Morgunblaðið - 28.08.2006, Síða 18
Nú þegar skólarnir erubyrjaðir er um að geraað koma reglu á svefn-tíma unglingsins.
Morgunþreyta unglinga stafar
ekki endilega af leti heldur er hún
yfirleitt hegðunarmynstri þeirra
að kenna, þ.e. þeir fara seint að
sofa og eiga erfitt með að vakna.
Það eru til leiðir til að laga svefn-
venjur unglingsins segir á vefsíðu
Mayosjúkrastofnunarinnar í
Bandaríkjunum. Það hafa allir lík-
amsklukku sem hefur áhrif á lík-
amshitann, svefnhringinn og
hórmónana og kallast það dæg-
ursveifla.
Hormónasveiflurnar
Fyrir kynþroskaskeið stjórnar
þessi dægursveifla því að flest
börn fara að sofa á eðlilegum tíma
á kvöldin. En hormónasveiflur
kynþroskaskeiðsins breyta líkams-
klukkunni og seinka tímanum sem
unglingurinn fer að finna fyrir
syfju um tvær klukkustundir.
Hegðun unglinga eins og að vaka
lengi við lærdóm eða hanga með
vinum fram á kvöld getur ruglað
líkamsklukkuna enn meira.
Unglingar þurfa um níu klukku-
tíma svefn á nóttu til að viðhalda
eðlilegri orku yfir daginn en að-
eins um 15% af þeim fá það mik-
inn svefn reglulega.
Komið hefur í ljós að stór hluti
unglinga sefur aðeins um sex
klukkustundir á nóttu og jafnvel
minna á skóladögum. Hlutastörf,
heimavinna, félagslíf, íþróttir og
vinir er oft tekið fram yfir svefn.
Svefnleysi getur haft alvarlegar
afleiðingar; auk þess að valda pirr-
ingi og skapsveiflum á ungling-
urinn erfiðara með að einbeita sér
og læra.
Hleypa ljósi inn
Að reyna að ná upp svefni um
helgar hjálpar ekki mikið þegar
upp er staðið og í raun getur það
ruglað líkamsklukkuna enn meira.
Margir unglingar fara að drekka
kaffi eða reykja þegar þeir finna
til þreytu á daginn til að fá þá örv-
un sem því fylgir en það getur
gert þeim ennþá erfiðara fyrir að
sofna á kvöldin. Í þessari stöðu
borgar sig ekki að senda ungling-
inn snemma í rúmið því hann mun
bara liggja þar vakandi í langan
tíma. Best er að reyna að end-
urstilla líkamsklukkuna hjá þeim.
Það má til dæmis gera með björtu
ljósi í svefnherbergið á morgnana.
Ljósið mun hjálpa líkamanum að
átta sig á að það sé kominn tími til
að vakna. Dempað ljós eða myrkur
á svefntíma sendir líkamanum þau
skilaboð að hann eigi að fara að
sofa. Vara sem inniheldur svefn-
hormónið melatónín hjálpar sum-
um að stilla líkamsklukku sína og
svo er hægt að beita svokallaðri
tímastillingarmeðferð. Þá er svefn-
tíma unglingsins alltaf frestað um
einhvern tíma á hverju kvöldi þar
til hann hefur leiðrétt sig og ung-
lingurinn fer orðið sjálfviljugur
snemma í bólið. Tekið er fyrir lúra
um miðjan daginn.
Tölvuleikir og netnotkun
Sem betur fer þurfa flestir ung-
lingar litla hjálp við að leiðrétta
svefntímann svo þeir fái rétt magn
af svefni. Foreldrar gætu þurft að
forgangsraða áhugamálum ung-
lingsins og banna háværa tónlist,
tölvuleiki og netnotkun fyrir
svefntíma.
Í sumum tilvikum getur það
verið eitthvað annað en óregla á
klukkunni sem veldur þessari
þreytu hjá unglingnum, t.d. kæfi-
svefn, fótaóróleiki, skyndisvefn-
mók og þunglyndi.
Flestir unglingar sofa of lítið
Morgunblaðið/Jim Smart
Morgunsvæfir Oft getur verið erfitt að fá unglingana framúr.
|mánudagur|28. 8. 2006| mbl.is
Þau Bjarni Sigurðsson og Þuríður Aradóttir hafa komiðsér vel fyrir í Fljótshlíðinni þar sem þau rækta íslenskalandnámshana og efnileg hross. Hanarnir eru ýmistseldir á fæti eða svæfðir og stoppaðir upp, en þeir eru
eftirsóttir um þessar mundir og þykja hið mesta stofustáss.
Karlmennskan liggur í stélfjöðrunum
Bjarni segir að hanar hafi heilmikinn persónuleika.
„Sumir eru svakalega grimmir og ráðast á fólk ef þeir
koma því við en aðra vantar allan baráttuvilja. Gogg-
unarröðin er alveg klár, sá frekasti ræður og ef þeir slást
þá reyna þeir að kroppa stélfjaðrirnar hver af öðrum,
því þar liggur karlmennska þeirra.“
Njáluferðir á hestbaki
Þau Bjarni og Þuríður reka líka hestaleigu og
bjóða upp á Njáluferðir á hestbaki og fá til sín fyr-
irlesara sem sumir fullyrða að Gunnar á Hlíð-
arenda hafi verið framsóknarmaður en Val-
garður grái sjálfstæðismaður. » 22
Morgunblaðið/Sverrir
Sæla Bjarni Sigurðsson og Þuríður Aradóttir una sér vel á mölinni.
Hestar, hanar
og hundar
daglegtlíf
Það þarf að byrja snemma að
kenna hvolpi hvernig hann á
að haga sér þegar hann er
aleinn heima. » 20
gæludýr
Nú er farið að hanna sérstök
húsgögn fyrir hunda, eins og
til dæmis þægilega sófa í
ýmsum litum. » 20
hönnun heilsa
Allir ættu
að venja sig á að
borða hollan
morgunverð. » 21