Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 10

Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fjölgun innflytjenda er ein stærstabreyting sem orðið hefur á íslenskusamfélagi síðustu ár. Fyrir tuttugu ogfimm árum bjuggu aðeins um 3.300erlendir ríkisborgarar á Íslandi. Árið 2005 voru erlendir ríkisborgarar orðnir tæplega 14.000 eða 4,6% af íbúum landsins. Ríkisstofn- anir hafa lengst af sett strangar skorður við að- flutningi fólks hingað. Atvinnuleyfi voru gefin út til skamms tíma í senn og aðeins ef engir Íslend- ingar fengust til starfa. Á Íslandi hefur hins veg- ar verið nær stöðug eftirspurn eftir vinnuafli í láglaunastörf. Atvinnuástand á Íslandi er ein helsta ástæðan fyrir fjölgun innflytjenda. Frá því að innflytjendum tók að fjölga á Ís- landi, hafa Pólverjar ávallt verið langfjölmenn- asti hópur innflytjenda. Árið 2005 bjuggu hér 3.629 einstaklingar sem flutt höfðu frá Póllandi. Íslenskt þjóðfélag hefur breyst mikið frá því einsleita þjóðfélagi sem var hér í upphafi níunda áratugarins. Afnám takmarkana við frjálsri för fólks frá aðildarríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum gera Ísland enn fjöl- þjóðlegra. Því er vert að líta til baka og skoða sögu pólskra innflytjenda, atvinnumöguleika þeirra, fjölskylduhagi og stöðu þeirra í íslensku samfélagi á síðasta aldarfjórðungi. Um leið verður reynt að svara því hvers vegna Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda á Íslandi og hvernig ríkisvaldið og verkalýðsfélög hafa brugðist upphafi fjölþjóðasamfélags á Íslandi út frá atvinnupólitískum sjónarmiðum og þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum Fjölgun innflytjenda á níunda áratugnum Fyrir 1980 voru pólskir innflytjendur á Ís- landi fámennur hópur í fjölbreyttum störfum. Nokkrir Pólverjar unnu sem farandverkamenn í fiskvinnslu, aðrir voru íþróttakennarar, íþróttaþjálfarar eða tónlistarmenn. Á níunda áratugnum fjölgaði pólskum innflytjendum verulega og árið 1991 bjuggu rúmlega fimm hundruð pólskir innflytjendur á Íslandi. Upphaf þessara breytinga má rekja til skipasmíða. Í lok áttunda áratugarins og byrjun þess ní- unda var nokkuð um að íslenskar útgerðir létu smíða skip eða breyta gömlum skipum í skipa- smíðastöðvum í Póllandi. Í tengslum við smíð- arnar fóru íslenskir eftirlitsmenn, skipstjórar og áhafnir til Póllands þar sem kynni tókust við pólska starfsmenn skipasmíðastöðvanna. Skort- ur var á faglærðum járniðnaðarmönnum á Ís- landi og því voru þessi nýfengnu viðskipta- og kunningjatengsl nýtt til að útvega faglært starfsfólk frá Póllandi. Fyrrverandi framkvæmdastjóri skipasmíða- stöðvar hér á landi réð menn í gegnum íslenskan skipaskoðunarmann sem átti samstarf við yf- irmann í skipasmíðastöð í Póllandi um að útvega íslenskum fyrirtækjum pólska starfsmenn. Pólskir járniðnaðarmenn komu yfirleitt til Ís- lands í tólf til fimmtán manna hópum, auk eins yfirmanns. Hópurinn vann sem heild, „ákveðin verkefni voru sett fyrir og unnin en pólski yf- irmaðurinn var sá eini sem kunni ensku. Þannig að það voru engin samskipti milli þeirra og Ís- lendinganna“. Allt fram á miðjan tíunda áratuginn voru hóp- ar pólskra járniðnaðarmanna ráðnir til Íslands og störfuðu þeir hjá mörgum fyrirtækjum. Skortur á járniðnaðarmönnum var viðvarandi en þó voru atvinnuleyfi aldrei gefin út nema til sex mánaða í senn og oft aðeins til tveggja mán- aða. Að þeim tíma liðnum sneru