Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 35

Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 35 ✝ ÞorsteinnSkúlason fædd- ist í Hólsgerði í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 4. nóvember 1926. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 30. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Skúli Ágústsson, bóndi í Hólsgerði í Köldukinn og Sigur- veig Jakobína Jó- hannesdóttir, hús- freyja. Þorsteinn var yngstur átta systkina, en fimm þeirra eru nú látin. Systkini hans eru: Jóhannes, fyrrum verkamaður í Reykjavík, f. 1 .5. 1911, d. 12. 1. 2004. Jónas, f. 17.9. 1913, d. 21. 1. 1986, fyrrum bóndi í Hólsgerði. Guðrún, f. 27.2. 1916, d. 3.3. 1971, fyrrum húsmóðir í Hólsgerði. Skúli, f. 31.10. 1918, ættfræðingur í Reykjavík. Jó- hanna, f. 1.1. 1920, d. 7. 9. 1997, var gift Jóhannesi Björnssyni, bónda í Ytri-Tungu á Tjörnesi sem einn- ig er látinn. Krist- veig, f. 29.3.1923, var gift Vilhelm Ágústssyni, neta- gerðarmanni á Siglufirði sem er látinn. Þorkell, f. 20.6.1925, löggiltur endurskoðandi í Kópavogi, kvæntur Ólafíu Hansdóttur. Þorsteinn var ókvæntur og barn- laus. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu veturinn 1944- 1945. Eftir það stundaði hann ýmsa verkamannavinnu, meðal annars við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, þar til hann fluttist til Reykjavíkur og hóf störf sem bíl- stjóri, fyrst á vörubíl, síðar sem leigubílstjóri, lengst af á Hreyfli. Útför Þorsteins verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú kveðjum við Steinda, frænda sem reyndist okkur alltaf vel. Í Hólsgerði voru hans æskustöðvar og þangað kom hann á hverju sumri og aðstoðaði systkini sín við búskap- inn. Við systurbörn hans sem vorum þar í sveit á sumrin, munum eftir- væntinguna þegar ágústmánuður nálgaðist og von var á Steinda á fínu drossíunni. Þá færðist fjör í leikinn – léttleikinn og góðmennskan sem ein- kenndi hann dró fólk að sér. Það var spilað, sagðar sögur, mikið hlegið og síðast en ekki síst var farið í bíltúra um Þingeyjarsýslur. Seinna þegar við fórum til náms og starfa í Reykjavík var gott að leita til hans í Fellsmúlann. Hvort sem það var að veita húsaskjól eða redda öllu mögulegu sem upp á gat komið, æv- inlega var allt sjálfsagt. Ósjaldan var hringt á Hreyfil og beðið um Þorstein Skúlason. Þá kom hann og var alltaf tilbúinn að skutlast með okkur og vin- ina á böllin eða hvert svo sem ferðinni var heitið. Eitt það sem einkenndi Steinda var það hvað hann var gjafmildur. Þegar hann kom í heimsókn var hann alltaf með eitthvað í handraðanum, kassa af Prins pólói eða annað sem gott var að smakka. Börnin okkar nutu líka samvista við þennan góða frænda og eiga ljúfar og skemmtilegar minningar um hann. Síðustu æviárin reyndust Steinda erfið að mörgu leyti. Þó kom hann ár hvert norður og naut þess að fara í pílagrímsferðir um Þingeyjarsýslur. Hann dvaldi á Skjóli undir það síð- asta og varð tíðrætt um hvað starfs- fólkið þar væri honum gott. Við kunn- um því hinar bestu þakkir. Blessuð sé minning Þorsteins Skúlasonar Steinþóra, Ágúst, Jakobína og Auður. Ég krýp á stól við stofugluggann heima og mæni gegnum hvítt sólskin- ið suður á Hringversmóana. Ég er komin í sunnudagakjólinn minn því í dag er hátíðisdagur jafnvel þótt á dagatalinu frá K.Þ. sé bara venjuleg- ur svarthvítur dagur. Það er von á gestum í Ytri-Tungu og eftirvænting- in liggur í loftinu og blandast pönnu- kökuilmi úr eldhúsinu. Ég hendist út á hlað þegar ég sé glampa á drossíuna sem brunar niður heimreiðina og skil- ur eftir rykmökk alla leið upp á braut. Út úr bifreiðinni með Hreyfils- merkinu innan við framrúðuna stekk- ur Steindi frændi og hefur á auga- bragði opnað bíldyr fyrir samferðafólki sínu og út tínast Jónas, amma og Gunna frænka, ásamt börn- um sem eru í Hólsgerði í sumardvöl Á hverju sumri kemur Steindi norður þegar grassprettan er orðin nægilega mikil til að heyskapur geti hafist. Hann kemur um leið og sól- skinið og sunnanáttin til að dveljast