Morgunblaðið - 09.09.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 09.09.2006, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF E xista er fjármálaþjónustufyrirtæki með umfangsmikla starfsemi á sviði trygginga, eignaleigu og fjárfestinga. Við skráningu í Kauphöll Íslands þann 15. sept- ember verður Exista næst stærsta félagið í Kauphöllinni sé miðað við eigið fé, sem nam 143 milljörðum króna þann 30. júní sl. Þann sama dag námu eignir Exista um 311 milljörðum. Lýður Guðmundsson er starfandi stjórn- arformaður Exista og bróðir hans Ágúst á sæti í stjórn félagsins en jafnframt er hann forstjóri Bakkavarar Group sem þeir stofnuðu fyrir tutt- ugu árum. Félag þeirra Bakkavör Holding B.V. er stærsti hluthafi Exista með 47,4% hlut. Í rekstri Exista eru þrjár meginstoðir; vá- tryggingastarfsemi, eignaleigustarfsemi og fjárfestingarstarfsemi. Exista rekur eitt stærsta tryggingafélag landsins, Vátrygginga- félag Íslands (VÍS) ásamt því að vera meiri- hlutaeigandi í Verði Íslandstryggingu en þessi tvö tryggingafélög ráða yfir um 37% af íslensk- um vátryggingamarkaði. Exista starfrækir einnig líftryggingafélagið Lífís, stærsta eigna- leigufyrirtæki landsins, Lýsingu, og Öryggis- miðstöð Íslands. Þá er Exista stærsti hluthafi Kaupþings Banka með 25,7% hlut, Bakkavarar Group með 38,7% hlut og Símans með 43,6%. Lýður segir að fjárfestingarstarfsemin noti fjárstreymi frá tryggingarekstri og eignaleigu ásamt öðrum sjóðum Exista til þess að fjárfesta í mismunandi verkefnum, annars vegar í kjöl- festuhlutum í félögum skráðum á hlutabréfa- markaði, sem eru t.d. hlutirnir í KB banka og Bakkavör, og hins vegar í óskráðum félögum en gott dæmi um slíka fjárfestingu er eignarhlut- urinn í Símanum. Auk þess hefur Exista með höndum eigin bók sem geymir um 60 milljarða króna, sem notaðir verða til margskonar fjár- festinga á fjármálamarkaði, þó aðallega erlend- is, að sögn Lýðs. Ekki óþekkt viðskiptamódel Það viðskiptamódel sem Exista hefur valið sér er ekki óþekkt. Besta dæmið er ef til vill fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway en þar ræður hinn goðsagnakenndi Warren Buff- ett ríkjum. Buffett hefur oft verið talinn annar ríkasti maður heims, þar til hann ákvað að gefa mestan hluta auðæfa sinna til góðgerðamála. „Við sækjum svolítið fyrirmyndina þangað, við viðurkennum það fúslega. En þetta módel hefur verið reynt annars staðar með góðum ár- angri,“ segir Lýður. Hann segir Exista vera nýjan kost í flórunni hér heima, kost sem bygg- ist á þeim traustu félögum sem eru í eigu Ex- ista. Þegar litið sé yfir eignarsafn Exista megi þar finna nokkur af öflugustu fyrirtækjum landsins og lykilhluti í enn fleiri félögum, Kaup- þing banka sem sé stærsti og öflugasti banki landsins, Bakkavör sem sé stærsta fyrirtæki landsins þegar komi að starfsmannafjölda, veltutölum og frjálsu fjárflæði og Símann sem sé stærsta fyrirtæki okkar Íslendinga með starfsemi einungis á Íslandi. Og möguleikar séu miklir. Hvað VÍS varði þá sé stefnan að byggja upp og sækja fram, að- allega á meginlandi Evrópu og eins í Bretlandi. „Það hefur nú verið lítil arðsemi af vátrygginga- rekstri undanfarin ár en það eru merki um að þetta fari batnandi og við höfum mikla trú á því að vátryggingastarfsemin muni skila okkur miklu í framtíðinni. Það er frábært fólk sem þarna vinnur, þetta er rótgróið félag og það stærsta í vátryggingum á Íslandi. Við munum byggja á þessum grunni og sækja fram og höf- um áhuga fyrir því að skoða stórfjárfestingar í vátryggingarekstri í Bretlandi og á meginlandi Evrópu.