Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Stundum eiga sér stað atburðir semgreypast svo djúpt í vitund þjóðfélagsað allir muna hvar þeir voru staddireða hvað þeir voru að gera þegar þeirheyrðu fréttina fyrst. Fyrir írsku þjóðinni er morðið á blaðakonunni Veronicu Gu- erin slíkur atburður. John Bruton, þáverandi forsætisráðherra landsins, sagði morðið vera árás á lýðræðið og viðbrögð almennings og sér- staklega blaðamannastéttarinnar voru hörð. Nú 10 árum seinna standa menn enn frammi fyrir sömu spurningum og kviknuðu í kjölfar morðsins og atburðanna sem leiddu til þess. Hver var Veronica Guerin og hvers vegna or- sakaði mál hennar enn áleitnari spurningar en áður um hversu langt blaðamenn geta gengið við að afla heimilda án þess að lífi þeirra sé stofnað í hættu? Naas-þjóðvegurinn í úthverfi Dublin laust eftir hádegi miðvikudaginn 26. júní árið 1996. Tveir menn á mótorhjóli stöðvuðu við hlið rauðrar Opel-bifreiðar Guerin sem var stopp á umferðarljósum. Þeir hleyptu af fimm skotum og þegar lögreglan kom að var blaðakonan, sem bæði var dáð og umdeild, úrskurðuð látin. Saga Veronicu Guerin er ekki einsdæmi og hafa þeg- ar 19 blaðamenn látið lífið árið 2006. Frá árinu 1994 hafa árlega að meðaltali 33 blaðamenn fall- ið eða verið myrtir. Flestir þeirra eru stríðs- fréttaritarar sem falla við störf sín en aðrir blaðamenn eru teknir af lífi eða myrtir vegna mála sem ákveðnir aðilar, glæpamenn eða stjórnvöld, vilja ekki að komi fyrir sjónir al- mennings. Aldrei fyrr hafði blaðamaður verið myrtur á Írlandi þrátt fyrir umfjallanir um um- deild og áleitin mál; hneykslismál kaþólsku kirkjunnar og menn og málefni innan raða írska lýðveldishersins, IRA. Það var ekki síst þess vegna sem morðið á Guerin vakti jafn mikinn óhug og raun bar vitni. Engum kom til hugar að slíkt gæti átt sér stað á Írlandi, í venjulegu út- hverfi hefðbundinnar evrópskrar borgar. Fór sínar leiðir Veronica Guerin fæddist í Dublin árið 1958. Hún hóf að starfa við blaðamennsku árið 1990 en hafði fram að því bæði unnið hjá endurskoð- unarfyrirtæki föður síns og seinna kom hún á fót almannatengslafyrirtæki ásamt eiginmanni sínum, Graham Turley. Guerin og Turley kynntust við störf í Ogra Fianna Fáil, ungliða- hreyfingu stærsta stjórnmálaflokks Írlands, á áttunda áratugnum og átti Guerin eftir að verða afkastamikil í flokksstarfinu seinna meir. Blaðamannaferill Guerin hófst hins vegar hjá Sunday Business Post og Sunday Tribune. Þar vakti hún fljótlega athygli fyrir óhefðbundin vinnubrögð við heimildaöflun og var gagnrýnd fyrir það í hálfum hljóðum innan blaðamanna- stéttarinnar. Aengus Fanning, ritstjóri Sunday Independent, sagði síðar að Guerin hefði ekki verið sú manngerð sem beið við skrifborðið eftir símtölum eða fréttatilkynningum til að vinna úr. Reyndar hafi sjaldnast verið hægt að ganga að henni vísri við skrifborðið. Veronica Guerin fór út í samfélagið til að fá þær upplýsingar sem hana vantaði, talaði við fólkið sem málið snerti, hvort sem það voru langt leiddir fíkniefnaneyt- endur, dópsalar eða dæmdir glæpamenn. Hug- rekki, fífldirfska og að sumra mati kæruleysi einkenndi vinnubrögð hennar alla tíð þó svo að engan hefði órað fyrir hvað það ætti eftir að kosta hana. Spilling og hneyksli innan kirkjunnar Fyrst um sinn fjallaði Guerin um spillingar- mál stórfyrirtækja og hneykslismál innan kaþ- ólsku kirkjunnar og nafn hennar varð vel þekkt eftir blaðagreinar um röð alvarlegra mála með- al helstu manna kirkjunnar. Í byrjun 10. ára- tugar síðustu aldar stóð írska þjóðin frammi fyrir mesta fíkniefnavanda meðal ungs fólks frá upphafi. Hinir lægst settu voru ekki lengur þeir einu sem lentu í klóm fíkniefna og fíkniefnasala heldur sáu venjulegar millistéttarfjölskyldur á eftir börnum sínum í ömurleg dópbæli sem spruttu upp víða í borginni. Bækistöðvar skipu- lagðrar glæpastarfsemi voru ekki lengur ein- skorðaðar við