Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 19
Kona og barn við Malavívatn sem liggur eftir landinu endilöngu.
Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson
Mæðravernd á sjúkrahúsi í Malaví. Verkefni nemendanna frá Íslandi hafa meðal
annars snúið að mæðravernd og því að styrkja faglega hlið þróunarstarfs ÞSSÍ.
Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson
Náttúrufegurð í Malaví, á leið frá Monkey Bay til höfuðborgarinnar Lilongwe.
Ljósmynd/ Berglind Eik
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 19
Útsalan
hefst í fyrramálið
v/Laugalæk • sími 553 3755
Berglind Eik Guðmundsdóttir fórtil Malaví í byrjun mars ogkom heim um miðjan apríl.
Hún og vinkona hennar úr lækn-
isfræðinni, Björg Jónsdóttir, vissu að
aðrir læknanemar höfðu farið til
Malaví og þótti það spennandi.
„Okkur fannst spennandi að sjá
eitthvað nýtt og að kynnast einhverju
allt öðru en við værum vanar. Sjálf
hafði ég til dæmis aldrei farið annað
en til einhverra Evrópuríkja,“ segir
Berglind sem er 22 ára og fædd og
uppalin í Garðabænum. Hún bjó í
Finnlandi í fimm ár og lauk nú í vor
þriðja ári sínu í læknisfræði. Verkefni
Berglindar snerist um að fylgjast
með hvernig meðferð nýburum var
veitt á svæðissjúkrahúsinu í Monkey
Bay. Börnin voru fjögurra vikna og
yngri. ÞSSÍ lagði fram tillögu að
verkefninu og fannst að sögn Berg-
lindar mikilvægt að þetta væri athug-
að.
„Börnin voru mjög misveik. Ný-
burarnir voru langflestir með hita og
talið að þeir væru með bakteríusýk-
ingu, neonatal sepsis, en greining var
þó ekki staðfest með blóðprufu. Börn
um allan heim láta raunar lífið úr
þessari sýkingu, einnig á Vest-
urlöndum. Þarna var hlutfallið hins
vegar miklu hærra,“ útskýrir Berg-
lind. Eftir heimkomu hlaut hún verð-
laun fyrir kynninguna á verkefninu á
rannsóknardögum 3. árs læknanema.
Ekkert hátæknisjúkrahús …
En hvernig þótti Berglindi að
kynnast heilsugæslu við þessar að-
stæður?
„Þetta var mjög athyglisvert, það
er ekki hægt að segja annað. Á
sjúkrahúsinu í Monkey Bay eru engir
læknar en hins vegar svokallaðir
læknatæknar með nokkurra ára
reynslu. Þetta var náttúrlega töluvert
öðruvísi en þau sjúkrahús sem ég er
vön og alls ekkert hátæknisjúkra-
hús!“ svarar hún glettin.
„Þarna voru tæplega 70 rúm,
göngudeild og rannsóknarstofa. Á Ís-
landi er allt sem á sér stað á sjúkra-
húsinu skráð í sjúkraskýrslur; ein-
kenni, meðferð, útkoma og annað.
Þarna var allt handskráð og skýrslur
oft ekki skoðaðar aftur. Kennitölur
þekktust ekki og ekki var hægt að
leita að upplýsingum nema fara
hreinlega í gegnum allar sjúkra-
skrárnar. Af þessum sökum voru
flest börn með litlar bækur þar sem
upplýsingar um þau voru skráðar:
Fæðingardagur, bólusetningar,
þyngd ef barnið fæddist á sjúkrahúsi
og hafði verið vigtað og svo fram-
vegis. Mæðurnar geymdu síðan bæk-
urnar. Annað sem vakti athygli mína
var að fyrir utan sjúkrahúsið var æv-
inlega hópur af ættingjum þeirra sem
lágu inni. Þeir komu á staðinn til að
sinna fólkinu sínu, elda mat handa
þeim og vera hjá þeim sem voru veik-
ir. Einnig var skrýtið að upplifa að
lyfjasendingar bárust oft óreglulega
og þá voru ákveðin lyf eins og pens-
ilín, sem flestir nýburanna fengu, ef
til vill ekki til í nokkra daga. Sam-
göngur þarna eru líka erfiðar og
flestir fara fótgangandi ferða sinna.
