Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MS drykkjarvörur í fjallgönguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. ENNÞÁ ÁRÁSIR Í BEIRÚT Her Ísraels herti árásir sínar á Líbanon í gær, setti hafnbann á landið og varpaði sprengjum á eina alþjóðaflugvöll þess. Eru þetta hörð- ustu loftárásir á Líbanon í 24 ár. Tugir manna liggja í valnum og báð- ir aðilar hafa teflt á tæpasta vað. Guðni í framboð Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir að gegna embætti varaformanns flokksins áfram. Telur hann sig velja leið sátta og samheldni í flokknum með því að bjóða sig fram. Óljós mynd af Þingvöllum Fornleifarannsókn á Þingvöllum sem fram fór á árunum 2002-2006 hefur leitt í ljós að sú mynd sem við höfum haft af Þingvöllum er óljós og í mörgum atriðum röng. Þetta segir Adolf Friðriksson sem stjórnað hef- ur rannsókninni. Stíflan langt komin Vinna við Kárahnjúkavirkjun gengur samkvæmt áætlun ef undan er skilin vinna við aðrennslisgöng. Um 95% fyllingarefnis eru komin í Kárahnjúkastíflu og vinna við káp- una vatnsmegin er rúmlega hálfnuð. Stofnanavæðing víkur Vikið verður frá stofnanavæðingu með aukinni áherslu á heimahjúkrun og byggingu minni, heimilislegri ein- inga í stað stórra öldrunarstofnana eins og nú þekkjast, samkvæmt stefnumótun Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, í öldrunarmálun, en hún var kynnt á blaðamannafundi í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 24/31 Fréttaskýring 8 Forystugrein 28 Úr verinu 11 Bréf 31 Viðskipti 12 Minningar 32/40 Erlent 14/15 Brids 43 Minn staður 16 Myndasögur 44 Höfuðborgin 18 Dagbók 44/47 Akureyri 18 Staður og stund 46 Suðurnes 19 Menning 48/49 Landið 19 Bíó 50/53 Austurland 19 Ljósvakamiðlar 54 Daglegt líf 20/21 Veður 55 Menning 22 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                            FULLORÐNUM manni og 12 ára dreng á litlum seglbáti í eigu Skáta- hreyfingarinnar var bjargað úr sjáv- arháska af félögum í Kayakklúbbn- um í Reykjavík og Slökkviliðinu eftir að bátnum hvolfdi við Geldinganes í gærkvöldi. Drengnum var orðið mjög kalt þegar björgin kom enda var hann ekki klæddur í sjóheldan fatnað. Báðir voru þeir þó með björgunarvesti. Seglbáturinn ber nafnið Hákarl og er einmastra stutt- ur bátur án kjalar. Vindhviða feykti bátunum á hliðina þegar hann var kominn um 300 m frá landi við eiðið á Geldinganesi, skammt frá aðstöðu Kayakklúbbsins. Þorsteinn Guð- mundsson kajakræðari var þá stadd- ur í landi og varð vitni að óhappinu. Sjósetti hann tveggja manna kajak og reri út til bjargar. „Drengnum var orðið mjög kalt en maðurinn bar sig vel,“ sagði hann. Þorsteinn reri síðan með drenginn í land og um svipað leyti komu björgunarbátar á vettvang. „Þeir voru undraskjótir á staðinn og líklega hefur það ekki tek- ið nema nokkrar mínútur fyrir þá að koma,“ sagði hann. Hinum fullorðna var síðan bjargað um borð í björgunarbát Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og bátar HSSK og Björgunarsveitarinnar Ár- sæls fóru með bátinn í land. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á staðinn og fluttu skipbrotsmennina á sjúkrahús en óslasaða þrátt fyrir volk. Skátahreyfingin eignaðist bátinn í vor og hefur hann verið geymdur við Geldinganes síðan. Bjargað úr sjávarháska Morgunblaðið/ÞÖK Seglbátnum komið á réttan kjöl eftir atvikið við Geldinganes í gærkvöldi. MÓTMÆLAFUNDUR á vegum félagsins Ísland- Palestína fór fram á Austurvelli í gær. Guðrún Ög- mundsdóttir alþingismaður og Sveinn Rúnar Hauks- son, læknir og formaður félagsins, fluttu erindi og hljómsveitirnar Llama og KK stigu á svið. Boðað var til fundarins til að mótmæla stríðs- glæpum Ísraelshers á Gaza og sýna samstöðu með mannréttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Fundarmenn gerðu ýmsar kröfur og meðal