Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fjölgun innflytjenda er ein stærstabreyting sem orðið hefur á íslenskusamfélagi síðustu ár. Fyrir tuttugu ogfimm árum bjuggu aðeins um 3.300erlendir ríkisborgarar á Íslandi. Árið 2005 voru erlendir ríkisborgarar orðnir tæplega 14.000 eða 4,6% af íbúum landsins. Ríkisstofn- anir hafa lengst af sett strangar skorður við að- flutningi fólks hingað. Atvinnuleyfi voru gefin út til skamms tíma í senn og aðeins ef engir Íslend- ingar fengust til starfa. Á Íslandi hefur hins veg- ar verið nær stöðug eftirspurn eftir vinnuafli í láglaunastörf. Atvinnuástand á Íslandi er ein helsta ástæðan fyrir fjölgun innflytjenda. Frá því að innflytjendum tók að fjölga á Ís- landi, hafa Pólverjar ávallt verið langfjölmenn- asti hópur innflytjenda. Árið 2005 bjuggu hér 3.629 einstaklingar sem flutt höfðu frá Póllandi. Íslenskt þjóðfélag hefur breyst mikið frá því einsleita þjóðfélagi sem var hér í upphafi níunda áratugarins. Afnám takmarkana við frjálsri för fólks frá aðildarríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum gera Ísland enn fjöl- þjóðlegra. Því er vert að líta til baka og skoða sögu pólskra innflytjenda, atvinnumöguleika þeirra, fjölskylduhagi og stöðu þeirra í íslensku samfélagi á síðasta aldarfjórðungi. Um leið verður reynt að svara því hvers vegna Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda á Íslandi og hvernig ríkisvaldið og verkalýðsfélög hafa brugðist upphafi fjölþjóðasamfélags á Íslandi út frá atvinnupólitískum sjónarmiðum og þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum Fjölgun innflytjenda á níunda áratugnum Fyrir 1980 voru pólskir innflytjendur á Ís- landi fámennur hópur í fjölbreyttum störfum. Nokkrir Pólverjar unnu sem farandverkamenn í fiskvinnslu, aðrir voru íþróttakennarar, íþróttaþjálfarar eða tónlistarmenn. Á níunda áratugnum fjölgaði pólskum innflytjendum verulega og árið 1991 bjuggu rúmlega fimm hundruð pólskir innflytjendur á Íslandi. Upphaf þessara breytinga má rekja til skipasmíða. Í lok áttunda áratugarins og byrjun þess ní- unda var nokkuð um að íslenskar útgerðir létu smíða skip eða breyta gömlum skipum í skipa- smíðastöðvum í Póllandi. Í tengslum við smíð- arnar fóru íslenskir eftirlitsmenn, skipstjórar og áhafnir til Póllands þar sem kynni tókust við pólska starfsmenn skipasmíðastöðvanna. Skort- ur var á faglærðum járniðnaðarmönnum á Ís- landi og því voru þessi nýfengnu viðskipta- og kunningjatengsl nýtt til að útvega faglært starfsfólk frá Póllandi. Fyrrverandi framkvæmdastjóri skipasmíða- stöðvar hér á landi réð menn í gegnum íslenskan skipaskoðunarmann sem átti samstarf við yf- irmann í skipasmíðastöð í Póllandi um að útvega íslenskum fyrirtækjum pólska starfsmenn. Pólskir járniðnaðarmenn komu yfirleitt til Ís- lands í tólf til fimmtán manna hópum, auk eins yfirmanns. Hópurinn vann sem heild, „ákveðin verkefni voru sett fyrir og unnin en pólski yf- irmaðurinn var sá eini sem kunni ensku. Þannig að það voru engin samskipti milli þeirra og Ís- lendinganna“. Allt fram á miðjan tíunda áratuginn voru hóp- ar pólskra járniðnaðarmanna ráðnir til Íslands og störfuðu þeir hjá mörgum fyrirtækjum. Skortur á járniðnaðarmönnum var viðvarandi en þó voru atvinnuleyfi aldrei gefin út nema til sex mánaða í senn og oft aðeins til tveggja mán- aða. Að þeim tíma liðnum sneru mennirnir aftur til Póllands, en komu