Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Flestir læknanemar vinna rann-sóknarverkefni sín á Land-spítala-háskólasjúkrahúsi,eða að minnsta kosti á Íslandi.
Nokkrir hafa þó farið ótroðnar slóðir
og flogið langar leiðir til að gera 10
vikna verkefni sem allir læknanemar
framkvæma á þriðja ári í náminu.
Seinustu ár hefur Þróunarsamvinnu-
stofnun Íslands (ÞSSÍ) stutt sex
læknanema til rannsóknarstarfs í
Malaví en þar innir stofnunin af hendi
þróunarstarf. Auk þess hefur ljós-
móðurfræðinemi farið utan og gert
lokaverkefni sitt þar. Verkefni nem-
endanna er hluti af því að styrkja fag-
lega hlið þróunarstarfsins í Malaví.
„Þetta hefur gengið vel og það er
engin spurning að það er gott fyrir
nemendurna að kynnast aðstæðum
sem eru ólíkar aðstæðunum á sjúkra-
húsunum hér heima,“ segir Geir
Gunnlaugsson læknir sem leiðbeinir
íslensku nemunum sem fara utan.
„Þetta hefur vakið mikinn áhuga
hjá læknanemum og áhuginn fer stöð-
ugt vaxandi. Nemendur hafa hingað
til fengið fá tækifæri til að kynnast
heilbrigðisþjónustu í þróunarlöndum
en vaxandi skilningur er á mikilvægi
þeirrar þekkingar,“ segir hann.
Samningar hafa verið gerðir á milli
ÞSSÍ og Háskólans til eins árs í senn.
Árið 2003 fóru til Malaví þau Þórður
Þórarinn Þórðarson og Sigríður Bára
Fjalldal, tveimur árum síðar Eyþór
Jónsson og Sigurður Ragnarsson og á
þessu ári Berglind Eik Guðmunds-
dóttir, Björg Jónsdóttir og Eva Lauf-
ey Stefánsdóttir.
Ekki spretthlaup heldur maraþon
Malaví er að flatarmáli á stærð við
Ísland og íbúar eru um 12 milljónir.
ÞSSÍ hefur frá árinu 2000 stutt við
uppbyggingu heilsugæslustarfs í suð-
urhluta landsins, á svæði sem kallað
er Monkey Bay og er í um þriggja
klukkustunda akstursfjarlægð frá
höfuðborginni Lilongwe. Þar eru
fimm heilbrigðisstofnanir en íbúar
um 110.000. Geir bendir á að ÞSSÍ
styðji þarna við þjónustu sem taki til
sem svari þriðjungs af íslensku þjóð-
inni.
Aðstoð ÞSSÍ hefur meðal annars
falist í byggingu nýs svæðissjúkra-
húss í Monkey Bay, kaupum á sjúkra-
bíl og öðru fyrir sjúkrahúsið og
menntun faglærðs og ófaglærðs
starfsfólks. Sjúkrahúsið er ríkisrekin
stofnun og öll þjónusta er ókeypis.
ÞSSÍ styður starfsemina en sam-
kvæmt samningi við malavísku
stjórnina er það í verkahring stjórn-
valda að borga laun starfsmanna og
lyf. ÞSSÍ hefur síðan haft íslenskan
lækni og ljósmóður á staðnum til að
styðja við og efla daglegt starf heilsu-
gæslunnar á svæðinu. Auk þess að
styrkja íslenska háskólanema til
rannsókna hefur ÞSSÍ stutt mala-
víska læknanema.
„Við reynum að draga samstarfs-
fólk okkar í Malaví sem mest inn í
þetta. Samvinna er mikilvæg til að
tryggja árangur til langframa og
ÞSSÍ einbeitir sér fyrst og fremst að
því að reyna að styrkja innviðina í
Malaví,“ segir Geir Gunnlaugsson og
bætir við: „Þetta er ekki spretthlaup
heldur maraþon, og það verður að
hafa þolinmæði. Verkefnið er hins
vegar spennandi og lofar góðu.“
Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson
Margvíslegur varningur til sölu á markaði í suðurhluta Malaví.
Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson
Börn að leik í þorpi skammt frá Monkey Bay þar sem háskólanemar frá Íslandi hafa dvalið við rannsóknarstörf.
Bólusetningar, fæðingar og
mæðravernd eru meðal þess
sem íslenskir háskólanemar
hafa rannsakað í Malaví í
suðausturhluta Afríku. Frá
árinu 2003 hafa sex íslensk-
ir læknanemar og einn ljós-
móðurfræðinemi haldið ut-
an, með fulltingi Þróunar-
samvinnustofnunar Íslands.
Sigríður Víðis Jónsdóttir
spurði tvo læknanema
spjörunum úr.
sigridurv@mbl.is
!
) $ Íslenskir háskólanemar
gera rannsóknir í Malaví
Sigurður Ragnarsson lauk fjórðaári í læknisfræði nú í vor og fórtil Malaví í fyrra. Hann hafði
áhuga á að kynnast heilbrigð-
isstarfsemi í fátæku ríki en áhuginn
átti einnig rætur til þess að rekja að
sem barn og unglingur bjó hann í
Kenýa. Foreldrar hans unnu sem
trúboðar í vesturhluta Kenýa og
hann var þar og í höfuðborginni Nai-
róbí í samtals 11 ár.
Sem barn talaði Sigurður swahili
en þegar hann flutti aftur til Kenýa á
unglingsárunum, eftir að hafa verið á
Íslandi í sjö ár, þurfti hann að læra
tungumálið upp á nýtt. Swahili-
kunnáttan átti eftir að koma sér vel
því hún hjálpaði Sigurði við að ná
tökum á algengum orðum í chichewa,
opinbera tungumálinu í Malaví.
