Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 19

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 19 ERLENT Dolce & Gabbana Chanel Prada Donna Karan Lindberg Versace Roberto Cavalli Bulgari Tom Ford og fl. Linsur - Gleraugu - Sjónmælingar Gleraugu eru skart Madrid, Brussel. AFP. | Metfjöldi ólöglegra innflytjenda hefur komið á land á Kanaríeyjum, sem tilheyra Spáni, undanfarna viku, en margir sigla þangað á bátum frá vesturströnd Afríku og hafa veðurskilyrði til slíkrar siglingar verið hagstæð síðustu daga. Öll skýli á eyj- unum eru yfirfull af fólki en markmið þeirra er að kom- ast frá Kanaríeyjum til Spánar og þaðan hugsanlega til annarra landa Evrópusambandsins. Áætlað er að nú hafi næstum 4.000 manns komið á land á Kanaríeyjum það sem af er þessum mánuði, en heildartala fyrir allt árið er komin yfir 23.000. Spænsk stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af þessari þróun og á þriðjudag sögðu talsmenn þeirra að Spánn, Frakkland og Ítalía myndu bera upp tillögur á næsta fundi leiðtoga Evrópusambandsins, 20. október í Finn- landi, um hvernig bregðast eigi við auknu flæði ólög- legra innflytjenda. Hefur Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, skrifað leiðtogum allra 25 aðildarríkj- anna bréf þar sem hann fer fram á samstöðu allra ríkja í þessum málaflokki. Leggur hann þar áherslu á að all- ar aðildarþjóðirnar verði að taka þátt í mögulegum að- gerðum, jafnvel þó að það séu ríki eins og Spánn, Ítalía og Malta sem hvað mest finna fyrir vandanum, enda eru þessi lönd oft fyrsti viðkomustaður ólöglegra inn- flytjenda og sumir setjast þar raunar að. Sagði Barroso að vandinn væri samevrópskur og að Evrópa öll þyrfti að bregðast við honum. AP Brostnir draumar Fólk sem kemur með bátum frá Vestur-Afríku til Kanaríeyja er í leit að betra lífi í Evrópu. Metfjöldi ólöglegra innflytjenda Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is DÓMSTÓLL í Óðinsvéum í Dan- mörku úrskurðaði í gær, að hafa skyldi áfram í haldi fimm menn, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Danmörku. Eru þá alls sjö í haldi en tveimur af þeim níu, sem upphaflega voru handteknir, hefur verið sleppt. Danski leyniþjónustumaðurinn Troels Ørting Jørgensen segir, að lagt hafi verið hald á ýmis efni, sem unnt sé að nota til sprengjugerðar, á tölvur, síma og tölvudiska en alls hefur verið gerð húsleit á 12 stöð- um, aðallega í Vollmose, einu hverfi Óðinsvéa, en þar býr mikið af inn- flytjendum, ekki síst múslímum. Haft er eftir íslömskum klerki í Vollmose, að hinir handteknu séu af palestínskum, íröskum og kúrdísk- um uppruna fyrir utan einn, Dana, sem snerist til íslams. Handtökurnar áttu sér stað að- eins viku fyrir fimm ára afmæli hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og eru hinir grunuðu sagðir minna mjög á þá, sem frömdu hryðjuverk- in í London. Um er að ræða menn, sem eru fæddir eða hafa alið mest- an sinn aldur í Danmörku en virð- ast tilbúnir til hryðjuverka þar. Danskir múslímar eru áhyggju- fullir. Sumir vilja trúa því, að mennirnir hafi verið handteknir fyrir það að vera múslímar en flest- ir óttast, að andúð Dana á múslím- um muni aukast. Svo er líka um aðra Dani. „Danir eru að loka að sér,“ segir Nanna Müller, leikkona, sem kennt hefur lögreglumönnum hvernig róa skuli grunaða menn. „Nú verður fólk hrætt í hvert sinn sem það sér mann, sem virðist vera af arab- ískum uppruna eða múslími.“ Fallist á gögn um samsæri Danskir múslímar hafa áhyggjur af aukinni andúð eftir handtökurnar »Múslímar í Danmörku eruhátt í 200.000 en aðlögun þeirra að samfélaginu og vest- rænum háttum hefur ekki gengið vel. » Sumir danskir múslímarsetja hugsanlegar áætlanir um hryðjuverk í Danmörku í samband við skopteikningar af Múhameð spámanni í Jyllands- Posten en aðrir vísa því á bug. »Múslímar óttast aukna and-úð í Danmörku og Danski þjóðarflokkurinn lagði til strax eftir handtökurnar, að komið yrði upp eftirlitsmyndavélum í hverfum þeirra. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.