Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
fl group er aðalstyrktaraðili
sinfóníuhljómsveitar íslands
Veislan er hafin!
í kvöld hefst nýtt starfsár sinfóníuhljómsveitar íslands. ein skærasta
söngstjarna norðurlanda kemur þá fram með hljómsveitinni og
efnisskráin er fjölbreytt, heillandi og litrík! á morgun halda svo
fl group og sinfóníuhljómsveit íslands styrktartónleika fyrir bugl,
barna- og unglingageðdeild landspítala - háskólasjúkrahúss.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
08/09
upphafstónleikar
Græn tónleikaröð
Háskólabíó kl. 19:30.
Miðaverð: 3.700 / 3.400 kr.
09/09
styrktartónleikar
fl group og
sinfóníuhljómsveitar
íslands
Háskólabíó kl. 17:00.
Miðaverð: 3.700 / 3.400 kr.
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einsöngur: Solveig Kringelborn
efnisskrá
Hector Berlioz: Roman Carnival, overture
Edvard Grieg: Five Songs
Nicolai Rimsky-Korsakov: Sheherazade
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Kvisast hefur að Liz Hurley hafihafnað einum af þrettán brúð-
arkjólum sínum vegna þess að hann
líkist um of alræmdum kjól sem hún
klæddist einu sinni og hefur verið
kenndur við öryggisnælur.
Leikkonan skýrði nýlega frá því að
hún hygðist nota kjólana þrettán í
fjögurra daga brúðkaupsveislu henn-
ar og Aruns Nayars, unnusta hennar.
Sagt er að hún hafi hafnað einum
kjólanna vegna þess að hún geti ekki
leyft sér að vera of djarflega klædd
nú þegar hún er orðin 41 árs.
„Hún sagði honum að hún vildi
eitthvað sem hæfði aldri hennar, ekki
einhver bellibrögð,“ hafði breska
blaðið Daily Star eftir ónafngreindum
heimildarmanni.
Hurley ætlar að halda upp á brúð-
kaupið á Englandi og einnig Indlandi,
fæðingarlandi mannsefnisins. Hún
hefur pantað kjóla frá vinkonu sinni,
fatahönnuðinum Donatellu Versace,
og hefðbundna indverska kjóla.
Hurley olli fjaðrafoki árið 1994
þegar hún mætti á frumsýningu kvik-
myndar ásamt þáverandi heitsveini
sínum, Hugh Grant, í svörtum stutt-
kjól sem haldið var saman með ör-
yggisnælu úr gulli. Gianni Versace
hannaði kjólinn sem var svo umtal-
aður að sagt var í minningargrein um
tískukónginn eftir að hann var myrt-
ur árið 1997 að nælukjóllinn væri það
sem Versace væri þekktastur fyrir.
Fólk folk@mbl.is
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
GALLERÍ Turpentine er um þess-
ar mundir fullhlaðið skúlptúrum og
olíumálverkum af kynjaverum á
borð við mannhesta og hálfhrúta.
Tilefnið er sýningin Hibridi og vís-
ar latneskur titillinn í þann sam-
runa manna og dýra sem þar er í
aðalhlutverki. Um er að ræða
fyrstu einkasýningu listakonunnar
Höllu Gunnarsdóttur í Reykjavík
en Halla hefur síðastliðin ár verið
búsett í New York við nám og
störf.
Að hennar eigin sögn er inn-
blástur sýningarinnar upphaflega
sóttur til evrópskra furðusafna 17.
aldar og eins hins leikræna of-
hleðslustíls barokksins.
„Evrópskir aðalsmenn söfnuðu
furðulegustu hlutum og settu sam-
an vinsæl söfn sem hafa sum hver
varðveist alveg vel,“ útskýrir hún.
„Þar er t.d. að finna uppstoppuð
furðudýr og manngerð nátt-
úruundur. Þetta voru skemmtileg
og falleg söfn.“ Ofhlaðið galleríið
er svo í samræmi við innblásturinn
frá barokkinu.
Gaman að vinna
með málverkið
Halla útskrifaðist frá The New
York Academy of Art fyrir þremur
árum og hlaut við þau tímamót
verðlaun og starfsstyrk frá skól-
anum. Á námstímanum einbeitti
hún sér fyrst og fremst að skúlpt-
úrnum.
„Ég var aðallega í anatómíu og
tæknilegri þjálfun. Þetta er góður
grunnur sem maður getur leikið
sér með og farið út í að búa til sín
eigin furðulegu verk,“ segir hún
hlægjandi.
Þetta er hins vegar í fyrsta
skipti sem Halla sýnir olíumálverk.
„Ég hef verið að mála svolítið í
gegnum tíðina og ákvað að sýna
málverk samhliða gifsverkunum,
sem reyndist vel. Það er eins og ég
hvíli eitt meðan ég sinni hinu. Þeg-
ar ég er búin að fá nóg af því að
vera í drullugallanum með gifs í
hárinu er gott að taka nokkrar vik-
ur í olíuna.“
Sýninguna vann Halla hérlendis
í sumar, í stúdíói úti á Gróttu.
