Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 21

Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 21
 HEILSA UNGLINGADRYKKJA er ekki ný af nálinni því fullorðnir hafa reynt að stemma stigu við henni eins lengi og elstu menn muna. Fjölmargar hættur eru samfara drykkju unglinga því hún eykur stórlega hættu á að lenda í bílslysum, slagsmálum og öðrum neikvæðum uppá- komum er athyglin er ekki til staðar. Heilsusérfræðingar fullyrða að kostnaðurinn sem hlýst af unglingadrykkju sé himinhár og mun meiri en menn geri sér grein fyrir því hátternið dragi úr daglegri fé- lagslegri virkni sem líta megi á sem óbeinan kostnað. Nýlegar kannanir benda til að áfengis- neysla hafi mun skaðlegri áhrif á heila unglinga en fullorðinna og staðhæfingar um að hver einstaklingur þurfi að drekka mjög mikið magn yfir langan tíma áður en það fer að hafa skaðleg áhrif á taugafrum- urnar eru ekki lengur við hæfi. Þá benda rannsóknir líka til að ofneysla áfengis geti skaðað getu taugafrumna til að verja líkamann gegn alkóhólinu. Könnun, sem náði til ríflega 43 þúsund manna, leiddi í ljós að 47% þeirra sem hófu að drekka áfengi fyrir 14 ára ald- ur urðu áfenginu háðir á ein- hverjum tímapunkti en sú tala var komin í 9% ef menn biðu með áfengisneysluna fram til 21 árs aldurs. „Þetta eru ný sannindi því það var hreint ekki vitað fyrir fimm til tíu ár- um að alkóhólið hefði önnur áhrif á heila unglinga en full- orðinna,“ sagði Aaron White, prófessor við Duke-háskólann, í samtali við New York Times. Unglinga- drykkjan skaðleg heilabúinu MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 21 DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Göngugarpurinn Páll ÁsgeirÁgeirsson er höfundurbókarinnar Bíll og bak-poki: 10 nýjar gönguleiðir um Ísland sem Mál og menning gaf nýverið út. „Eitt af markmiðunum með þessari bók er að fjölga val- kostum fyrir ferðalanga því ég er ein- göngu að lýsa nýjum leiðum,“ segir Páll, en meðal fyrri bóka hans um útivist eru Hálendishandbókin, Gönguleiðir, Hornstrandir og Úti- vistarbókin. „Vegna gerðar fyrri bóka minna komst ég á snoðir um margar nýjar gönguleiðir sem pöss- uðu þá ekki nákvæmlega inn í það sem ég var að gera. Hugmyndin að þessari bók er meira en tíu ára göm- ul, við áttuðum okkur á því að það væri sniðugt að safna saman þessum nýju gönguleiðum og setja í eina bók, frekar en að fella þær inn í þekktar gönguleiðir í öðrum bókum. Það var farið í málið af alvöru fyrir fjórum ár- um, seinasta sumar settum við svo lokahnykkinn á þetta og gengum þrjár eða fjórar af þessum leiðum en hinar leiðirnar voru þá tilbúnar.“ Frekar léttar gönguleiðir Páll hefur gengið allar leiðirnar sjálfur og sumar oftar en einu sinni. „Hugmyndin að baki bókinni er í fyrsta lagi að fólk geti ferðast sjálf- stætt, þess vegna endar ferðin alltaf þar sem hún hófst sem þýðir að menn ráða sér algjörlega sjálfir. Við reynd- um að velja leiðir sem uppfylltu það skilyrði að vera nýjar, að þeim hefði ekki verið lýst áður og að þær væru ekki of erfiðar, þ.e. að það væri ekki yfir of há fjöll að fara eða erfið vöð, svo ég tel að þessar leiðir séu fyrir alla sem á annað borð ráða við að ganga með bakpoka. En til að koma til móts við hina, sem ekki treysta sér til að labba með allt á bakinu, er í lok hvers kafla bent á hvernig má stytta sér leið til að skoða þær náttúru- perlur sem eru í leiðarlýsingunni,“ segir Páll og bætir við að gönguleiðir af þessu tagi krefjist ágæts útbún- aðar og að fólk sé svolítið vant göngu, en annars séu leiðirnar frekar léttar. Páll hefur ferðast fótgangandi um landið í mörg ár og seg- ist hafa sérstakt dálæti á landkönnunarþætti þess að ferðast. „Ég vil helst ferðast upp á eigin spýtur og uppgötva sjálfur. Það eru mín draumaferðalög þegar ég les um eitthvað í bók og fer svo sjálfur á stað- inn og finn það. Mér hefur alltaf leiðst að elta fararstjóra.“ Langisjór minnisstæður Spurður hver sé uppáhalds- gönguleiðin hans í bókinni svarar Páll að það sé úr vöndu að ráða. „Af þessum tíu leiðum er mér alveg sér- staklega minnisstæð gangan um- hverfis Langasjó. Þar er að finna stórbrotnari og sérstæðari náttúru en manni sýnist í fljótu bragði þegar komið er að vatninu. Auk þess sem Langisjór er í skotlínu virkjunarsinna, en það er til áætlun um Skaft- árveitu sem myndi breyta ásýnd þessa svæðis verulega þó ekki hafi verið ákveðið að ráðast í hana, og fyr- ir vikið horfir maður þarna í kringum sig með sérstöku hugarfari ef það kynni að fara svo að maður sæi þetta ekki svona aftur. Þessi leið er mér líka minn- isstæð vegna þess að við gengum hana þegar Skaftárhlaupið í fyrra var að hjaðna og útsýnið af Fögru- fjöllum yfir aura Skaftár inni við jök- ulinn var frábært,“ segir Páll að lok- um og augljóst er af orðum hans að bókin Bíll og bakpoki er tilvalin fyrir unnendur útivistar sem eru ávallt á höttunum eftir spennandi gönguleið- um.  FERÐALÖG| Tíu nýjar gönguleiðir um Ísland komnar út í bók Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gangan umhverfis Langasjó í Vestur-Skaftafellssýslu er Páli Ásgeiri minnisstæð. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Vildi fjölga valkostum ferðalanga Morgunblaðið/Þorkell Páll Ásgeir hefur fundið tíu nýjar gönguleiðir um Ísland. Meðlæti í pakka fyrir 4 8 kartöflur (600 g) 1 pakki ferskar sykurbaunir (300 g) 12 kokteiltómatar ½ tsk. salt basilíku- og ostasmjör 1½ dl rifinn gouda-ostur, sterkur ½ knippi basilíka, söxuð 50 g smjör, við stofuhita Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og skerið í sneiðar. Takið fjórar arkir af álpappír og smyrjið aðeins með ólífuolíu. Skiptið kartöfluskífunum í fjóra parta og raðið á miðju pappírs- ins ásamt tómötum og sykur- baunum. Rífið ostinn og saxið basil- íkuna og hrærið saman með mjúku smjöri. Skiptið basilíku-ostasmjör- inu ofan á grænmetið. Brjótið ál- pappírinn saman og lokið að ofan, þannig að auðvelt sé að opna þegar búið er að grilla. Geymið pakkana í kæli þar til tími er til að grilla. Það er líka þægilegt að taka pakkana með sér út í náttúruna og grilla þar. Þá er komið kartöflur, grænmeti og sósa, allt í einum pakka, og því einstaklega hentugt og þægilegt. Grillið á heitu grilli í um það bil fimm mínútur, gott að byrja á að grilla smástund á opnanlegu hlið- inni. Það er hægt að grilla þetta í ofni líka, þá er það í u.þ.b. 10 mín- útur við 225ºC. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.