þeirra má nefna að Ísr- aelsher færi burt úr Palestínu og að blóðbaðið yrði stöðvað. Félagið leggur áherslu á að aðskilnaðarmúr sem Ísraelar byggja á Vesturbakkanum verði fjar- lægður í samræmi við úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag en sl. sunnudag voru tvö ár síðan úrskurðurinn var kveðinn upp. Mótmæltu aðgerðum Ísraela Morgunblaðið/Sverrir RÍFLEGA fimmtíu einstaklingar sem tekið hafa íbúðalán hjá KB banka hafa undanfarna daga fengið bréf frá bankanum þar sem þeim er tilkynnt að þeir uppfylli ekki skilyrði um viðskipti við bankann sem sett séu í skilmálum lánsins. Því eigi þeir á hættu að missa 0,75% afslátt af lán- inu og geti því þurft að greiða 4,9% vexti í stað 4,15% vaxta sem þeir greiða nú. Í skilmálunum frá upphafi Í bréfinu segir að skilyrði fyrir því að fá áðurnefndan afslátt séu að við- komandi sé með launareikning hjá KB banka auk þess sem hann þarf að hafa tvennt af eftirtöldu hjá bank- anum; lífeyrissparnað, greiðslukort eða greiðsluþjónustu. Friðrik S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka, segir í samtali við Morg- unblaðið að skilyrðin hafi verið í skil- málum íbúðalána frá upphafi og að- eins sé verið að framfylgja þeim. „Á skuldabréfunum stendur að þau séu með 4,9% vöxtum, en að við- skiptavinir bankans geti fengið 0,75% afslátt uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Það er því ekki verið að breyta skilmálum lánanna á nokkurn hátt.“ Friðrik segir hugsanlegt að ein- hverjir hafi fengið lán afgreidd á 4,15% vöxtum þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrðin á þeim tíma. „Það hefur hins vegar aðeins verið gert gegn því að lántakandi gerði ráðstafanir til að uppfylla skilyrðin að láninu veittu. Verið getur að það hafi farist fyrir eða gleymst hjá ein- hverjum og eru þeir því minntir á það nú,“ segir Friðrik. Gætu misst af- slátt af íbúðaláni Lántökum hjá KB banka sent bréf VIGDÍS Finn- bogadóttir, fv. forseti Íslands, var nýverið sæmd heiðursdokt- orsnafnbót við Glasgow Cale- donian Univers- ity í Skotlandi. Vigdísi var veitt nafnbótin fyrir að hafa um ára- bil í hvívetna tekið málstað menn- ingarinnar, bæði í heimalandi sínu og á alþjóðlegum vettvangi, og fyrir að vera einarður talsmaður þess að sterk menningarleg sjálfsvitund hverrar þjóðar auðveldi fólki að skilja menningu annarra með opn- um huga á jafnréttisgrundvelli. Glasgow Caledonian University er 18. háskólinn, sem sæmir Vigdísi heiðursdoktorsnafnbót. Gerð að heiðurs- doktor í Skotlandi TRUFLANIR urðu á þjónustu Og- Vodafone eftir að verktakar að störfum við Kalkofnsveg rufu mik- ilvægan ljósleiðara fyrirtækisins um níuleytið í gærmorgun. Ljósleiðararofið hafði víðtæk áhrif á þjónustu við viðskiptavini með farsíma, fastlínu og ADSL, að sögn Gísla Þorsteinssonar, upplýs- ingafulltrúa OgVodafone. Áhrif- anna gætti bæði á höfuðborg- arsvæðinu og utan þess. Meðan viðgerðir á ljósleið- aranum stóðu yfir voru notendur fluttir eftir föngum á varaleiðir þar sem samband var eðlilegt. Farsímasamband og ADSL var komið í lag seinni partinn og stefnt var að því að viðgerðum á ljósleið- aranum yrði lokið undir kvöldið. Truflanir vegna rofins ljósleiðara FRANSKA skútan Azawakh III strandaði við Akurey á Kollafirði skömmu eftir hádegi í gær og braut stýrið. Björgunarbátur björg- unarsveitarinnar Ársæls í Reykja- vík, Gróa Pétursdóttir, var í ná- grenni skútunnar og kom fljótt á vettvang. Náðu björgunarsveit- armenn að koma línu yfir í skútuna og halda henni. Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson var kallað út og kom það á staðinn stuttu síð- ar. Þegar skútan strandaði var há- fjara en þrátt fyrir það tókst að losa hana og færa til hafnar. Einn mað- ur var um borð og slapp ómeiddur. Skúta strandaði við Akurey

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.