“ Sama gildi um Lýsingu, þar sé til staðar mjög breið þekking á mjög víðu sviði og hana sé hægt að nota til að drífa eignaleiguna áfram á þessum mörkuðum erlendis. „Lýsing er jafnframt stærsta eignaleigufyrirtæki landsins. Við erum með tæpa 60 milljarða af útlánum í gegnum Lýsingu, sem er alveg frábær undirstaða fyrir rekstur Exista. Og við hyggjumst jafnframt sækja fram í Evrópu og byggja á þeirri grunn- þekkingu sem þar er.“ Lýður segir að rekstur Símans gangi vel og í nýlegu uppgjöri megi sjá að tekjur Símans juk- ust um 17% á fyrri helmingi ársins meðan rekstrarhagnaður jókst um 20%. „En hins veg- ar töpuðum við á genginu því þegar við keypt- um Símann skuldsettum við hann í erlendri mynt vegna vaxtamunarins sem er milli Íslands og Evrópu. En þar sem um langtímalán er að ræða hefur þetta ekki áhrif á reiðufjárstreymi Símans sem var sérstaklega gott líka á tíma- bilinu. Og þegar menn eru að vinna með fjár- festingar í óskráðum félögum þá er það fjár- streymið sem skiptir mestu máli. Síminn hafði 4,3 milljarða í handbæru fé frá rekstri á fyrri helmingi ársins.“ Lýður segir að Síminn horfi einnig til útrásar en eins og kunnugt er verður félagið skráð á markað í lok næsta árs. „En hins vegar er stefna Símans sú að stökkva ekki einungis á það sem framhjá flýtur og kaupa það heldur vanda vel til verksins og velja góðar fjárfestingar og það hefur mikil vinna farið fram undanfarið ár við að finna slík verkefni.“ Þegar kemur að Bakkavör segir Ágúst að horfurnar séu góðar og reksturinn líti vel út. „Framundan er að halda áfram að stækka Bakkavör á svipaðan hátt og við höfum gert á undanförnum árum með kaupum á fyrirtækjum sem samræmast okkar mörkuðum og stefnu og útvíkka frekar starfsemina á meginlandi Evr- ópu og í Asíu.“ Þegar litið er til fjárfestinga í óskráðum fé- lögum segir Lýður að ekki sé verið að horfa á neinn sérstakan geira, heldur sé verið að leita að góðu stjórnendateymi og góðum fyr- irtækjum með stöðugt fjárstreymi sem hægt sé að skuldsetja og þá muni Exista setja fjármagn þar á bakvið. Sama aðferðafræði og í Bakkavör Spurðir hvort Exista muni þá ekki starfa líkt og svokallaðir umbreytingafjárfestar, þar sem fyrirtæki með það sem kalla mætti lélegan rekstur eru yfirtekin og rekstrinum beint á beinu brautina, segir Ágúst svo ekki vera. „Við ætlum að leyfa öðrum að kljást við þau verkefni. Við munum beita svipaðri aðferða- fræði í Exista og við höfum gert í gegnum tíðina í Bakkavör þegar kemur að fjárfestingum í óskráðum félögum og einbeita okkur að því að finna fyrirtæki sem eru í nokkuð góðum rekstri og með góðar framtíðarhorfur.“ Lýður heldur áfram: „Módelið okkar er að gera gott betra, sumir eru með það módel að gera slæmt betra og það er kannski munurinn á okkur og mörgum öðrum. Það er ekkert verra módel, það er bara mismunandi hvernig aðferð- um menn beita.“ Exista opnaði fyrr á árinu skrifstofu í London ásamt Bakkavör og Símanum. „Við hyggjumst sækja þar fram, við erum með alveg hliðstæða starfsemi hér á Íslandi en við viljum sækja í stærri reynslubrunn og nýta okkur þann mann- auð sem er fyrir hendi í Bretlandi til að breikka þá þekkingu sem til er innan Exista. Á breskum fjármálamarkaði njótum við einnig góðs af þeim tengslum og því orðspori sem við bræður höfum aflað okkar á undangengnum árum við upp- byggingu Bakkavarar,“ segir Lýður Sjálfur er Lýður búsettur í London. Hann verður það áfram og mun stýra starfseminni þar. Að sögn Lýðs er svo topplið hér heima við stjórnvölinn. Forstjórarnir eru