Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 43
FRÉTTIR
Atvinnuauglýsingar
Umboðsmaður
Ólafsfirði
Morgunblaðið vill ráða
umboðsmann á Ólafsfirði.
Í starfinu felst dreifing á
Morgunblaðinu við komu í
bæinn.
Nauðsynlegt er að viðkom-
andi hafi bíl til umráða.
Upplýsingar gefur Örn Þórisson
í síma 569 1356
eða í netfangi ornthor@mbl.is.
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Varmabrekka 8, fnr. 210-6460, Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Höfði
orlofshúsafélag, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands og Sparisjóður
Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 18. júlí 2006 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
13. júlí 2006.
Stefán Skarphéðinsson sýslumaður.
Tilkynningar
Stækkun móttöku-,
flokkunar- og urðunar-
svæðis að Strönd
í Rangárþingi ytra
Mat á umhverfisáhrifum -
Athugun Skipulagsstofnunar.
Hönnun hf., f.h. Sorpstöðvar Rangáravalla-
sýslu bs., hefur tilkynnt til athugunar Skipu-
lagsstofnunar frummatsskýrslu um stækkun
móttöku-, flokkunar- og urðunarsvæðis að
Strönd í Rangárþingi ytra.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur fram-
mi til kynningar frá 14. júlí til 25. ágúst 2006
á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Rangárþings
ytra, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofn-
un. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heima-
síðu Hönnunar hf., www.honnun.is. Allir hafa
rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera
skriflegar og berast eigi síðar en 25. ágúst
2006 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,
150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýs-
ingar um mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrif-
um, nr. 106/2000 m.s.b.
Skipulagsstofnun.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 7. júlí var spilað á 9 borð-
um. Úrslit urðu þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófersson 261
Ólafur Ingvarsson – Jón Lárusson 240
Oddur Jónsson – Oddur Halldórsson 225
A/V
Þorvarður Guðmss. - Firðrik Hermanns. 268
Björn Björnsson – Jón Ól. Bjarnason 257
Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 252
Þriðjudaginn 11 júlí var spilað á 14
borðum.
sonar og Hákonar Sigmundssonar sem
lauk með sigri hinna fyrrnefndu, 112–55.
Þriðju umferð á að ljúka 30. júlí.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði,
Stangarhyl, fimmtud. 10.07.
Spilað var á 9 borðum. Meðalskor var
216 stig og árangur N-S:
Eysteinn Einarss. – Oliver Kristóferss. 246
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 236
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 234
Árangur A-V
Ægir Ferdinandss. – Jóhann Lútherss. 255
Alfreð Kristjánss. – Birgir Sigurðsson 247
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 237
Næsti spiladagur er fimmtudagurinn
10. ágúst.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi.
N/S
Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 376
Rafn Kristjánss.– Oliver Kristófersson 370
Bjarnar Ingimarss. – Albert Þorsteinss. 356
Helgi Sigurðsson – Jón Sigvaldason 354
A/V
Nanna Eiríksdóttir – Ásgeir Sigurðsson 362
Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldss. 347
Jón R. Guðmundss. – Kristín Jóhannsd. 336
Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. 336
Spilað verður á föstudaginn 17 júlí,
sem er síðasta spilamennska fyrir sum-
arfrí. Byrjað verður aftur 15 ágúst.
Bikarkeppnin
Þriðja umferðin er nú hafin og fyrstu
staðfestu úrslitin eru úr leik Víðis Jóns-
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
TVÖ rannsóknarverkefni í samstarfi ís-
lenska og danskra vísindamanna hljóta
styrk úr sjóði Selmu og Kaj Langvad við
Háskóla Íslands árið 2006 að upphæð
100.000 danskra króna. Af hálfu Háskóla
Íslands hafa umsjón með verkefnunum
dr. Hafliði Pétur Gíslason og dr. Kristján
Leósson en auk þeirra koma að verkefn-
unum sérfræðingar eðlisfræðistofu
Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands,
læknadeildar, raunvísindadeildar,
Krabbameinsfélags Íslands, Tæknihá-
skólans í Danmörku, auk háskólanna í
Álaborg og Óðinsvéum og danskra
sprotafyrirtækja, ásamt meistara- og
doktorsnemum við háskólana.