„Ég ákvað að vinna sýninguna á
Íslandi í sumar í staðinn fyrir að
fara heim til New York og senda
svo verkin. Ég gæti ekki hugsað
mér betri stað til að vera með
stúdíó á en Gróttu.“
Mikilvægt að sýna
á Íslandi
Að sögn Höllu var gott að koma
heim. „Ég var búin að vera úti í 11
ár. Ég fór héðan strax eftir stúd-
ent þannig að ég hafði í rauninni
aldrei verið fullorðin á Íslandi. Það
hefur verið mjög gott að koma
heim og skjóta svolítið rótum aft-
ur. Mér finnst svo gott að vinna
hérna heima og það er svo mikið
um að vera og mikill kraftur í
fólki. Ég myndi helst vilja vera
hérna með annan fótinn og sýna
reglulega,“ segir Halla sem heldur
aftur út í lok mánaðarins.
Upprunalega kom Halla til
landsins í vetur til að hanna leik-
mynd og búninga fyrir uppsetn-
ingar Leikfélags Akureyrar á Litlu
hryllingsbúðinni og Maríubjöll-
unni. Útkoman var glæsileg og var
hún tilnefnd til Grímunnar 2006
fyrir leikmyndina í Maríubjöllunni.
Halla segir að hún gæti vel hugsað
sé að vinna meira við leikhús í
framtíðinni en tekur þó fram að
skúlptúrinn verði alltaf í fyrsta
sæti hjá sér. „En ég myndi gjarn-
an vilja taka leikhúsverkefni að
mér við og við. Maður er svo mikið
einn þegar maður er að vinna í
stúdíóinu. Í mínu tilfelli er þessi
einvera ekki holl til lengdar. Þann-
ig að það er mjög gott að fara inn í
leikhúsið og vera partur af því
mikla félagslífi sem þar fer fram.“
Myndlist | Halla Gunnarsdóttir opnar einkasýningu í Galleríi Turpentine í dag
Innblásturinn sóttur til
evrópskra furðusafna
HALLA hefur aðeins einu sinni áður haldið sýningu á Íslandi. Fyrr á þessu
ári var sýningin Svefnfarar haldin í Listasafninu á Akureyri en hún var
sýnd samhliða sýningu Spencer Tunicks, Bersvæði.
Morgunblaðið/Golli
Fyrsta sinn í Reykjavík
ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN
Tsotsi (Besta erlenda myndin 2006),
tekur á gamalkunnu þjóðfélagsmeini
í nýju samhengi og framandi um-
hverfi niðurníddra fátækrahverfa
Jóhannesarborgar. Slíkar uppeld-
isstöðvar illskunnar er að finna í
flestum borgum á suðurhveli jarðar,
en Tsotsi er byggðá sögu s-afr-
íkanska leikritaskáldsins Athol
Fugard.
Titilpersónan (Chweneyagae), er
táningur, sjálfalinn og hertur í of-
beldisfullu samfélagi fátækrahverf-
isins þar sem margur sér ekki aðrar
leiðir né einfaldari en glæpabrautina
til að hafa í sig og á. Möguleikar á
menntun og atvinnu virðast víðs
fjarri og það sem verra er, í þessum
heimi ríkir skortur á ást og umönn-
un.
Tsotsi er forhertur skrattakollur,
bak við barnslegt og frítt andlitið
býr illfygli sem svífst einskis, hann
hikar jafnvel ekki við að ræna far-
lama fólk né misþyrma vinum sín-
um. Hvað er að gerast innra með
slíkum pörupilti, hvað fer fram á bak
við barnsgrímuna?
Þeirri spurningu svarar Hood á
minnisstæðan hátt. Við fáum innsýn
í dapra bernsku í skugga veikinda og
heimilisofbeldis. Angistin, reiðin og
hatrið hefur markað Tsotsi og það
þarf kraftaverk til að virkja það
góða sem býr inn við bein þessa litla
villimanns á sorphaugum lífsins.
Myndin sýnir okkur inn í lífsbaráttu
undir ómennskum kringumstæðum
og hjálparmeðölin til að komast af í
slíkri forarvilpu. Samtímis fjallar
hún einnig um mannlega reisn, það
er sama hvar þú ert og hver þú ert,
ef þú berð ekki virðingu fyrir sjálf-
um þér færðu goldið í sömu mynt, og
leikurinn er tapaður.
Tsotsi á engan að aðra en meðlimi
þjófagengisins, hann er rótlaust
strokubarn án foreldra og hinna
mikilvægu tengsla við ættbálkinn
sinn, hann virðist glataður þegar
hann sér ljósið, sem kemur úr
óvæntustu átt. Áhorfandinn á rétt á
að vita ekki meira um hverju fram
vindur í þessari athyglisverðu mynd,
sem fjallar reyndar um kunnugleg
efni, en í nýju ljósi. Framúrskarandi
leikur Chweneyagae hins unga,
tengir mann traustum böndum við
átakanlegt efnið, markað ofbeldi,
vonleysi, birtu og trú á sigur yfir
illskunni á ólíklegustu stöðum.
Góður inn við beinið
KVIKMYNDIR
IIFF 2006: Regnboginn
Leikstjóri: Gavin Hood. Aðalleikarar:
Presley Chweneyagae, Terry Pheto,
Kenneth Nkosi, Mothusi Magano, Zenzo
Ngqobe. 95 mín. Suður-Afríka. 2005.
Tsotsi Sæbjörn Valdimarsson
Framúrskarandi Presley Chweneyagae leikur hinn unga Tsotsi.
www.turpentine.is