„Tungumálin eru af sama orðstofni
og ég gat því fljótlega farið að segja
einhver orð þegar ég var í Malaví.
Það féll í góðan jarðveg,“ segir hann
hlæjandi.
Verkefni Sigurðar í Malaví sneri
að börnum á aldrinum tveggja mán-
aða til fimm ára. Hann fylgdist með
komu þeirra á sjúkrahúsið í Monkey
Bay, kannaði þjónustuna við þau og
mat hversu viðeigandi alþjóðlegir
vinnuferlar sem notaðir eru við með-
höndlun veikra barna, eru við að-
stæður sem þessar. Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin (WHO) útbjó
vinnuferlana og þeir eiga að hjálpa
til í baráttunni gegn barnadauða.
Tæplega helmingur allra þeirra sem
leita eftir þjónustu sjúkrahússins í
Monkey Bay eru börn.
Engir hanskar, engin aðgerð
Árið 2000 staðfestu öll aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna átta markmið,
svokölluð þúsaldarmarkmið, sem
miða að því að vinna verulega gegn
fátækt og afleiðingum hennar fyrir
árið 2015. Fjórða þúsaldarmark-
miðið er að minnka barnadauða um
2/3 á fimmtán ára tímabili. Sigurður
bendir á að af dauðsföllum barna
yngri en fimm ára eigi 98–99% sér
stað í þróunarlöndum.
„Flest dauðsföllin eru af völdum
vandamála tengdra barnsburði og
sjúkdómum á nýburaskeiðinu. Þar á
eftir koma lungnabólga, nið-
urgangur, malaría og mislingar.
Vannæring er undirliggjandi orsök í
rúmlega helmingi tilvika. Rann-
sóknir sýna að með einföldum að-
gerðum á borð við brjóstagjöf, notk-
un sykursaltlausnar við niðurgangi
og viðeigandi lyfjameðferð við bakt-
eríusýkingum og malaríu, megi
koma í veg fyrir meira en helming
þessara dauðsfalla,“ segir hann. Ein
af niðurstöðum rannsóknar hans var
að skráðum sjúkdómaum barnanna á
svæðinu við Monkey Bay svipar til
þess sem almennt gerist í þróun-
arlöndum.
Önnur ályktun Sigurðar er að mik-
ilvægt sé að halda áfram að hafa
þjónustuna ókeypis. „Ríkisreknu
sjúkrahúsin í Malaví bjóða upp á
ókeypis læknisþjónustu. Það er mjög
metnaðarfullt enda er Malaví með fá-
tækari ríkjum heims. Mörg önnur
þróunarlönd hafa byrjað á þessu en
síðan bakkað með það. Reynsla ná-
grannaþjóða sýnir að þar með sitja
heima þeir fátækustu meðal fátækra.
Líklegt er að það eigi einnig við á
Monkey Bay svæðinu,“ segir hann.
Sigurður segir sorglegt hvað þjón-
ustan á sjúkrahúsunum sem hann
kynntist í Malaví hafi oft strandað á
einföldum atriðum. Skortur á hönsk-
um hafi til dæmis leitt til þess að ekki
hafi verið mögulegt að gera skurð-
aðgerð. Hann segir lyfjaskort einnig
hafa verið vandamál.
Nsima og úgali í matinn
En ætli Sigurður hafi fundið eitt-
hvað líkt með fólkinu sem hann hitti í
Malaví og því sem hann umgekkst
norðar í Kenýa?
„Það má eiginlega segja að á báð-
um stöðum sé fólk opið og mjög gest-
risið. Margt er líkt með ýmsum að-
stæðum en landfræðilega eru
staðirnir ólíkir. Í Malaví er stórt og
mikið vatn, Malavívatn, og fólkið lifir
mikið á fiski. Í Kenýa þarf fólk hins
vegar frekar á því að halda að eiga
akur til að geta ræktað maís. Í
Malaví veiðir fólk fisk, selur hann og
notar peningana til að kaupa maís. Á
báðum stöðum er meginuppistaðan í
fæðunni þykkur maísgrautur sem
kallast nsima í suðurhluta Malaví en
úgali í Kenýa. Með þessu er síðan
borðað grænmeti eða kjöt en í
Malaví aðallega fiskur,“ segir Sig-
urður.
Aðspurður segist hann kunna vel
við sig jafnt á Íslandi sem í Kenýa og
Malaví. „Til að byrja með er skrýtið
að fara á milli en lífið í landinu venst
fljótt þegar á staðinn er kominn. Það
var til dæmis furðulegt að flytja aft-
ur til Kenýa þegar ég var búinn með
Hagaskóla og á leið í MR. Síðan var
skrýtið að aðlagast lífinu á Íslandi
nokkrum árum síðar og fara í Há-
skóla Íslands. Þótt ég væri búinn að
vera í mörg ár í Kenýa var mikil upp-
lifun að fara til Malaví og gera rann-
sóknina,“ segir hann og bætir við:
„Það var frábært að fá að vera hluti
af samfélaginu í Malaví í þennan
stutta tíma.“
Kunnátta í
swahili hjálpaði
Sigurður Ragnarsson ræðir við ljósmóður á sjúkrahúsinu þar sem hann gerði
rannsóknina. Verkefnið sneri að börnum á aldrinum 2 mánaða til 5 ára.
Sigurður Ragnarsson bjó í mörg ár í Kenýa
Ríkisreknu sjúkra-
húsin í Malaví bjóða
upp á ókeypis lækn-
isþjónustu. Það er
mjög metnaðarfullt
enda er Malaví
með fátækari
ríkjum heims.