Morgunblaðið - 08.09.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 08.09.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 43 menning BÁRA Kristinsdóttir vakti athygli mína fyrir ekki mjög löngu með óvenjulegri ljósmyndasýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar sem hún kom fram með skapandi sýn á heim gróðurhúsa. Nú sýnir Bára í Gallerí Anima við Ingólfs- stræti, sýning hennar ber titilinn Umhverfi bróður míns. Yfirlætislaus titill á látlaus verk, en áhrifamikil sýning engu að síður. Ljósmyndir Báru birta myndir frá Ameríku, götumyndir þar sem ekkert sérstakt er að sjá. Íburðarlítil hús, ekkert landslag, götuhorn með óeftirminni- legum vöfflustað, grindverk sem hallast, skólabygging sem þó ber öðrum tíma vitni, ef til vill hefur hverfinu farið hnignandi. Myndirnar segja lítið, það er formáli Báru sem ljær þeim merkinu og tilfinningalega hleðslu. Bróðir hennar, Páll S. Krist- insson, bjó í þessu umhverfi, en hann fluttist til Bandaríkjanna 1970 og sneri aldrei aftur heim. Hann lést í febrúar sl. sextugur að aldri, þá fór Bára til Flórída vegna andlátsins og tók myndirnar við það tækifæri. En þær eru blessunarlega lausar við alla tilfinningasemi þessar myndir, þær eru hugleiðing í mun víðara samhengi en þeirra Báru og Páls heitins. Spurningar vakna um líf ein- staklingsins og tengingu okkar við umhverfið. Setjum við mark okkar á það eða öfugt? Um leið og við veltum því fyrir okkur hvernig það væri nú að búa þarna, getum við spáð í það hvernig það er að búa hér, okkar eigið umhverfi, kosti þess og galla. Báru tekst vel að mynda umhverfið án allra sérkenna, eina vísbendingin sem hún gefur áhorfandanum um bróðurinn er kryddhillan, líklega var hann góður kokkur. Hún sýnir leit án niðurstöðu og í henni felst ákveð- inn sannleikur og raunsæi, því lífið býður sjaldnast upp á niðurstöðu, svör við spurningum, lausn allra mála. Þessar ljósmyndir minna að nokkru leyti á ljósmyndir Sophie Calle sem líkt og einkaspæjari á eig- in vegum elti eitt sinn ókunnugan mann alla leið frá París til Feneyja og myndaði hann, birti síðan mynd- irnar með textum. Hún vann einnig við herbergisþrif á hóteli og mynd- aði herbergi fólks, eigur þess og um- gengni. Tengsl einstaklings og um- hverfis eru meginþemað, eins og í verkum Báru og ljósmyndarinn er í hlutverki rannsóknarmanns, mann- fræðings. Hér tekst Báru á hóf- stilltan hátt að koma á framfæri vangaveltum sínum um líf bróður síns, án þess að falla í gryfju tilfinn- ingasemi þar sem hún sjálf væri í að- alhlutverki. Hún nær að gera vanga- veltur sínar almenns eðlis og kemur inn á ýmsa fleti, t.a.m. fólksflutninga milli landa og Ameríku sem fyrir- heitna landið. Hún sýnir enn að hún er hugmyndaríkur ljósmyndari og tekst hér vel til með vandmeðfarið viðfangsefni. Ljósmynd/Bára Kristinsdóttir Umhverfi bróður míns „Yfirlætislaus titill á látlaus verk, en áhrifamikil sýning engu að síður,“ að mati Rögnu Sigurðardóttur. Ekki lengur hér MYNDLIST Gallerí Anima Ljósmyndir, Bára Kristinsdóttir. Til 9. september. Opið fim. fös. og lau. frá kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Umhverfi bróður míns Ragna Sigurðardóttir                  H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „ÉG ÞOLI EKKI MENNINGARPÍKUR.“ Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is DAGUR VONAR EFTIR BIRGI SIGURÐSSON Innritun daglega í síma 551 3129 kl. 16 til 22 Heiðar, sími 896 0607 Tölvup.: heidarast@visir.is Kennum alla samkvæmisdansa Barnadansa Keppnisdansa Salsa Freestyle 50ára Kennsla hefst 12. sept. Reykjavík Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.