tveir: Erlendur Hjaltason, sem hefur yfirumsjón með fjárfest- ingum í óskráðum eignum og kjölfestufjár- festingum, og Sigurður Valtýsson, sem hefur yfirumsjón með rekstrarsviðum félagsins, tryggingastarfsemi, eignaleigu og eignastýr- ingu. Ásgeir Baldurs stýrir svo VÍS og Ólafur Helgi Ólafsson Lýsingu. Aðrir helstu stjórn- endur eru Sveinn Þór Stefánsson fjár- málastjóri, Ásmundur Tryggvason fram- kvæmdastjóri, Bjarni Brynjólfsson sem er framkvæmdastjóri eigin viðskipta, Guðrún Þor- geirsdóttir sem er framkvæmdastjóri áhættu- stýringar og Sigurður Nordal sem er fram- kvæmdastjóri samskiptamála. Almenningur fái að vera með Fyrir skemmstu seldi Kaupþing banki um þriðjung af eign sinni í Exista til nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins og segir Lýður að við söluna hafi hluthafahópurinn breyst á já- kvæðan hátt því um sé að ræða nokkra öfl- ugustu fjárfesta landsins. Í þessari viku fór fram útboð til fagfjárfesta og á mánudag hefst útboð til almennings og til starfsmanna þar sem almenningi gefst kostur á því að ská sig fyrir hlutum í félaginu. Þeir bræð- ur segja að með almenna útboðinu sé hugsunin sú að leyfa almenningi að vera með frá upphafi. Kaupþing banki hyggst svo greiða út restina af þeirri eign sem eftir er í bókum bankans, eða um 10% af hlutafé í Exista, sem arð til hluthafa sinna innan tveggja mánaða frá skráningu fé- lagsins í Kauphöll og verður Exista þá fjöl- mennasta almenningshlutafélag í landinu ásamt bankanum. Krosseignatengsl milli Exista og Kaupþings banka verða þar með úr sögunni en þau hafa verið gagnrýnd á undanförnum miss- erum, einkum af erlendum greiningaraðilum. Eins og kunnugt er hugðist FL Group skrá Icelandair Group á markað í vor en ekkert varð af þeirri skráningu, að sögn vegna slæmra að- stæðna á markaði. Spurður hvort nú sé einhver verri tími en annar til að skrá félag á markað segir Lýður svo alls ekki vera. „Nei, við teljum að þetta sé ágætur tími og okkur þykir ekki mikilvægt að fara með félag á markað þegar allt er útblásið og á toppnum. Undanfarið hálft ár hefur markaðurinn verið hálf daufur en ég held að það sé ekkert verra að fara með félag á markað á svoleiðis tímum, það er ekkert endilega best að byrja á toppnum. “ – Virðist ef til vill vera að rofa til? „Já, það hefur margt jákvætt gerst, rík- issjóður var að birta mjög jákvæðar tölur um rekstur síðasta árs sem eru góðar fréttir í sjálfu sér. Var ekki væntingavísitalan á uppleið? Ís- lendingar eru orðnir bjartsýnir á ný, sýnist mér,“ segir Ágúst. Og Lýður heldur áfram: „Eins hefur bönk- unum gengið vel að verjast þeim árásum sem þeir hafa orðið fyrir af hendi bæði innlendra og erlendra aðila. Þeir hafa höndlað sína stöðu vel enda mikið af frábæru fólki í bankageiranum al- mennt. Þeir skiluðu góðum uppgjörum og hafa verið að vinna í sínum fjármögnunar- og kynn- ingarmálum. Búandi erlendis, þá hafa þær spurningar sem ég fékk mikið til hljóðnað.“ Ágúst segir að gagnrýnin á bankana hafi í sjálfu sér ekki orðið til þess að hægja á útrás ís- lenskra fyrirtækja því á síðastliðnu hálfu ári hafi mörg stór fyrirtækjakaup hjá íslenskum fyrirtækjum átt sér stað. „Það hefur ekkert hægt á krafti hjá íslensk- um fyrirtækjum í erlendri útrás þó svo að það hafi orðið svolítið fjölmiðlabakslag á íslenskt efnahagslíf og hrakspár víða,“ segir Ágúst. „Ég held hins vegar að hlutirnir hafi breyst mikið og í dag eru íslensk fyrirtæki á engan hátt háð íslensku bönkunum um fjármagn til stækkunar eða vaxtar erlendis eins og þau voru í sjálfu sér upphaflega þegar þessi útrásarhrina hófst um 2000. Þá voru það íslensku bankarnir sem stóðu fyrst og fremst á bak við íslensk fyr- irtæki í útrásinni en í dag eru flest útrásarfyr- irtækin og mörg íslensk fyrirtæki með mjög öfl- ug bankasambönd erlendis og fjármagna sína starfsemi að mestu og jafnvel að öllu leyti með fjármagni frá erlendum bönkum.