Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 49 MENNING Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Aukavika kr. 10.000. Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Aukavika kr. 10.000. Allra síðustu sætin Stökktu til Benidorm 13. og 20. júlí frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm í júlí. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumar- leyfisstað Íslendinga. Ferðir til og frá flugvelli með íslenskum fararstjóra kostar kr. 1.800.- LIGIA Amadio frá Brasilíu stjórnar Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á tvennum tónleikum um þessar mundir. Á efnisskránni er flautu- konsertinn Columbine eftir Þorkel Sigurbjörnsson, svítan Eldur úr ballett eftir Jórunni Viðar og Myndir á sýningu eftir Mussorgskíj. „Yfirleitt stjórna ég verkum frá heimalandi mínu þegar ég er gesta- stjórnandi og ég er því mjög ánægð með að hafa verið boðið að stjórna tveimur verkum eftir íslenska höf- unda“, segir Ligia. „Það er mikill heiður. Columbine er mjög þekkt verk um allan heim. Margir flautu- leikarar buðust til að spila verkið með hljómsveitinni minni heima eftir að þeir lásu á heimasíðu minni að ég ætti að stjórna verkinu hér á landi.“ Í kjölfarið mun hún stjórna verkinu í Brasilíu síðar á þessu ári. Ligia hefur verið aðalstjórnandi Þjóðarsinfóníuhljómsveitarinnar í Rio de Janeiro frá árinu 1996 en var einnig stjórnandi í Mendoza í Arg- entínu frá 2000-2003. Auk þess hefur hún verið gestastjórnandi víðs vegar um heim og mun starfa í New York eftir starfið hér á landi. „Um þessar mundir er ég líka að starfa að upp- tökum á klassískum verkum fyrir al- menningsskóla í Brasilíu. Þetta er gert svo að fólk sem stundar ekki tónlistarnám hafi aðgang að klass- ískri tónlist.“ Ligia vann til verðlauna í Tokyo International Music Competition for Conducting árið 1997 og varð fyrsta konan til að gera það í 30 ár. Hún sigraði einnig í keppni stjórnenda í Chile árið 1998. Þátttaka hennar á Þjóðlagahátíð- inni er þannig til komin að hún og Gunnsteinn Ólafsson stjórnandi há- tíðarinnar kynntust á námskeiði í Ungverjalandi árið 1995 Bela Bartok International Festival. Með þeim tókst vinskapur og fékk Gunnsteinn hana til að stjórna hljómsveitinni í ár, en hann stjórnar í staðinn hljóm- sveit Ligiu í Brasilíu síðar á árinu. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins skipa nemendur af efstu stigum tón- listarnáms. Hljómsveitin var stofnuð haustið 2004 og hefur unnið í þágu tónlistarstarfs ungs fólks. Þau tóku m.a. þátt í uppsetningu Galdra- skyttu Carls Maria von Webers, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu á dög- unum. Að sögn Ligiu líst henni vel á þessa ungu tónlistarmenn. „Þau eru afar elskuleg og mér finnst gaman að vinna með fólki á þessum aldri, því þau hafa sannan áhuga á tónlist- inni. Þau hafa líka mikla orku, kannski of mikla,“ segir Ligia og hlær. Einleikari í konsertinum Columb- ine er Emilía Rós Vigfúsdóttir. Hún er fædd árið 1982 og lauk burtfar- arprófi við Tónlistarskólann í Reykjavík vorið 2003. Hún lauk Postgraduate diploma með hæstu einkunn frá Trinity College of Music í London árið 2004. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- arinnar verða annars vegar í Siglu- fjarðarkirkju sunnudaginn 9. júlí kl. 14 og hins vegar í Neskirkju mánu- daginn 10. júlí kl. 20. Tónlist | Sérstakur gestastjórnandi á Þjóðlagahátíðinni „Mikill heiður að fá að stjórna á Íslandi“ Morgunblaðið/SverrirEmilía Rós Vigfúsdóttir er einleikari í Columbine. Ligia Amadio ræðir við Emilíu Rós við æfingar. Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Á STÓRUM vegg Nýlistasafnsins hægra megin þegar inn er komið blasir við einföld myndræn jafna: Kind plús korn plús rauð paprika er jafnt og pylsa í brauði með tóm- atsósu. Jafnan er útfærð í teikni- myndastíl. Við hlið jöfnunnar er merki alþjóðlegs pylsufyrirtækis, „pylsur án landamæra“ eða Kolba- soj sen Limoj, eins og það útleggst á esperantó. Markmið fyrirtækisins, sem var stofnað af listamönnunum Olof Olsson og Daniel Salomon, er að stuðla að útbreiðslu pylsunnar sem að mati þess hefur átt undir högg að sækja á kostnað hamborg- ara, pítsu, kjúklings og sushis. Hér er skírskotað til alþjóðavæð- ingarinnar en rætt hefur verið um að staðbundin menning eigi víða í vök að verjast andspænis áhrifum hennar. Margir telja að þar sé eink- um um bandarísk menningaráhrif að ræða og er stuðst við hugtök á borð við „McDonaldization“ og „McWorld“ í því sambandi. Er þar átt við útbreiðslu hamborgarakeðj- unnar McDonald’s og annarra bandarískra fyrirtækja sem eru nú risafyrirtæki á hinum alþjóðlega markaði og hafa þróað ákveðna hug- myndafræði og hugmyndir um lífstíl í tengslum við markaðssetningu á vörum sínum. Pylsur án landamæra fela í sér skopstælingu á slíkri þróun: Hug- myndafræði fyrirtækisins er sett fram í formi táknmyndar (jöfn- unnar) sem er svo einföld að boð- skapurinn kemst til skila á auga- bragði – og er þá pylsubragðið skammt undan. Esperantó var búið til í lok 19. aldar sem aðgengilegt tungumál og tilraun til að skapa alþjóðlega sam- ræðu og frið í heiminum en hefur ekki náð mikilli útbreiðslu. Með notkun þess í verkinu er ýjað að því hversu erfitt sé að skapa slíka sam- ræðu á jafnréttisgrundvelli, þ.e. þannig að hún mótist ekki af ein- stökum þjóðum, hagsmunum þeirra og tungumálum – í þessu tilviki ensku sem flæðir um heiminn eins og alkunna er. Slagorðið minnir enn fremur á „Lækna án landamæra“, alþjóðlegt hjálparstarf, sem myndar ákveðna andstæðu við hug- myndafræði stórfyrirtækja sem virðast í mörgum tilvikum byggja lágt vöruverð á vafasamri með- höndlun hráefnis, umhverf- isspjöllum og slæmum aðbúnaði starfskrafta, jafnvel barnaþrælkun, í þeim tilgangi að stuðla að auknum „lífsgæðum“, einkum á Vest- urlöndum. Í aflokuðu rými má sjá upptöku af gjörningi Clare Charnley sem flutt- ur var í Nýlistasafninu 17. júní síð- astliðinn sem varpað er á vegg úr tveimur myndvörpum. Í öðru mynd- skeiðinu sést listamaðurinn standa á sviði og endurtaka hátíðlegan upp- lestur Bryndísar Ragnarsdóttur á íslensku en í hinu myndskeiðinu sést aftan á Bryndísi sem ber svarta húfu á höfði með tölustafnum 8, eins og svarta biljarðkúlan. Móðurmál Charnley er enska en hún er furðu- lagin við íslenskan framburð jafnvel þótt hún skilji ekki merkingu orðanna en textinn snýst að miklu leyti um fornlega en ankannalega „málshætti“ eða frásagnir sem tengjast feigð. Hér er unnið markvisst með „yf- irráð enskrar tungu í alheims- samfélagi nútímans“ líkt og það er orðað á einblöðungi sem fylgir sýn- ingunni, en tölugjörningar Charn- ley, sem hún hefur flutt víða um heim og á ólíkum tungumálum, svo sem hebresku, eistnesku og á mand- arín, fjalla um vald og jafnframt fá- fræði hins enskumælandi heims andspænis öðrum málsvæðum og menningarheimum. Í gjörningnum snýr Charnley valdahlutföllunum við: Hún gerir sig að athlægi en Bryndís sem mælir á tungu minni- hlutahóps er hins vegar „aðalnúm- erið“. Í biljarð eða „pool“ er það sá sem nær að skjóta lokakúlunni (þeirri svörtu) ofan í rétta opið sem sigrar andstæðinginn og þar með lýkur leiknum. Í ljósi þess mætti ætla að valið á textum um feigð tengdist endalokum þess sem verð- ur undir í leiknum – í þessu sam- hengi tungumáls. Í gjörningi Charn- ley og Bryndísar eru endalokin óræð og óvíst hvar kúlan lendir. Gildi verkanna beggja felst eink- um í nokkuð frumlegri og húm- orískri ádeilu á alþjóðavæðinguna þar sem unnið er með hugtakið al- heimstungumál í ýmsum skilningi. Þrátt fyrir fáránleikablæinn vísa verkin hvort með sínum hætti til al- þjóðlegrar samræðu andspænis hinni einhæfu hnattvæðingu. Að tala tungum, eða ein með öllu MYNDLIST Nýlistasafnið Olof Olsson, Daniel Salomon, Clare Charnley og Bryndís Ragnarsdóttir. Sýn- ingu lýkur í dag. Pylsur án landamæra/Tala Anna Jóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.