flestir aftur og aftur til Ís- lands – alltaf í sex mánuði í senn. Af hverju var brugðist við skorti á járniðn- aðarmönnum með endurteknum skammtíma- ráðningum? Útgáfa atvinnuleyfa var í höndum félagsmálaráðuneytisins þar sem litið var á ráðningu Pólverja sem skammtímalausn þegar engin önnur úrræði stóðu til boða. Félag járn- iðnaðarmanna var mótfallið því að fá vinnuafl erlendis frá og vildi frekar leysa skort á járniðn- aðarmönnum með því að hækka laun og hvetja þannig Íslendinga til að starfa sem járniðnaðar- menn. Skammtímaráðning virðist líka hafa hentað Pólverjunum ágætlega. Flestir þeirra áttu fjölskyldu í Póllandi auk þess sem þeir voru fastráðnir hjá skipasmíðastöðvum í Póllandi og höfðu fengið leyfi þaðan til að fara í tímabundna uppgripavinnu á Íslandi. Ávinningurinn af því að komast í vinnu á Ís- landi var mikill. Vegna hárra launa hér á landi miðað við í Póllandi og vegna þess hve hátt doll- arinn var skráður í Póllandi, gat fólk margfaldað laun sín tíu til fimmtánfalt á Íslandi. Vinna á Ís- landi var hins vegar háð tvennu: Að einhver út- vegaði hana og að leyfi fengist frá vinnu í Pól- landi. Framkvæmdastjórinn sem áður var getið, sagðist hafa haft „á tilfinningunni að þeir greiddu einhverjum milligöngumönnum fyrir að koma hingað“. Fyrsta pólska fiskverkafólkið Þar til á níunda áratugnum var fiskvinnsla að- allega mönnuð Íslendingum sem unnu þar árið um kring. Fram á miðjan níunda áratuginn var þó nokkuð um að farandverkafólk kæmi hingað, aðallega frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þar er hefð fyrir því að ungt fólk ferðist til Evrópu og dvelji í fáein ár. Framan af níunda áratugnum bjuggu að jafnaði um 70 Pólverjar á Íslandi en þeim fjölgaði verulega undir lok áratugarins – í 521 árið 1991. Nær allir komu þeir til að starfa í fiskvinnslu. Auðvelt var að fá fólk frá Póllandi í gegnum þá sem þegar voru hér, en auk þess töldu atvinnurekendur sig hafa góða reynslu af pólsku starfsfólki þótt margir hafi verið hikandi í fyrstu. Eða eins og einn fyrrverandi fram- kvæmdastjóri frystihúss orðaði það: „Ég þorði ekki að ráða austantjaldsfólk. En svo sá ég að þetta hafði reynst vel annars staðar og þetta reyndist vera hið besta fólk.“ Athygli vekur að á sama tíma og Pólverjum fjölgaði, fækkaði ársverkum í fiskiðnaði um tæpan fjórðung – úr nærri 10.000 árið 1987, í um 7.600 árið 1990. Skýringin á fjölgun Pólverja hér á landi er því ekki fjölgun starfa í fiskvinnslu. Ekki er heldur hægt að skýra fjölgunina með skyndilegum skorti á öðru erlendu vinnuafli, þar eð innflytjendum af nær öllu þjóðerni fjölgaði á tímabilinu. Ástæða þess að innflytjendum fjölg- aði virðist vera að Íslendingar hafi fært sig í önnur störf. Atvinnuleysi Árið 1991 fjölgaði pólskum innflytjendum á Íslandi um rúmlega 250. Árið eftir fækkaði þeim hins vegar næstum jafn mikið og næstu ár á eft- ir komu fáir til Íslands. Ástæðan er aukið at- vinnuleysi á þessum árum. Atvinnulausum á Ís- landi fjölgaði úr tæplega 2.000 árið 1991 í um 6.000 árið 1993. Atvinnuleysi náði hámarki árið 1995, í 4,9 %, sem er mesta atvinnuleysi á Ís- landi frá lýðveldisstofnun. Nú sneru Íslendingar aftur í störf sem áður höfðu verið eftirlátin innflytjendum. Stofnanir áttu auðvelt með að stýra fjölda innflytjenda á Íslandi því að atvinnuleyfi voru veitt til skamms tíma í senn og framlengingar atvinnuleyfa voru háðar atvinnuástandi