í Hólsgerði, æskuheimili sínu og hjálpa til við heyskapinn. Meðan hann dvel- ur þar skreppur hann a.m.k. einu sinni út í Tungu og okkur krökkunum finnst hann koma með ilminn af kaup- staðarlífinu með sér. Steindi er öðruvísi en allir aðrir frændur. Í kringum hann er engin lognmolla. Þar sem hann er, iðar allt af lífi og fjöri. Og hann talar ekki bara við fullorðna fólkið, heldur veitir okk- ur krökkunum öllum athygli sína, gantast við okkur og stríðir góðlát- lega og spyr furðulegra spurninga. Honum líkar vel ef krakkar eru kot- rosknir og fljótir til svars. Þá rekur hann upp hlátursrokur, lætur sem honum sé alveg ofboðið og hrópar há- stöfum: „Gud bevare os!“ Við krakkarnir fylgjum honum hvert fótmál þessa dagstund sem hann er gestur í Tungu. Hann hefur sögur og skrýtlur á hraðbergi. Hlát- urinn tístir í Gunnu frænku og mamma skellihlær um leið og hún segir: „Mikil dæmalaus vitleysa getur oltið upp úr þér, Steindi minn.“ Steindi hefur stóra segulbands- tækið sitt alltaf með sér norður. Hann er lunkinn við að ná skemmtilegum tilsvörum upp úr krökkum og laum- ast til að taka okkur upp á band. Svo tekur hann upp óskalagaþættina úr útvarpinu sem við hlustum á aftur og aftur. Eftir kaffidrykkju og skraf í eld- húsinu býður Steindi okkur krökkun- um í ökuferð í bláu og hvítu drossí- unni sinni með vængjunum, glansandi af Mjallarbóninu góða. Það er hægt að troða heilum hóp af krökk- um í bílinn. Krakkar á fermingaraldri teljast bara hálfir farþegar og við yngstu stelpurnar erum of litlar til að teljast með. Að lokinni ökuferð um sveitina í dú- andi bílsætunum opnar Steindi frændi skottið á bílnum. Við krakk- arnir föllum í stafi yfir þeirri sjón sem við blasir; skottið er hálffullt af sæl- gæti! Síríussúkkulaði! Kassar fullir af Prins Pólói, og brjóstsykur í öllum regnbogans litum! Steindi fyllir hend- ur okkar af þessum sjaldséða munaði um leið og hann tekur af okkur loforð um bróðurleg skipti. Þegar gestirnir sýna á sér farar- snið verður svolítil spenna innra með mér, því stundum vantar einhverja snúningastelpu í Hólsgerði. Skyldi ég vera orðin nógu stór? Þetta eru bernskuminningar mínar um móðurbróður minn Þorstein Skúlason, sem hleypti ungur heim- draganum og gerðist leigubílstjóri í Reykjavík. Ég kynnist honum betur þegar ég fékk að dvelja hjá honum á skólaárum mínum. Það var algengt að hann skyti skjólshúsi yfir ættingja að norðan, og vorum við systkinin flest hjá honum um lengri eða skemmri tíma. Eina skilyrðið fyrir dvölinni var góð umgengni því slóða- skapur og óreiða var ekki að hans skapi. Einnig minnist ég Steinda þegar ég sem unglingur var sumarlangt í Hólsgerði. Þar var alltaf gestkvæmt, en við komu hans breyttist Hólsgerð- isheimilið í hálfgerðan samkomustað. En Steindi kom ekki norður til að tefja fyrir vinnandi fólki. Oft fékk hann gestina með sér í heyskapinn og þar hélt glensið áfram. Í brakandi þurrki og sólskini var Steindi í essinu sínu. Og þegar kom að því að hirða dró hann ekki af sér við að moka heyinu í hlöðurnar enda var hann bæði sterkur og liðugur. Þegar heyskap var lokið fór hann í ökuferðir um sveitir Þingeyjarsýslu, ávallt með fullan bíl af fólki og heim- sótti vini og frændfólk áður en hann hélt aftur suður. Þá var einnig öllum eiginlegum frí- dögum hans lokið það árið. Svo til alla starfsævi sína var hann leigubílstjóri á bifreiðastöðinni Hreyfli. Hann lagði sig í framkróka við að þjóna viðskiptavinum af stakri alúð og virðingu. Þá virðingu sýndi hann með því að aka á bíl af bestu gerð, halda honum ævinlega tandur- hreinum bæði utan og innan og fara aldrei til vinnu öðruvísi en uppábúinn. Hann var með afbrigðum greiðvik- inn maður. Sí og æ var hann beðinn að reka ýmiss konar erindi fyrir frændfólk og vini. Það gerði hann með gleði, og eyddi oft í það ómæld- um tíma. Steindi hefur vafalaust saknað þess að vera ekki fjölskyldumaður. Hann hafði ákaflega gaman af börnum og tók miklu ástfóstri við ungt frændfólk sitt. Og unga fólkið laðaðist að honum og svo var áfram þótt árin færðust yf- ir hann. Síðustu misseri hrakaði heilsu Steinda hratt, en u.