Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LEYNIFANGELSI
OG RÉTTARFAR
Nú hefur George Bush Banda-ríkjaforseti viðurkennt til-veru leynilegra fangelsa
bandarísku leyniþjónustunnar, CIA,
og sagði að þar hefðu háttsettir liðs-
menn hryðjuverkasamtakanna al-
Qaeda verið í haldi og yfirheyrðir.
Sagði hann að 14 menn, sem hefðu
verið í haldi á ótilgreindum stað eða
stöðum, hefðu nú verið fluttir í fanga-
búðirnar í Guantanamo á Kúbu. Eins
og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í
gær sagði Bush að fangarnir myndu
framvegis njóta allra þeirra réttinda,
sem Genfar-sáttmálarnir veita
stríðsföngum. Hann sagði að CIA
hefði beitt óhefðbundnum aðferðum
við yfirheyrslur, en ekki pyntingum.
„Bandaríkin pynta menn ekki,“ sagði
hann. „Ég hef ekki heimilað slíkt og
mun ekki gera það.“
Stjórn Bush hefur verið gagnrýnd
harkalega bæði heima fyrir og á al-
þjóðlegum vettvangi vegna meðferð-
ar hennar á föngum. Bandarískir
embættismenn hafa reynt að skil-
greina pyntingar þröngt gagnvart
bæði bandarískum lögum og Genfar-
sáttmálanum til að hægt væri að
ganga eins langt í yfirheyrslum og
sagt að tilteknir fangar nytu ekki
þeirra réttinda sem þar væri kveðið á
um. Litið er á þetta útspil forsetans
sem tilraun til þess að bæta ímynd
Bandaríkjamanna.
Bush greindi frá þessu í fyrradag.
Þá kom einnig út ný handbók banda-
ríska landhersins, sem dregið hefur
verið að gefa út í heilt ár vegna deilna
um meðferð fanga.. Í frétt í Interna-
tional Herald Tribune segir frá því að
þar sé sérstaklega lagt bann við átta
tilteknum yfirheyrsluaðferðum, það
er þvingaðri nekt eða kynlífsathöfn-
um, notkun hauspoka eða límbands,
barsmíðum, raflostum, kaffæringum,
hita- eða kuldameðferð, sviptingu
vatns eða matar, þykjustu-aftökum
og notkun hunda til að skjóta föngum
skelk í bringu. Ýmsum þessara að-
ferða var beitt í Abu Ghraib-fangels-
inu í Bagdað.
Eins og segir í fréttinni á leiðarvís-
irinn við um fanga í haldi á vegum
varnarmálaráðuneytisins og tekur
því til Guantanamo, þar á meðal nýju
fanganna.
Tveir mannanna 14 eru sagðir hafa
verið höfuðpaurarnir í að skipuleggja
hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.
september 2001. Nú hyggst Bush
sækja þá til saka og láta stríðsglæpa-
réttarhöld fara fram í Guantanamo.
Þar vill hann fá svigrúm, sem hæsti-
réttur Bandaríkjanna hefur þegar
neitað honum um, og sækist væntan-
lega eftir fulltingi þingsins til að geta
farið sínu fram.
Bandaríkjamenn hafa sett ofan
vegna meðferðar sinnar á föngum.
Það er góðs viti að fangarnir, sem um
ræðir, muni njóta allra þeirra rétt-
inda, sem Genfar-sáttmálarnir veita
stríðsföngum, en Bandaríkjamenn
eru með fleiri fanga í haldi. Hver
verður staða þeirra? Það á einnig eft-
ir að koma í ljós með hvaða hætti
verður réttað yfir föngunum fjórtán.
Samfangar þeirra í Guantanamo-
fangelsinu hafa verið án dóms og
laga. Bush vill veita sakborningum
takmarkaðan aðgang að sönnunar-
gögnum og upplýsingum, sem ekki
myndi viðgangast fyrir dómstólum í
Bandaríkjunum. Meira að segja lög-
fræðingar Bandaríkjahers tóku vara
fyrir því að takmarka rétt sakborn-
inga með þessum hætti í vitna-
leiðslum fyrir Bandaríkjaþingi í gær.
