Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ verður að segjast eins og er að sjónrænu áhrifin eru meiri og verri en mann grunaði þegar af stað var haldið,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, um Hellisheiðarvirkjunina. Bergur minnir á að þegar Hellisheiðarvirkj- un fór í umhverfismatsferli hafi Landvernd ekki lagst gegn virkjun- inni. „En við höfðum uppi varnaðar- orð um sjónræn áhrif, hvað varðar mannvirki, hvort heldur var húsnæði, háspennulínur eða lagnir,“ segir Bergur og segir að eðlilegra hefði verið að leggja línur og lagnir í jörð. Spurður hvort slíkt hefði ekki jarð- rask í för með sér segir hann að hvort sem rörin séu ofan- eða neðanjarðar fylgi alltaf sams konar jarðrask vegna þeirra vega sem leggja þurfi samhliða rörunum. „Það verður því ekki séð að það hljótist meira rask af því að leggja rörin neðanjarðar með- fram veginum.“ Haft var eftir Guðmundi Þórodds- syni, forstjóra OR, í blaðinu í gær að tæknilega mögulegt væri að grafa leiðslur í jörðu, en slíkt væri um 50% dýrara en að hafa þær ofanjarðar. Þegar þetta er borið undir Berg svar- ar hann: „Ef arðsemi framkvæmdar- innar er þannig að hún þolir ekki aukakostnað til að lágmarka um- hverfisáhrif þá er e.t.v. ekki tímabært að framkvæma.“ Einnig var haft eftir Guðmundi að hægt hefði verið að hafa sjálft stöðv- arhúsið minna sýnilegt, en tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að hafa það áberandi, m.a. vegna óska frá sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. Kom fram að húsið væri hugsað sem miðstöð fyrir ferðamenn sem vildu fræðast um jarðvarma. Þegar þetta sjónarmið er borið undir Berg segir hann það afstöðu Landverndar að mannvirki skuli ávallt hönnuð og staðsett þannig að þau valdi sem minnstum sjónrænum áhrifum. „Reyndar sýna rannsóknir að há- spennulínur eru þyrnir í augum ferðamanna,“ segir Bergur. Hönnun sem fellur vel að umhverfinu, eins og við á t.d. um Bláa lónið, veki jákvæð- ari viðbrögð ferðamanna. Ósnortin náttúra arðbær Að mati Árna Finnssonar, for- manns Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, á OR að gera þá kröfu til hönn- uða mannvirkja sinna að þeir leiti allra leiða til þess að með áhrifaríkum og ódýrum hætti verði hægt að kom- ast hjá sjónmengun. Segist hann hafa átt fund með forsvarsmönnum OR og skilið menn svo að fyrirtækið myndi gera meiri kröfur í þá veru í framtíð- inni. „En það er spurning hvort ferða- þjónustuaðilar muni sætta sig við það,“ segir Árni og bendir á að það séu miklir hagsmunir í ferðaþjónustu á Hengilssvæðinu og nefnir í því sam- hengi Hellisheiði, Ölkelduháls og Grændal. „Þetta er útivistarsvæði Reykvíkinga og líka svæði sem ferða- þjónustan nýtir sér. Og þá er hrein- lega ekki sanngjarnt að OR gangi á hagsmuni annarra aðila sem eru að reyna að nýta landið með öðrum hætti.“ Segir Árni það áberandi í um- ræðunni að á meðan fyrirtæki í orku- iðnaðinum hafi hundruð milljóna króna til þess að stunda rannsóknir og kynningarstarf sitt hafi ferðaþjón- ustan aðeins brotabrot af þeim upp- hæðum til sinna rannsókna. Bendir hann á að verðmæti íslenskrar nátt- úru fari vaxandi. „Ósnortin náttúra er ekki síður arðbær en sundurgrafin og sprengd náttúra. Sá skilningur hefur ekki náð nægilega fram, m.a. af því að við höfum ekki stundað þær rann- sóknir sem ferðaþjónustan þarf á að halda.