Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 52

Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ICELAND FILM FESTIVAL 2006 Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER RENAISSANCE JASMINE WOMANLOOKING FOR ... THE LIBERTINE WHERE THE TRUTH.. DOWN THE VALLEY HETJAN... SKRÍMSLIÐ... GOÐSÖGNIN. DÝRASTA KVIKMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI. BJÓLFSKVIÐA BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:30 B.i.14. ára. The Libertine kl. 8 B.i.12. ára. Renaissance kl. 10:30 B.i.12. ára. Down in the Valley kl. 5:45 B.i.16. ára. Where the Truth Lies kl. 5:45 B.i.16. ára. Looking for comedy in the Mus... kl. 8 leyfð Jasmin Women kl. 10:10 B.i.12. ára. eeee blaðið eee H.J. - MBL V.J.V. TOPP5.IS eeee eeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS B.J. BLAÐIÐ AN INCONVENIENT TRUTH kl. 5:45 - 8 - 10:15 leyfð PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10:15 B.i. 12.ára. HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. AÐSÓKNARMESTA HEIMILDARMYN- DIN Í ÁR. MYNDIN HEFUR FENGIÐ EINVALADÓMA BÆÐI FRÁ GAG- NRÝNENDUM OG VÍSINDAMÖNNUM. BYGGÐ Á METSÖLUBÓK AL GORE, FYR- RUM VARAFORSETA BANDARÍKJANNA. HEIMILDARMYND ÁRSINS SEM TEKUR Á EFNI SEM SNERTIR ALLA JARÐARBÚA. eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS MEÐ KYNTRÖLLINU CHANNING TATUM (“SHE’S THE MAN”) FRAMLEIDD AF TOM HANKS. MAURAHRELLIRINN / ANT BULLY M/ÍSL TALI kl. 6 leyfð STEP UP kl. 6 - 8 - 10 Leyfð MAURAHRELLIRINN Ísl tal. kl. 6 Leyfð UNITED 93 kl. 8 - 10 B.i. 12 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 - 10:10 Ley LITTLE MAN kl. 8 B.i MAURAHELLIRINN Ísl tal. kl. 6 Ley YOU ME AND DUPREE kl. 10 B.I GRETTIR 2 Ísl tal. kl. 6 Ley / AKUYREYRI / KEFLAVÍK 4 vikur á toppnum á Íslandi ! V.J.V. TOPP5.IS eeee eeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS www.haskolabio.isHAGATORGI • S. 530 1919 FRÁBÆR DANSMYND HLAÐIN GEGGJAÐRI TÓNLIST EN MYNDIN KOM HELDUR BETUR Á ÓVART Í USA FYRIR NOKKRU. DEITMYNDIN Í ÁR ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Í sumar sótti Vík-verji nokkuð fjöl- mennan blaðamanna- fund. Þar voru margir fjölmiðlamenn saman komnir sem og ýmsir sérfræðingar á því sviði sem málefni fund- arins snerist um. Eftir framsöguerindi nokk- urra manna óskaði fundarstjóri eftir spurningum úr sal og létu fjölmiðlamenn sitt ekki eftir liggja og lögðu ýmsar spurn- ingar fyrir þá sem sátu fyrir svörum. Víkverji var meðal þeirra sem spurðu. Víkverji hafði í upphafi fundarins sett upptökutæki sitt á borð þeirra sem fyrir svörum sátu til að ná sem bestri upptöku af því sem þeir höfðu til málanna að leggja. Hafði hann gert viðkomandi grein fyrir tækinu. Eitthvað virðast þeir háu herrar sem ætluðu að fræða fjölmiðla- menn, og þar með almeninning, hafa gleymt sér þegar leið á fund- inn því þegar Víkverji hlustaði á upptökuna að fundi loknum mátti heyra athugasemd þeirra sín á milli við spurningum fjölmiðlamanna. At- hugasemdin, sem sögð var í hálfum hljóðum svo ekki heyrðist út í sal, var eitthvað á þessa leið: „Hvers konar spurn- ingar eru þetta eig- inlega? Hver var að spyrja að þessu?“ Svo var hlegið létt. Víkverja fannst þetta fyrst ofsalega fyndið. Að þeir miklu menn sem sátu fyrir svörum skyldu gera grín að spurningum fréttamanna. Í raun gera lítið úr þeim. Það sem þeir virðast að mati Víkverja hafa gleymt er að fréttamenn spyrja ekki sem sérfræðingar heldur sem fulltrúar almennings. Spyrja spurn- inga sem brenna á almenningi. Spurningar fréttamanna á þessum tiltekna fundi voru einmitt þess eðl- is. Víkverja hætti að finnast þessar athugasemdir mannanna fyndnar á öðrum degi. Í dag finnst honum þær bara sorglegar. Sérfræðingar í ákveðnum málefnum gefa sig út fyrir að vilja uppfræða almenning, en þegar á hólminn er komið finnst þeim spurningar almennings bara asnalegar og vitlausar. Engin furða að stundum sé gjá þarna á milli. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is     Orð dagsins : Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa. (Lúk. 9, 56.) Í dag er föstudagur 8. september, 251. dagur ársins 2006 árnað heilla ritstjorn@mbl.is velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Styttur sem hverfa úr kirkjugörðum ÉG las í Velvakanda sl. miðvikudag pistil um styttu sem hvarf af leiði í Fossvogskirkjugarði. Þetta virðist vera algengt því ég veit að það var tekin stytta af leiði barns í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Þegar ég fór að kanna málið betur þá komst ég að því að búið var að stela 7 styttum af barnaleiðum í garðinum, allt voru þetta eins styttur og þetta gerðist um jólin. Virðist þetta hafa gerst í skjóli nætur. Sagði kirkjugarðsvörðurinn að af einu barnaleiðinu hefði þrisvar sinn- um verið tekin stytta af leiðinu og þurftu foreldrarnir að kaupa styttu á leiðið í fjórða skiptið. Sjálfsagt eru til fleiri tilvik þar sem þetta hefur gerst. Manni hefur helst dottið til hugar að það sé verið að stela þessum stytt- um til að senda utan. Ég er sammála þeirri sem skrifaði í blaðið og vil ég að eitthvað sé gert í þessu því þetta eru rándýrar styttur – fyrir utan sorgina sem þetta veldur aðstandendum. Móðir. Skelfilegar afleiðingar ÍSLENSKA þjóðin verður gjald- þrota ef baráttumál Vinstri grænna, Samfylkingar og Frjálslyndra ná markmiðum sínum: Að hætta við og slá á frest öllum virkjunarfram- kvæmdum á Íslandi. Þeim hefir tekist að blekkja þjóð- ina með lævísum lygaáróðri, að heilaþvo þjóðina og í könnunum sópa þeir til sín fylgi. Er þetta það sem þjóðin vill? Gerir þjóðin sér grein fyrir hinum hrikalegu afleiðingum? Nei, það held ég ekki. Hugsið það ef bara Kára- hnjúkavirkjun einni yrði slegið á frest, þó ekki væri nema í eitt til tvö ár, þá kostar það þjóðina 400 millj- arða í beinar skaðabætur, auk þess stæðu fleiri þúsund manns uppi með hálf- eða fullbyggð hús og aðrar eign- ir verðlausar. Atvinnuleysi og upp- lausn sem engan órar fyrir, afleiðing- arnar yrðu skelfilegar. Þetta yrði stórkostlegasta áfall allra tíma fyrir íslensku þjóðina. Þetta boða vinstri flokkarnir í dag, sérlega Steingrímur J. og hans fólk. Já, vel á minnst. Vinstri grænir stór- auka við sig fylgi. Er ekki kominn tími til að þjóðin fari að taka afger- andi afstöðu og sjá í hvað stjórnmálin eru komin? Að lokum skora ég á alla ritfæra menn og fjölmiðla að taka meiri þátt í að upplýsa þjóðina um áætlanir vinstri öfgamanna, sem vilja steypa þjóðinni í glötun. Af landinu lifa menn og hafa alltaf gert. Einn sem vill lifa af því sem landið gefur. Sigurður P. Þorleifsson. Morgunblaðið/Ásdís 90 ára afmæli.11. september nk. verður níræð Jó- hanna Lind Pálsson, Gunnlaugsgötu 10, Borgarnesi. Af því tilefni tekur hún og fjölskylda hennar á móti gestum sunnudaginn 10. sept. kl. 15 til 18 í Félagsmiðstöðinni Óðal (gamla Samkomuhúsið), Borgarnesi. 60 ÁRA afmæli.Í dag, 8. sept- ember, er sextugur Ágúst Oddur Kjart- ansson. Af því tilefni verða hann og kona hans, Guðrún Svein- björnsdóttir, að með opið hús laugardaginn 9. sept. kl. 16 í sumarhúsi Verkstjórafélags Reykja- víkur að Kjarrbraut nr. 3, í landi Vað- ness, Grímsneshreppi. Ættingjar og vinir velkomnir. 40 ára afmæli. 10.september nk. er fertug Ragna Lóa Stefánsdóttir, fyrr- verandi fótbolta- stjarna og þjálfari. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu í London á afmælisdaginn. 140 ára afmæli. 10. septembernk. verður sjötug Elínborg Karlsdóttir, Aðalgötu 11, Stykk- ishólmi. Eiginmaður hennar, Helgi Ei- ríksson, varð sjötugur 27. júní sl. Þau verða með opið hús á Veitingahúsinu Narfeyrarstofu í Stykkishólmi laug- ardaginn 9. sept. milli kl. 17 og 21 og taka á móti vinum og vandamönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.