Ef reglur réttarríkisins eru of tak-
markandi verður að kyngja því. Það
er betra en að kasta þeim á glæ.
KONUKOT
Starfsemi Konukots hefur skiptmiklu máli fyrir heimilislausar
konur í Reykjavík. Nú er starfsemi
þess á ákveðnum tímamótum og vet-
ur fer í hönd. Í ljósi ummæla, sem
höfð eru eftir Jórunni Frímannsdótt-
ur, formanni velferðarráðs Reykja-
víkurborgar í Morgunblaðinu í dag
verður að teljast tryggt að gerðar
verði ráðstafanir til að heimilislaus-
um konum verði tryggt athvarf, sem
ekki sé jafnframt opið körlum.
Það er í sjálfu sér ekki viðunandi að
á götum Reykjavíkur sé að finna
heimilislaust fólk. Í einhverjum til-
vikum hefur þar verið um að ræða
fólk, sem á við alvarlegar geðraskan-
ir að stríða.
Samfélaginu er skylt að sjá þessu
fólki fyrir húsaskjóli og ekki bara yfir
blánóttina. Það getur verið kalt á Ís-
landi að vetri til.
Þess vegna verður að ganga út frá
því sem vísu, að rekstur Konukots
verði tryggður áður en samkomulag
um núverandi rekstur þar rennur út.
Eftir Rúnar Pál
runarp@mbl.is
E
umtalsverð, e
virkjun sjá m
Þegar kom
vert sveru rö
viðarhól og a
veg. Flestöll
fyrir norðan
og að því hly
Á löngum ka
stöðum er lög
verið lagðir e
urnar og til a
virkja sjást fr
fleiri borholu
séð.
Það vekur
að rörin sem
hlykkjótt. Hl
hitaþenslu en
þensla í málm
vinna gegn þ
setja á þau sé
einnig gegn á
ingum frá OR
Voru beinn
Þóroddur Fr
Skipulagssto
hverfismat v
unblaðið, að þ
verið sýnd m
„Þegar við fe
ið að hanna þ
líta út eða hv
bara línur og
færu. En ég g
einhverju var
Umhverfið Bólstrarnir sem nú stíga upp af virkjunarsvæðinu munu hverfa þegar virkjunin verður tek
Virkjunin á
Borho
mátt lá
Hiti Lagnirnar eru látnar hlykkjast til að vinna gegn áhrifum hitaþenslu.
BLAIR Í VANDA
Tony Blair, forsætisráðherraBreta stendur nú frammi fyrir
vanda, sem ekki er óþekktur hjá
þeim, sem gegnt hafa embætti for-
sætisráðherra í Bretlandi. Vandinn
er sá, að flokksmenn hans eru búnir
að fá nóg af honum og það dugar hon-
um ekki lengur að hafa komið Verka-
mannaflokknum til valda á ný eftir
langa útilegu.
Líklega vilja flokksmenn hans
losna við hann sem fyrst og verður
fróðlegt að sjá, hvort yfirlýsing hans í
gær um að hann hverfi á braut innan
árs dugi til að lægja öldurnar í flokki
hans.
Þessi tegund af vanþakklæti fyrir
unnin verk er vel þekkt í brezkum
stjórnmálum. Margrét Thatcher fékk
að kenna á því sama og raunar margir
aðrir. Jafnvel Winston Churchill fékk
ekki frið til þess að standa upp úr
embættisstól á eigin forsendum.
Það verður erfitt fyrir Blair að sitja
í embætti við þessar aðstæður. Betri
kostur hefði verið að standa upp og
hætta, frekar en að láta ýta sér hægt
og bítandi úr embætti.