“ Að sögn Árna leggjast NSÍ gegn frekari framkvæmdum á háhitasvæð- um á meðan rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma liggur ekki fyrir, en í heildarrammaáætlun á að meta hvaða svæði megi nýta og hvaða landsvæði beri að vernda. „Áætluninni er ekki lokið, en samt rjúka orkufyrirtækin til og biðja um rannsóknarleyfi út um hvippinn og hvappinn,“ segir hann. Gagnrýna hin miklu sjón- rænu áhrif virkjunarinnar Morgunblaðið/RAX Jarðrask Rörunum fylgir sama jarðraskið hvort heldur þau eru ofan- eða neðanjarðar vegna þeirra vega sem leggja þarf samhliða þeim. ÍSLENSK-JAPANSKA félagið er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. „Einnig ber þess að minnast að í ár eru fimmtíu ár liðin síðan komið var á stjórnmálatengslum milli Jap- ans og Íslands,“ segir Gunnhildur S. Gunnarsdóttir arkitekt, sem er for- maður Íslensk-japanska félagsins. Félagið ætlar vegna þessara tíma- móta að gangast fyrir ýmsum menn- ingarlegum viðburðum. Í Salnum í Kópavogi verður nk. sunnudag kl. 16.30 hátíðardagskrá undir yfirskriftinni: „Tákn og tón- ar“. Þar verður flutt tónlist eftir ís- lensk og japönsk tónskáld og Einar Már Guðmundsson flytur ljóð, þess má geta að ljóð hans verða bæði flutt á íslensku og japönsku en unnið er að þýðingu á verkum Einars yfir á japönsku. Þá verður einnig sýndur dans. Þess má geta að allir listamenn sem koma í Salnum hafa þekkingu á bæði japanskri og íslenskri list.“ Félagið leitast við að varðveita órjúfandi tengsl „Allt frá stofnun félagsins hefur það unnið að því að efla tengsl Ís- lands og Japans á sviði lista, vísinda og fræða,“ segir Gunnhildur. „Við höfum leitast við að varðveita órjúf- anleg tengsl þeirrar vináttu sem myndast hefur milli þessara tveggja þjóða. Helstu verkefni félagsins að auki eru tvö, annað er skógræktar- reitur félagsins sem er í Hafnarfirði, sá heitir Mirai no Mori eða Skógur framtíðarinnar. Það verkefni hófst árið 2001 og hittast félagar og fjöl- skyldur þeirra við vinnu og gróður- setningu og um leið höfum við við- haldið japönskum siðum, svo sem dag barnanna sem Japanir halda í maí og líka dag Tanabata sem hald- inn er í júlí, þá skrifa allir óskir sínar á pappírsstrimla og hnýta í tré í von- um að þær verði að veruleika.“ Hvaða vonir skrifaðir þú í sumar hvað viðvíkur samskiptunum milli Japans og Íslands? „Það er leyndarmál því maður má ekki segja frá hinni skriflegu ósk, þá uppfyllist hún ekki. Það er hins veg- ar draumur félagsmanna að reisa í skógareitnum japanskt hús með litlum sal og tehúsi. Hitt langtímaverkefni félagsins er IJCE eða Iceland Japan Cultural Exchange, sem starfar innan vé- banda félagsins. Þetta eru háskóla- nemendaskipti. Nú í september munum við taka á móti sex háskóla- nemum frá Japan og er þetta fjórða árið sem þessi starfsemi fer fram. Við tökum á móti japönsku nemun- um að hausti en hinir íslensku fara utan að vori.“ Hvað á að gera fleira í tilefni af af- mælisárinu? „Auk hátíðardagskrárinnar var í aprílmánuði haldið málþing um jap- önsk ljóð og sögur, fjallað var um leikrit Kabuki, hækur eða ljóð og undraheim teiknimyndasagna. Þetta þing var haldið í samvinnu við heim- spekideild HÍ og styrkt af sendiráði Japans. Í tilefni afmælisárs hefur félagið einnig skipulagt ferð til Japans í október sem farin verður í beinu flugi sem tekur um 12 tíma, en fjög- ur ár eru nú liðin frá því beint leigu- flug hófst frá Japan til Íslands. Af Japans hálfu hafa af þessu til- efni borist hingað sýningar fjögurra listamannahópa og verður sú síðasta af fjórum í Þjóðleikhúsinu 16. sept- ember nk.“ Gífurlegur áhugi á Japan meðal ungs fólks á Íslandi Merkir þú miklar breytingar á áhuga fyrir tengslum Íslands og Japans? „Já, gífurlegur áhugi er meðal einkum yngra fólks á þessum sam- skiptum í báðum löndunum. Lengst af voru einungis einn til tveir ís- lenskir nemendur sem árlega áttu þess kost að fá skólavist og þiggja styrk japanska menntamálaráðu- neytisins í seinni hluta námi. Á þessu ári eru yfir 30 íslensk ungmenni sem eiga þess kost að nema í Japan. Tæplega helmingur þeirra er kom- inn þangað fyrir tilstilli japanskra yfirvalda sem gera þetta til að styðja við nemendur sem notið hafa kennslu í japönsku sem hófst við Há- skóla Íslands árið 2002. Auk þessa er búið að koma á fjölda samstarfs- samninga milli háskóla á Íslandi og í Japan en nemendaskipti milli Há- skólans í Reykjavík og Háskólans í Bifröst hafa einnig staðið fyrir um hríð. Þess má geta að nemendur sem fara til Japan fá skólavist og í sum- um tilvikum japanska styrki til dval- arinnar.