Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 56

Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Girnilega r uppskrift ir í lokinu Dala Fetasneiðar – gómsæt nýjung! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  S 10–18 m/s, talsverð rigning við suðvest- urströndina. Hægari SV-átt og styttir upp vestantil síðdegis. » 8 Heitast Kaldast 18°C 9°C FRAMKVÆMDIR við Hellisheiðar- virkjun ganga vel og er vonast til að fyrsta vélasamstæðan verði tek- in í notkun eftir 10 daga. Í fyrstu er gert ráð fyrir að framleiða 45 MW og að í október verði komist í 90 MW. Víða er unnið að frágangi við virkjunina og í gær var m.a. verið að klæða rör sem liggur frá stöðv- arhúsinu og að niðurdælingarholu sunnan við Suðurlandsveg. Klæðn- ingin er ljósgræn og því ber minna á rörinu en áður. Miklar leiðslur hlykkjast frá bor- holum og til stöðvarhússins og setja þær mikinn svip á heiðina. Þegar Skipulagsstofnun fjallaði um um- hverfismat virkjunarinnar sáust ekki þessir hlykkir heldur voru rör- in sýnd með tiltölulega beinum lín- um. Þóroddur Fr. Þóroddsson hjá Skipulagsstofnun segist þó ekkert geta sagt til um hvort það hefði haft áhrif á niðurstöðu stofnunar- innar, hefði það verið ljóst að leiðsl- urnar hlykkjuðust með þessum hætti. Hlykkjunum á lögnunum er ann- ars vegar ætlað að draga úr áhrif- um jarðskjálfta en megintilgang- urinn er að verjast hitaþenslu sem getur verið gríðarmikil. Í mörgum lögnum Orkuveitu Reykjavíkur er þetta vandamál leyst með hita- þenslustykkjum en Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, segir að hönnuðir virkjunarinnar hafi ekki treyst sér til að setja þenslustykki í svo heitar lagnir. | Miðopna Morgunblaðið/RAX Fellur að umhverfinu Græn klæðning sker minna í augun en undirlagið. Setja Hellis- heiðarvirkjun í gang eftir nokkra daga Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is BJÖRGUNARÞYRLUR banda- ríska varnarliðsins fljúga af landi brott hinn 15. september, en herinn hafnaði beiðni Landhelgisgæslu Ís- lands (LHG) um að þyrlurnar yrðu til taks hér á landi til 1. október, þeg- ar fyrsta leiguþyrla gæslunnar kem- ur hingað til lands. „Við óskuðum eftir því að þyrlurn- ar yrðu hér til 1. október, og reikn- uðum með að þeir [varnarliðið] sam- þykktu það, en við fengum upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að þeir myndu ljúka sinni vakt klukkan 16 föstudaginn 15. september,“ segir Georg Kr. Lárus- son, forstjóri LHG. „Þetta á ekki að skapa nein vand- ræði. Við fáum fyrstu leiguþyrluna – sem er sambærileg við stærri þyrl- una okkar – hinn 1. október, og við erum búnir að skipuleggja okkar starfsemi miðað við að báðar okkar vélar verði í lagi þangað til,“ segir Georg. Hann óttast ekki að alvarlegt ástand verði ef önnur hvor þyrla gæslunnar bilar áður en leiguþyrlan kemur. Ef óvænt ástand komi upp megi reikna með aðstoð frá Norð- mönnum til að brúa bilið. Um það sé munnlegt samkomulag. Falskt öryggi í sumar „Við teljum okkur vera í ágætum málum með þessa hluti, þótt það hefði auðvitað verið æskilegt að hafa bandarísku þyrlurnar til mánaða- móta,“ segir Georg. Hann bendir þó á að þær tvær þyrlur sem varnarliðið hafi verið með hér á landi í sumar hafi verið meira og minna bilaðar, ýmist önnur eða báðar, svo að segja megi að það hafi verið falskt öryggi að treysta á þær. Þyrlur varnar- liðsins af landi brott eftir viku Varnarliðið hafnaði beiðni LHG um að hafa þyrlurnar í tvær vikur til viðbótar »Bandarísk stjórnvöld til-kynntu íslenskum stjórnvöld- um að þau hygðust flytja varnar- liðið af landi brott 15. september. »Sögðust bandarísk stjórnvöldþrátt fyrir þetta ætla að standa við varnarsamning þjóð- anna tveggja frá 1951. »Viðræður hafa staðið umframtíð varnarsamstarfsins síðan, en engin niðurstaða er komin og varnarliðið nú að mestu farið af landi brott. Í HNOTSKURN ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir, varafor- maður Sjálfstæð- isflokksins, mun sækjast eftir því að leiða lista flokksins í suð- vesturkjördæmi. Hún var í 4. sæti framboðslistans í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar 2003. Þorgerður tjáði Morgunblaðinu þessa ákvörðun sína í gær, eftir að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í suð- vesturkjördæmi, lýsti því yfir að hann ætlaði að gefa kost á sér í fyrsta sæti lista flokksins í suður- kjördæmi. | 4 Þorgerður Katrín í fyrsta sætið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „HANN er að fá þá viðurkenningu sem hann á skilið,“ segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta rokkarans sem hefur verið á allra vörum undan- farið, Magna Ásgeirssonar. Eins og alþjóð veit komst Magni í úrslit veruleikaþáttarins Rock Star: Supernova og nk. þriðjudags- og mið- vikudagskvöld mun hann berjast við þau Toby, Lukas og Dilönu um hylli hljómsveitarinnar. Þeg- ar Morgunblaðið hafði samband við Eyrúnu í gær- kvöldi var hún nýbúin að tala við Magna. „Hann var mjög hress og kátur, enda hélt hann að þeir Toby hefðu leitt atkvæðagreiðsluna í gær [mið- vikudag] nokkuð örugglega,“ segir Eyrún. Í gær lauk Magni upptökum á fyrstu smáskífu sem gefin verður út í nafni Supernova, en þeir keppendur sem eftir eru þurftu allir að gera það svo allt verði tilbúið í næstu viku þegar úrslitin ráðast. „Það gekk þrusuvel hjá honum og tók ekki nokkra stund, enda fagmaður á ferð,“ segir Ey- rún. Spurð hvað Magna hafi fundist um stuðning íslensku þjóðarinnar segir Eyrún hann hafa kom- ið honum á óvart, í raun hafi hann búist við að verða sendur heim í fyrradag og fyrir rúmri viku. Eyrún og nánasta fjölskylda Magna munu halda vestur um haf í boði Icelandair nk. mánudag til þess að berja Magna augum í Los Angeles. Hún segir enga ástæðu til annars en að halda sig á jörðinni en viðurkennir þó að spennan sé orðin mikil. Faðir Magna, Ásgeir Arngrímsson, sauð- fjárbóndi á Brekkubæ í Borgarfirði eystra, tekur undir með Eyrúnu og segist hafa tekið úrslitum síðasta þáttar með jafnaðargeði. „Við erum ekki farin að telja dollara hér, það væri nær að tala um rollur og þess konar fé í því samhengi, enda haust- göngur hafnar og byrjað að senda í sláturhús,“ kveður Ásgeir. Hann segir Magna uppskera eins og hann sái, en finnst frammistaða Magna ekki svo frábrugðin því sem gerist og gengur á sveita- böllum hljómsveitar hans, Á móti sól. Magni á siglingu Er búinn að taka upp smáskífu með Supernova Ljósmynd/Matthías A. Ingimarsson Í úrslit Magni stillir sér upp fyrir myndatöku á rokkstjörnusetrinu í Los Angeles. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.