Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
www.bluelagoon.is
Styrkur
VIÐ bændur í Dyrhólahverfi
fylgjumst náið með lífríki Dyr-
hólaeyjar og erum
mæta vel meðvituð
um þær hættur sem
steðja að fuglalífinu
þar.
Í útvarpsþættinum
„Í vikulokin“ á Rás 1
laugardaginn 8. júlí
sl. var meðal gesta
dr. Kristinn Haukur
Skarphéðinsson,
fuglafræðingur á
Náttúrufræðistofnun
Íslands. Viðvera hans
í þættinum er sjálf-
sagt til komin af
fréttum liðinnar viku
af málefnum fugla,
einkum þó fréttum af
eyðingu kríuvarpsins
í friðlandinu á Dyr-
hólaey. Kristinn
Haukur viðurkenndi í
upphafi að þekkja
ekki til þessa máls.
Engu að síður lagði
hann sig í líma við að
sýna fram á að engar
líkur væru á því að
menn hefðu komið
hér við sögu, heldur
bæri að líta til við-
komubrests, skorts á
æti og staðbundinna áhrifa svo
sem refs. Jafnframt lýsti hann
miklum áhyggjum af því frétta-
mati Morgunblaðsins að setja mál-
ið á forsíðu, þar þyrfti að „taka
til“ eins og hann orðaði það. Og
þrátt fyrir að segjast ekki þekkja
til þess afgreiddi Kristinn Haukur
málið í lokin með því að fullyrða
að „það verður örugglega engin
ákæra gefin út í þessu máli, það
er alveg ljóst“.
Fréttatilkynning okkar bænda
um hvarf kríuvarps og ut-
anvegaakstur sem áttu sér stað
um sama leyti innan friðlandsins
vakti vissulega athygli. Gerð var
grein fyrir málinu í flestum fjöl-
miðlum og rætt við ýmsa máls-
aðila af því tilefni, okkur bændur,
Umhverfisstofnun og lögreglu.
Það hlýtur að teljast
fagnaðarefni að fjöl-
miðlar segi frá því
þegar tjón verður á
umhverfi okkar, ekki
síst ef líkur benda til
þess að menn hafi
verið þar að verki.
Allt pukur með slíkt
veitir þeim ómaklegt
skjól sem tjóninu
valda. Okkur þykir
skjóta skökku við ef
líffræðingur á Nátt-
úrufræðistofnun er
annarrar skoðunar.
Við bændur í Dyr-
hólahverfi fylgjumst
náið með lífríki Dyr-
hólaeyjar og erum
mæta vel meðvituð um
þær hættur sem
steðja að fuglalífinu
þar. Reynslan hefur
kennt okkur að alhæf-
ingar um ástand fjöl-
þætts lífríkis eins og
þess sem er á Dyr-
hólaey gagnast sjaldan
við umönnun þess. Or-
sakir þess að friðað
kríuvarp hverfur af
tveimur nærliggjandi
svæðum samtímis verður að meta
í fullri vitund um mögulegar
ástæður, en jafnframt á grundvelli
góðrar staðþekkingar og reynslu
af umhirðu viðkomandi svæða. Það
er hluti af ábyrgð og skyldum
okkar ábúenda að gera slíkt mat
og því miður bendir flest til þess
að hér hafi menn verið að verki.
Tilgáta Kristins Hauks um æt-
isskort kemur hvorki heim og
saman við bættan hag lunda í
Dyrhólaey, né þá staðreynd að öll
krían, sem þá var tiltölulega ný-
orpin, hvarf skyndilega án þess að
skilja eftir sig egg eða skurn. Til-
gáta hans um að refur hafi rústað
kríuvarpinu er sömuleiðis ósenni-
leg þar sem annar fugl (mófugl og
æðarfugl) á sömu svæðum hélt
áfram varpi sínu ótruflaður og
höfð er sérstök aðgát á ferðum
slíkra rándýra við Dyrhólaey.
Að sama skapi ber það vott um
skort á ábyrgð af hálfu Kristins
Hauks að útiloka það að mönnum
sé um að kenna, án þess að hafa
kynnt sér málið og skoðað að-
stæður.
Hvaða skilaboð eru það frá
Kristni Hauki til þeirra sem leynt
eða ljóst vinna slík skemmdarverk
á fuglalífi í landinu? Það er þakk-
arvert að vekja rækilega athygli á
mögulegum áhrifum fæðuskorts í
hafinu á viðkomu varpfugla hér á
landi.
Það er hins vegar áhyggjuefni
þegar vísindamaður á einni meg-
instofnun náttúrufræðirannsókna
hérlendis ákveður að afgreiða al-
varlegt tjón á lífríki einnar helstu
fuglaparadísar suðurstrandarinnar
án þess að kynna sér aðstæður,
láta vísbendingar um skemmd-
arverk sem vind um eyru þjóta, og
setja ofan í við fjölmiðla fyrir að
vekja athygli á slíkum vísbend-
ingum.