“ Hvers vegna eru Japanir svona áhugasamir um samskipti við Ís- land? „Ætli hjartalag þjóðanna sé ekki talsvert líkt. Þess má geta að aðeins einn háskóli í Japan, Tokai-háskóli, er með norræna deild, þar sem kennd eru norræn mál og bókmennt- ir, íslenska er hins vegar einnig kennd við Waseda-háskóla. Íslensk yfirvöld styrkja einn japanskan nema til náms árlega.“ Gunnhildur segir að Japanir sem búa hér kenni börnum af japönskum ættum japönsku. „Óskandi væri að íslensk yfirvöld sæju sóma sinn í að koma á fót starfi sendikennara í Jap- an. Geta má þess að sendiráð voru opnuð í báðum löndum árið 2001. Í tilefni af fyrrnefndum tímamót- um í samskiptum Íslands og Japans eru komin hingað sendiherra Japans frú Fumiko Saiga og mikill heiðurs- maður og Íslandsvinur, Yoshihiko Tsuchiya. Hann kom hingað fyrst fyrir tæpum 20 árum, þá forseti efri deildar japanska þingsins, en hann hefur gegnt mörgum af æðstu emb- ættum Japans.“ Gunnhildur segir að fyrir tilstilli hans var stofnuð vina- nefnd Alþingis og japanska þingsins. Kynni hans og Vigdísar Finnboga- dóttur, fyrrum forseta Íslands, voru til að styrkja ennfremur tengsl land- anna og verður þeirra framlag í þessum efnum seint ofmetið. „Það er draumur minn að þessi tvö eylönd, Ísland og Japan, nái æ betur saman. Í hinum takmörkuðu kynnum mínum af japönsku hef ég skynjað af það eru ekki aðeins tákn og tónar sem skipta máli heldur gegnir þögnin líka veigamiklu máli,“ segir Gunnhildur. Mirai no Mori – Skógur framtíðarinnar Minnst er á ýmsan hátt 25 ára afmælis Íslensk- japanska félagsins og 50 ára afmælis stjórnmála- tengsla landanna. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Gunnhildi S. Gunnarsdóttur, formann Íslensk-jap- anska félagsins, um það efni og starfsemi félagsins. Morgunblaðið/Ómar Tengslin efld Gunnhildur S. Gunnarsdóttir, formaður Íslensk-japanska fé- lagsins, vill efla enn frekar tengsl landanna tveggja. gudrung@mbl.is GUNNAR Örn Örlygsson, al- þingismaður, hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í 3.–4. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suður- kjördæmi. Í til- kynningu frá Gunnari segir að pólitísk stefna Sjálfstæðisflokksins sé honum hug- leikin. „Störf mín með flokksmönn- um hafa verið ánægjuleg og um leið lærdómsrík fyrir ungan mann sem stefnir hátt í íslenskum stjórnmál- um. Ég tel kjördæmið vera afar spennandi kost enda fæddur Suður- nesjamaður og búsettur í Reykja- nesbæ. Verkefni sem snúa að kjör- dæminu er fjölmörg. Ég vil spila stóran þátt í þeim verkefnum og sýna kjósendum þann drifkraft og vilja sem ég bý yfir til að ná fram ár- angri í störfum mínum fyrir fólkið í landinu,“ segir Gunnar. Býður sig fram í 3.–4. sæti Gunnar Örn Örlygsson »Þegar Hellisheiðarvirkjunfór í gegnum umhverf- ismatsferli á sínum tíma varaði Landvernd við sjónrænum áhrifum virkjunarinnar. »Tæknilega framkvæm-anlegt er að grafa leiðslur og rör í jörð, en að líkum væri slík framkvæmd um 50% dýrari en ef hún væri ofanjarðar. »Rörunum fylgir sama jarð-raskið hvort heldur þau eru ofan- eða neðanjarðar vegna þeirra vega sem leggja þarf samhliða rörunum. »Rannsóknir sýna að há-spennulínur eru þyrnir í augum ferðamanna. Í HNOTSKURN TVEIR þjófar voru gripnir í versl- unum í Reykjavík þegar þeir reyndu að komast undan með fatn- að án þess að borga fyrir hann. Í öðru tilvikinu var um að ræða konu á þrítugsaldri en í hinu var það karlmaður á fimmtugsaldri. Konan tók buxur með sér í mát- unarklefa og klæddist þeim undir buxunum sem hún var í fyrir. Þessi aðferð er velþekkt og er versl- unarfólk því á varðbergi. Það skil- aði sér í þessu tilfelli. Karlinn hafði annan háttinn á. Hann fór í jakka og snaraði sér síðan út en komst ekki langt. Stálu fötum úr verslunum ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.