Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 44
Kalvin & Hobbes
PABBI,
ELSKARÐU
MIG?
AUÐVITAÐ
KALVIN MINN
MUNDIRÐU ENNÞÁ ELSKA
MIG EF ÉG HEFÐI GERT
SVOLÍTIÐ AF MÉR
AUÐVITAÐ MUNDI...
...ÉG... ELSKA.... ÞIG
EF ÉG
HEFÐI GERT
SVOLÍTIÐ
MJÖG...
MJÖG...
KALVIN!
HVAÐ
VARSTU
AÐ GERA
NÚNA!?!
Kalvin & Hobbes
KANNANIR VIKUNNAR LÍTA
VEL ÚT FYRIR ÞIG PABBI
ÞAÐ ER
GOTT AÐ
HEYRA
ÞÚ HEFUR
SJALDAN
NOTIÐ EINS
MIKILS FYLGIS
SEM PABBI
HEIMILISINS
OG MEÐ ÞVÍ AÐ GERA EITT
GÓÐVERK Í DAG GÆTIR ÞÚ
NÁÐ METFYLGI OG TRYGGT
AÐ ÞÚ VERÐIR PABBI Á
NÆSTA KJÖRTÍMABILI
GÓÐ TILRAUN KALVIN.
FARÐU AÐ VASKA UPP
OG HANN
FREMUR
PÓLITÍSKT
SJÁLFS-
MORÐ
Kalvin & Hobbes
ÞARNA KEMUR MUMMI,
FANTURINN Í BEKKNUM
HANN ER EKKI GÁFAÐUR,
EN HANN ER KLÁR
Á GÖTUNNI...
OG ÞÁ MEINA ÉG AÐ HANN
ER KLÁR Á ÞVÍ Í HVAÐA
GÖTU HANN Á HEIMA
Kalvin & Hobbes
BLESS PABBI, ÉG ER
FARINN AÐ GÆTA AÐ
TÍGRISDÝRAGILDRUNNI MINNI
ÉG SETTI TÚNFISKSAMLOKU
Í HANA Í GÆR, ÞANNIG AÐ
ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA
KOMIÐ TÍGRISDÝR Í
HANA NÚNA
FINNST
ÞEIM ÞÆR
GÓÐAR?
JÁ, ÞAU
GERA HVAÐ
SEM ER FYRIR
SAMLOKU MEÐ
TÚNFISK
ÞETTA ER
DÁLÍTIÐ
STÓR GALLI
Hrólfur hræðilegi
Kalvin & Hobbes
STOPP! ÞETTA ER TOLLHLIÐ.
ÞÚ VERÐUR AÐ BORGA MÉR
10 KALL TIL ÞESS AÐ FÁ AÐ
KOMAST INN Í BÍLSKÚR
AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ
BORGA FYRIR ÞAÐ AÐ FARA
INN Í MINN BÍLSKÚR?
VEGNA ÞESS AÐ EF ÞÚ
BORGAR EKKI ÞÁ SKELLI ÉG
HURÐINNI Á HÚDDIÐ Á
BÍLNUM ÞÍNUM
HVÍLÍKUR
NIRFILL
Kalvin & Hobbes
SLÆMAR FRÉTTIR
PABBI! ÞÚ ERT Á
NIÐURLIEÐ Í
KÖNNUNUM
K0NN-
UNUM?
JÁ, SÉRSTAKLEGA
MEÐAL TÍGRIS-
DÝRA OG 6
ÁRA HVÍTRA
KARLMANNA
EF ÞÚ VILT HALDA ÁFRAM AÐ
VERA PABBI ÞÁ VERÐUR ÞÚ
AÐ GERA LYKILBREYTINGAR Á
ÞVÍ HVERNIG ÞÚ STJÓRNAR
EITTHVAÐ SÉRSTAKT SEM
ÞÚ MÆLIR MEÐ AÐ ÉG
GERI?
AF ÞEIM SEM TÓKU
ÞÁTT Í KÖNNUNINNI
VORU FLESTIR HLYN-
TIR VASAPENING OG
ÖKUKENNSLU
Dagbók
Í dag er sunnudagur 9. júlí, 190. dagur ársins 2006
Víkverji hefurnokkrum sinnum
á undanförnum vikum
brugðið sér á sportbar
við Ármúla til að fylgj-
ast með leikjum í
heimsmeistarakeppn-
inni í Þýskalandi – á
stórum skjá – í góðra
vina hópi. Það má með
sanni segja að þeir Ís-
lendingar sem hafa
fylgst hvað mest með
leikjum á HM hefðu
ekki getað hugsað sér
betra veður til að
horfa á þrjá leiki á dag
en rigningu, en hún
hefur verið nær stöðug hér á landi á
meðan HM hefur staðið yfir. „Já,
veðrið hefði ekki getað verið betra,“
sagði einn vinur Víkverja, sem var
þegar byrjaður að kvíða tómarúminu
sem myndast í rigningunni á næstu
vikum, þegar HM stendur ekki leng-
ur yfir. Vinurinn var byrjaður að spá
í sólarlandaferð og þá jafnvel til Ítal-
íu ef Ítalir verða heimsmeistarar.
Spennan er mikil í Þýskalandi fyr-
ir úrslitaleiknum á HM, sem fer
fram á Ólympíuleikvanginum í Berl-
ín í kvöld er Ítalía og Frakkland
mætast. Það er næsta víst að al-
menningur í Þýskalandi mun halda
með Ítölum í þeirri baráttu, þar sem
Þjóðverjar eru með
miklu meiri samgang
við Ítali en Frakka og
fara mikið í sumarfrí
til Ítalíu og þá sér-
staklega til vatnanna á
Norður-Ítalíu. Garda-
vatnið er þeirra sum-
arparadís.
Víkverji hefur oft
ferðast um Þýskaland
og í einni ferð sinni var
hann spurður af Þjóð-
verja hvert hann væri
að fara. Víkverji sagði
að það væri ekki
ákveðið og spurði á
móti: Hvert myndir þú
fara?
Þjóðverjinn var fljótur að svara –
ég færi ekki vestur, og benti til
Frakklands. „Það er óhreint og lítil
skemmtun þar. Ég myndi halda suð-
ur – til Austurríkis og Ítalíu.“
Þjóðverjar og Frakkar hafa háð
margar orrusturnar um landsvæði í
gegnum aldirnar og þá sérstaklega
um Elsass (Alsace), þar sem flestir
bæir heita þýskum nöfnum. Margir
Þjóðverjar hafa heldur ekki gleymt
því að franska útlendingahersveitin
var látin vaða inn í Svartaskóg í lok
síðari heimsstyrjaldarinnar til þess
að eyðileggja sögulegar byggingar í
hinum fallega bæ, Freudenstadt.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Fræðsla | Í tilefni af íslenska safnadeginum mun Ingunn J. Óskarsdóttir,
garðyrkjufræðingur verða með fræðslu í Grasagarði Reykjavíkur í dag,
sunnudaginn 9. júlí kl. 11, um fjölærar jurtir, liljur, lykla og lauka. Mæting er
í lystihúsinu. Ókeypis fræðsla og skemmtun, allir velkomnir.
Fræðsla í Grasagarði
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóh. 14, 15.)