Slík afgreiðsla verður a.m.k.
ekki klædd í búning hlutlægni og
vísinda.
Kristinn Haukur, krían
á Dyrhólaey og fréttamat
Morgunblaðsins
Margrét Guðmundsdóttir
og Þorsteinn Gunnarsson
fjalla um Dyrhólaey ’Það hlýtur að teljastfagnaðarefni að
fjölmiðlar segi frá
því þegar tjón verður á
umhverfi okkar, ekki
síst ef líkur benda til
þess að menn hafi
verið þar að verki. ‘
Margrét
Guðmundsdóttir
Höfundar eru bændur á
Vatnsskarðshólum í Mýrdal.
Þorsteinn
Gunnarsson
MORGUNBLAÐIÐ birti úttekt
um Hafrannsóknastofnun á mið-
opnu blaðsins 20.
júní sl. og var þar
tafla þar sem fram
kemur „upphaflega
mæld stofnstærð“ og
„endurmetin stofn-
stærð“. Mismunurinn
er að meðaltali 76
þúsund tonn á ári í
21 ár = 1.596 þúsund
tonn af þorski, sem
hafa þá glatast við
tilraunina til að
„byggja upp stofn-
inn“. Þorskur sem
mælist vera til – á að
„byggja upp“ – virð-
ist hverfa, flýr svo til
Grænlands eða Fær-
eyja í fæðuleit, eða
drepst úr hungri. Þá
eru mistökin ekki
viðurkennd (hækkuð
afföll) heldur er „ár-
legt endurmat“ látið
skrá að hann hafi
aldrei verið til!
Þetta er svipað og
ef það væri mat-
arskortur í Reykjavík
og þorskveiðiráð-
gjafar Hafró reyndu
að koma sér austur á
Selfoss í matarleit,
eða færust úr hungri.
Þegar þeir sæjust
ekki lengur í Reykja-
vík væru þeir afskráðir úr mann-
tali Hagstofunnar – eins og þeir
hefðu aldrei fæðst!
Ásgeir heitinn Jakobsson rithöf-
undur skrifaði grein í Morg-
unblaðið árið 1996, „FISKILEYS-
ISGUÐINN“. Þar kom hann inn
á; „að ekki væri farið að tillögum
stofnunarinnar.“ Ásgeir taldi þá
að fylgni við tillögur stofnunar-
innar væri 80–85% árin 1971–1996
(25 ára afmælið) og væri það
marktæk fylgni. Um að ekki hefði
verið farið nóg og róttækt „að til-
lögum stofnunarinnar“ sagði Ás-
geir: „Þetta minnir á að læknir
hefði gefið sjúklingi 80 til 85 með-
alaglös á ári við tilteknum sjúk-
dómi – og sjúkling-
urinn væri að tærast
upp af meðalagjöfinni,
þá kæmi læknirinn og
heimtaði að með-
alagjöfin yrði aukin í
100 glös …“
Samlíking Ásgeirs
heitins er góð. Frá
1996 hefur „með-
alagjöfin“ verið 92 til
95 glös og sjúkling-
urinn tærist enn … Ef
meiri þorskur hefði
verið geymdur, hefði
þetta þá tekist? Ef
fæðuskortur ung-
þorsks er vandamál
við uppbyggingu
þorskstofnsins eins og
sumir ráðgjafar héldu
fram strax 1984 (vaxt-
arhraði er alltaf að
falla), hvernig er hægt
að halda því fram að
þetta hefði gengið bet-
ur ef enn fleiri þorsk-
ar hefðu bitist um of
litla fæðu og étið
meira hver annan?
Af hverju sýnir
Morgunblaðið ekki þá
sjálfsögðu fagmennsku
að taka viðtöl við þá
ráðgjafa hérlendis
sem sögðu strax 1984
að stofninn myndi
minnka með þessari aðferðafræði?
Er það ekki frétt að þetta kunni
að vera mistök – friðun smáþorsks
án þess að hugað væri að fæðu og
allt ferlið virðist mistök og bókað
aflatap sem „endurmat“ hjá Haf-
rannsóknastofnun sé 1.596 þúsund
tonn á 21 ári?
Ekki frétt?
Kristinn Pétursson fjallar
um grein Morgunblaðsins
um Hafrannsóknastofnun
Kristinn Pétursson
’Af hverju sýnirMorgunblaðið
ekki þá sjálf-
sögðu fag-
mennsku að taka
viðtöl við þá ráð-
gjafa hérlendis
sem sögðu strax
1984 að stofninn
myndi minnka
með þessari að-
ferðafræði? ‘
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.
Sagt var: Það er eftir þessu bréfi sem beðið var.
RÉTT VÆRI: Það er þetta bréf sem beðið var eftir.
Gætum tungunnar