þ.b. mánuði áður en hann var allur reis hann upp af banabeði til þess að líta Norðurland í síðasta sinn, kveðja heimahagana í Hólsgerði, ættingja og sveitir Þing- eyjarsýslu. Við systkinin þökkum kærum frænda samfylgdina og minnumst hans með þakklæti og virðingu. Hrefna Jóhannesdóttir. Hauströkkrið yfir mér kvikt af vængjum yfir auðu hreiðri í störinni við fljótið. (Snorri Hjartarson.) Steindi frændi kvaddi síðla ágúst- mánaðar á heiðríkum haustdegi. Haustið var sá árstími sem hann var vanur að taka sér frí frá sínum dag- legu störfum, halda til heimahaganna og heilsa upp á ættingja og vini, sem biðu hans með eftirvæntingu. Og ég sé fyrir mér heimilisfólkið í Hólsgerði skima út um gluggana í kvöldhúminu, fullt eftirvæntingar og spurnar: Skyldi Steini okkar koma í kvöld? Fyrstu frídögunum varði hann til að ljúka heyskap og sinna haustverk- um. Þá var unnið af kappi en síðan tóku við ferðalög um nágrannasveit- irnar, gestagangur og glaðværð á bernskuheimili frænda míns. Við systkinin í Ytri-Tungu biðum líka spennt eftir að hann kæmi út eft- ir. Og þegar hann kom var hátíð í bæ. Bílarnir hans voru glæsivagnar sem eiga enga sína líka í minningunni og hann var óspar á að fara með smá- fólkið í bílferðir enda var Steindi afar barngóður. Ekki spillti heldur fyrir að hann gat gengið á höndum og farið heljarstökk, sem okkur þótti ganga göldrum næst. Svo var hann líka gamansamur, stundum góðlátlega stríðinn, og okkur þótti ávallt gaman að vera í návist hans. Hann flutti ungur að heiman og var lengst af bifreiðastjóri í Reykjavík. Það starf rækti hann af samvisku- semi og lipurð þar sem viðskiptavin- urinn var ávallt settur í öndvegi. Vinnudagurinn var langur meðan hann var að koma undir sig fótunum og eignast sitt eigið heimili í Fells- múlanum. Þrátt fyrir það gaf hann sér alltaf tíma til snúninga fyrir ætt- ingja sína, sveitunga eða vini sem vanhagaði um eitt eða annað úr höf- uðborginni og sparaði þá hvorki fé né fyrirhöfn. Heimili hans stóð okkur alltaf opið og ég og flest systkini mín dvöldum hjá honum um lengri eða skemmri tíma þegar við fórum suður til náms. Það duldist engum sem hjá honum bjó hvað hirðusemi og snyrtimennska var ríkur þáttur í fari hans. Um það vitnuðu bæði klæðaburður hans, heimili og bílarnir. Jafnframt var hann afar greiðvikinn og gjafmildur og lét gjarnan fé af hendi rakna til þeirra sem þurftu þess með. Steindi frændi var margbrotin manngerð. Hann var dulur, oft á tíð- um dálítið óræður og ekki alltaf auð- velt að átta sig á því hvað honum bjó í sinni. Þrátt fyrir það var hann í raun afar félagslyndur og hrókur alls fagn- aðar, enda fljótur til svars og orð- heppinn, en átti líka til að setja ofan í við samferðamenn sína ef honum þóttu þeir ekki gæta hófs í orðum. Fram til hins síðasta var hann bundinn heimahögunum og fylgdist vel með sveitungum sínum þótt úr fjarlægð væri. Fáeinum vikum fyrir andlátið fór hann í sína síðustu ferð á æskustöðvarnar. Hann vissi vel að hverju dró en viljastyrkurinn var samur og áður og hann fór um sömu staði og hann var vanur. Að þessu sinni stóð hann stutt við í Hólsgerði, var þrotinn að kröftum, og ég varð þess áskynja að undir niðri var hon- um nú erfitt að staldra þar við þó svo að hann reyndi að dylja það með sinni einstöku gamansemi og hnyttnu til- svörum. Nú haustar á ný og farfuglarnir kveðja einn af öðrum. Ég kveð góðan frænda með þakklæti fyrir allt sem hann var í stóru og smáu. Mér þótti vænt um hann. Helga Jóhannesdóttir. Kær frændi er fallinn frá og mörg minningarbrot koma upp í hugann. Margir í sveitum landsins fóru að heiman í atvinnuleit fyrr á árum og þannig var með frænda. Hann fór snemma suður og gerðist leigubíl- stjóri og það varð hans ævistarf. Hjartað sló þó alltaf í sveitinni fögru, Köldukinn, og þar naut hann sum- arfríanna. Þegar ég dvaldi í sveitinni hjá ömmu var það hápunktur sumarsins þegar Steindi frændi kom að sunnan á glæsilegum