Annað verkefnið – á sviði ljós-
eindatækni sem nýtist meðal annars í
tækniþróun fjarskipta – snýr að mæl-
ingum á ljósleiðararásum. Samstarfs-
aðilar eru örljósatæknideild COM-DTU
stofnunarinnar við danska tækniháskól-
ann (Danmarks Tekniske Universitet).
Framleiðsla ljósleiðararása mun fara
fram í örtæknikjarna Háskóla Íslands og
ljósmælingar fara fram á Raunvís-
indastofnun HÍ. Doktorsnemar við Há-
skóla Íslands starfa að verkefninu og
munu meðal annars dvelja í Danmörku
til að sækja námskeið og nýta sér frekari
tækjakost til ljósmælinga. Verkefnið er
hluti af viðameira samvinnuverkefni um
ljósleiðni á málmyfirborðum sem að
koma háskólarnir í Álaborg og Odense
auk DTU og Háskóla Íslands.
Hitt verkefnið er á sviði líftækni og er í
samstarfi við danska sprotafyrirtækið
Lumiscence A/S sem þróað hefur nýja
tækni til smásjárskoðunar, m.a. á lifandi
frumum. Fyrirtækið framleiðir örflögur
með lýsingarbúnaði sem getur greint
starfsemi við yfirborð frumu s.s efna-
flutning gegnum frumuhimnu. Við Há-
skólann verða gerðar tilraunir með
frumuræktun og litun á örflögunum og
niðurstöður bornar saman við staðlaðar
greiningaraðferðir. Meistaranemi í
læknadeild vinnur að verkefninu ásamt
vísindamönnum og sérfræðingum á eðl-
isfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ
og læknadeildar HÍ, sem og rann-
sóknastofu Krabbameinsfélags Íslands.
Sjóður Selmu og Kaj Langvad var
stofnaður með peningagjöf hjónanna
Selmu, fæddri Guðjohnsen og Kaj Lang-
vad verkfræðingi til Háskóla Íslands árið
1964. Tilgangur sjóðsins er að efla menn-
ingarleg tengsl Íslands og Danmerkur. Í
því skyni veitir sjóðurinn styrki úr sjóðn-
um til námsdvalar fyrir Íslendinga í Dan-
mörku og Dani á Íslandi. Að jafnaði hef-
ur verið veitt árlega úr sjóðnum og hafa
íslenskir og danskir vísindamenn notið
styrkja til verkefna við rannsóknastofn-
anir hérlendis og í Danmörku.
Tvö rannsóknarverkefni hljóta styrk
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Standandi frá vinstri: styrkþegarnir Kristján Leósson og Hafliði Pétur Gíslason.
Sitjandi frá vinstri: Stjórnarmenn í sjóði Selmu og Kaj Langvad, þau Sören Lang-
vad, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, formaður stjórnar sjóðsins, og
Ármann Snævarr, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.
BBÆNDASAMTÖK Íslands harma
þá áráttu í umfjöllun um matvæla-
verð á Íslandi að skella skuldinni
ítrekað á bændur og innlendar land-
búnaðarafurðir. Af umfjölluninni nú
megi helst ráða að matvælaverð
muni snarlækka við það eitt að toll-
ar á innfluttum landbúnaðarafurð-
um verði lækkaðir eða felldir niður.
Þetta sé mikil einföldun á veru-
leikanum. Einvörðungu 5–6% út-
gjalda íslenskra heimila renna til
kaupa á íslenskum landbúnaðaraf-
urðum, segir í ályktun frá samtök-
unum.
„Neytendasamtökin benda rétti-
lega á það í yfirlýsingu sem birtist í
dag, 6. júlí, að verðlag á matvörum
sé miklu hærra hér á landi en í ná-
grannalöndum okkar. Segir í til-
kynningunni að verndarstefna
gagnvart innfluttum
landbúnaðarafurðum eigi þar stóran
hlut að máli. Minna er hins vegar
gert úr öðrum þáttum sem liggja að
baki háu verðlagi matvara á Íslandi,
„þótt vissulega komi þar fleira til“,
svo vitnað sé orðrétt í yfirlýsinguna.
