Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 21

Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 21 AUSTURLAND Hornafjörður | Þórbergssetur á Hala í Suðursveit opnaði formlega sýningarhúsnæði sitt í júlíbyrjun. Jöfn og góð að- sókn hefur verið að setrinu í sumar og um fjögur þús- und manns komið í heimsókn og skoðað sýningar. Einnig hefur fjöldi fólks komið í setrið til að njóta veitinga og kynna sér þau verkefni sem Þórbergssetur vinnur að. Áberandi er hve margir spyrja um bækur Þórbergs, hvar þær séu fáan- legar og erlendir ferðalangar spyrja mikið um þýðingar á bókum hans. Framundan er því að kynna verk Þór- bergs betur fyrir erlendum gestum og tengja verkefnið frekar sögu og menningu Suðursveitar. Í vetur verður hafist handa við að markaðssetja setrið fyrir nemenda- hópa og segja forsvarsmenn að ótelj- andi verkefni geti tengst þeim sýn- ingum sem þegar eru komnar upp í Þórbergssetri. Í tilefni af opnun Þórbergsseturs og byrjun á formlegri starfsemi í nýju og glæsilegu húsnæði efnir Þórbergs- setur til hátíðaþings dagana 13. og 14. október nk. Dagskrá þingsins verður fjölbreytt og má nefna fyrirlestra um bók- menntir, og bækur Þórbergs, skemmtun af ýmsu tagi, upplestur og gönguferðir. Dagskrá og frekari til- högun verður auglýst síðar. Hátíðarþing um Þórberg undirbúið Þórbergsþing Safnið á Hala fær góða aðsókn. Neskaupstaður | Skólarnir eru byrjaðir og má víða sjá þess merki í sam- félaginu. Kenn- arar og nem- endur Nesskóla hafa verið dug- legir að nota góðviðrið und- anfarna daga til útikennslu og hafa þeir sést víða um bæinn í hóp- um. Nemendur í sjötta bekk fóru til að mynda í fjöruna að safna í sarp- inn fyrir líffræðikennslu. „Ég fann marglyttu, ég fann marglyttu!“ heyrðist í einum nemanda sem pot- aði í dauða hveljuna með priki. Sjáiði – ég fann marglyttu! Náttúrurannsókn Nemendur Nes- skóla í Norðfjarð- arfjöru. TÍMAMÓT verða í virkjunarfram- kvæmdunum í fyrramálið þegar risaborinn TBM1 slær í gegn í að- rennslisgöngum Kárahnjúkavirkj- unar og lýkur þar með því verki sem honum var ætlað milli Hálslóns og Fljótsdals, tæplega 15 kílómetr- um. Færiböndin, sem flytja grjót- mulninginn út úr göngunum hafa valdið meiri vandræðum eftir því sem á verkið hefur liðið. Þetta eru reyndar ein lengstu færibönd sem um getur í svona verki í veröldinni og marga, samhæfða mótora þarf til að halda þeim gangandi. Erfitt hefur reynst að samhæfa alla mót- ora og þegar eðlilegt slit bætist við skapast vandræði. Á milli bora 2 og 3 eru nú rúmir 2 km óboraðir. Slegið í gegn í aðrennslisgöngum Reyðarfjörður | Á dögunum mættu 30 nýir starfsmenn til vinnu hjá Al- coa Fjarðaáli á Reyðarfirði. Þetta er fyrsti stóri hópurinn sem þangað kemur í einu. Fólkið byrjar á því að setjast á skólabekk í þrjár vikur. Þá auglýsti fyrirtækið nýverið eft- ir fólki í 100 stöður. „Það mun fremur óvenjulegt á ís- lenskum vinnustað að starfsfólk byrji störf með því að setjast á skóla- bekk,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. „Þetta er breiður hópur og í honum margar konur, sem eru margar að skipta um störf til að hækka sig í launum. Þetta fólk er að fara að gera allt mögulegt hjá fyrirtækinu, það fer í störf hjá innkaupadeild, um- hverfisdeild, í kerskálum og víðar.