amerískum bíl, færandi hendi, því hann kunni að gleðja sitt fólk. Og fleiri nutu góðs af heimsókn- um hans norður, en það var árlegur viðburður. Í þá daga var langt að fara til Reykjavíkur í verslunarferðir og því þótti gott að geta hringt til hans og biðja hann að færa sér ýmsar nauðsynjar að sunnan. Hann var gjaf- mildur og bóngóður, bíllinn var því vel hlaðinn í hvert skipti sem hann renndi í hlað í Hólsgerði og kannski var hann eins og kóngur í ríki sínu þá stundina, því í sveitinni sinni leið hon- um afar vel. Bílar voru ekki algengir á þessum árum og því var tilhlökk- unin enn meiri þegar von var á frænda. Það var draumi líkast að setj- ast inn í slíka drossíu, sökkva í mjúk sætin og fljúga svo áfram eftir mal- arvegunum með ryki og öllu tilheyr- andi. Í minningunni finnst mér að það hafi alltaf verið gott veður þegar hann kom. Það varð svo viðburðarríkur tími og margt að gerast. Ef ekki var verið að hamast heima fyrir í heyskap og bústörfum þá var farið í bíltúr á næstu bæi eða skroppið til Húsavík- ur, og vinir og nágrannar komu og tóku í spil og skemmtu sér með hon- um. Það var engin lognmolla í kring- um frænda. Eftir að ég settist að fyrir sunnan var hann ávallt reiðubúin að ráð- leggja mér og aðstoða mig eins og reyndar öllum frændsystkinunum og nutum við góðs af því. Börn hændust að honum því hann var síhlæjandi og sagði skemmtilega frá og svo setti hann oft pening í lítinn lófa. Hann fylgdist vel með frændfólki sínu og samferðafólki öllu og bar hag þess fyrir brjósti. Síðustu ár voru frænda erfið. Heilsan tók að bila og ýmsir erfiðleik- ar steðja þá að. Hann komst þó norð- ur í sveitina sína þetta sumarið líka og ég veit að það var honum dýrmætt. Systkinabörn hans og fjölskyldur bæði fyrir norðan og sunnan léttu honum lífið eins og mögulegt var. Far þú í friði, kæri frændi, og þökk fyrir allt. Valdís Þorkelsdóttir. Föðurbróðir minn, Þorsteinn Skúlason, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, 30. ágúst sl. eftir erfið veikindi. Þorsteinn var leigubílstjóri á Hreyfli nær alla sína starfsævi. Þegar ég var lítill drengur, fyrir rúmum 40 árum, var ég sannfærður um það að Steindi, eins og frændi minn var alltaf kallaður, ætti langflot- tasta leigubílinn á landinu, bláa og hvíta ameríska drossíu með gufunes- loftneti. Sennilega hef ég haft rétt fyrir mér, fáir ef nokkrir leigubílar voru flottari á þessum árum. Og það var ekki ónýtt fyrir strák eins og mig að eiga frænda eins og Steinda. Mín fyrsta minning af Steinda var þegar hann kom eitt sinn heim til for- eldra minna, fékk mig lánaðan og bauð mér í bíltúr á leigubílnum. Ekið var um allt höfuðborgarsvæðið, ég fékk að ráða för, án efa fékk ég að fikta eitthvað í gufunestalstöðinni og ís í brauðformi fylgdi með. Þessi öku- ferð með frænda var ein af ógleyman- legum stundum í lífi lítils drengs og hefur hún oft komið upp í huga minn. Þegar ég stálpaðist fékk ég í ein- hver skipti að vera við heyskap í Hólsgerði í Kinn, ávallt ríkti eftir- vænting og spenna þegar beðið var eftir að Steindi kæmi norður. Og ekki sló frændi slöku við í heyskapnum, svitinn rann af honum sem og öðrum sem tóku til hendinni. Alltaf hress og glaður í bragði, glettinn með fallegt blik í augum. Saklaus stríðnin var ekki langt undan. Þessar stundir eru ógleymanlegar. Minningar þessar um góðan og skemmtilegan frænda standa upp úr og þannig mun ég ávallt varðveita þær. Indriði Þorkelsson. Þorsteinn Skúlason Móðir okkar, GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólheimum 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 27. ágúst. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Valur Sveinbjörnsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA SIGURLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á Grund miðvikudaginn 6. september. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Valdimarsdóttir, Ólöf S. Valdimarsdóttir, Kristján Sigurbjarnarson, Helgi Valdimarsson, Gísla Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.