Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 45
Frá kl. 17:00 - 19:00
Húsið opnar kl. 16:30
.
(KK)
Gréta
Fyrir rúmri viku fagnaði and-legi hugleiðslumeistarinnog friðarsinninn Sri
Chinmoy Kumar Ghose 75 ára af-
mæli sínu. Af því tilefni var haldin
mikil hátíð í New York-borg þar
sem meistarinn hefur búið meiri-
hluta ævi sinnar. Þar voru saman
komin konur og menn sem hafa
heillast af friðarboðskap og and-
legu fordæmi Sri Chinmoys og
voru m.a. flutt leikrit, ljóð og lög
sem afmælisbarnið hefur samið í
gegnum tíðina. Er ljóst að fylg-
ismenn Sri Chinmoys hafa haft úr
nógu að velja í þeim efnum því
meistarinn hefur nýtt sín 75 ár bet-
ur en flestir myndu treysta sér til.
Byrjum á tónlistinni. 13. júlí síð-astliðinn samdi Sri Chinmoy
13.000. lagið sitt á bengölsku. Hef-
ur hann þá samið yfir 20.000 lög.
Alls hefur hann svo haldið yfir 750
tónleika og voru tónleikar sem
hann hélt í Háskólabíói í október
árið 2000 þeir 600. í röðinni.
Sri Chinmoy hefur auk þessskrifað og gefið út alls 1.545
bækur með alls yfir 112.524 ljóð-
um, ófáum leikritum og viskuorð-
um sem hafa að geyma andlega
speki hans og friðarboðskap.
Myndlist sína kallar SriChinmoy Jarna-Kala eða
„uppsprettulist“. Nafngiftin helg-
ast af því að hún flæðir frá hjart-
anu eins og uppspretta eftir því
sem hann sjálfur segir. Hann byrj-
aði að mála 19. nóvember 1974 og
hafði, þegar hann hélt upp á 75
ára afmælið, gert yfir 200.000 mál-
verk og teikningar. Þar eru ekki
taldir með þeir 15.500.000 „sál-
arfulgar“ sem hann hefur málað
frá 29. desember 1991. Verk hans
hafa verið sýnd um allan heim,
meðal annars í Ráðhúsi Reykjavík-
ur.
Það er ljóst að Sri Chinmoy erenginn venjulegur maður.
Hann hefur ætíð varað við því að
fólk festist í viðjum eigin hug-
arfars og hvatt til þess að menn
stígi frekar skrefinu lengra en þeir
telja sér fyrirfram fært. Það er
ljóst að hér er á ferð maður sem
lætur ekki sitja við orðin tóm.
Máttur andans
’13. júlí síðastliðinnsamdi Sri Chinmoy
13.000. lagið sitt
á bengölsku.‘
Andlegur Sri Chinmoy ólst upp í andlegu samfélagi á Indlandi. Síðan
1970 hefur hann verið með „friðarhugleiðslu“ hjá SÞ tvisvar í viku.
floki@mbl.is
AF LISTUM
Flóki Guðmundsson
AMBULANCE byrjar á stuttu lagi
sem heitir Erik. Það minnir á Radio-
head en það er eitthvað sem ég hef
löngu sætt mig við að margar gít-
arrokk-hljómsveitir eiga til. Svo
koma lögin koll af kolli og eru í sjálfu
sér ekkert slæm. Þau eru nákvæm-
lega eins og þau eiga að vera.
Þetta er ruddur vegur, troðin slóð
eða hvað sem þú vilt kalla það. Í
raun er ekkert hægt að segja um
The Telepathetics nema að þeir bera
nafn með rentu. Ef að Muse er uppá-
halds hljómsveitin þín, hlauptu þá út
í plötubúð og fáðu þér þennan disk.
Þú átt eftir að elska hann.
Hér er dansað á vegi með-
almennskunnar. Söngurinn bylur í
gegnum tilgangslaust gítarsarg og
ég spyr mig hvort ég nenni yfir höf-
uð að klára að hlusta á þetta. Ég
sinni starfi mínu hins vegar af metn-
aði og hlusta. Oft.
Þeir eru flinkir hljóðfæraleikarar
og hafa fengið til liðs við sig gott fólk
til framleiðslu plötunnar. Upptök-
urnar hljóma vel og skemmtilegt er
að heyra blásturshljóðfærin, þetta
er vel útsett plata. Strengirnir eru
líka skemmtileg viðbót.
The Telepathetics gætu orðið
heimsfræg hljómsveit. Þetta er ein-
mitt sú tónlist sem XFM spilar
linnulaust, daginn út og daginn inn.
Þeir hafa þetta element sem gerir
fólk að stjörnum. Vönduð dramatísk
vein og gítar, svo ofsalega mikið af
gítar. Strákarnir á Rás 2 gætu jafn-
vel tekið þá upp á sína arma og spil-
að þá á hverjum degi. Hljómsveitir
eins og þessi eiga aldrei eftir að
hætta að vera til. Aldrei.
Allt í einu reif ég af mér heyrn-
artólin, kastaði þeim í gólfið og
hugsaði með mér: Nú nenni ég ekki
að hlusta á þetta lengur. Ég skil vel
og virði að þessi tónlist er gerð af lífi
og sál þeirra sem hana eiga en snefill
af frumleika er hér eigi að finna. Það
besta voru útsetningarnar og Radio-
head-áhrifin í fyrsta laginu. Annað
var það ekki.
Ófrumlegt
gítarrokk
TÓNLIST
Íslenskur geisladiskur
Geisladiskur The Telepathetics nefndur
Ambulance. The Telepathetics eru Andr-
eas Boysen sem slær á trommur, Eyþór
Rúnar Eiríksson syngur og spilar á gítar,
Óttar Guðbjörn Birgisson leikur einnig á
gítar og Hlynur Hallgrímsson plokkar
bassa. Lög og textar eru eftir þá sjálfa.
Pétur Þór Benediktsson útsetti strengi
og blásturshljóðfæri en Þorbjörn Sigurðs-
son útsetti píanó og Hammond orgel.
The Telepathetics útsettu sjálfir. Birgir
Jón Birgisson sá um hljóðsetningu, hljóð-
blöndun og masteringu. Upptökur og
vinnsla fór fram í Sundlauginni. TeleTone
gefa út en 12 Tónar sjá um dreifingu.
The Telepathetics – Ambulance
Helga Þórey Jónsdóttir