hverju sinni. Auk þess höfðu stjórnvöld heimildir til að afturkalla at- vinnuleyfi. Fjölgun innflytjenda eftir 1995 Eftir 1995 dró úr atvinnuleysi og fjöldi pólskra innflytjenda á Íslandi hefur farið vax- andi síðan. Samfara þessari miklu fjölgun eru pólskir innflytjendur nú ráðnir til fjölbreyttari starfa en áður. Um 85% þeirra sem komu til Ís- lands árið 1991 störfuðu í fiskvinnslu, en minna en helmingur þeirra sem komu 2005. Á móti hef- ur þeim fjölgað sem koma til Íslands til að starfa í byggingarvinnu og við matvælaframleiðslu. Færri koma til að starfa í iðnaði og landbúnaði. Fjölgun innflytjenda á Íslandi hefur haft veruleg áhrif á nokkrar atvinnugreinar. Einna greinilegust eru þau í fiskvinnslu. Mörg fisk- vinnslufyrirtæki eru nær eingöngu rekin með innfluttu vinnuafli og verður ekki séð hvernig fiskvinnsla hér á landi yrði starfrækt án innflytj- enda. Störf í fiskvinnslu njóta lítilla vinsælda enda bæði erfið og illa launuð. Innflytjendur vinna oft árum saman í fiskvinnslu, en leita eins og aðrir í önnur störf ef tækifæri gefast. Á með- an atvinnuleysi er lítið er því viðvarandi mann- aflsskortur hjá mörgum fiskvinnslufyrirtækj- um. Á hverju hausti síðustu fimmtán ár, hafa tugir Pólverja komið til Íslands til að vinna í sláturtíð. Þeir fá oftast atvinnuleyfi í tvo til fjóra mánuði í senn, snúa aftur til Póllands að þeim tíma liðn- um, en koma aftur til Íslands í næstu sláturtíð. Margir þessara Pólverja eru með fasta vinnu í Póllandi, oft sem slátrarar eða iðnaðarmenn. Þeir skreppa til Íslands í tímabundin uppgrip, ekki ósvipað járniðnaðarmönnunum sem áður var fjallað um. Undanfarið hefur pólskum innflytjendum fjölgað mest í byggingarvinnu. Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar, skapa stóriðju- og virkjunarframkvæmdir nær 3.000 ný störf. Skýrslan gerir ráð fyrir að til loka ársins 2007 þurfi að ráða um 1.800 starfsmenn erlendis frá. Fyrirtæki sem vinna að virkjunar- og bygging- arframkvæmdum ráða starfsmenn í gegnum ráðningarskrifstofur í Póllandi auk þess sem ís- lenskar ráðningarskrifstofur hafa í nokkur ár verið í samstarfi við pólskar ráðningarskrifstof- ur um ráðningar á sérhæfðu starfsfólki til Ís- lands. Koman til landsins Starfsfólk frá Póllandi hefur lengst af verið ráðið þannig að atvinnurekendur hafa leitað til Pólverja sem þegar eru á Íslandi og beðið þá um að hafa milligöngu um að fá fleira starfsfólk til landsins. Sumir innflytjendur nýttu tækifærið til að fá fjölskyldumeðlimi og kunningja til landsins. Aðrir högnuðust á stöðu sinni sem milligöngumenn með því að heimta umboðslaun Hagir pólskra innflyt Morgunblaðið/Þorkell Frá því að innflytjendum tók að fjölga á Íslandi, hafa Pólverjar ávallt verið langfjölmennasti hópur innflytjenda. Árið 2005 bjuggu hér 3.629 einstaklingar sem flutt höfðu frá Póllandi og undanfarið hefur pólskum innflytjendum fjölgað mest í byggingarvinnu. Fjöldi innflytjenda á Íslandi hefur rúmlega fjórfaldast á 25 árum. Fjöl- mennasti hópur innflytjenda hér eru Pólverjar. Kári Gylfason fjallar um sögu pólskra innflytjenda á Ís- landi og þróun innflytjendamála. ’Fæstir þeirra sem hafa flutt hingað frá Póllandivirðast hafa ætlað sér að setjast að til frambúðar. Þeim hefur þó fjölgað. Nokkuð er um fjölskyldu- sameiningar og húsnæðiskaup auk þess sem áhugi á íslenskunámi virðist vera vaxandi.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.