“ Erna segir töluvert af fólkinu af Austurlandi og víðar af landinu, aðr- ir komi erlendis frá og eitthvað sé um íslenska ríkisborgara af erlendu bergi brotna. Næstu þrjár vikur lær- ir fólkið um starfsemi Alcoa og sögu, um áliðnaðinn hnattrænt, öryggis- og umhverfismál og þær hugmyndir sem Alcoa starfar eftir. Viljum gjarnan fólk um sextugt „Í tengslum við starfsmannahald hafa verið fréttir af því að fólk t.d. á Suðurnesjunum sem vann hjá Varn- arliðinu og er komið á miðjan aldur, á erfitt með að fá vinnu“ segir Erna. „Við hér viljum sérstaklega laða til okkar fólk um sextugt og teljum að fólk hafi fulla starfsorku og þrek á þeim aldri og vildum gjarnan nýta starfskrafta slíks fólks ef það er á lausu. Við viljum þó auðvitað hafa fólk í vinnu hjá okkur á öllum aldri og af báðum kynjum, en því leggjum við mikið upp úr og höfum sérstaka stefnu þar að lútandi.“ Alcoa Fjarðaál auglýsti nýlega 100 laus störf fyrir framleiðslustarfs- menn, rafvirkja og vélvirkja. Í auglýsingunni er tekið fram að þegar framleiðslustarfsmaður hefur fengið þjálfun og vottun til að vinna sjálfstætt á tilskildum fjölda starfs- stöðva eru viðmiðunarlaun yfir árið um 4.032.258 kr. fyrir fullt starf í vaktavinnu. Viðmiðunarárslaun iðn- aðarmanns með sveinspróf og þriggja ára starfsreynslu í faginu, sem vinnur við viðhaldsstörf hjá Al- coa Fjarðaáli og hefur lokið innri vottun, geta orðið um 3.502.400 kr. fyrir fullt starf í dagvinnu. Á vef fyrirtækisins kemur fram að umsækjendur þurfi að svara stöðl- uðum spurningum um hvort gildi Al- coa Fjarðaáls og þeirra fari saman og leitað sé umsagnar meðmælenda. IMG Mannafl-Liðsauki annast fyrstu úrvinnslu umsókna. Ráðning- arferlið í heild er sagt geta numið allt að þremur mánuðum. Þrjátíu nýir starfsmenn í þriggja vikna nám Mikill áhugi á fjölbreyttum störfum í álverinu á Reyðarfirði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Engin vettlingatök Alcoa Fjarðaál safnar nú starfsfólki í álverið og eru nýir starfsmenn þess þegar sestir á skólabekk um þriggja vikna skeið. LANDIÐ ÓBORGANLEGAR GAMANSÖGUR! 3. sætið á metsölulista Pennans yfir handbækur/fræði- bækur/ævisögur. 5. sætið á heildarlista Pennans. Grímsey | Hann er vinur og aðdáandi dr. Daníels Willard Fiske, hins mikla vel- gjörðarmanns Grímseyinga, Bjarni Reykjalín Magnússon hreppstjóri og sýnir það svo sannarlega í verki. Báturinn hans heitir Fiske og á honum veiðir hann í matinn og háfar lunda. Fiske hefur Bjarni átt í 8 ár. Ekki nóg með þetta, landbíllinn hans á Akureyri hefur núm- eraplötuna Fiske. Bjarni hreppstjóri sagði skemmtilega sögu um bílnúmerið. Þannig var að hann fór með bílinn til Færeyja ekki fyrir löngu og lenti þá í því að vera stoppaður þegar hann ætlaði í gegnum göngin til Klakks- víkur. Eitthvað fannst fólki númerið dul- arfullt og varð Bjarni að útskýra skriflega hvernig númerið væri til komið áður en honum var hleypt í gegn á bílnum. Í Fær- eyjum keypti Bjarni sér svo gullstafi til að merkja húsbílinn sinn með nafni vinarins kæra, Fiske. Þurfti að útskýra Fiske-vinskapinn Morgunblaðið/Helga Mattína Fiske Bjarni Reykjalín Magnússon, ásamt barnabarni sínu og al- nafna, um borð í Fiske í Grímseyjarhöfn. Vestmannaeyjar | Síminn mun á morgun, laugardag, kl. 16 afhjúpa minnismerki á Þrælaeiði í Vest- mannaeyjum þar sem nú eru 95 ár liðin frá því Vestmannaeyjar komust í símasamband við umheiminn. Þá var sæstrengur dreginn á land á Þrælaeiði í Eyjum. Það var Rit- og talsímafélag Vestmannaeyja sem stóð að framkvæmdinni. Stofnun Rit- og talsímafélags Vestmannaeyja er einstök í fjar- skiptasögu landsins, því félagið er eina dæmið frá þessum tíma um að einkaaðila hafi verið veitt leyfi til símareksturs á Íslandi. Sæstrengur- inn var tengdur við símalínu í landi fimm árum eftir að Ísland tengdist umheiminum. Að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, stjórnarmanns í Símanum, býður Síminn til kaffisam- sætis í húsi Oddfellow við Strandveg í Eyjum að athöfn lokinni. Minnisvarði vígður í Eyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.