Morgunblaðið - 09.07.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 09.07.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 184. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Aldrei of mikið af Johnny Cash Árni Matthíasson skrifar um plötuútgáfuna að Cash látnum | 53 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Meðhöndlun málleysingjans  Hið íslenska Magasin du Nord  Framandi og fjölbreytilegt Atvinna | Jákvæðir starfsmenn blómstra í starfi  Veikindadögum fækkað  Hvernig á að skrifa ferilsskrá? 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 SÍÐASTI leikur heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu fer fram í kvöld þegar Frakkar og Ítal- ir mætast á ólympíuleikvanginum í Berlín og leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Hér hafa indverskir sandlistamenn gert skúlptúr sem sýnir mennina sem augu heims- byggðarinnar munu hvíla á, Frakkann Zined- ine Zidane og Ítalann Fabio Cannavaro, með heimsmeistarastyttuna á milli sín. Áætlað er að yfir milljarður manna muni fylgjast með leiknum í 207 löndum. Leikurinn hefst klukk- an 18. Reuters Allur heimurinn mun fylgjast með í kvöld PÓLVERJAR mynda stærsta hóp innflytjenda hér á landi, en þrátt fyrir að menntunarstig þeirra sé almennt hátt heyrir til undantekninga að þeir fari úr frumframleiðslu í störf sem krefjast meiri menntunar, jafnvel þótt þeir hafi búið á Íslandi í fleiri ár. Þetta kemur fram í grein Kára Gylfasonar sagnfræðinema í Morgun- blaðinu í dag. Kári rannsakaði hagi pólskra innflytjenda hér á landi, sem voru fáir fyrir 1980, en fjölgaði veru- lega á níunda áratugnum. Árið 1991 bjuggu hér um 500 pólskir ríkisborg- arar. Í fyrra bjuggu hér 3.629 ein- staklingar sem flutt höfðu frá Pól- landi og eru þeir langstærsti inn- flytjendahópurinn. Fjöldi þeirra var þá tæplega 14.000 eða 4,6% af íbúum landsins. Hlutfallið hefur vaxið hratt, var 1,8% 1995 og 1,4% 1980. Rannsókn Kára sýndi að fjórðung- ur pólskra innflytjenda sem komu hingað fyrir 1995 býr enn á Íslandi. Menntun nýtist ekki á vinnu- markaði Pólskir innflytjendur  Hagir pólskra … | 10 BANDARÍKJAMENN og Japanar ítrekuðu þá afstöðu sína í gær að þeir myndu þrýsta á um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum vegna eldflaugatilrauna þeirra í síðustu viku. Þá þrýsti fulltrúi Bandaríkja- stjórnar á Kínverja um að styðja refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, en stjórnvöld í Moskvu og Peking hafa hingað til lýst sig andsnúin til- lögu að ályktun í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna sem fæli í sér heim- ild til slíkra aðgerða. Taro Aso, utanríkisráðherra Jap- ans, gekk lengra í gær og sagðist ekki mundu gefa eftir í málinu vegna afstöðu Rússa og Kín- verja, sem hafa neitunarvald í ráðinu. „Það má vera að við gerum breytingar á drögunum en við erum staðráðnir í að hverfa ekki frá áformum okkar um bindandi ályktun sem fæli í sér refsiaðgerðir,“ sagði Aso í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði þannig í gær um tillögu Jap- ana að harðri ályktun gegn N-Kóreu, sem fulltrúi stjórnarinnar í Pyon- gyang sagði á föstudag að myndi jafngilda stríðsyfirlýsingu. Banda- ríkjastjórn hefur hins vegar lýst sig fylgjandi slíkri ályktun, en óvíst var hvort ráðið myndi efna til atkvæða- greiðslu um hana í gær þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Tilbúin til viðræðna Á sama tíma tilkynnti Bandaríkja- stjórn að hún væri tilbúin til við- ræðna við stjórnvöld í Norður-Kóreu gegn því að þau samþykktu þá til- lögu Kínverja að hefja á ný viðræður um kjarnorkuáætlun landsins. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gaza. AP, AFP. | Ismail Haniya, for- sætisráðherra Palestínu og leiðtogi Hamas-stjórnarinnar, kallaði í gær eftir vopnahléi við Ísraelsmenn eftir mannskæð átök á Gaza-svæðinu á undanförnum dögum. Yfirlýsingin kom í kjölfar aðgerða Ísraelshers á Gaza-svæðinu í gær þegar a.m.k. fjórir Palestínu- menn létu lífið í átökum á milli hersins og palest- ínskra víga- manna. Á sama tíma tilkynntu stjórn- völd í Ísrael að ísraelskar hersveitir hefðu verið dregnar til baka frá norðurhluta Gaza-svæðisins, þar sem á fjórða tug manna hefur fallið síðustu daga. Aðgerðum Ísraelshers er nú beint að suður- og austurhluta Gaza, en þær hafa það að markmiði að þrýsta á lausn ísraelska hermannsins Gilad Shalit sem var rænt fyrir skömmu. Mikil spenna hefur verið á Gaza á síðustu dögum, en átökin hafa kostað að minnsta kosti 36 Palestínumenn og einn ísraelskan hermann lífið. Liðsmenn Hamas voru fljótir að lýsa yfir sigri eftir að sveitir Ísr- aelshers voru kallaðar til baka frá norðurhluta Gaza. Skömmu síðar komu hins vegar tilmæli frá Haniya um vopnahlé á svæðinu. Ákall um vopnahlé frá Hamas Ismail Haniya HIN 62 ára gamla Patricia Rashbrook, sem starfar sem barnasálfræðingur í suðurhluta London, var í kastljósi breskra fjölmiðla í gær þegar hún eign- aðist dreng sem var tekinn með keisaraskurði. Rashbrook átti fyrir þrjú börn frá fyrra hjónabandi en ákvað að fara í frjósemisaðgerð eftir að hún giftist í annað sinn. Hún er elsta breska konan til að eignast barn en á samt fjögur ár í Adriana Iliescu, sem varð í jan- úar 2005 elsta móðir sögunnar á 66. aldursári. Fyrir helgi átti sér stað önnur einstæð fæðing en undir allt öðrum kringumstæðum, þegar að níu ára gömul stúlka búsett á vesturhluta Amazon-svæðisins eignaðist barn sem var einnig tekið með keisaraskurði. Þótt algengt sé að stúlkur sem tilheyri indíánum á svæð- inu eignist börn frá 11 ára aldri telja yfirvöld að fæðingin sé for- dæmislaus, en þau óttast jafn- framt að um nauðgun hafi verið að ræða. 9 ára og 62 ára gamlar mæður ♦♦♦ Bagdad. AFP. | Nokkrir háttsettir bandarískir hermenn sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Írak gætu átt yfir höfði sér kærur vegna van- rækslu í rannsókn á meintum morð- um Bandaríkjahers á 24 óbreyttum borgurum í íraska bænum Haditha í nóvember í fyrra. Bandaríska dag- blaðið New York Times fjallaði um málið í gær, en þar kemur fram að herforinginn Peter Chiarelli hafi í at- hugun sinni á rannsókninni gagn- rýnt nokkra hermenn fyrir „van- rækslu í starfi“. Segir þar að Chiarelli komist að þeirri niðurstöðu að eftir atburðina í Haditha hafi „háttsettum hermönn- um láðst að fylgja eftir ónákvæmni og ósamkvæmni í upphaflegri skýrslu um atvikið sem hafi átt að vekja spurningar“. Vanræksla í kjölfar Haditha Taro Aso Japanar hvika ekki frá refsiaðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.