alræmd hverfi í norðurhluta Du- blin heldur var vandamálið orðið af þeirri stærðargráðu að það var nánast komið inn í bakgarð hins almenna borgara. Líkt og hneykslismál kirkjunnar höfðu haft víðtæk áhrif á samfélagið í heild sinni fór sívaxandi glæpatíðni í kjölfar aukinnar fíkniefnasölu og fíkniefnaneyslu að lita þjóðfélagið dökkum lit- um. Guerin taldi þau mál hins vegar frábrugðin að því leyti að almenningur hugsaði sem svo að ef hann lokaði augunum og feldi sig fyrir fíkni- efnavandanum þá væri vandinn ekki til staðar. Mikil reiði ríkti meðal þjóðarinnar allrar eftir að upp komst um blekkingar, lygar og misnotkun á börnum meðal kirkjunnar manna. Færri leyfðu sér að reiðast fíkniefnasölunum þó svo að þeir bæru einnig ábyrgð á því að eyðileggja líf fjöl- margra ungmenna. Að vekja fólk til umhugs- unar um vandann var ein helsta ástæða þess að árið 1994 hóf Veronica Guerin að skrifa um glæpi fyrir Sunday Independent. Undirheimar fíkniefnanna „Við skrifum undir fáránlegum og heftum lögum á Írlandi. Þetta er dásamlegt land, frá- bær staður til þess að heimsækja en því miður er þetta erfiður staður fyrir blaðamenn til að stunda vinnu sína þar sem við vinnum undir mjög strangri meiðyrðalöggjöf. Þetta er einnig erfitt fyrir útgefendur blaðanna því það eru þeir sem þurfa að greiða lögfræðingum svimandi há- ar upphæðir fyrir að standa í réttarsölum nán- ast á hverjum degi.“ Þetta sagði Guerin þegar hún veitti alþjóðlegum verðlaunum Committee to Protect Journalists viðtöku í desember árið 1995. Meiðyrðalöggjöfin á Írlandi var mjög ströng og er enn að vissu leyti. Til að forðast hugsanlega málsókn, sem margir írskir blaða- menn áttu yfir höfði sér, notaðist Guerin við uppnefni eða gælunöfn glæpamannanna þegar hún skrifaði um þá. Nöfnin voru ýmist þekkt í undirheimunum meðal glæpamannanna sjálfra og lögreglunnar einnig en stundum gaf Guerin sjálf þeim, sem hún fjallaði um, nöfn. Þannig hóf hún að rannsaka mál og skrifa greinar um þekkta glæpamenn Dublinarborgar og starf- semi þeirra, meðal annars Martin Cahill sem gekk undir nafninu The General og Gerry Hutch sem var þekktur sem The Monk. Upphaf ferlisins sem leiddi til morðsins á Veronicu Gu- erin má rekja til þess þegar hún hóf að skrifa um fíkniefnasala á þennan hátt. Hún beitti enn sömu, sumpart óhefðbundnu, vinnubrögðum og fljótlega hafði hún rakið slóðina til manns að nafni John Gilligan. Gilligan var mikill íþrótta- unnandi og hafði meðal annars varið miklu fjár- magni í hrossaræktun og uppbyggingu hennar á Írlandi. Hann var þó langt frá því að vera með hreint sakavottorð. Líflátshótanir og skotárás Við vinnu sína hafði Guerin margoft verið hótað og nokkrum sinnum var henni hótað líf- láti. Í janúar 1995 var ráðist á hana á heimili hennar og hún skotin í fótlegginn. Sumir töldu að hún hefði veitt sér áverkana sjálf enda mætti öllum vera ljóst á þessum tímapunkti að hún legði allt í sölurnar og kærði sig lítið um eigin velferð. Eini tilgangurinn væri að ná efni í góða blaðagrein enda hlyti tilhugsunin um að verða stjörnublaðamaður hjá einu stærsta dagblaði landsins óneitanlega að kitla hégómagirndina. Í september sama ár réðist John Gilligan á Guer- in þegar hún reyndi að taka viðtal við hann. Síð- ar hótaði hann að ræna og nauðga Cathal, fimm ára gömlum syni hennar. Guerin hélt þó ótrauð áfram, afþakkaði lögregluvakt um heimili sitt og hafði Cathal oft með í för þegar hún tók við- töl við vafasama einstaklinga. Harkaleg gagnrýni Enginn í hennar stöðu er laus við gagnrýni. Þá, og ekki síst eftir dauða hennar, veltu margir fyrir sér hvernig eiginkona og móðir gæti haldið þessu starfi sínu til streitu þegar ekki aðeins hún sjálf hafði fengið alvarlegar hótanir heldur einnig nánasta fjölskylda hennar. Skoðanir voru skiptar og aðrir bentu á að væntanlega þyrfti karlmaður í sömu stöðu ekki að sitja und- ir sömu gagnrýni. Ein mesta og jafnframt