Margir höfðu gengið langar leiðir
þegar þeir loksins komu á sjúkra-
húsið. Einnig kom fyrir að heilsu-
gæslustarfsfólk komst ekki út í þorp-
in til að bólusetja börn, þar sem
rigningar höfðu eyðilagt vegi,“ segir
Berglind Eik.
Ólíkar árstíðir miðað við Ísland
Þær stöllur Berglind Eik og Björg
Jónsdóttir bjuggu saman í þorpinu
Chirombo, smáspotta frá sjúkrahús-
inu í Monkey Bay.
„Þarna vorum við í fínu húsi með
góðan aðbúnað. Við vorum til dæmis
með rafmagn en almennt hefur fólk
það ekki á þessum slóðum. Við vorum
líka með aðgang að bíl. Þarna við
vatnið eru þrír Íslendingar á vegum
ÞSSÍ og við vorum í mjög góðum
höndum. Fólkið í þorpinu tók okkur
vel og starfsfólkið á sjúkrahúsinu var
mjög hjálplegt,“ segir hún.
Árstíðirnar í Malaví eru ólíkar því
sem Berglind á að venjast á Íslandi.
Þegar hún var úti í mars og apríl var
til dæmis regntímabil. Vinnudag-
urinn var frá hálf átta til hálf fimm og
um sexleytið skall á svarta myrkur.
„Þar sem fæstir hafa rafmagn verður
mjög dimmt eftir að sólin sest. Flestir
fara að sofa á milli átta og níu á kvöld-
in en þeir vakna líka við sólarupprás
klukkan fimm …“ segir hún sposk.
Sérstaka athygli Berglindar vakti
hversu víða var hægt að kaupa sér
kók, þrátt fyrir að langt væri á milli
verslana með úrval vörutegunda. „Í
Monkey Bay var ein lítil búð með
helstu nauðsynjum en alls staðar var
hins vegar hægt að komast yfir Coca
Cola.“
Bólusetningar bjarga miklu
Berglind Eik segist viss um að
reynslan frá Malaví muni nýtast sér í
námi og starfi. „Þetta var mjög
áhugavert og það er náttúrlega gott
að sjá annan aðbúnað en maður er
vanur og reyna að skilja aðra siði og
venjur. Maður hefur heyrt ótal margt
um ýmis þróunarlönd en það er öðru-
vísi að sjá það með eigin augum,“ seg-
ir hún og tekur dæmi: „Ef ekki eru til
lyf á sjúkrahúsinu í dag, eru einfald-
lega ekki til lyf og þá nær það ekkert
lengra. Hins vegar kemur líka á óvart
hversu margt er hægt að gera með
tiltölulega litlu fjármagni og góðu
skipulagi, til dæmis með því að bólu-
setja öll börn og þungaðar konur.
Hægt er að bjarga mörgum manns-
lífum með ýmsum ódýrum lausnum
sem eru þekktar og vitað er að
virka.“
Kókflöskur og lyfja-
birgðir sem klárast
Berglindi Eik Guðmundsdóttur fannst spennandi að kynnast einhverju nýju
Þar sem fæstir hafa
rafmagn verður
mjög dimmt eftir að
sólin sest. Flestir fara
að sofa á milli átta
og níu á kvöldin en
þeir vakna líka við
sólarupprás klukkan
fimm …
Berglind Eik Guðmundsdóttir prófar
að halda á barni með sama hætti og
konur gera þar sem hún dvaldi í
Malaví. Áhorfendur voru um 100 tals-
ins og skemmtu sér konunglega!