Enn sem fyrr er vegið í sama
knérunn; sökudólgurinn er íslensk-
ar landbúnaðarafurðir. En er það
svo í raun? Bændasamtök Íslands
hvetja Neytendasamtökin til að
fylgja eftir eigin orðum, sem vísað
er í hér að ofan og kanna hvað raun-
verulega býr að baki verðmyndun í
smásöluverslun.“
Í leiðara nýjasta tölublaðs
Bændablaðsins er vikið að Neyt-
endasamtökunum. Þar segir m.a.:
„Árum saman hafa þau ráðist á
landbúnaðinn en ekki rætt í sama
mæli um hagræði og óhagræði í ís-
lenskri verslun. Enn síður hafa þau
fjallað um samskipti smásala og
birgja …“ Þá varpar blaðið fram
þeirri spurningu hvort samtökin
hafi e.t.v. ekki þor til að benda á
misfellur í starfsháttum stórfyrir-
tækja vegna hugsanlegra hags-
munatengsla.
Stefán Úlfarsson, hagfræðingur
hjá ASÍ, var í viðtali um matvæla-
verð á Morgunvakt Rásar 1 í gær,
5. júlí. Hann sagði þar m.a.: „við er-
um neydd til að kaupa íslenska
framleiðslu“. Hann vék hins vegar
ekki að því, að það eru aðrar mat-
vörur en innlendar búvörur, sem
standa upp úr í alþjóðlegum verð-
samanburði. Það er einnig umhugs-
unarvert, að fiskur er óvíða dýrari í
gervallri Evrópu en einmitt hér. Er
það ekki verðugt rannsóknarefni,
bæði fyrir ASÍ og Neytendasam-
tökin?
Bændasamtök Íslands fagna hins
vegar málefnalegri og ígrundaðri
yfirlýsingu BSRB, sem samtökin
sendu frá sér í gær. Í lokaorðum yf-
irlýsingarinnar segir orðrétt: „Sam-
tökin [BSRB] hafa mjög skýra
stefnu í þessum efnum: Um land-
búnaðinn á Íslandi þarf að ríkja
þjóðarsátt. Hún verður aldrei raun-
veruleg nema í góðri sátt á milli
bænda og neytenda. Takmarkið er
að ná slíkri sátt og að því vill BSRB
vinna,““ segir í ályktun Bændasam-
takanna.
Segja skuldinni ítrekað
skellt á bændur að ósekju
STEFÁN Bogi Sveinsson, fulltrúi hjá B&B lög-
mönnum í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost
á sér í embætti formanns Sambands ungra fram-
sóknarmanna, en kjörið verður í embættið á
þingi sambandsins í haust.
Stefán Bogi er fæddur á Egilsstöðum 9. októ-
ber 1980. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ vorið 2000 og hóf
nám við lagadeild Háskóla Íslands sama ár það-
an sem hann mun útskrifast í október á þessu ári.
Stefán hefur í nokkur ár unnið fyrir Fram-
sóknarflokkinn og SUF. Hann var formaður
fræðslu- og kynningarnefndar SUF árin 2001–
2002 og formaður þjóðmálanefndar SUF 2003–
2004. Hann hefur verið í varastjórn SUF frá
árinu 2004. Hann var aðstoðarkosningastjóri
Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í
þingkosningunum árið 2003.
Í formannskjöri hjá SUF
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli vinnur að af-
hendingu minja af vellinum í samvinnu við utan-
ríkisráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið
eins og kom fram í frétt á bls. 6 í Morgunblaðinu í
gær. Beðist er velvirðingar á þessum misskilningi.
LEIÐRÉTT
Samvinna við
utanríkisráðuneyti
♦♦♦
SUNNUDAGINN16. júlí verður árlegur harm-
oníkudagar í Árbæjarsafni í tengslum við Harm-
oníkuhátíð Reykjavíkur. Fjöldinn af harm-
oníkuspilurum, innlendum sem erlendum mun
gleðja gesti safnsins, en ætlunin er að spila inni í
flestum safnhúsum og undir berum himni ef veð-
ur leyfir. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur
með samspili allra þátttakenda á Torginu klukk-
an 16:30.
Harmoníkudagar
í Árbæjarsafni