mennirnir aftur til Póllands, en komu flestir aftur og aftur til Ís- lands – alltaf í sex mánuði í senn. Af hverju var brugðist við skorti á járniðn- aðarmönnum með endurteknum skammtíma- ráðningum? Útgáfa atvinnuleyfa var í höndum félagsmálaráðuneytisins þar sem litið var á ráðningu Pólverja sem skammtímalausn þegar engin önnur úrræði stóðu til boða. Félag járn- iðnaðarmanna var mótfallið því að fá vinnuafl erlendis frá og vildi frekar leysa skort á járniðn- aðarmönnum með því að hækka laun og hvetja þannig Íslendinga til að starfa sem járniðnaðar- menn. Skammtímaráðning virðist líka hafa hentað Pólverjunum ágætlega. Flestir þeirra áttu fjölskyldu í Póllandi auk þess sem þeir voru fastráðnir hjá skipasmíðastöðvum í Póllandi og höfðu fengið leyfi þaðan til að fara í tímabundna uppgripavinnu á Íslandi. Ávinningurinn af því að komast í vinnu á Ís- landi var mikill. Vegna hárra launa hér á landi miðað við í Póllandi og vegna þess hve hátt doll- arinn var skráður í Póllandi, gat fólk margfaldað laun sín tíu til fimmtánfalt á Íslandi. Vinna á Ís- landi var hins vegar háð tvennu: Að einhver út- vegaði hana og að leyfi fengist frá vinnu í Pól- landi. Framkvæmdastjórinn sem áður var getið, sagðist hafa haft „á tilfinningunni að þeir greiddu einhverjum milligöngumönnum fyrir að koma hingað“. Fyrsta pólska fiskverkafólkið Þar til á níunda áratugnum var fiskvinnsla að- allega mönnuð Íslendingum sem unnu þar árið um kring. Fram á miðjan níunda áratuginn var þó nokkuð um að farandverkafólk kæmi hingað, aðallega frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þar er hefð fyrir því að ungt fólk ferðist til Evrópu og dvelji í fáein ár. Framan af níunda áratugnum bjuggu að jafnaði um 70 Pólverjar á Íslandi en þeim fjölgaði verulega undir lok áratugarins – í 521 árið 1991. Nær allir komu þeir til að starfa í fiskvinnslu. Auðvelt var að fá fólk frá Póllandi í gegnum þá sem þegar voru hér, en auk þess töldu atvinnurekendur sig hafa góða reynslu af pólsku starfsfólki þótt margir hafi verið hikandi í fyrstu. Eða eins og einn fyrrverandi fram- kvæmdastjóri frystihúss orðaði það: „Ég þorði ekki að ráða austantjaldsfólk. En svo sá ég að þetta hafði reynst vel annars staðar og þetta reyndist vera hið besta fólk.“ Athygli vekur að á sama tíma og Pólverjum fjölgaði, fækkaði ársverkum í fiskiðnaði um tæpan fjórðung – úr nærri 10.000 árið 1987, í um 7.600 árið 1990. Skýringin á fjölgun Pólverja hér á landi er því ekki fjölgun starfa í fiskvinnslu. Ekki er heldur hægt að skýra fjölgunina með skyndilegum skorti á öðru erlendu vinnuafli, þar eð innflytjendum af nær öllu þjóðerni fjölgaði á tímabilinu. Ástæða þess að innflytjendum fjölg- aði virðist vera að Íslendingar hafi fært sig í önnur störf. Atvinnuleysi Árið 1991 fjölgaði pólskum innflytjendum á Íslandi um rúmlega 250. Árið eftir fækkaði þeim hins vegar næstum jafn mikið og næstu ár á eft- ir komu fáir til Íslands. Ástæðan er aukið at- vinnuleysi á þessum árum. Atvinnulausum á Ís- landi fjölgaði úr tæplega 2.000 árið 1991 í um 6.000 árið 1993. Atvinnuleysi náði hámarki árið 1995, í 4,9 %, sem er mesta atvinnuleysi á Ís- landi frá lýðveldisstofnun. Nú sneru Íslendingar aftur í störf sem áður höfðu verið eftirlátin innflytjendum. Stofnanir áttu auðvelt með að stýra fjölda innflytjenda á Íslandi því að atvinnuleyfi voru veitt til skamms tíma í senn og framlengingar atvinnuleyfa voru háðar