harkalegasta gagnrýnin sem kom fram á Vero- nicu Guerin var bók annarrar blaðakonu, Emily O’Reilly, „Veronica Guerin – The life and death of a crime reporter“ sem kom út árið 1998, tveimur árum eftir dauða hennar. Í bókinni fjallar hún um fortíð Guerin áður en hún hóf störf við blaðamennsku, meintar upplognar skólagráður og starfsreynslu og ábyrgð hennar á leka til fjölmiðla úr innsta hring Fianna Fáil. Hún fer einnig hörðum orðum um vinnubrögð hennar og persónu. Í niðurlagi bókarinnar segir þó: „Veronica Guerin var snjall blaðamaður, en snilli hennar átti rætur sínar að rekja til per- sónuleika sem skorti eðlilegar hömlur í per- sónulegri og faglegri hegðun.“ Emily O’Reilly vildi ekki tjá sig um bók sína eða persónulega um mál Guerin og sagði að hún hefði engu við að bæta í því sambandi. O’Reilly var hins vegar mjög hjálpleg þegar kom að annarri heimilda- öflun fyrir þessa grein. Umfangsmikil rannsókn Morðið á Veronicu Guerin hafði margvíslegar afleiðingar. Strax eftir atburðinn flúði John Gil- ligan til Englands en var framseldur þaðan árið 2000 og dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir stórkost- leg fíkniefnabrot. Hann var engu að síður sýkn- aður af ákæru um morðið á Guerin. Hins vegar afplána tveir menn úr gengi Gilligan nú langa fangelsisdóma eftir að hafa verið fundnir sekir um morðið. Í kjölfar dauða Veronicu Guerin hleypti lögreglan af stað umfangsmikilli rann- sókn á fíkniefnamálum og margir áhrifamiklir menn innan fíkniefnaheimsins voru handteknir og hlutu dóma. Írska þingið staðfesti einnig lög sem gerðu ríkinu kleift að gera eignir, sem fjár- magnaðar hafa verið með ólögmætum hætti, upptækar. Eftirmál málsins fyrir blaðamanna- stéttina voru einna helst þau að þeir njóta nú mun meiri alhliða verndar í landinu og vinnu- brögð tengd fréttaflutningi af glæpum hafa tek- ið á sig aðra mynd. Reiðin meðal írsku þjóð- arinnar í kjölfar morðsins var gríðarleg og þar með má segja að Veronicu Guerin hafi að nokkru leyti tekist ætlunarverk sitt – að vekja fólk til umhugsunar um það hvað væri í raun að gerast í samfélaginu á bak við ímyndina um hið góða og græna Írland eða eins og hún sagði sjálf: „Ég er að sinna mínu starfi. Ég er að sýna fólkinu hvernig þetta samfélag virkar.“ Hversu langt á og má ganga? Mál Veronicu Guerin er vissulega orðið tíu ára gamalt og telst þess vegna ekki vera nýmæli í hröðum heimi frétta- og blaðamennsku. Þó er mikilvægt að halda í þann lærdóm sem má draga af máli Guerin því svipaðir hlutir eiga sér stað um allan heim enn í dag. Spurningarnar koma upp aftur og aftur og enn er erfitt að kom- ast að endanlegri niðurstöðu. Spurningar sem almenningur, blaðamenn og ritstjórar spyrja sig enn þá – hversu langt á og má ganga? Enn á ný koma upp aðstæður þar sem ástæður, gæði vinnubragða og heilindi blaðamanna eru dregin í efa. Hlutverk blaðamanna hlýtur að vera eitt og aðeins eitt: að vekja athygli almennings og stjórnvalda á málefnum þjóðfélagsins á hlut- lausan hátt með von um að það kalli á úrbætur og lausnir til bóta fyrir samfélagið í heild sinni. Takmörk fífldirfskunnar Fyrir 10 árum var írska blaðakonan Veronica Guerin myrt vegna skrifa sinna. Morðið vakti heimsathygli og írska þjóðin var slegin óhug. Sólveig Jónsdóttir fjallar um Guer- in og áhrifin sem morðið á henni hafði á írskt samfélag. AP Írski blaðamaðurinn Veronica Guerin var myrt árið 1996. Henni hafði margsinnis verið hótað. Í byrjun 10. áratugar síðustu aldar stóð írska þjóðin frammi fyrir mesta fíkniefnavanda meðal ungs fólks frá upphafi. Margir grófu þó höfuðið í sandinn og neituðu að horfast í augu við hvað var að ger- ast. Það má segja að morðið á Guerin hafi neytt fólk til að viðurkenna ástandið. Cate Blanchett í hlutverki Veronicu Guerin í samnefndri kvikmynd sem gerð var um lát hennar. Höfundur er BA í stjórnmálafræði og blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.