“ Ágúst segir kerfið allt miklu stærra og sveigjanlegra í dag og íslensk fyrirtæki hafi í mun fleiri hús að venda. Þó hugsanlega sé ein- hver samdráttur framundan í íslensku efna- hagslífi þá hafi það mjög lítil áhrif á flest íslensk stórfyrirtæki í dag. „Hvort það verði efnahagssamdráttur á Ís- landi eða hvort íslensku bankarnir fái verri kjör á lánsfjármörkuðum erlendis – það hefur bara hverfandi áhrif. Þess vegna mun útrásin, eða starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, ekkert verða undir því komin hvernig tekst til með þessa þætti sem voru reyndar afgerandi fyrir bara nokkrum árum,“ segir Ágúst. Lýður bætir við að enda hafi sést þess merki á undanförnum mánuðum, þar sem FL Group, Marel, Bakkavör og Baugur hafa haldið sínu striki, auk þess sem Actavis standi nú í stærstu yfirtöku íslensks fyrirtækis til þessa. „Hvergi hefur þetta stöðvað íslensku fyr- irtækin, menn hafa alveg haldið sínu striki og fylgt sinni stefnu eftir óhikað. Það hefur ekki verið samdráttur í framboði á lánsfé til ís- lenskra fyrirtækja erlendis almennt, alla vega höfum við ekki fundið fyrir því,“ segir Lýður. Stefna ekki á fjölmiðlarekstur En hverju svara bræðurnir þeim orðrómi sem gengið hefur um að Síminn og Skjárinn ætli í samstarf við Árvakur og mynda fjölmiðla- samsteypu til mótvægis við Dagsbrún. Lýður er fyrri til svars: „Það hefur aldrei staðið til að búa til fjölmiðlasamsteypu og það er enginn áhugi fyrir hendi á því. Þetta er eitt- hvað sem einhverjir menn úti í bæ fundu upp. Við höfum miklu meiri áhuga á því að vera í dreifingu á efni og Skjárinn er okkar leið til þess. Við höfum ekki staðið í fréttamennsku á Skjánum að neinu leyti og það stendur ekki til.“ Því sé ekki meiningin að blanda sér í umræðuna á Íslandi með fjölmiðlarekstri, það sé alveg skýrt. Ágúst bætir við að nóg sé af mönnum sem standi í svoleiðis hlutum hérlendis og þeir vilji ekki bætast í þann hóp. Þeim þyki það einfald- lega ekki eftirsóknarvert. Lýður segir það ekki hollt að menn sem eigi jafnmikið undir í viðskiptum séu að hafa áhrif á umræðuna með þessum hætti og Ágúst bætir við: „Það má kannski segja að menn hafi áhuga á að hafa áhrif á umræðuna en ekki með þessum hætti.“ Nýr kostur í flórunni Með skráningu Exista í Kauphöll Íslands og arð- greiðslu Kaupþings banka til hluthafa verður Exista eitt stærsta hlutafélag landsins. Sigurhanna Kristinsdóttir leit inn hjá þeim Ágústi og Lýð Guðmundssonum, en fé- lag þeirra, Bakkabræður, er stærsti hluthafi Exista, og kynnti sér framtíðaráform félagsins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stefna hátt Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru stærstu hluthafar í Exista í gegnum félagið Bakkabræður. Þeir segja að ekkert hafi hægt á krafti íslenskra fyrirtækja í útrás en Exista hyggur á landvinninga. »Exista var stofnað í júní 2001 afhópi sparisjóða. »Hinn 30. júní 2006 nam eigið fé Ex-ista um 143 milljörðum króna og eignir um 311 milljörðum. »Stærstu núverandi hluthafar Ex-ista eru Bakkabraedur Holding B.V. sem á 47,4% hlut. »Exista verður skráð í Kauphöll Ís-lands hinn 15. september. Í HNOTSKURN sigurhanna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.