atvinnuástandi hverju sinni. Auk þess höfðu stjórnvöld heimildir til að afturkalla at- vinnuleyfi. Fjölgun innflytjenda eftir 1995 Eftir 1995 dró úr atvinnuleysi og fjöldi pólskra innflytjenda á Íslandi hefur farið vax- andi síðan. Samfara þessari miklu fjölgun eru pólskir innflytjendur nú ráðnir til fjölbreyttari starfa en áður. Um 85% þeirra sem komu til Ís- lands árið 1991 störfuðu í fiskvinnslu, en minna en helmingur þeirra sem komu 2005. Á móti hef- ur þeim fjölgað sem koma til Íslands til að starfa í byggingarvinnu og við matvælaframleiðslu. Færri koma til að starfa í iðnaði og landbúnaði. Fjölgun innflytjenda á Íslandi hefur haft veruleg áhrif á nokkrar atvinnugreinar. Einna greinilegust eru þau í fiskvinnslu. Mörg fisk- vinnslufyrirtæki eru nær eingöngu rekin með innfluttu vinnuafli og verður ekki séð hvernig fiskvinnsla hér á landi yrði starfrækt án innflytj- enda. Störf í fiskvinnslu njóta lítilla vinsælda enda bæði erfið og illa launuð. Innflytjendur vinna oft árum saman í fiskvinnslu, en leita eins og aðrir í önnur störf ef tækifæri gefast. Á með- an atvinnuleysi er lítið er því viðvarandi mann- aflsskortur hjá mörgum fiskvinnslufyrirtækj- um. Á hverju hausti síðustu fimmtán ár, hafa tugir Pólverja komið til Íslands til að vinna í sláturtíð. Þeir fá oftast atvinnuleyfi í tvo til fjóra mánuði í senn, snúa aftur til Póllands að þeim tíma liðn- um, en koma aftur til Íslands í næstu sláturtíð. Margir þessara Pólverja eru með fasta vinnu í Póllandi, oft sem slátrarar eða iðnaðarmenn. Þeir skreppa til Íslands í tímabundin uppgrip, ekki ósvipað járniðnaðarmönnunum sem áður var fjallað um. Undanfarið hefur pólskum innflytjendum fjölgað mest í byggingarvinnu. Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar, skapa stóriðju- og virkjunarframkvæmdir nær 3.000 ný störf. Skýrslan gerir ráð fyrir að til loka ársins 2007 þurfi að ráða um 1.800 starfsmenn erlendis frá. Fyrirtæki sem vinna að virkjunar- og bygging- arframkvæmdum ráða starfsmenn í gegnum ráðningarskrifstofur í Póllandi auk þess sem ís- lenskar ráðningarskrifstofur hafa í nokkur ár verið í samstarfi við pólskar ráðningarskrifstof- ur um ráðningar á sérhæfðu starfsfólki til Ís- lands. Koman til landsins Starfsfólk frá Póllandi hefur lengst af verið ráðið þannig að atvinnurekendur hafa leitað til Pólverja sem þegar eru á Íslandi og beðið þá um að hafa milligöngu um að fá fleira starfsfólk til landsins. Sumir innflytjendur nýttu tækifærið til að fá fjölskyldumeðlimi og kunningja til landsins. Aðrir högnuðust á stöðu sinni sem milligöngumenn með því að heimta umboðslaun Hagir pólskra innflyt Morgunblaðið/Þorkell Frá því að innflytjendum tók að fjölga á Íslandi, hafa Pólverjar ávallt verið langfjölmennasti hópur innflytjenda. Árið 2005 bjuggu hér 3.629 einstaklingar sem flutt höfðu frá Póllandi og undanfarið hefur pólskum innflytjendum fjölgað mest í byggingarvinnu. Fjöldi innflytjenda á Íslandi hefur rúmlega fjórfaldast á 25 árum. Fjöl- mennasti hópur innflytjenda hér eru Pólverjar. Kári Gylfason fjallar um sögu pólskra innflytjenda á Ís- landi og þróun innflytjendamála. ’Fæstir þeirra sem hafa flutt hingað frá Póllandivirðast hafa ætlað sér að setjast að til frambúðar. Þeim hefur þó fjölgað. Nokkuð er um fjölskyldu- sameiningar og húsnæðiskaup auk þess sem áhugi á íslenskunámi virðist vera vaxandi.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.