Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 19

Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 19 HARLA óvenjulegt mál er komið upp í London. Í ljós hefur komið að eldheitt ástarbréf sem ævisögurit- arinn A. N. Wil- son birti í bók um breska ljóð- skáldið John Betjeman er fals- að. Og ekki að- eins falsað, held- ur inniheldur það grófa móðgun við Wilson sé fyrstu stöfum hverrar setningar, utan upp- hafssetningarinnar, raðað saman. „Hefurðu verið plataður“ Forsaga málsins er sú að fyrir tveimur árum barst Wilson bréf frá Eve nokkurri de Harben, meintri frænku Honor Tracy, rithöfundar sem var raunverulega vinur Betjemans. Bréfið innihélt afrit af eldheitum ástarorðum Betjemans til vinar síns en Eve de Harber skrifaði að upprunalega bréfið væri í eigu bandarísks safnara. Bréfið notaði Wilson svo til sönnunar því að ljóð- skáldið hefði átt í stuttu en áköfu ástarsambandi við vin sinn. Fyrir stuttu barst bandaríska tímaritinu The Sunday Times svo bréf frá téðri Eve de Harben með tilkynningu þess efnis að bréfið sem Wilson hefði birt væri falsað. Til- gangurinn hefði verið að hefna fyrir óvægna gagnrýni Wilsons á tónlist- armanninn Humphrey Carpenter, en Wilson er þekktur fyrir gagnrýni sína á menn og málefni. Carpenter lést árið 2005 og kvað Eve de Harpen hann vera vin sinn. Hins vegar hefur komið í ljós að engin Eve de Harben er búsett þar sem bréfið á að hafa verið sent frá- samkvæmt upplýsingum á bakhlið umslagsins, í Roquebrun í Frakk- landi. Ekkja Carpenters, Mari, kannast heldur ekki við að eig- inmaður sinn hafi þekkt nokkurn undir því nafni. Það sem meira er, sé stöfum nafnsins Eve de Harben rað- að upp á nýtt koma í ljós ensku orðin „ever been had“ eða „hefurðu verið plataður“. Annar ævisöguritari undir grun Sem stendur er einn aðili öðrum fremur grunaður um að standa á bak við þennan reyfarakennda prett. Sá heitir Bevis Hiller og á það sam- merkt með Wilson að hafa skrifað ævisögu Betjemans, í þremur bind- um. Wilson og Hiller hafa deilt hat- rammlega síðan 2002 eða frá því að Wilson kallaði annað bindi Hillers „vonlausan hrærigraut“ í gagnrýni sem birtist í The Spectator. Nýlega gaf Hiller Wilson þá einkunn að hann væri „auvirðilegur“. Hiller neitaði hins vegar eindregið að eiga nokkurn hlut að máli þegar blaða- maður The Sunday Times bar málið upp á hann. Öll spjót standa þó á Hiller. Verð- miði aftan á umslagi Eve de Harben staðfestir að það var keypt í heimabæ Hillers, Winchester. Og þó að heimilisfangið sem gefið var upp aftan á umslaginu væri franskt var bréfið engu að síður sent frá Vestur- London. Falsað ástarbréf í ævisögu Reyfarakenndur bók- menntaprettur í London John Betjeman EINLEIKHÚSIÐ frumsýnir í október karnevalíska spunaverkið Þjóðarsálin sem unnið er út frá spurningunni hvað er þessi þjóð- arsál? Viðhorf Íslendinga til ýmissa mála verða skoðuð og tekið á þeim löstum og dyggðum sem fylgja mannskepnunni. Allt verður þetta víst í gamansömum tón en þó með beittri ádeilu. Það er Landsbankinn sem er bakhjarl sýningarinnar og skrifuðu Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og leikstjóri verksins, Sigrún Sól Ólafsdóttir, undir samstarfssamn- ing í nýju leikhúsi í Reiðhöll Gusts í Kópavogi, en þar fara sýningar á Þjóðarsálinni jafnframt fram. Með helstu hlutverk í Þjóðarsál- inni fara Árni Pétur Guðjónsson, Harpa Arnardóttir, Sara Dögg Ás- geirsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Árni Salómonsson en auk þeirra kemur fram sönghópur hesta- kvenna auk fjölda aukaleikara, dansara og hesta. Tónskáldið Pálmi J. Sigurhjart- arson semur tónlistina og flytur hana sjálfur á sýningum, leik- myndin er eftir Lindu Stef- ánsdóttur, búningar eftir Myrru Leifsdóttur, lýsing er í höndum Arnars Ingvarssonar og aðstoð- arleikstjóri er Íris Stefanía Skúla- dóttir, sem jafnframt er sirkus- þjálfari. Þjóðarsálin verður frumsýnd hinn 8. október næstkomandi og eru áætlaðar 15 til 20 sýningar út nóvember. Þjóðarsál á svið Morgunblaðið/Eyþór Undirskrift Halldór J. Kristjánsson og Sigrún Sól Ólafsdóttir við undir- skrift samningsins auk hluta leikhópsins sem sjá má í baksýn. Sjálfskiptur Beinskiptur Verð á Isuzu D-MAX Crew Cab 2.590.000 kr. 2.490.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 11 0 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 Isuzu hefur fyrir löngu sannað öryggi og endingu á íslenskum vegum. Nú kynnum við nýjan og stórglæsilegan Isuzu D-MAX pallbíl. Hann er þjáll og lipur í akstri, en jafnframt rammbyggður og traustur félagi og á alveg ótrúlega góðu verði. Isuzu D-MAX hefur fengið alveg nýtt útlit og er staðalbúnaður eins og hann gerist bestur, þar má nefna loftkælingu, ABS hemlakerfi, álfelgur o.fl. Isuzu er með 3.0 lítra dísilvél með túrbínu og millikæli og skilar 130 hestöflum. Isuzu D-MAX er farkostur fjölskyldunnar, vinsæll vinnufélagi og verðið ráða allir við! PALLBÍLL Á POTTÞÉTTU VERÐI! Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7942 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.