
fékk þá snjöllu hugmynd að kalla
Cash, sem var þá flestum gleymdur,
í hljóðverið og bjóða honum að taka
upp öll þau lög sem hann langaði.
Þótt Cash hafi ráðið ferðinni, þ.e.
fengið að taka upp það sem honum
sýndist, tók hann öllum tillögum frá
Rubin vel, hvort sem það var um
lagaval eða undirleik. Með tímanum
þróuðu þeir síðan með sér það
vinnulag að Cash söng lögin inn eins
og honum sýndist með lágmarks
undirleik og sendi Rubin upptök-
urnar. Síðan hlóð Rubin undir lögin,
bætti við hljóðfærum eftir því sem
honum sýndist fara best, og að lok-
um settust þeir saman yfir hvert lag,
Cash og Rubin, og ráku á það smiðs-
höggið.
Fyrsti afrakstur samstarfs þeirra
var American Recordings sem kom
út 1994. Hún minnir rækilega á
Johnny Cash og aflaði honum hylli
hjá nýrri kynslóð tónlistar-
áhugamanna. Unchained kom svo út
1996, Solitary Man 2000 og The Man
Comes Around í nóvember 2002.
Hvert lag gæti orðið það síðasta
Löngu áður en upptökur á The
Man Comes Around hófust var Cash
búinn að gera sér grein fyrir því að
hvert lag sem hann tæki upp gæti
orðið hans síðasta. Fyrir vikið vildi
hann helst vera sífellt í hljóðverinu,
sífellt að taka upp, og þannig hófst
vinna við fimmtu American-plötuna,
A Hundred Highways, sem nú er
komin út, sama dag og upptökum
lauk á The Man Comes Around
haustið 2002. Upptökur stóðu þá
með litlum hléum í átta mánuði – ef
Cash hafði heilsu og þrek til að vinna
í hljóðverinu voru alltaf menn til
taks.
Í þessari átta mánaða lotu tók
Cash upp ríflega þrjátíu lög eftir
ýmsa höfunda og einnig lög eftir
hann sjálfan og þar á meðal það sem
hann samdi sjálfur. Eftir að hann
lést í september 2003 biðu upptök-
urnar svo um hríð en seint á síðasta
ári fór Rubin yfir upptökurnar og
valdi úr á plötuna sem er kveikjan að
þessum skrifum. Hann kallaði síðan
saman helstu samstarfsmenn Cash
síðustu árin og tók upp undirleik
með þeim við sönginn sem Cash
skildi eftir sig.
Þegar platan var svo tilbúin var
svo mikið Cash-æði í gangi að Rubin
ákvað að geyma hana um stund og
gaf hana svo út 4. júlí síðastliðinn.
Eins og getið er geymir A Hundred
Highways síðasta lagið sem Cash
samdi, „Like the 309“, og annað lag
eftir hann gamalt, „I Came to Be-
lieve“. Annars eiga lög á plötunni
ýmsir höfundar, til að mynda Hank
Williams, Bruce Springsteen og
Gordon Lightfoot.
Mikið eftir
Þeir Cash og Rubin tóku jafnan
upp þónokkuð af lögum fyrir hverja
plötu og alla jafna mun fleiri lög en
fóru á viðkomandi plötu. Til að
mynda segir sagan að fyrir fyrstu
plötuna hafi þeir tekið upp hátt í
hundrað lög. Það má því gera ráð
fyrir að talsvert sé enn óútgefið af
American-upptökum Johnny Cash
og við bætist að tugir ef ekki hundr-
uð laga eru til óútgefin úr sjónvarps-
þáttaröðinni sem hann stýrði 1969 til
1971, meðal annars lög sem hann
söng með ýmsum þekktum lista-
mönnum öðrum; Joni Mitchell, Bob
Dylan, Lindu Ronstadt, Merle
Haggard, Lulu, Roy Orbison, Ray
Charles, Arlo Guthrie og Stevie
Wonder, svo dæmi séu tekin. Það er
því nóg eftir og best að svara svo
spurningunni um hvort ekki sé nóg
komið: Nei, það er aldrei of mikið af
Johnny Cash.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Aldrei of mikið
af Johnny Cash
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„THE INCREDIBLES“ &
„LEITIN AÐ NEMO“
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
NÝJASTA MEISTARA-
VERKIÐ FRÁ PIXAR
SEM ALLIR ERU AÐ
TALA UM.
KVIKMYNDIR.IS
NÚ ER KOMIÐ
AÐ HENNI
AÐ SKORA
eeee
KVIKMYNDIR.ISeeeVJV, Topp5.is ee
e
Kvikmyndir.is
EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA
K R A F T M E S TA
HASARMYND ÁRSINS
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
eee
V.J.V.Topp5.is
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
eeee
V.J.V, Topp5.is
HVERNIG
ÁTTU AÐ HALDA
Í ÞANN SEM
ÞÚ HEFUR
ALDREI HITT.
FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG
SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT.
THE BREAK UP kl. 12:30 - 3 - 5:45 - 8 - 10:20
THE BREAK UP VIP kl. 1:45 - 4:15 - 8 - 10:20
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA.
THE LAKE HOUSE kl. 1:30 - 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20
BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 12:15 - 1:30 - 3 - 5:30 - 8
CARS M/- ENSKU TAL. kl. 12:15 - 3 - 5:30 - 10:20
SLITHER kl. 10:30 B.I. 16.ÁRA.
SHE´S THE MAN kl. 8
THE BREAK UP kl. 1:30 - 3:45 - 6 - 9 - 10:15 - 11:30
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8:15 - 10:30 B.I. 12.ÁRA.
BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 1:30 - 2:45 - 4 - 6:30
CARS M/- ENSKU TALI kl. 8:15 DIGITAL SÝN.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN.
ÁRA
ÁRA