Morgunblaðið - 28.08.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 45
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sagt er að vitrir menn óski sér þess ekki
endilega að vera yngri. Þá hlýtur hrút-
urinn að vera vitur svo um munar því hin
síunga nálgun hans leitar sífellt eftir
auknum þroska, eins og þegar fimm ára
segist vera fimm og hálfs.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hvers vegna leita að tækifærum þegar
maður getur búið þau til? Hið fyrra
byggist á heppni, hið síðara veitir full-
nægju, styrk og lífsgleði. Ástalífið tekur
kipp í framhaldi af tækifærinu sem þú
býrð til.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Framtak sem tvíburinn telur erfitt er
ekkert erfiðara en hlutirnir 100 sem
hann gerir á hverjum degi án vand-
kvæða. Himintunglin draga fram kosti
endurtekningarinnar. Skortur á þekk-
ingu er það eina sem gerir viðleitni
manns erfiða.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn gerir þá snilldarlegu uppgötv-
un að þó að einhver sé fyndinn er ekki
víst að hann sé bjáni, og þó að einhver sé
alvarlegur er ekki þar með sagt að hann
sé klár.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Er hugsanlegt að ljónið sé ástfangið á
ný? Löngunin til að gera einhvern ódauð-
legan í list, með orðum eða tónum, er yf-
irþyrmandi. Það er svo margt annað sem
þú ættir að vera að gera. Hvað er mik-
ilvægast?
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ekki óttast! Lífið fer bara fram á að þú
gerir þitt besta, ekki hið ómögulega. Það
er sama hvert vandamálið er, það er allt-
af til leið út úr því. Trúðu því og þá verð-
ur það þannig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekki hafa áhyggjur af því hvað aðrir
segja þótt þú virkilega leggir þig fram.
Allir aðrir eru of uppteknir af því að tjá
sig til þess að mega vera að því að spá í
hvernig hinir líta út.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samstaða himintunglanna hvetur sporð-
drekann til þess að kanna svið ímynd-
unaraflsins. Leiðinlegt starf verður
skemmtilegra og þú gætir meira að segja
uppgötvað eitthvað heillandi í fari ein-
hvers sem þér fannst áður leiðinlegur.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ef þú veist hvað þú vilt er það nánast
komið fram á varirnar hvað eftir annað.
Þetta gefur fyrirheit um að eitthvað eigi
eftir að fara fyrir lítið. Hallærislegustu
viðskiptin eru þau sem þú átt eftir að
vera stoltastur af.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Yfirburðaárangur næst vegna fram-
úrskarandi frammistöðu steingeit-
arinnar. Ekki vera hissa þótt vinsældir
þínar eigi eftir að stigmagnast. Þú ert
svo aðlaðandi þegar þú lifir í samræmi
við gildismat þitt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vá. Áskorun dagsins smellpassar fyrir
vatnsberann og framkallar mátulegan
þrýsting til þess að hann geti látið ljós
sitt skína. Einhver hefur aðrar hug-
myndir um skemmtun en vatnsberinn.
Vertu meira með fólki sem er „nær“ þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn trúir á við tíu manns, þess
vegna er hann vinsæll. Hann lætur jafn-
an kylfu ráða kasti og því er lífið stans-
laust ævintýri. Eitthvað langsótt gæti
meira að segja orðið að veruleika.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Samspil Venusar og Nep-
túnusar varpar ljósi á það
sem maður á að gera í líf-
inu, en þarfirnar líka.
Þverstæðan felst svo í því
að eitthvað sem maður
taldi áður heilbrigðan valkost á eftir að
valda of miklum kvíða og spennu. Slök-
um á og sættum okkur við allar hliðar
hinnar flóknu mannlegu tilvistar.
SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar hélt
sinn árlega kynningardag á
Víðistaðatúni á laugardag þar sem
íbúum Hafnarfjarðarbæjar var boð-
ið að kynnast komandi vetrarstarfi
félagsins. Að sögn Jakobs Guðna-
sonar, skátaforingja, var boðið upp
á kanósiglingu á tjörninni á Víð-
istaðatúni, opinn klifurveggur stóð
áhugasömum til boða, eldað var of-
an í gesti og gangandi og þeim boð-
ið upp á að kynnast bygging-
araðferðum skáta. Að sögn Jakobs
hófst innritun nýrra skáta einmitt í
gær, en krakkar þurfa að vera
orðnir átta ára til þess að mega
ganga til liðs við skátana. Að-
spurður segist Jakob sjálfur hafa
verið í skátunum sl. tólf ár. Spurður
hvað það sé sem heilli við starfið
svarar hann um hæl að það sé sam-
gisti aðfaranótt laugardags, grilluð
voru lambalæri á kolum í holu sem
grafin var í túninu, farið var í næt-
urferð í Suðurbæjarsundlaugina og
að henni lokinni tók við sam-
verustund kringum varðeld þar
sem, að sögn Jakobs, var boðið upp
á heitt kakó með sykurpúðum.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Namminamm Eftir langan dag voru grilluð fimm lambalæri á kolum.
vinnan og samveran með öðrum
skátum.
Sem upphitun fyrir vetrarstarfið
stóðu Hraunbúar fyrir hópefli með-
al skáta í félaginu á aldrinum 15–18
ára, en alls tóku um 30 manns þátt í
því. Byggðar voru tjaldbúðir á
Víðistaðatúni þar sem hópurinn
Vetrarstarfið
kynnt á
Víðistaðatúni
Mývatnssveit | Réttað var í gær í
Hlíðarrétt og Baldursheimsrétt í
skýjuðu veðri og hægri norðanátt.
Leitir gengu vel í góðu veðri en
ekki er gott að segja til um vænleik
dilka, sumarið varla liðið og lömbin
ekki náð að þroskast.
Réttardagurinn færist stöðugt
framar og er nú þremur vikum fyrr
en venjulegt var hér áður, sem var
17. september. Sumir bændur nýta
sér nú sumarslátrun strax í næstu
viku. Haustslátrun hefst annars eft-
ir viku hjá Norðlenska.
Til Hlíðarréttar var smalað um
2.000 fjár. Líklega eru það erlendu
ferðamennirnir sem mestan svip
setja á réttina umfram það sem áð-
ur var, en mikill og vaxandi fjöldi
þeirra kom í Hlíðarrétt að þessu
sinni og fylgdist af áhuga með þeim
sérstaka viðburði sem réttin er.
Ferðamenn í fjárréttum
Morgunblaðið/BFH
Réttir Fjöldi fólks kom í Hlíðarrétt og voru erlendir ferðamenn áberandi.
OPNI Listaháskólinn mun standa
fyrir fyrirlestraröð í vetur alla
mánudaga frá kl.12.30–13.30 í
myndlistardeild, Laugarnesi og
þriðjudaga frá kl. 17–18 í hönnunar-
og arkitektúrdeild, Skipholti 1.
Fyrsti fyrirlestur vetrarins verður
í dag, mánudaginn 28. ágúst. í Laug-
arnesi en þá fáum við til okkar
dönsku myndlistarkonuna Birthe
Jörgensen. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku.
Fyrirlestraröð í
Listaháskólanum
Morgunblaðið/Einar Falur
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
Frá leikstjóra Sixth Sense, Signs og Village.
PAUL GIAMATTI (SIDEWAYS) SÝNIR STJÖRNULEIK
STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
eee
V.J.V - TOPP5.IS
eee
S.V. - MBL
GEGGJUÐ GRÍNMYND
með Owen Wilson (Wedding Crashers) sem fer á kostum,
ásamt Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas.
Ein fyndnasta grínmynd ársins
úr smiðju
Jim Henson
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskyldunaeeeL.I.B. Topp5.iseeeS.V. Mbl.
P.B.B. DV.
eeee
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
YOU, ME AND DUPREE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10
YOU, ME AND DUPREE LUXUS VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10
LADY IN THE WATER kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 12.ára.
5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 4 - 6
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5 - 7 - 8 - 10 B.i. 12.ára.
THE LONG WEEKEND kl. 8 B.i. 14.ára.
OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 3:45 Leyfð
OVER THE HEDGE M/- ensku tal. kl. 10:10 Leyfð
BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 3:45 Leyfð
LADY IN THE WATER kl. 6 - 8:10 - 10:30 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN.
5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 6
MIAMI VICE kl. 8 - 10:45 B.i. 16.ára.
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8 - 10:45 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN.
OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð DIGITAL SÝN.